Þjónandi forysta

  • Þekkingarsetur
  • Ráðstefnur hér á landi frá 2008
    • Ráðstefna um þjónandi forystu á Bifröst 25. september 2015
    • Ráðstefna á Bifröst 31. október 2014 – Dagskrá
    • Samstaða og árangur – Ráðstefna 14. júní 2013
  • Rannsóknir, greinar & bækur
    • Þjónandi forysta í hnotskurn
    • Í atvinnulífinu
    • Líkan Dirk van Dierendonck um þjónandi forystu
    • Íslenskar rannsóknir
  • Hafa samband
  • English
You are here: Home / Archives for Ráðstefna Bifröst 2015

Hugmyndir og tillögur þátttakenda á ráðstefnunni á Bifröst 25. september 2015

October 4, 2015 by Sigrún

Ráðstefnan á Bifröst um þjónandi forystu og brautryðjendur þann 25. september s.l. gekk mjög vel. Alls voru um 180 þátttakendur víða að á ráðstefnunni og nutu fyrirlestranna sem voru fluttir og samstalsins í hópum sem fór fram í hádegishléi.

Margar fróðlegar og áhugaverðar pælingar, hugmyndir og tillögur komu fram þegar rætt var um spurningarnar tvær sem varpað var fram til skoðunar:

  1. Er tími frekjuhundsins liðinn?
  2. Er auðmýkt gagnleg fyrir brautryðjendur?

Hóparnir voru alls 18 og í hverjum hóp voru tveir hópstjórar sem héldu utan um samtalið og tóku saman helstu atriðin sem fram komu í samtalinu. Hópstjórunum eru færðar bestu þakkir fyrir þeirra framlag og fyrir samantekt á því helsta sem fram kom í orðum þáttttakenda.

Samtal er grunnstef í þjónandi forystu og Robert K. Greenleaf, upphafsmaður þjónandi forystu, lagði áherslu á að birtingarmynd þjónandi forystu væri uppbyggilegt samtal og að innleiðing þjónandi forystu færi fram í gegnum samtal. Sjá til dæmis hans The Servant as Leader frá árinu 1970.

Allir punktarnir frá hópunum eru birtir hér á pdf skjali. Meðal þess sem fram kemur í samantektum hópanna er eftirfarandi:

Já, tími frekjuhundsins er liðinn meðal stjórnenda en hann lifir í samfélaginu.

En samfélagið er betur upplýst, þess vegna lýðst þetta ekki lengur.

Frekjuhundur er drottnandi persóna, sjálfhverfur, hefur ekki heildarsýn, veður yfir aðra, vantar virðingu fyrir öðrum.

Óbilandi trú á eigin ágæti – berst fyrir sínu.

Þarf að breyta frekjuhundapólítik.

Það eykur framleiðni að stefna að sama markmiði en það gerir frekjuhundurinn ekki.

cropped-thjonandi-forysta-260x90.jpg

 

 

 

Auðmýkt er nauðsynlegur hluti af nálgun brautryðjanda.

Þegar hann þarf að fá aðra með sér þá er auðmýkt mikilvægur eiginleiki.

Kvekararnir segja – hreykið ykkur ekki af verkum ykkar.

Dæmi sem nýlega hafa verið á sjónarsviðinu:

Auðmýkt landsliðsþjálfarans skein í gegn. Hann er dæmi um að menn geta breyst og vaxi því hann þurfti sjálfur að umbreyta sér og láta af hroka.

Allir punktarnir frá samtalshópunum á ráðstefnunni á Bifröst 2015 eru birtir hér á pdf skjali.

Karlar r

 

Salurr r

Ráðstefna um þjónandi forystu á Bifröst 25. september 2015

Salur r

 

Carolyn r

Kasper r Olof r Robert r Hildur r Haraldur r Einar rKOlfinna r

Deila þessu:

  • Tweet
  • Email
  • More
  • Print
  • Share on Tumblr
  • Pocket

Filed Under: Auðmýkt, Þjónandi forysta, Þjónandi leiðtogi, Brautryðjendur, Ráðstefnur, Robert Greenleaf, samtal, Servant leader, Servant leadership, The Servant as Leader Tagged With: Ráðstefna Bifröst 2015

Þjónandi forysta í hnotskurn

Í stuttu máli má lýsa þjónandi forystu sem samspili þriggja meginstoða sem allar eru innbyrðis tengdar og mynda eina heild:

1) Fyrsta stoðin er einlægur áhugi á hugmyndum og hagsmunum annarra sem birtist með einbeittri hlustun og aðgerðum sem efla aðra og aðstoða þá til að blómstra og að njóta sín.

2) Önnur stoðin er vitun og sjálfsþekking sem birtist í sjálfsöryggi, auðmýkt og hugrekki.

3) Þriðja stoðin er framsýni og skörp sýn á hugsjón sem birtist með sýn á tilgang og ábyrgðarskyldu.

Segja má að fyrstu tvær stoðirnar myndi þjónustuhluta þjónandi foyrstu og þriðja stoðin myndar forystuhlutann. Sjá nánari lýsingu hér.

Líkanið sem hér er lýst byggir á hugmyndum Robert K. Greenleaf sem upphafsmaður þjónandi forystu og birti fyrsta rit sitt um hugmyndina árið 1970 og segir þar m.a.: ,,Þjónandi leiðtogi er í fyrsta lagi þjónn. […] Það byrjar með eðlislægri tilfinningu um að vilja þjóna, að þjóna fyrst. Síðar leiðir meðvituð ákvörðun viðkomandi til forystu. Slíkur einstaklingur er ólíkur þeim sem er fyrst leiðtogi, líklega vegna takmarkaðrar löngunar til valda og efnislegra gæða. (Greenleaf, 1970/2008, 15). Sjá nánar hér.

Facebook

Þjónandi forysta

Rannsóknir um þjónandi forystu

Viðhorf starfsfólks í velferðarþjónustu til starfsumhverfis, forystu og stjórnunar

Eydís Ósk Sigurðardóttir hefur lokið rannsókn til MS gráðu við Háskólann á … [Lestu meira...]

  • Þjónandi forysta og starfsumhverfi starfsmanna í stjórnsýslu sveitarfélaga
  • Menningarhæfni, barneignarþjónusta og þjónandi forysta – Birna Gerður Jónsdóttir
  • Sjö þættir sem einkenna þjónandi leiðtoga

⇒ Fleiri greinar um rannsóknir

Fylgstu með okkur

  • Facebook
  • Twitter
  • YouTube

Copyright © 2021 · News Pro Theme on Genesis Framework · WordPress · Log in

loading Cancel
Post was not sent - check your email addresses!
Email check failed, please try again
Sorry, your blog cannot share posts by email.