Þjónandi forysta

  • Þekkingarsetur
  • Ráðstefnur hér á landi frá 2008
    • Ráðstefna um þjónandi forystu á Bifröst 25. september 2015
    • Ráðstefna á Bifröst 31. október 2014 – Dagskrá
    • Samstaða og árangur – Ráðstefna 14. júní 2013
  • Rannsóknir, greinar & bækur
    • Þjónandi forysta í hnotskurn
    • Í atvinnulífinu
    • Líkan Dirk van Dierendonck um þjónandi forystu
    • Íslenskar rannsóknir
  • Hafa samband
  • English
You are here: Home / Archives for Bifröst

Meistaranámið í forystu og stjórnun með áherslu á þjónandi forystu er hafið.

August 23, 2019 by Sigrún

Meistaranámið í forystu og stjórnun með áherslu á þjónandi forystu við Háskólann á Bifröst hófst í dag þegar nemendur hittust á kynningardegi á Bifröst. Námið er mikilvægur áfangi þjónandi forystu hér á landi og felur í sér margs konar áhugaverð tækifæri fyrir nemendur og framþróun þjónandi forystu hér á landi.

Framundan er tveggja ára nám þar sem nemendur vinna með ýmsar hliðar forystu og stjórnunar og öðlast sérþekkingu á þjónandi forystu. Námið er einkum byggt á fjarkennslu og vinnuhelgum þar sem rætt er um námsefnið og áhugaverð viðfangsefni. Meðal gesta á vinnuhelgi í vetur er Dr. Don Frick sem er rithöfundur og sérfræðingur í þjónandi forystu og hefur meðal annars ritað ævisögu Robert K. Greenleaf, upphafsmanns þjónandi forystu.

Myndin var tekin á Bifröst í dag og sýnir nemendur nýju námslínunnar, Sigrúnu Gunnarsdóttur umsjónarkennara og Sigurð Ragnarsson forseta viðskiptafræðideildar.

Deila þessu:

  • Tweet
  • Email
  • More
  • Print
  • Share on Tumblr
  • Pocket

Filed Under: Bifröst Tagged With: Meistaranám

Nýtt tækifæri til meistaranáms í þjónandi forystu við Háskólann á Bifröst

May 1, 2019 by Sigrún

Næsta haust skapast einstakt tækifæri til að leggja stund á meistaranám í þjónandi forystu. Meistaranám í þjónandi forystu er draumur sem varð til strax í upphafi starfs um þjónandi forystu hér á landi árið 2007. Fyrstu skrefin í þá átt voru stigin þegar námskeið um þjónandi forystu urðu hluti af meistaranámi fyrst við Háskólann á Akureyri árið 2012 og síðan við Háskólann á Bifröst árið 2013.

Nú þegar sex ár eru liðin frá því að kennsla í þjónandi forystu hófst við Háskólann á Bifröst verður skrefið stígið til fulls og boðið upp á sérstaka meistaranámslínu í forystu og stjórnun með áherslu á þjónandi forystu frá og með haustinu 2019.

Þjónandi forystu hefur verið vel tekið af nemendum og vakið áhuga margra til að halda áfram að kafa ofan í fræðin, ígrunda aðferðir og vinna að því að auka áherslur þjónandi forystu á vettvangi fyrirtækja, stofnana og félaga. Rannsóknir og reynsla fjölmargra fyrirtækja undirstrika árangur sem fylgir viðhorfum og aðferðum þjónandi forystu og sá árangur snýr ekki síst að vellíðan starfsmanna og snýr líka að árangri og ábata starfsins.

Í námslínunni, MS/MLM forysta og stjórnun, með áherslu á þjónandi forystu, er fjallað um hugmyndafræði og hagnýtingu þjónandi forystu á grunni fræðanna og með skírskotun til reynslu og raunverulegra dæma. Grunnhugmyndir Robert Greenleaf eru kynntar og einnig líkön sem seinni tíma fræðimenn hafa sett fram um þjónandi forystu og fjallað um nýjar rannsóknir um þjónandi forystu hérlendis og erlendis.

Nemendur fá tækifæri til að fá góða innsýn í þjónustuvídd og forystuvídd hugmyndafræðinnar miðað við rannsóknir og reynslu fyrirtækja, stofnana og félaga. Áhersla er á að nemendur þjálfi með sér gagnrýnið sjónarhorn, rýni í þjónandi forystu miðað við aðstæður sem þeir þekkja af eigin raun og hafi góðan skilning á árangursríkri innleiðingu þjónandi forystu.

Umsjónarkennari námslínunnar er Dr. Sigrún Gunnarsdóttir dósent við Viðskiptafræðideild Háskólans á Bifröst og formaður Þekkingarseturs um þjónandi forystu. Nánari upplýsingar um námið eru hér og upplýsingar um skólagjöld eru hér. Umsóknarfrestur er til 15. maí 2019, sjá hér.

