Þjónandi forysta

  • Þekkingarsetur, viðburðir
    • Ráðstefnur hér á landi frá 2008
      • Ráðstefna um þjónandi forystu á Bifröst 25. september 2015
      • Ráðstefna á Bifröst 31. október 2014 – Dagskrá
      • Samstaða og árangur – Ráðstefna 14. júní 2013
  • Pistlar
  • Rannsóknir, greinar & bækur
    • Þjónandi forysta í hnotskurn
    • Í atvinnulífinu
    • Líkan Dirk van Dierendonck um þjónandi forystu
    • Íslenskar rannsóknir
  • Fréttabréf
  • Hafa samband
  • English
You are here: Home / Archives for Platón

Þrjár persónur Platons og þroski þjónandi leiðtoga. Um erindi Róbert Jack á ráðstefnunni á Bifröst 25. september 2015

July 17, 2015 by Sigrún

Róbert Jack er heimspekingur og mun halda erindi á ráðstefnunni um þjónandi forystu og brautryðjendur á Bifröst föstudaginn 25. september nk.

Róbert mun fjalla um hugmyndir Platóns í ljósi hugmyndafræði þjónandi forystu og verður sérstaklega áhugavert að hlusta á þessa nýstárlegu nálgun hans á þjónandi forystu. Róbert lýsir nálgun sinni í eftirfarandi orðum:

Þrjár persónur Platons og þroski þjónandi leiðtoga

Því hefur verið haldið fram að stjórnunaraðferðir mótist mjög af persónulegum þroska þeirra einstaklinga sem í hlut eiga, bæði stjórnenda og starfsmanna. Með því að staðsetja grunnhugmyndir þjónandi forystu í þroskamódeli getum við áttað okkur betur á því hvers konar fólk er líklegt til að heillast sérstaklega af þessari nálgun. Við skiljum einnig af hverju sumir eru ekki endilega hrifnir og getum velt fyrir okkur hvað má gera til að fá þá til fylgilags við stefnuna. Þetta eru gagnlegar vangaveltur fyrir brautryðjandann.

Til að skoða þetta verður notast við þroskamódel forngríska heimspekingsins Platons. Þótt það sé ekki nýtt af nálinni er það að mörgu leyti nútímalegt og gefur færi á að skoða þroska í formi þriggja persónugerða sem allir ættu að kannast við. Við getum spurt okkur: Hvaða persóna vil ég vera? Hvaða persónu vil ég hafa sem stjórnanda? Hvernig vinn ég með ólíkum persónum?

Róbert Jack heimspekingur

Róbert Jack heimspekingur

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ráðstefna um þjónandi forystu á Bifröst 25. september 2015

Skráning

Sjötta ráðstefnan um þjónandi forystu verður haldin á Háskólanum á Bifröst föstudaginn 25. september 2015 kl. 10 – 15:30. Yfirskrift ráðstefnunnar er: Þjónandi forysta og brautryðjendur.

Á ráðstefnunni munu fyrirlesarar og þátttakendur leita svara við spurningunni: ,,Hvernig getur þjónandi forysta verið drifkraftur brautryðjandans?”.

Snemmskráning fyrir 15. ágúst 2015: Þáttökugjald kr. 19.900

Skráning frá og með 15. ágúst 2015: Þátttökugjald kr. 24.900

Dagskrá:

kl. 10 –  Opnun ráðstefnu

  • Dr. Carolyn Crippen, Victoria University, Kanada
  • Haraldur Líndal Pétursson, forstjóri Johan Rönning
  • Kolfinna Jóhannesdóttir, sveitarstjóri Borgarbyggðar
  • Dr. Róbert Jack, heimspekingur

kl. 12 – Hádegishlé og samtal í hópum

  • Dr. Kasper Edwalds, DTU Kaupmannahöfn
  • Hildur Eir Bolladóttir, prestur Akureyri
  • Einar Svansson, lektor Háskólanum á Bifröst
  • Dr. Carolyn Crippen – ,,Begin with Listening”

kl. 15:30 – Lokaorð og ráðstefnuslit

Skráning á ráðstefnuna

Salur

thjonandi-forysta-logo

 

