Þjónandi forysta

  • Þekkingarsetur
  • Ráðstefnur hér á landi frá 2008
    • Ráðstefna um þjónandi forystu á Bifröst 25. september 2015
    • Ráðstefna á Bifröst 31. október 2014 – Dagskrá
    • Samstaða og árangur – Ráðstefna 14. júní 2013
  • Rannsóknir, greinar & bækur
    • Þjónandi forysta í hnotskurn
    • Í atvinnulífinu
    • Líkan Dirk van Dierendonck um þjónandi forystu
    • Íslenskar rannsóknir
  • Greenleaf Center USA
  • Hafa samband
  • English
You are here: Home / Archives for Rannsóknarstyrkur

Ný rannsókn um þjónandi forystu og áherslur viðbragðsaðila við eldgosi í Eyjafjallajökli. MSc rannsókn Sólrúnar Auðbertsdóttur

January 31, 2016 by Sigrún

Sólrún Auðbertsdóttir lauk á síðasta ári MSc gráðu í heilbrigðisvísindum frá Háskólanum á Akureyri og fjallaði MSc ritgerð hennar um áherslur viðbragðsaðila við eldgosinu í Eyjafjallajökli.  Sólrún tók viðtöl við alls fjórtán viðbragðsaðila á sviði björgunarstarfa, heilsugæslu, löggæslu og fleiri sviða.  Rannsóknin beindist að áherslum þeirra í samskiptum og samvinnu og voru orð þeirra og áherslur speglaðar í hugmyndafræði þjónandi forystu. Rannsóknin ber heitið ,,Að vera í takt við samfélagið en samt að sýna festu” Áherslur viðbragðsaðila í samskiptum og samvinnu
vegna eldsumbrota undir jökli.

Í ritgerðinni segir að ,,Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að áherslur viðbragðsaðila, sem rætt var við, einkenndust af einlægum áhuga og ánægju af því starfi sem þeir unnu. Takmark þeirra var að tryggja öryggi og velferð. Samstaða náðist með góðum undirbúningi, áherslu á upplýsingar, samvinnu á jafningjagrunni, hlustun og dreifðri ábyrgð. Draga má þá ályktun að þjónandi forysta einkenni samskipti og samvinnu þeirra sem rætt var við. Rannsóknin hefur fræðilegt gildi og niðurstöður varpa ljósi á nýja hlið þjónandi forystu og gefa vísbendingar um að þjónandi forysta geti haft uppbyggileg áhrif á störf og áherslur viðbragðsaðila.”

Sólrún hlaut rannsóknarstyrk úr Rannsókna- og vísindasjóði Suðurlands og hélt á dögunum erindi um rannsókn sína á hátíðarfundi sjóðsins að viðstöddu fjölmenni og nýjum styrkhöfum sjóðsins. Sólrún er hjúkrunarfræðingur og starfar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands sem hjúkrunarstjóri á Heilsugæslunni í Þorlákshöfn.

Sólrúnu eru færðar innilegar hamingjuóskir í tilefni MSc prófsins.

Hér er ritgerðin á pdf formi.

Solrun

Sólrún Auðbertsdóttir tekur við rannsóknarstyrk Rannsókna- og vísindasjóðs Suðurlands.

thjonandi-forysta-logo

Deila þessu:

  • Tweet
  • Email
  • More
  • Print
  • Share on Tumblr
  • Pocket

Filed Under: Þjónandi forysta, Þjónandi leiðtogi, einlægur áhugi, Eyjafjallajökull, Framtíðarsýn, Hlustun, MSc rannsókn, Rannsóknarstyrkur, Rannsóknir, Samfélagsleg ábyrgð, Viðbragðsaðilar

Birna Dröfn Birgisdóttir hlýtur styrk Viðskiptaráðs vegna rannsóknar um sköpun og þjónandi forystu

September 18, 2015 by Sigrún

Birna Dröfn Birgisdóttir, doktorsnemi við Háskólann í Reykjavík, hefur hlotið styrk úr Rannsóknasjóði Viðskiptaráðs Íslands, að upphæð 1,0 milljón króna vegna rannsóknar sinnar um sköpunargleði og þjónandi forystu.  Alls var 6,5 milljónum króna úthlutað til fjögurra ólíkra verkefna. Styrkjunum er ætlað að auka samkeppnishæfni Íslands með því að efla rannsóknir og nýsköpun sem nýtast íslensku menntakerfi og atvinnulífi. Að mati valnefndar falla þau verkefni sem urðu fyrir valinu vel að markmiði sjóðsins auk þess sem gæði umsókna þóttu framúrskarandi (heimild: http://vi.is/malefnastarf/frettir/fyrsta-uthlutun-ur-rannsoknasjodi-vidskiptarads/).

 

 

Birna-2015_09_18_uthlutun_rannsoknastyrkja_full_res

 

 

 

 

 

 

Ljósmynd: http://vi.is/malefnastarf/frettir/fyrsta-uthlutun-ur-rannsoknasjodi-vidskiptarads/

,,Rannsóknasjóður Viðskiptaráðs Íslands er nýr sjóður sem veitir árlega styrki til einstaklinga vegna rannsókna og nýsköpunar tengdum framþróun menntunar og eflingu íslensks atvinnulífs. Valnefnd sjóðsins skipa Eggert Benedikt Guðmundsson, Gísli Hjálmtýsson og Ragnhildur Geirsdóttir.” (heimild: http://vi.is/malefnastarf/frettir/fyrsta-uthlutun-ur-rannsoknasjodi-vidskiptarads/).

