Þjónandi forysta

  • Þekkingarsetur
  • Ráðstefnur hér á landi frá 2008
    • Ráðstefna um þjónandi forystu á Bifröst 25. september 2015
    • Ráðstefna á Bifröst 31. október 2014 – Dagskrá
    • Samstaða og árangur – Ráðstefna 14. júní 2013
  • Rannsóknir, greinar & bækur
    • Þjónandi forysta í hnotskurn
    • Í atvinnulífinu
    • Líkan Dirk van Dierendonck um þjónandi forystu
    • Íslenskar rannsóknir
  • Hafa samband
  • English
You are here: Home / Archives for Óflokkað

Speglast þjónandi forysta í áherslum stjórnenda árangursríkra fyrirtækja? Ný rannsókn hér á landi.

April 2, 2019 by Sigrún

Nýlega birtist ritrýnda rannsóknargreinin: Áherslur stjórnenda árangursríkra fyrirtækja og hugmyndafræði þjónandi forystu. Höfundar eru Sigurbjörg Hjálmarsdóttir og Sigrún Gunnarsdóttir og byggir greinin á rannsókn Sigurbjargar til MS gráðu við Háskólann á Bifröst undir handleiðslu Sigrúnar.

Fáar rannsóknir eru til um hvort og hvernig áherslur fyrirmyndarfyrirtækja endurspegla þjónandi forystu. Nokkrir erlendir höfundar hafa fjallað um þjónandi forystu hjá fyrirtækjum sem eru á
lista Fortune um árangursrík fyrirtæki og í því sambandi hefur til dæmis Ben Lichtenwalner greint fjölda fyrirtækja á lista Fortune sem hafa hagnýtt þjónandi forystu.

Í hinni nýju íslensku rannsókn voru tekin viðtöl við sjö stjórnendur fyrirtækja sem endurtekið hafa verið á lista VR um fyrirmyndarfyrirtæki hér á landi. Í niðurstöðunum koma fram áherslur stjórnenda þessara fyrirtækja sem settar eru fram í þremur meginþemum:

  1. Stjórnun sem stuðningur og samspil ólíkra hlutverka.
  2. Hagur starfsmanna og jafningjatengsl leiðtoga og starfsmanna.
  3. Framtíðarsýn og virk upplýsingagjöf

Hér eru birt nokkur dæmi um beinar tilvitnanir í orð þátttakenda:

Þema nr. 1: Stjórnun sem stuðningur og samspil ólíkra hlutverka. Undirþema: Þjónustuhlutverk, þjálfun og stuðningur.

Þema nr. 1: Stjórnun sem stuðningur og samspil ólíkra hlutverka. Undirþema: Auðmýkt og jafnvægi leiðtoga.

Þema nr. 3: Framtíðarsýn og virk upplýsingagjöf.

Þegar niðurstöður eru skoðaðar kemur fram mjög áhugaverð samsvörun við hugmyndafræði þjónandi forystu þar sem áhersluþættir í stjórnun viðmælenda eru í takt við megineinkenni hugmyndafræði þjónandi forystu þ.e. 1) Frelsi til athafna og tækifæri til að vaxa í starfi og 2) Jafnvægi alúðar og aga, stefnufestu og sveigjanleika.

Rannsóknin nær til fyrirtækja sem hafa náð sérstökum árangri einkum með hliðsjón af ánægju starfsfólks og niðurstöður styðja fyrri ransóknir um tengsl þjónandi forystu við starfsánægju og árangur skipulagsheilda. Rannsóknin er mikilvægt til þróunarþekkingar um árangursríkar áherslur í stjórnun og forystu og veitir innsýn í mikilvægar hliðar þjónandi forystu.

Greinin er aðgengileg hér: http://www.efnahagsmal.is/article/view/a.2018.15.2.7/pdf



Deila þessu:

  • Tweet
  • Email
  • More
  • Print
  • Share on Tumblr
  • Pocket

Filed Under: Óflokkað Tagged With: auðmýkt, árangursrík fyrirtæki, þjónandi forysta, Framtíðarsýn, fyrirmyndarfyrirtæki, Hlustun

Hvernig lýsir Simon Sinek þjónandi forystu?