Deila þessu:

  • Tweet
  • Email
  • More
  • Print
  • Share on Tumblr
  • Pocket

Filed Under: Auðmýkt, Þjónandi forysta, Bifröst, Hlustun, Meistaranám, Ný meistaranámslína

Ný námslína til meistaragráðu í þjónandi forystu haustið 2019

February 4, 2019 by Sigrún

Næsta haust verður stigið mikilvægt skref fyrir þjónandi forystu hér á landi með nýrri námslínu til meistaragráðu í þjónandi forystu við Háskólann á Bifröst. Um er að ræða námslínu innan námsbrautarinnar Forysta og stjórnun.

Síðan 2013 hefur þjónandi forysta verið kennd sem hluti af námi í viðskiptafræði á Bifröst, bæði á BS stigi og MS stigi. Námið hefur mælst vel fyrir og ákveðið að halda áfram að þróa kennsluna og bjóða nemendum að sérhæfa sig enn frekar á sviði þjónandi forystu. Eins og í öðrum námslínum innan Forystu og stjórnunar er hægt að ljúka náminu með ritgerð eða án ritgerðar.

Ný námskeið um þjónandi forystu

Hin nýja meistaralína felur í sér þrjú námskeið um þjónandi forystu og lýkur með meistaragráðu í Forystu og stjórnun með áherslu á þjónandi forystu. Námslínan er skipulögð sem sérhæfing innan meistaranáms í Forystu og stjórnun og námskeið á sviði forystu og stjórnunar eru hluti af hinni nýju námslínu

Nemendur sem skrá sig í námslínu til meistaragráðu í þjónandi forystu taka öll grunnnámskeið innan Forystu og stjórnunar auk þriggja námskeiða um þjónandi forystu. Hvert námskeið hefur sérstaka áherslu innan fræðanna um þjónandi forystu og fjallað um hagnýtingu á grunni þekkingar og nýrra rannsókna.

Hvað verður fjallað um í námskeiðunum um þjónandi forystu?

  • Í fyrsta námskeiðinu er fjallað um grunnatriði hugmyndafræðinnar með áherslu á rit Greenleaf og nýjar rannsóknir um þjónandi forystu erlendis og hér á landi. Rýnt er í hugmyndir Greenleaf og fjallað um rannsóknir sem varpa ljósi á árangur þjónandi forystu fyrir líðan starfsfólks og árangur skipulagsheilda.
  • Í námskeið númer tvö er sjónum beint sérstaklega að þjónustuhluta þjónandi forystu og rýnt í rannsóknir sem snúa að hlustun, áhuga á hagsmunum og hugmyndum annarra sem og sjálfsþekkingu og sjálfsstyrk þjónandi leiðtoga. Sérstaklega er fjallað um þætti þjónandi forystu sem tengjast vellíðan og starfsgetu. Þá verður fjallað um núvitund sem árangursríka leið til að styrkja leiðtogafærni og árangur í starfi.
  • Í þriðja námskeiðinu er fjallað um mikilvægar hliðar leiðtogahluta þjónandi forystu, þ.e. framsýni, tilgang, hugsjón og ábyrgðarskyldu. Sjónum er beint að nýjum hugmyndum um skipulag og þjónandi forystu. Ábyrgðarskylda í þjónandi forystu verður rædd sérstaklega og fjallað um leiðir til að efla ábyrðarskyldu með aðferðum þjónandi forystu. Þá verður fjallað um þjónandi forystu í stjórnsýslu hér á landi, bæði innan ráðuneyta og sveitarstjórna.

Kennsla í þjónandi forystu við Háskólann á Bifröst hefur undanfarin ár verið skipulögð og framkvæmd í samvinnu við Þekkingarsetur um þjónandi forystu og svo verður einnig um hina nýju námslínu. Þessi nýi áfangi er miklvægt framlag til þjónandi forystu hér á landi og felur í sér tækifæri til að þróa enn frekar þekkingu og hagnýtingu þjónandi forystu hér á landi.

Kynningarfundur

Kynning á hinni nýju námslínu verður þriðjudaginn 12. febrúar nk. að Suðurlandsbraut 22, 2. hæð, húsnæði Háskólans á Bifröst. Fundurinn hefst kl. 17:30 með stuttu kynningarerindi um þjónandi forystu og síðan tekur við kynning á nýju námslínunni. Sjá nánar um viðburðinn hér (facebook).

Deila þessu:

  • Tweet
  • Email
  • More
  • Print
  • Share on Tumblr
  • Pocket

Filed Under: Auðmýkt, Þjónandi forysta, Bifröst, Hlustun Tagged With: Bifröst

Þjónandi forysta og starfsumhverfi starfsmanna í stjórnsýslu sveitarfélaga

September 1, 2017 by Sigrún

Magnea Steinunn Ingimundardóttir hefur lokið rannsókn til meistaragráður við Háskólann á Bifröst með áherslu á þjónandi forystu og starfsumhverfi starfsmanna í stjórnsýslu sveitarfélaga.