 

Filed Under: Þjónandi forysta, Bifröst, Brautryðjendur, Platón, Ráðstefnur, Róbert Jack, Servant leader, Servant leadership, Valdar greinar Tagged With: þjónandi forysta, Bifröst, platón

Þrjár persónur Platons og þroski þjónandi leiðtoga. Um erindi Róbert Jack á ráðstefnunni á Bifröst 25. september 2015

July 17, 2015 by Sigrún

Þrjár persónur Platons og þroski þjónandi leiðtoga

eftir Róbert Jack

Því hefur verið haldið fram að stjórnunaraðferðir mótist mjög af persónulegum þroska þeirra einstaklinga sem í hlut eiga, bæði stjórnenda og starfsmanna. Með því að staðsetja grunnhugmyndir þjónandi forystu í þroskamódeli getum við áttað okkur betur á því hvers konar fólk er líklegt til að heillast sérstaklega af þessari nálgun. Við skiljum einnig af hverju sumir eru ekki endilega hrifnir og getum velt fyrir okkur hvað má gera til að fá þá til fylgilags við stefnuna. Þetta eru gagnlegar vangaveltur fyrir brautryðjandann.

Til að skoða þetta verður notast við þroskamódel forngríska heimspekingsins Platons. Þótt það sé ekki nýtt af nálinni er það að mörgu leyti nútímalegt og gefur færi á að skoða þroska í formi þriggja persónugerða sem allir ættu að kannast við. Við getum spurt okkur: Hvaða persóna vil ég vera? Hvaða persónu vil ég hafa sem stjórnanda? Hvernig vinn ég með ólíkum persónum?

Róbert Jack er heimspekingur mun halda erindi á ráðstefnunni um þjónandi forystu og brautryðjendur á Bifröst föstudaginn 25. september 2015.

Skráning á ráðstefnuna og nánari upplýsingar hér á heimasíðu þjónandi forystu.

Robert-nytt

Róbert Jack heimspekingur

Filed Under: Þjónandi forysta, Brautryðjendur, Heimspeki, Pioneer, Platón, Ráðstefnur, Valdar greinar Tagged With: þjónandi forysta, ráðstefna, Ráðstefna á Bifröst 25. september 2015

Fylgstu með okkur

  • Facebook
  • Twitter
  • YouTube

Þjónandi forysta í hnotskurn

Í stuttu máli má lýsa þjónandi forystu sem samspili þriggja meginstoða sem allar eru innbyrðis tengdar og mynda eina heild:

1) Fyrsta stoðin er einlægur áhugi á hugmyndum og hagsmunum annarra sem birtist með einbeittri hlustun og aðgerðum sem efla aðra og aðstoða þá til að blómstra og að njóta sín.

2) Önnur stoðin er vitun og sjálfsþekking sem birtist í sjálfsöryggi, auðmýkt og hugrekki.

3) Þriðja stoðin er framsýni og skörp sýn á hugsjón sem birtist með sýn á tilgang og ábyrgðarskyldu.

Segja má að fyrstu tvær stoðirnar myndi þjónustuhluta þjónandi foyrstu og þriðja stoðin myndar forystuhlutann. Sjá nánari lýsingu hér.

Líkanið sem hér er lýst byggir á hugmyndum Robert K. Greenleaf sem upphafsmaður þjónandi forystu og birti fyrsta rit sitt um hugmyndina árið 1970 og segir þar m.a.: ,,Þjónandi leiðtogi er í fyrsta lagi þjónn. […] Það byrjar með eðlislægri tilfinningu um að vilja þjóna, að þjóna fyrst. Síðar leiðir meðvituð ákvörðun viðkomandi til forystu. Slíkur einstaklingur er ólíkur þeim sem er fyrst leiðtogi, líklega vegna takmarkaðrar löngunar til valda og efnislegra gæða. (Greenleaf, 1970/2008, 15). Sjá nánar hér.

Copyright © 2023 · News Pro Theme on Genesis Framework · WordPress · Log in

 

Loading Comments...