January 7, 2017 by Sigrún

Simon O. Sinek er breskur rithöfundur, fyrirlesari og ráðgjafi sem undanfarin ár hefur sett fram mjög áhugaverðar hugmyndir um samskipti, stjórnun og forystu sem um markt minna á hugmyndafræði þjónandi forystu eins og Robert Greenleaf lýsti í bókum sínum.

Simon Sinek hefur lýst hugmyndum sínum í nokkrum bókum og varð fyrst þekktur þegar hann gaf út bók sína Start With Why: How Great Leaders Inspire Everyone to Take Action árið 2009. TED fyrirlestur hans um bókina vakti gríðarlega athygli. Síðar hefur hann gefið bækurnar Leaders Eat Last: Why Some Teams Pull Together and Others Don’t (2014) og Together Is Better: A Little Book of Inspiration 2016.

Nýlega var Simon Sinek í viðtali við  Tom Bilyeu í þættinum Inside Quest þar sem Simon lýsti á mjög áhugaverðan hátt pælingum sínum um aldamótakynslóðina, samfélagsmiðla, samskipti og forystu. Viðtalið vakti mikla athygli og flaug hratt um vefmiðla og kjölfarið bauð Simon upp á samtal við sig á facebook 4. janúar 2017.

Við sendum Simon Sinek spurningu og báðum hann að ræða um viðhorf sín til þjónandi forystu. Svarið kom ekki á óvart enda endurspegla bækur Simon Sinek og fjölmargir fyrirlestrar hans mjög skarpa og áhugaverða sýn á gildi þjónandi foyrstu, –  þó Simon fari sparlega með að nota hugtakið :).

Svar Simon Sinek við spurningunni um þjónandi forystu 4. janúar 2017 er hér:

This manifesto from my second book Leaders Eat Last: Why Some Teams Pull Together and Others Don’t should make my views clear

Leaders are the ones who run headfirst into the unknown.
They rush toward the danger.

They put their own interests aside to protect us or to pull us into the future.

Leaders would sooner sacrifice what is theirs to save what is ours.
And they would never sacrifice what is ours to save what is theirs.

This is what it means to be a leader.

It means they choose to go first into danger, headfirst toward the unknown.

And when we feel sure they will keep us safe, we will march behind them and work tirelessly to see their visions come to life and proudly call ourselves their followers.

Inspire on.

Sjá hér: goo.gl/U1iZ56

simonsimon-leaders-eat

 

Hið fræga viðtal Simon Sinek við Tom Bilyeu í þættinum Inside Quest er hér:

Deila þessu:

  • Tweet
  • Email
  • More
  • Print
  • Share on Tumblr
  • Pocket

Filed Under: Auðmýkt, Þjónandi forysta, Þjónandi leiðtogi, Óflokkað, Hlustun, Leaders Eat Last, Listening, Servant leader, Servant leadership, Simon Sinek, Valdar greinar

Gleðileg jól og farsælt nýtt ár

December 22, 2016 by Sigrún

Þekkingarsetur um þjónandi forystu sendir bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári.

Þökkum ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða og hlökkum til áframhaldandi samstarfs á nýju ári.

gledileg-jol-og-ar

Deila þessu:

  • Tweet
  • Email
  • More
  • Print
  • Share on Tumblr
  • Pocket

Filed Under: Óflokkað

Sérstakt tilboð fyrir starfsfólk og nemendur háskóla á dagskrá fyrri dags þings um þjónandi forystu á Bifröst þann 1. september 2016

August 1, 2016 by Sigrún

Sérstakt tilboð fyrir starfsfólk og nemendur háskóla á dagskrá fyrri dags vísindaþings um þjónandi forystu þann 1. september 2016 – 3rd Global Servant Leadership Research Roundtable.  Athugið að fjöldi þessara miðað er takmarkaður.

Samið hefur verið um sérstaka skráningu og gjald fyrir starfsfólk og meistaranema við Háskólann á Bifröst, Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri og Háskóla Reykjavíkur. Um er að ræða aðgang að dagskrá þingsins fimmtudaginn 1. september, kaffi og hádegisverð.