Í ritgerðinni segir m.a. að mikilvægt sé fyrir stjórnsýslu sveitarfélaga að rýna í hvaða breytinga er þörf til að mæta þeim áskorunum sem sveitarfélög standa frammi fyrir en rannsóknir á stjórnun og starfsumhverfi starfsmanna í stjórnsýslu sveitarfélaga eru fáar.

Í rannsóknni var vægi þjónandi forystu í stjórnsýslu sveitarfélaga kannað og skoðað hvort tengsl væru á milli einkennandi þátta þjónandi forystu og mats starfsmanna á sjálfræði í starfi. Gerð var spurningakönnun sem náði til um 600 starfsmanna hjá sjö sveitarfélögum. Mælitækið Servant Leadership Survey var notað auk spurninga um sjálfræði í starfi og niðurstöður greindar eftir þáttum SLS listans.

Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að þjónandi forysta er til staðar í stjórnsýslu sveitarfélaga og að starfsmenn njóta sjálfræðis í starfi að einhverju leyti. Rannsóknin sýndi jafnframt martækna fylgni á milli heildarmælingar þjónandi forystu og sjálfræðis í starfi, sem er í samræmi við niðurstöður fyrri rannsókna.

Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að þjónandi forysta er hugmyndafræði og leiðtogaaðferð sem ástæða er fyrir stjórnsýslu sveitarfélaga að skoða nánar til að stuðla að aukinni framþróun og nýsköpun í stjórnsýslu sveitarfélaga og er ástæða til að rannsaka þetta efni nánar.

Ritgerðin er hér á pdf formi

Rigerðin er einnig aðgengileg hér á skemman.is

 

 

Deila þessu:

  • Tweet
  • Email
  • More
  • Print
  • Share on Tumblr
  • Pocket

Filed Under: Íslenskar rannsóknir, Bifröst, Hlustun, Rannsóknir, Stjórnsýsla, Valdar greinar

Íslenskar rannsóknir og áhugaverðar greinar um þjónandi forystu.

March 8, 2016 by Sigrún

Nokkrar rannsóknir um þjónandi forystu hafa verið framkvæmdar hér á landi og ná til einstaklinga á ýmsum sviðum samfélagsins. Um er að ræða rannsóknir sem nýta ýmsar rannsóknaraðferðir, bæði  spurningalistakannanir og eigindlegar rannsóknir með viðtölum. Nokkrar rannsóknanna hafa verið birtar sem ritrýndar greinar, sjá nánari umfjöllun um rannsóknirnar hér.

Spurningalistakannanir um þjónandi forystu hér á landi eru unnar í samstarfi Þekkingarseturs um þjónandi forystu í samvinnu við Dr. Dirk van Dierendonck við Erasmusháskólann í Hollandi þar sem byggt er á SLS mælitækinu. Umsjón með rannsóknunum hér á landi og rétthafi íslensku útgáfu SLS mælitækisins er Dr. Sigrún Gunnarsdóttir. Rannsóknirnar hér á landi mynda eina heild og eru niðurstöður greindar miðað við einstaka hópa og einnig sem heild. Rannsóknirnar ná til ýmissa sviða samfélagsins, vinnustaða og stofnana.

Nám í þjónandi forystu í samvinnu við Þekkingarsetur um þjónandi forystu er í boði við Háskólann á Bifröst og við Háskólann á Akureyri. Auk þess býður Þekkingarsetrið ýmis námskeið, kynningar og leiðsögn um þjónandi forystu og er áhugasömum bent á að hafa samband með því að senda póst til: sigrun@thjonandiforysta.is.

Haustið 2016 verður haldið hér á landi rannsóknaþing um þjónandi forystu þar sem sérfræðingar víða að í heiminum hittast til skrafs og ráðagerða um rannsóknir á sviðinu. Þingið er einkum ætlað rannsakendum á sviði þjónandi forystu en nokkur sæti verða til sölu fyrir þau sem hafa áhuga á að taka þátt í þinginu án vísindalegs framlags. Nánari upplýsingar um þingið eru hér.

Idea Greenleaf

 

Deila þessu:

  • Tweet
  • Email
  • More
  • Print
  • Share on Tumblr
  • Pocket

Filed Under: Auðmýkt, Þjónandi forysta, Þjónandi leiðtogi, Ábyrgð, Íslenskar greinar, Íslenskar rannsóknir, Bifröst, Dirk van Dierendonck, einlægur áhugi, Foresight, Framsýni, Framtíðarsýn, Greenleaf Center, Hlustun, Humility, Intrinsic motivation, jafningi, MSc rannsókn, Persuation, Rannsóknir, Robert Greenleaf, Sameiginlegur draumur, Samfélagsleg ábyrgð, Servant leader, Servant leadership, sjálfsþekking, Sköpun, Starfsánægja, Starfsumhverfi, The Servant as Leader, Tilgangur, Traust, vald, Valdar greinar, Vision, Vitund, Yfirsýn