Rannsókn Birnu Drafnar fjallar um þætti sem ýtt geta undir sköpunargleði starfsfólks, en sköpunargleði er talin mikilvægur þáttur fyrir samkeppnishæfni fyrirtækja. Markmið rannsóknarverkefnisins er að fylla bil þar sem samband þjónandi forystu, starfsumhverfis og sköpunargleði hefur ekki áður verið rannsakað með þessum hætti. Rannsókn Birnu Drafnar er hluti af samnorrænu rannsóknarverkefni um starfsumhverfi og þjónandi forystu (NOVO multicenter study) sem einnig er unnið í samstarfi við Þekkingarsetur um þjónandi forstu. Leiðbeinendur Birnu Drafnar eru Marina Candi (HR), Sigrún Gunnarsdóttir (HÍ og Bifröst) og Auður Arna Arnardóttir (HR).

Birna Dröfn Birgisdóttir

Birna Dröfn Birgisdóttir

 

 

Deila þessu:

  • Tweet
  • Email
  • More
  • Print
  • Share on Tumblr
  • Pocket

Filed Under: Þjónandi forysta, Rannsóknarstyrkur, Rannsóknir, Servant leader, Servant leadership, Sköpun, Sköpunargleði, Starfsumhverfi, straumlínustjórnun, Valdar greinar, Viðskiptaráð Íslands

Birna Dröfn Birgisdóttir hlýtur rannsóknarstyrk bandarísku Greenleaf miðstöðvarinnar – Greenleaf Scholar

June 23, 2015 by Sigrún

Birna Dröfn Birgisdóttir, doktorsnemi við Háskólann í Reykjavík hlaut nýlega rannsóknarstyrkGreenleaf Center for Servant Leadership – Greenleaf Scholars. Doktorsrannsókn Birnu Drafnar er um þjónandi forystu og sköpun og byggir á rannsókn sem fram fór á bráðamóttökudeildum Landspítala.

Í frétt á heimasíðu Greenleaf samtakanna um rannsóknarstyrkinn segir: ,,Birna is a PhD student in the business department at Reykjavik University in Iceland. For her doctoral thesis she has been researching frameworks for creativity since 2012. She received her masters’ degree in International Business from Griffith University in Australia and her bachelor degree in Business Administration from Reykjavik University. Birna has also studied human resource management, Neuro linguistic programming (NLP) and executive coaching.”

BirnaD

Birna Dröfn Birgisdóttir

Deila þessu:

  • Tweet
  • Email
  • More
  • Print
  • Share on Tumblr
  • Pocket

Filed Under: Birna Dröfn Birgisdóttir, Greenleaf Center, Greenleaf Scholar, Rannsóknarstyrkur, Rannsóknir, Sköpun Tagged With: Greenleaf Scholar, Rannsóknarstyrkur, Sköpun

Þjónandi forysta í hnotskurn

Í stuttu máli má lýsa þjónandi forystu sem samspili þriggja meginstoða sem allar eru innbyrðis tengdar og mynda eina heild:

1) Fyrsta stoðin er einlægur áhugi á hugmyndum og hagsmunum annarra sem birtist með einbeittri hlustun og aðgerðum sem efla aðra og aðstoða þá til að blómstra og að njóta sín.

2) Önnur stoðin er vitun og sjálfsþekking sem birtist í sjálfsöryggi, auðmýkt og hugrekki.

3) Þriðja stoðin er framsýni og skörp sýn á hugsjón sem birtist með sýn á tilgang og ábyrgðarskyldu.

Segja má að fyrstu tvær stoðirnar myndi þjónustuhluta þjónandi foyrstu og þriðja stoðin myndar forystuhlutann. Sjá nánari lýsingu hér.

Líkanið sem hér er lýst byggir á hugmyndum Robert K. Greenleaf sem upphafsmaður þjónandi forystu og birti fyrsta rit sitt um hugmyndina árið 1970 og segir þar m.a.: ,,Þjónandi leiðtogi er í fyrsta lagi þjónn. […] Það byrjar með eðlislægri tilfinningu um að vilja þjóna, að þjóna fyrst. Síðar leiðir meðvituð ákvörðun viðkomandi til forystu. Slíkur einstaklingur er ólíkur þeim sem er fyrst leiðtogi, líklega vegna takmarkaðrar löngunar til valda og efnislegra gæða. (Greenleaf, 1970/2008, 15). Sjá nánar hér.

Facebook

Þjónandi forysta

Rannsóknir um þjónandi forystu

Viðhorf starfsfólks í velferðarþjónustu til starfsumhverfis, forystu og stjórnunar

Viðhorf starfsfólks í velferðarþjónustu til starfsumhverfis, forystu og stjórnunar

Eydís Ósk Sigurðardóttir hefur lokið rannsókn til MS gráðu við Háskólann á … [Lestu meira...]

  • Þjónandi forysta og starfsumhverfi starfsmanna í stjórnsýslu sveitarfélaga
  • Menningarhæfni, barneignarþjónusta og þjónandi forysta – Birna Gerður Jónsdóttir
  • Sjö þættir sem einkenna þjónandi leiðtoga

⇒ Fleiri greinar um rannsóknir

Fylgstu með okkur

  • Facebook
  • Twitter
  • YouTube

Copyright © 2019 · News Pro Theme on Genesis Framework · WordPress · Log in

loading Cancel
Post was not sent - check your email addresses!
Email check failed, please try again
Sorry, your blog cannot share posts by email.