Hér er vísun í skráningu fyrir starfsfólk og meistaranema háskólanna á vísindaþingið. Vinsamlega skráið nafn viðkomandi skóla þegar greitt er. Um er að ræða dagsmiða fyrir 1. september.

Dagskrá vísindaþings um þjónandi forystu fimmtudaginn 1. september 2016:

9.00      Welcome. Vilhjálmur Egilsson, rector, Bifröst University.

9.15      First round presentations (4) Understanding servant leadership

  • Bob Liden et al. More than handholding, sunshine, and lollipops: The role of “though love” in servant leadership
  • Peter Sun, The motivational foundation for servant leadership: implications for research and practice
  • Sigurdur Ragnarsson et al. The practice of servant leadership, a literature overview.

10:30    Break

11:00    Second round presentations (4)  Measuring Servant Leadership

  • Jim Laub, Measure what you value
  • Justin Irving, The Purpose in Leadership Inventory: Applications for Servant Leadership Research and Practice
  • Heather McCarren,  The Beginning of the Veterans Health Administration’s Journey towards a Culture of Servant Leadership: Creation of a Multi-Rater Feedback Assessment for the Development of Servant Leaders

12:15    Lunch

13:30    Third round presentations (4)    Quantitative results I

  • Jari Hakanen, Building employee well-being through servant leadership – findings from the Finnish Spiral of Inspiration project
  • Emin Duyan, Servant Leadership for justice and performance: Hospitality industry sample from Turkey
  • Marta Herrero, Can servant leaders help their workers to achieve their daily goals? Servant leaders as promotors of daily meaningfulness

14:45    Short Break

15:00    Fourth round presentations (4) Integrating SL into the organizational context.

  • Floor Slagter, Understanding the leader’s role in strategic alignment within organizations.
  • Lotta Dellve, Servant leadership with logics of vision and trust builds the capacity for improvement of sustainable health care service – practice
  • Carl Coetzer, A conceptual framework to operationalize servant leadership within an organization.

16.30    Break

17:00    Fifth round presentations (4)  Quantitative results II

  • Kasper Edwards et al. How is social capital linked to servant leadership in hospital settings?
  • Tricia Berry, The relationship between servant leadership, job satisfaction and organizational commitment for virtual employees
  • Sigrun Gunnarsdottir et al. Is there a link between servant leadership and health promoting environment in hospitals?

18.15    End of the day

Sjá nánar hér: https://thjonandiforysta.is/visindathing2016/

3rd Global Servant Leadership Research Roundtable.

Hér eru upplýsingar um alla dagskrá þingins og skráningu á dagana tvo, 1. og 2. september, þar sem gjald fyrir kvöldverði og skoðunarferðir er innifalið í gjaldinu.

3rd Global Servant Leadership Research Roundtable 1 and 2 September 2016 at Bifröst University Iceland

Bifrost Campus Hollvinasamtok

Deila þessu:

  • Tweet
  • Email
  • More
  • Print
  • Share on Tumblr
  • Pocket

Filed Under: Óflokkað

Reynsla skólastjóra af vinnustaðakönnun Reykjavíkurborgar – Erindi Þórönnu Rósu Ólafsdóttur á Bifröst 31. október

October 14, 2014 by Sigrún

Á ráðstefnunni um þjónandi forystu á Bifröst 31. október nk. mun Þóranna Rósa Ólafsdóttir, skólastýra við Varmárskóla Mosfellsbæ halda erindi sem hún nefnir ,,Reynsla skólastjóra af vinnustaðakönnun Reykjavíkurborgar”. Rannsóknina vann Þóranna til MA-gráðu í uppeldis- og kennslufræði með áherslu á leiðtoga, nýsköpun og stjórnun og lýsir henni í þessum orðum:

Á Íslandi er krafa um framsækið skólastarf og samkvæmt íslenskum lögum ber skólastjórnendum grunnskóla að vinna að innra mati skólastarfs á markvissan og kerfisbundinn hátt. Viðfangsefni þessarar rannsóknar var að skoða reynslu skólastjóra af vinnustaðakönnun Reykjavíkurborgar og hvort þeir telji niðurstöður hennar nýtast til umbóta í skólastarfi. Rætt var við átta skólastjóra sem starfa hjá Reykjavíkurborg og höfðu nokkra reynslu af vinnustaðakönnunum, fjóra karlmenn og fjórar konur sem og einn mannauðsráðgjafa af Skóla- og frístundasviði. Rannsóknin var eigindleg með fyrirbærafræðilegri nálgun og var gögnum safnað með hálfopnum viðtölum. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að flestir viðmælendur rannsóknarinnar telja að vinnustaðakönnun gagnist þeim vel sem tæki til umbóta í skólastarfi. Einnig kom fram ákveðin óánægja á meðal skólastjóranna, um að þeim fannst tengslin við yfirmenn hafa minnkað. Niðurstöðurnar gefa einnig til kynna að auka þurfi samvinnu, eflingu og samtal á milli skólastjóra og yfirmanna á Skóla- og frístundasviði um framkvæmd könnunarinnar og hugsanlega hvernig spurningar í könnuninni eru orðaðar þannig að hún nýtist sem best. Við frekari greiningu gagna var stuðst við hugmyndafræði þjónandi forystu, skoðað hvort greina mætti hana í niðurstöðum rannsóknarinnar og hvort hún endurspeglist í vinnustaðakönnunum. Þjónandi forysta er talin gagnleg nálgun við stjórnun til þess að efla starfsfólk, auka starfsánægju og bæta stjórnunarhætti. Vinnustaðakönnun Reykjavíkurborgar beinist sérstak­lega að þessum þáttum. Í viðtölunum komu fram vísbendingar um þjónandi forystu í viðhorfum skólastjóra til verkefna sinna. Skóla- og frístundasvið hefur skýra stefnu og öfluga mannauðsdeild og fundar reglulega með skólastjórum.

Ráðstefna um þjónandi forystu á Bifröst 31. október 2014. Þjónandi forysta: Samskipti og samfélagsleg ábyrgð. Skráning á heimasíðu Þekkingarseturs um þjónandi forystu.

Thoranna

Þóranna Rósa Ólafsdóttir

Deila þessu:

  • Tweet
  • Email
  • More
  • Print
  • Share on Tumblr
  • Pocket

Filed Under: Óflokkað, Bifröst, Rannsóknir

Ný eigindleg rannsókn um þjónandi forystu – Viðhorf framhaldsskólakennara

January 31, 2014 by Sigrún

Nýlega lauk Hrafnhildur Haraldsdóttir eigindlegri rannsókn til meistaragráðu við Háskólann á Akureyri: Viðhorf framhaldsskólakennara til samskipta og samvinnu við nemendur og starfsfólk. ,,Manneskja sem lætur sig aðra manneskju varða”.

Í útdrætti rannsóknarinnar segir m.a. ,,Niðurstöður þessarar rannsóknar eru þær að áherslur framhaldsskólakennara við Verkmenntaskólann á Akureyri einkennast af velvild til nemenda og samstarfsfólks þeirra. Samvinna, agi, árangur og þjónusta voru orð sem voru viðmælendum töm. Niðurstöðurnar bera þess merki að samhengi sé á milli áherslna kennaranna og hugmyndafræði þjónandi forystu. Kennararnir lögðu áherslu á það að fá nemendurna með sér og koma þeim í skilning um það að mikilvægt sé að vinna saman að sameiginlegum markmiðum. Í ljósi þessara niðurstaðna er mikilvægt að auka vægi þessara þátta í kennslu og rannsaka betur samskipti og samvinnu allra innan námssamfélagsins þannig að allir nái að blómstra á sínum vettvangi.”

Ritgerðin er hér á pdf formi. 

LAuf-Saman

Deila þessu:

  • Tweet
  • Email
  • More
  • Print
  • Share on Tumblr
  • Pocket

Filed Under: Óflokkað, Rannsóknir

Ráðstefnan 14. júní 2013 – Uppselt

June 13, 2013 by Sigrún

Uppselt er á ráðstefnuna um þjónandi forystu 14. júní.