Þjónandi forysta í stjórnun sveitarfélags – Kolfinna Jóhannesdóttir, sveitarstjóri í Borgarbyggð á ráðstefnunni á Bifröst 25. september 2015

September 10, 2015 by Sigrún

Kolfinna Jóhannesdóttir, sveitarstjóri í Borgarbyggð er meðal fyrirlesara á ráðstefnunni á Bifröst 25. september 2015. Erindið sitt kallar hún: ,,Þjónandi forysta í stjórnun sveitarfélags” og lýsir inntaki þess með eftirfarandi orðum:

Í erindi mínu mun ég fjalla um gildi þjónandi forystu í stjórnun sveitarfélags. Mikilvægi þess að hlusta og bera umhyggju fyrir hagsmunum og velferð annarra framar eigin völdum. Þá mun ég fjalla um samspil þess að bera virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum án þess að missa sjónar á heildarmyndinni og framtíðarsýn fyrir samfélagið í heild. Ég mun fjalla um mikilvægi jafnvægislistarinnar í starfi mínu þar sem þarf að sýna umhyggju og sveigjanleika en jafnframt aga og reglufestu. Þá mun ég fjalla um mikilvægi þess fyrir leiðtoga að hafa skýra framtíðarsýn fyrir samfélagið sem heild og taka dæmi úr starfi mínu sem sveitarstjóri í Borgarbyggð.

Það verður áhugavert að hlýða á Kolfinnu lýsa viðhorfum sínum og innsýn í þjónandi forystu í ljósi viðfangsefna sveitarstjórans. Þar á meðal um framtíðarsýnina sem Robert K. Greenleaf leit á sem einn af allra mikilvægustu þáttunum í þjónandi forystu og bendir á að forskot leiðtogans felist ekki síst í því að hafa tilfinningu fyrir hinu ókomna, greina hvers má vænta, hafa forgöngu um hlutina og leiða fólk áfram. Sjá nánar í grein hér.

Kolfinna Jóhannesdóttir, sveitarstjóri Borgarbyggð

Kolfinna Jóhannesdóttir, sveitarstjóri Borgarbyggð

Bifrost

 

 

 

 

 

 

 

 

Ráðstefna um þjónandi forystu á Bifröst 25. september 2015

Skráning

Yfirskrift ráðstefnunnar er: Þjónandi forysta og brautryðjendur.

Á ráðstefnunni munu fyrirlesarar og þátttakendur leita svara við spurningunni: ,,Hvernig getur þjónandi forysta verið drifkraftur brautryðjandans?”.  Varpað verður t.d. ljósi á hvernig hógværð og auðmýkt leiðtogans eflir starfsgetu og starfsánægju starfsmannanna og að margt bendi til þess ,,að tími frekjuhundsins er líklega liðinn”.

Dagskrá:

kl. 10 –  Opnun ráðstefnu

  • Dr. Carolyn Crippen, Victoria University, Kanada
  • Haraldur Líndal Pétursson, forstjóri Johan Rönning
  • Kolfinna Jóhannesdóttir, sveitarstjóri Borgarbyggðar
  • Dr. Róbert Jack, heimspekingur

kl. 12 – Hádegishlé og samtal í hópum

  • Dr. Kasper Edwalds, DTU Kaupmannahöfn
  • Hildur Eir Bolladóttir, prestur Akureyri
  • Einar Svansson, lektor Háskólanum á Bifröst
  • Dr. Carolyn Crippen – ,,Begin with Listening”

kl. 15:30 – Lokaorð og ráðstefnuslit

Ráðstefnustjórar: Margrét Jónsdóttir Njarðvík og Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir.

Ráðstefnugjald kr. 24.900. Innifalið í þátttökugjaldi eru námsgögn, kaffiveitingar og hádegisverður.

Skráning á ráðstefnuna

Nemendagjald: kr. 12.500.  Sérkjör fyrir nemendur. Alls til sölu 50 nemendamiðar, fyrstir koma fyrstir fá.  ATH. Nemendur vinsamlega skrái í athugasemdadálkinn upplýsingar um nám og háskóla. Hér er hlekkur á sérkjör nemenda.

Nemendaskráning

Skráning á ráðstefnuna

Samferða á ráðstefnuna?