Því miður reynist ekki möguleiki að fjölga sætum á ráðstefnunni.

Við þökkum kærlega fyrir mjög góðar undirtektir og áhuga á þjónandi forystu.

Munum setja fréttir og fróðleik af ráðstefnunni á heimasíðuna að lokinni ráðstefnu. www.thjonandiforysta.is

Þar verða einnig upplýsingar um næstu viðburði á vegum Þekkingarseturs um þjónandi forystu.

Þekkingarsetur um þjónandi forystu
www.thjonandiforysta.is

Fuglarnir (Þjónandi forysta branding)

Þjónandi forysta branding

Deila þessu:

  • Tweet
  • Email
  • More
  • Print
  • Share on Tumblr
  • Pocket

Filed Under: Óflokkað, Ráðstefnur

Nýjar leiðir til að efla samstöðu og árangur

May 19, 2013 by Sigrún

Á ráðstefnunni 14. júní nk. fjalla erlendir og íslenskir sérfræðingar um leiðir til að efla samstöðu og til að ná góðum árangri á vinnstöðum og í samfélaginu.

Dagskrá ráðstefnunnar:

Kl. 8:30 – Ráðstefnan sett

Dr. Margaret Wheatley: Lykilfyrirlestur: Leadership in Turbulent Times: From Hero to Host. Ágrip fyrirlesturs (pdf).

Una Steinsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Íslandsbanka: Framtíðarsýn Íslandsbanka er að vera fremst í þjónustu, hvernig nær bankinn því markmiði?

Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir, skólahjúkrunarfræðingur og höfundur: Samskiptaboðorðanna. Samskiptaboðorð þjónandi leiðtoga.

Tómas Guðbjartsson prófessor og hjartaskurðlæknir Landspítala: Menntun og rannsóknir ungs fólks – forsendur nýrrar þekkingar.

Kl. 11:45 – Hádegisverður og samtal í hópum

Dr. Carolyn Crippen: Lykilfyrirlestur: Seven Pillars of Servant Leadership: An Action Plan. Ágrip fyrirlesurs (pdf).

Sigrún Gunnarsdóttir, dósent Háskóla Íslands: Rannsóknir hér á landi um þjónandi forystu. Þóra Hjörleifsdóttir, deildarstjóri við Síðuskóla Akureyri: Stjórna skólastjórnar, á Norðurlandi eystra, skólum sínum í anda þjónandi forystu? Hulda Rafnsdóttir, hjúkrunarfræðingur og gæðastjóri á Sjúkrahúsinu á Akureyri: Árangursrík stjórnun og forysta innan heilbrigðisþjónustunnar

Charlotte Böving, leikkona og leikstjóri. Þjónandi forysta í leikhúsinu.

Jón Gnarr, borgarstjóri: Kjötiðnaðarmaður, leigubílstjóri, leikari og borgarstjóri.

Kl. 16 – Ráðstefnulok

Þjónandi forysta – menntun, sköpun og samfélag. Ráðstefna í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi 14. júní 2013

Margaret  Wheatley mun fjalla um nýja sýn á hlutverk leiðtoga. Skilaboð hennar eru m.a. ,,To create personal and organizational responsiveness, to solve complex problems quickly and to create resiliency requires leaders to assume a new role, that of host, not hero. A leader-as-host establishes the conditions for staff to think well together, to resolve complex problems, to learn from experience and thus develop the capacity to respond intelligently and effectively in an environment of continuous change and frequent crises”.. Hér er áhugavert viðtal við Meg Wheatley.

Á ráðstefnunni mun Carolyn Crippen einnig fjalla um aðferðir þjónandi leiðtoga og segir m.a. ,,Servant-leaders know the stabilizing effects of integrity, humility, and trust in organizations.  By putting the needs of others first, while supporting diversity and creating a sense of belonging, organizations are able to negotiate conflicts and build strong collaborative teams”. 

Skráning á ráðstefnuna er hér.

SAMSUNG 

Deila þessu:

  • Tweet
  • Email
  • More
  • Print
  • Share on Tumblr
  • Pocket

Filed Under: Óflokkað, Ráðstefnur

Er þörf fyrir fleiri góða leiðtoga?

May 7, 2013 by Sigrún

Hvati Robert K. Greenleafs til að setja fram hugmyndir sínar um þjónandi forystu árið 1970 var leiðtogakreppa sem þá var í Bandaríkjunum. Hann áleit leiðtoga ekki nýta þau tækifæri sem þeir hefðu til að mæta þörfum einstaklinganna og þar með nýttust ekki möguleikarnir til að bæta samfélagsgerðina. Greenleaf leit svo á að úrbæturnar fælust í því að fleiri einstaklingar tækju að sér hlutverk þjónsins, sýndu samferðafólki umhyggju og hefðu frelsi, gildismat og hagsmuni þeirra í öndvegi. Samfélagið byggðist á leiðtogum sem þyrftu að móta störf sín af hugsjón og raunverulegum tilgangi fyrirtækja og stofnana og bæru jafnframt sjálfbærni samfélagsins fyrir brjósti. Þjónustan og umhyggjan birtist í stöðugri leit og von um betri tíma. Greenleaf tekur fram að hugmyndir hans feli í sér margt sem líta megi á sem mótsagnir, en það sé einmitt kjarni málsins í þjónandi forystu.Greenleaf lýsir hugmyndum sínum svo í hnotskurn:

Þjónandi leiðtogi er í fyrsta lagi þjónn. […] Það byrjar með eðlislægri tilfinninguum að vilja þjóna, að þjóna fyrst. Síðar leiðir meðvituð ákvörðun viðkomandi til forystu. Slíkur einstaklingur er ólíkur þeim sem er fyrst leiðtogi, líklega vegna takmarkaðrar löngunar til valda og efnislegra gæða. […] Munurinn felst í því að þjónninn leitast við að mæta helstu þörfum þeirra sem hann þjónar. Besti prófsteinninn á þetta, og jafnframt sá þyngsti, er: Vaxa þau sem er þjónað sem einstaklingar? Verða þau heilsuhraustari? Fá þau meiri visku, frelsi og sjálfstæði? Verða þau sjálf líklegri til að vera þjónandi leiðtogar? Og jafnframt, munu þau sem minnst mega sín í samfélaginu njóta góðs af, eða að minnsta kosti, ekki verða fyrir meira ójafnræði? (Greenleaf, Servant as Leader, 2008, bls. 15).

Sjá grein Sigrúnar Gunnarsdóttur, 2011

Fuglarnir (Þjónandi forysta branding)

Þjónandi forysta branding

Deila þessu:

  • Tweet
  • Email
  • More
  • Print
  • Share on Tumblr
  • Pocket

Filed Under: Óflokkað, Robert Greenleaf

Sjálfstæðir starfsmenn sem njóta sín í starfi

March 26, 2013 by Sigrún

Þjónandi leiðtogi vinnur að því að styrkja samstarfsfólk sitt þannig að hver og einn geti axlað ábyrgð miðað við eigin verkefni og hæfni. Þannig getur starfsfólk notið sín og blómstrað í starfi.

Þjónandi forysta skapar aðstæður sem gera starfsfólkinu kleift að móta eigin störf og taka eigin ákvarðanir, ekki síst þegar mikið liggur við eða eitthvað bregður út af. Við nýjar eða óvæntar aðstæður er áríðandi að starfsfólk bregðist við af sjálfstæði og öryggi, hafi sjálft leiðtogahæfileika og nýti þá í verkefnum sínum.

Þjónandi forysta er fléttuð inn í alla starfsemi fyrirtækjanna og hún nær fótfestu meðal stjórnenda og annars starfsfólks. Skipulagið og allt fyrirkomulag vinnunnar verður til þess að skapa marga leiðtoga, án tillits til formlegra stjórnunarstarfa. Leiðtogarnir eru alls staðar og hafa hver sitt hlutverk. Starfsfólkið vinnur saman í teymum á grundvelli jafningja og þar eru hugmyndir og ákvarðanir ræddar.