Hér er slóð á facebookhóp fyrir þá sem vilja semja um að verða samferða á ráðstefnuna.

cropped-thjonandi-forysta-260x90.jpg

Deila þessu:

  • Tweet
  • Email
  • More
  • Print
  • Share on Tumblr
  • Pocket

Filed Under: Þjónandi forysta, Þjónandi leiðtogi, Bifröst, Brautryðjendur, Foresight, Framtíðarsýn, Fyrirlestrar, jafningi, Janingi, Ráðstefnur, Servant leader, Servant leadership, Valdar greinar Tagged With: #ServantBifrost, Kolfinna Jóhannesdóttir

Dr. Carolyn Crippen á Bifröst 25. september 2015. – Margaret Benedictsson: Pioneer & Social Activist

September 9, 2015 by Sigrún

Dr. Carolyn Crippen er gestafyrirlesari á ráðstefnunni á Bifröst 25. september 2015. Dr. Crippen fjallar um þjónandi forystu frá ýmsum hliðum og meðal annars um Margréti Benedictsson sem var brautryðjandi í hópi Vestur Íslendinga í Kanada.  Dr. Crippen lýsir erindi sínu með þessum orðum:

Margaret Benedictsson 1866-1956:  Pioneer & Social Activist. Canada has been enriched by immigrants. The late 1800s were a particular time of profound growth in population, pioneer settlements, and industrialization. With this expansion came the stirrings for social change that continued into the early 1900s.  One particular Icelandic immigrant, Margret Benedictsson, brought her beliefs and interest in social change to the province of Manitoba.  Through her service to the Icelandic communities in Selkirk, Gimli, and Winnipeg she championed the cause for women’s suffrage, education, improved working conditions, and human rights.  Benedictsson worked for the women’s vote, to assist new immigrants find employment, and to raise money through tombolas to pay for school tuition for girls.  Benedictsson was co-editor (with her husband Sigfus) of the first woman’s suffrage journal (Freyja) in the Canadian west.  Benedictsson developed a web throughout the province that connected Icelanders, women, feminists, suffragettes, and human rights activists.  As a servant-leader, Benedictsson helped change the face of Manitoba. It became the first Canadian province to grant the vote to women in 1917 and the response to the motion in the Manitoba Legislature (provincial government) was appropriately given by a person of Icelandic decent.  This presentation will introduce this remarkable woman and her contributions as a social activist.

 

Ráðstefna um þjónandi forystu á Bifröst 25. september 2015

Skráning

Sjötta ráðstefnan um þjónandi forystu verður haldin á Háskólanum á Bifröst föstudaginn 25. september 2015 kl. 10 – 15:30. Yfirskrift ráðstefnunnar er: Þjónandi forysta og brautryðjendur. Á ráðstefnunni munu fyrirlesarar og þátttakendur leita svara við spurningunni: ,,Hvernig getur þjónandi forysta verið drifkraftur brautryðjandans?”.

Dagskrá:

kl. 10 –  Opnun ráðstefnu

  • Dr. Carolyn Crippen, Victoria University, Kanada
  • Haraldur Líndal Pétursson, forstjóri Johan Rönning
  • Kolfinna Jóhannesdóttir, sveitarstjóri Borgarbyggðar
  • Dr. Róbert Jack, heimspekingur

kl. 12 – Hádegishlé og samtal í hópum

  • Dr. Kasper Edwalds, DTU Kaupmannahöfn
  • Hildur Eir Bolladóttir, prestur Akureyri
  • Einar Svansson, lektor Háskólanum á Bifröst
  • Dr. Carolyn Crippen – ,,Begin with Listening”

kl. 15:30 – Lokaorð og ráðstefnuslit

Skráning á ráðstefnuna

Carolyn Crippen er sérfræðingur á sviði þjónandi forystu og mjög skemmtilegur fyrirlesari. Hún er dósent við University of Victoria í Kanada og rannsóknir hennar fjalla meðal annars um þjónandi leiðtoga meðal frumkvöðla í Kanada. Nýlega birti hún t.d. rannsókn um þjónandi forystu í íþróttum. Hér eru nokkrar greinar Carolyn Crippen um þjónandi forystu:

1) Grein Carolyn Crippen um íþróttir og þjónandi forystu (á pdf formi).

2) Grein Carolyn Crippen um skólastjóra og þjónandi forystu (á pdf formi).

3) Doktorsritgerð Carolyn Crippen um brautryðjendur og þjónandi forystu (á pdf formi).

Dr. Carolyn Crippen, Associate Professor of Leadership Studies, Research Fellow, Centre for Youth and Society
Dept. of Educational Psychology & Leadership Studies, Faculty of Education – University of Victoria – Victoria, British Columbia. Heimasíða Carolyn Crippen við University of Victoria Canada

Carolyn Crippen

Deila þessu:

  • Tweet
  • Email
  • More
  • Print
  • Share on Tumblr
  • Pocket

Filed Under: Þjónandi forysta, Þjónandi leiðtogi, Bifröst, Brautryðjendur, Carolyn Crippen, Pioneer, Ráðstefnur, Valdar greinar

Er tími frekjuhundsins liðinn? Þjónandi forysta og brautryðjendur á Bifröst 25. september 2015