Í fyrirtækjum sem vinna samkvæmt hugmyndum þjónandi forystu eru allir starfsmenn þjónandi leiðtogar, hver á sínu sviði í samvinnu við aðra þjónandi leiðtoga. Þegar á reynir er þó alltaf ljóst hver er fremstur og sá eða sú tekur ákvarðanir þegar mikið liggur við og þurfa þykir. Leiðtoginn er fremstur meðal jafningja.

Skilgreining Robert Greenleaf á þjónandi leiðtoga:
Þjónandi leiðtogi er í fyrsta lagi þjónn. […] Það byrjar með eðlislægri tilfinningu um að vilja þjóna, að þjóna fyrst. Síðar leiðir meðvituð ákvörðun viðkomandi til forystu. Slíkur einstaklingur er ólíkur þeim sem er fyrst leiðtogi, líklega vegna takmarkaðrar löngunar til valda og efnislegra gæða.[…] Munurinn felst í því að þjónninn leitast við að mæta helstu þörfum þeirra sem hann þjónar. Besti prófsteinninn á þetta, og jafnframt sá þyngsti,er: Vaxa þau sem er þjónað sem einstaklingar? Verða þau heilsuhraustari? Fá þau meiri visku, frelsi og sjálfstæði? Verða þau sjálf líklegri til að vera þjónandi leiðtogar? Og jafnframt, munu þau sem minnst mega sín í samfélaginu njóta góðs af, eða að minnsta kosti, ekki verða fyrir meira ójafnræði? (Greenleaf 2008, 15).

Deila þessu:

  • Tweet
  • Email
  • More
  • Print
  • Share on Tumblr
  • Pocket

Filed Under: Óflokkað

  • 1
  • 2
  • Next Page »

Þjónandi forysta í hnotskurn

Í stuttu máli má lýsa þjónandi forystu sem samspili þriggja meginstoða sem allar eru innbyrðis tengdar og mynda eina heild:

1) Fyrsta stoðin er einlægur áhugi á hugmyndum og hagsmunum annarra sem birtist með einbeittri hlustun og aðgerðum sem efla aðra og aðstoða þá til að blómstra og að njóta sín.

2) Önnur stoðin er vitun og sjálfsþekking sem birtist í sjálfsöryggi, auðmýkt og hugrekki.

3) Þriðja stoðin er framsýni og skörp sýn á hugsjón sem birtist með sýn á tilgang og ábyrgðarskyldu.

Segja má að fyrstu tvær stoðirnar myndi þjónustuhluta þjónandi foyrstu og þriðja stoðin myndar forystuhlutann. Sjá nánari lýsingu hér.

Líkanið sem hér er lýst byggir á hugmyndum Robert K. Greenleaf sem upphafsmaður þjónandi forystu og birti fyrsta rit sitt um hugmyndina árið 1970 og segir þar m.a.: ,,Þjónandi leiðtogi er í fyrsta lagi þjónn. […] Það byrjar með eðlislægri tilfinningu um að vilja þjóna, að þjóna fyrst. Síðar leiðir meðvituð ákvörðun viðkomandi til forystu. Slíkur einstaklingur er ólíkur þeim sem er fyrst leiðtogi, líklega vegna takmarkaðrar löngunar til valda og efnislegra gæða. (Greenleaf, 1970/2008, 15). Sjá nánar hér.

Facebook

Þjónandi forysta

Rannsóknir um þjónandi forystu

Viðhorf starfsfólks í velferðarþjónustu til starfsumhverfis, forystu og stjórnunar

Eydís Ósk Sigurðardóttir hefur lokið rannsókn til MS gráðu við Háskólann á … [Lestu meira...]

  • Þjónandi forysta og starfsumhverfi starfsmanna í stjórnsýslu sveitarfélaga
  • Menningarhæfni, barneignarþjónusta og þjónandi forysta – Birna Gerður Jónsdóttir
  • Sjö þættir sem einkenna þjónandi leiðtoga

⇒ Fleiri greinar um rannsóknir

Fylgstu með okkur

  • Facebook
  • Twitter
  • YouTube

Copyright © 2021 · News Pro Theme on Genesis Framework · WordPress · Log in

loading Cancel
Post was not sent - check your email addresses!
Email check failed, please try again
Sorry, your blog cannot share posts by email.