September 9, 2015 by Sigrún

Þjónandi forysta er hugmyndafræði sem hentar og gerir gagn á flestum, ef ekki öllum, sviðum samfélagsins. Á ráðstefnum undanfarin ár hefur verið varpað ljósi á ýmsar hliðar þjónandi forystu bæði í ljósi rannsókna og ekki síður miðað við reynslu og viðhorf fólks á vinnustöðum, stofnunum og félögum. Í ár eru dregin fram tengsl þjónandi forystu við áherslur brautryðjenda á ýmsum sviðum. Viðhorf og aðferðir þjónandi forystu nýtast í öllum viðfangsefnum brautryðjandans sem má draga saman samkvæmt þremur meginþáttum þjónandi forystu (Sigrún Gunnarsdóttir, 2011):

  • Brennandi áhugi. Brautryðjandi sem er þjónandi leiðtogi sýnir viðfangsefni sínu og samferðafólki brennandi áhuga. Áhuginn birtist í einbeitingu og góðri hlustun. Með því að hlusta eftir eigin hugmyndum og hugmyndum annarra eflist skilningurinn. Hlustun og skilningur gerir brautryðjandanum kleift að draga fram mikilvægustu sjónarmiðin og að virkja fólk með sér til góðra verka.
  • Sjálfsþekking. Brautryðjandi sem kýs þjónandi forystu leggur sig fram við sjálfsþekkingu og veit að sjálfsvitund og ígrundun eflir færni til að nýta krafta sína og styrkleika. Brautryðjandinn áttar sig líka á eigin veikleikum og leitar þess vegna til annarra eftir ráðgjöf og vinnuframlagi. Sjálfsþekking eflir sjálfstraust brautryðjandans og gerir honum auðveldara að koma fram af hógværð og auðmýkt.
  • Framtíðarsýn. Brautryðjandi hefur skýra framtíðarsýn og hugsjón sem hvetur hann áfram. Framtíðarsýn þjónandi leiðtoga tengist ábyrgðarskyldu brautryðjandans sem hann smitar til samferðafólks. Hugsjón og ábyrgðarskylda sameinar kraftana, styrkir samstarfið og viðheldur hvatningu og löngun til að ná markmiðunum.

Á ráðstefnunni á Bifröst 25. september 2015 munu fyrirlesarar og þátttakendur leita svara við spurningunni: ,,Hvernig getur þjónandi forysta verið drifkraftur brautryðjandans?”. Fyrirlesarar gefa innsýn í þjónandi forystu í viðskiptum, heimspeki, verkfræði, sveitarstjórnum og á fleiri sviðum mannlífsins. Til dæmis verður varpað ljósi á hvernig hógværð og auðmýkt leiðtogans eflir starfsgetu og starfsánægju starfsmannanna. Sömuleiðis verður glímt við staðhæfinguna um að ,,að tími frekjuhundsins sé líklega liðinn”.

Tre-stigur

 

 

 

 

 

 

 

 

Ráðstefna um þjónandi forystu á Bifröst 25. september 2015

Skráning

Sjötta ráðstefnan um þjónandi forystu verður haldin á Háskólanum á Bifröst föstudaginn 25. september 2015 kl. 10 – 15:30.

Yfirskrift ráðstefnunnar er: Þjónandi forysta og brautryðjendur. 

https://thjonandiforysta.is/radstefna2015/

Skráning

Deila þessu:

  • Tweet
  • Email
  • More
  • Print
  • Share on Tumblr
  • Pocket

Filed Under: Auðmýkt, Þjónandi forysta, Þjónandi leiðtogi, Ábyrgð, Ábyrgðarskylda, Bifröst, Brautryðjendur, einlægur áhugi, Foresight, Framtíðarsýn, Humility, innri starfshvöt, Intrinsic motivation, Listening, Oversight, Ráðstefnur, Responsibility, Robert Greenleaf, sjálfsþekking, Valdar greinar, Vision, Vitund

Skipulag og þjónandi forysta. Erindi Einars Svanssonar á ráðstefnuninni á Bifröst 25. september 2015

September 8, 2015 by Sigrún

Einar Svansson, lektor við Háskólann á Bifröst mun fjalla um Skipulag og þjónandi forysta á ráðstefnuninni á Bifröst 25. september 2015. Einar hefur langa reynslu af rannsóknum og kennslu um skipulag fyrirtækja, stofnana og félaga og mun nú tengja fræðin og hagnýta reynslu við þjónandi forystu. Einar lýsir inntaki erindis síns með þessum orðum:

Skipulag verður fyrst skoðað stuttlega í sögulegu samhengi, hefðbundnar kenningar um ábyrgð og vald sem byggjast á framleiðsluiðnaði allt frá Iðnbyltingu til bandarískra stórfyrirtækja á 20. öldinni. Vald var staðsett efst í bröttum pýramída og æðstu stjórnendur nánast einráðir og gáfu fyrirskipanir að ofan. Því næst verða reifaðar birtingarmyndir skipulags sem komið hafa fram á síðustu áratugum, allt frá Morgan til Mintzberg. Sérstök áhersla verður síðan á fyrirtæki sem komu fram með nýjungar í átt til aukinnar valddreifingar og teymisvinnu. Reifuð sagan af Jan Carlsson forstjóra SAS frá 1981-1994 sem snéri pýramídanum á hvolf; talað um Ricardo Semler og tilraunir hans með iðnaðarlýðræði í brasilíska fyrirtækinu Semco 1988-2004. Í lokin verður fjallað um ný fyrirtæki sem byggja á starfsmannalýðræði og heildarstjórnun (e. holocracy) annarsvegar bandaríska fyrirtækið Zappos og hið íslenska Kolibri. INNFORM, ný rannsókn á skipulagi 280 stærstu íslensku fyrirtækjanna verður kynnt stuttlega og tengd umræðu um sögulega þróun og raundæmi. Hugleiðingar í lokin verða með áherslu á þjónandi forystu og staðsetningu og gildi hennar varðandi nútímalegt skipulag.

Hér er stutt grein um þjónandi forystu og nýjar hugmyndir um skipulag.

Upptaka á erindi Einars Svanssonar á ráðstefnunni á Bifröst 25. september 2015:

Ráðstefna um þjónandi forystu á Bifröst 25. september 2015

Skráning

Sjötta ráðstefnan um þjónandi forystu verður haldin á Háskólanum á Bifröst föstudaginn 25. september 2015 kl. 10 – 15:30. Yfirskrift ráðstefnunnar er: Þjónandi forysta og brautryðjendur.

Á ráðstefnunni munu fyrirlesarar og þátttakendur leita svara við spurningunni: ,,Hvernig getur þjónandi forysta verið drifkraftur brautryðjandans?”.

Bifrost JJ

Ráðstefna um þjónandi forystu á Bifröst 25. september 2015

Skráning

Deila þessu:

  • Tweet
  • Email
  • More
  • Print
  • Share on Tumblr
  • Pocket

Filed Under: Þjónandi forysta, Þjónandi leiðtogi, Bifröst, Brautryðjendur, einar svansson, Fyrirlestrar, holacracy, kolibri, Pioneer, Ráðstefnur, skipulag, vald, Valdar greinar, zappos

,,Að finna styrk í vanmætti sínum” Hildur Eir Bolladóttir prestur og rithöfundur talar á ráðstefnunni um þjónandi forystu og brautryðjendur á Bifröst 25. september 2015

August 16, 2015 by Sigrún

Hildur Eir Bolladóttir prestur og rithöfundur talar á ráðstefnunni um þjónandi forystu og brautryðjendur á Bifröst 25. september 2015 undir yfirskriftinni: ,,Að finna styrk í vanmætti sínum”.

Hildur Eir ætlar  að fjalla um hvernig hægt er að finna merkingu og styrk í vanmætti sínum og snúa þannig vörn í sókn. Hildur byggir erindið á eigin reynslu og fjallar um hvernig sú reynsla hefur mótað hana í leik og starfi. Hildur lýsir umfjöllunarefni sínu með þessum orðum:

Forvitni og virk hlustun eru eiginleikar sem ég var studd til að rækta frá upphafi og hafa fram til þessa verið mín bestu bjargráð í lífi og starfi. Það segir sig kannski sjálft að þessir eiginleikar eru mikilvægir í starfi prestsins, sálgætir sem ekki er forvitinn um fólk er ekki líklegur til að spyrja spurninga sem opna á það sem máli skiptir, forvitni, borin uppi af umhyggju er lykillinn að mannssálinni, virk hlustun er glugginn sem hleypir ljósinu í gegn. Allar manneskjur þurfa að finna að lífssaga þeirra skipti máli og að reynsla þeirra, góð og slæm sé ekki merkingarsnauð, að fá eyra til að segja sögu sína gefur henni strax tilgang. Já sumir ganga m.a.s. svo langt að gefa hana út á prenti. En maður reynist ekki bara öðrum vel með því að vera forvitinn hlustandi, maður getur líka reynst sjálfum sér vel með þá eiginleika í farteskinu og að því hef ég komist í stærstu baráttu lífs míns, hingað til.

Hildur Eir er þekkt fyrir frumlega og hispurslausa nálgun sína á viðfangsefni samtímans og mun á ráðstefnunni fjalla um viðhorf sín og reynslu í ljósi hugmyndafræði þjónandi forystu.

Hildur Eir er sannarlega brautryðjandi í umfjöllun um mikilvæg málefni. Hún hefur farið ótroðanar slóðir til að opna umræðu um viðkvæm og oft persónuleg mál og hefur frumkvæði hennar og skörp nálgun orðið öðrum mikil hvatning og dýrmætur lærdómur.

Hugmyndafræði þjónandi forystu hvílir á þremur meginstoðum sem eru 1) einlægur áhugi á hugmyndum og hagmunum annarra, 2) sjálfsþekking og vitund og 3) skörp sýn á hugsjón, tilgang og framtíðarsýn.  Hugmyndir og pælingar Hildar Eirar snerta allar þessar þrjár stoðir þjónandi forystu og verður spennandi að heyra hvernig hún fléttar þetta saman á ráðstefnunni á Bifröst 25. september nk.

Hér er erindi Hildar Eirar í heils sinni á heimasíðu hennar hildureir.is

Hildur Eir Bolladóttir

Hildur Eir Bolladóttir

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ráðstefna um þjónandi forystu á Bifröst 25. september 2015

Skráning

Sjötta ráðstefnan um þjónandi forystu verður haldin á Háskólanum á Bifröst föstudaginn 25. september 2015 kl. 10 – 15:30. Yfirskrift ráðstefnunnar er: Þjónandi forysta og brautryðjendur.

Á ráðstefnunni munu fyrirlesarar og þátttakendur leita svara við spurningunni: ,,Hvernig getur þjónandi forysta verið drifkraftur brautryðjandans?”.

Þátttökugjald kr. 24.900

Dagskrá:

kl. 10 –  Opnun ráðstefnu

  • Dr. Carolyn Crippen, Victoria University, Kanada
  • Haraldur Líndal Pétursson, forstjóri Johan Rönning
  • Kolfinna Jóhannesdóttir, sveitarstjóri Borgarbyggðar
  • Dr. Róbert Jack, heimspekingur

kl. 12 – Hádegishlé og samtal í hópum

  • Dr. Kasper Edwalds, DTU Kaupmannahöfn
  • Hildur Eir Bolladóttir, prestur Akureyri
  • Einar Svansson, lektor Háskólanum á Bifröst
  • Dr. Carolyn Crippen – ,,Begin with Listening”

kl. 15:30 – Lokaorð og ráðstefnuslit

Skráning á ráðstefnuna

Salur

 

thjonandi-forysta-logo

 

Deila þessu:

  • Tweet
  • Email
  • More
  • Print
  • Share on Tumblr
  • Pocket

Filed Under: Auðmýkt, Þjónandi forysta, Þjónandi leiðtogi, Bifröst, Hildur Eir Bolladóttir, Hlustun, Humility, Ráðstefnur, Valdar greinar Tagged With: þjónandi forysta, Bifröst, ráðstefna

  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • Next Page »

Þjónandi forysta í hnotskurn

Í stuttu máli má lýsa þjónandi forystu sem samspili þriggja meginstoða sem allar eru innbyrðis tengdar og mynda eina heild:

1) Fyrsta stoðin er einlægur áhugi á hugmyndum og hagsmunum annarra sem birtist með einbeittri hlustun og aðgerðum sem efla aðra og aðstoða þá til að blómstra og að njóta sín.

2) Önnur stoðin er vitun og sjálfsþekking sem birtist í sjálfsöryggi, auðmýkt og hugrekki.

3) Þriðja stoðin er framsýni og skörp sýn á hugsjón sem birtist með sýn á tilgang og ábyrgðarskyldu.

Segja má að fyrstu tvær stoðirnar myndi þjónustuhluta þjónandi foyrstu og þriðja stoðin myndar forystuhlutann. Sjá nánari lýsingu hér.

Líkanið sem hér er lýst byggir á hugmyndum Robert K. Greenleaf sem upphafsmaður þjónandi forystu og birti fyrsta rit sitt um hugmyndina árið 1970 og segir þar m.a.: ,,Þjónandi leiðtogi er í fyrsta lagi þjónn. […] Það byrjar með eðlislægri tilfinningu um að vilja þjóna, að þjóna fyrst. Síðar leiðir meðvituð ákvörðun viðkomandi til forystu. Slíkur einstaklingur er ólíkur þeim sem er fyrst leiðtogi, líklega vegna takmarkaðrar löngunar til valda og efnislegra gæða. (Greenleaf, 1970/2008, 15). Sjá nánar hér.

Facebook

Þjónandi forysta

Rannsóknir um þjónandi forystu

Viðhorf starfsfólks í velferðarþjónustu til starfsumhverfis, forystu og stjórnunar

Eydís Ósk Sigurðardóttir hefur lokið rannsókn til MS gráðu við Háskólann á … [Lestu meira...]

  • Þjónandi forysta og starfsumhverfi starfsmanna í stjórnsýslu sveitarfélaga
  • Menningarhæfni, barneignarþjónusta og þjónandi forysta – Birna Gerður Jónsdóttir
  • Sjö þættir sem einkenna þjónandi leiðtoga

⇒ Fleiri greinar um rannsóknir

Fylgstu með okkur

  • Facebook
  • Twitter
  • YouTube

Copyright © 2021 · News Pro Theme on Genesis Framework · WordPress · Log in

loading Cancel
Post was not sent - check your email addresses!
Email check failed, please try again
Sorry, your blog cannot share posts by email.