,,Hvernig hefur aðferðarfræði þjónandi forystu skapað tækifæri innandyra hjá starfsfólki?” Haraldur Líndal Pétursson forstjóri Johan Rönning hf talar á ráðstefnu um þjónandi forystu á Bifröst 25. september 2015

Haraldur Líndal Pétursson forstjóri Johan Rönning hf talar á ráðstefnunni á Bifröst 25. september nk. og mun þar fjalla um reynslu sína og sýn á þjónandi forystu miðað við efni ráðstefnunnar sem er: Þjónandi forysta og brautryðjendur.

Erindi sitt kallar Haraldur ,,(Ó)meðvituð þjónandi forystu innan Johan Rönning”. Haraldur mun veita okkur innsýn inn í fyrirtækið sem hlotið hefur nafnbótina Fyrirmyndarfyrirtæki ársins í vinnumarkaðskönnun VR síðastliðin fjögur ár. Í fyrirlestrinum varpar Haraldur fram nokkrum spurningum:

  • Hvaða leyndarmál liggja að baki þessari miklu starfsánægju innan fyrirtækisins?
  • Hvernig viðheldur fyrirtækið þessari starfsánægju og með hvaða hætti hafa starfsmenn tekið þátt í að byggja upp þessa starfsánægju?
  • Með hvaða hætti hafa þær ákvarðanir sem teknar voru af eigendum/stjórnendum á erfiðleikaárunum í kringum hrunið þróast?
  • Hvernig hefur fyrirtækinu gengið að virkja stjórnendur og starfsmenn að vinna eftir hugmyndafræði „þjónandi forysta“ og hversu stóran þátt hefur aðferðarfræðin átt í því að skapa starfsánægju innandyra?
  • Hvernig nýtist það návígi sem skapast með þessari aðferðarfræði milli stjórnenda og starfsmanna?
  • Hvernig hefur aðferðarfræði þjónandi forystu skapað tækifæri innandyra hjá starfsfólki?
  • Hvernig hefur fyrirtækið náð að nýta sé þjónandi forystu í að skapa sér aukið samkeppnisforskot?

Ofangreindum spurningum mun Haraldur leitast við að svara í fyrirlestri sínum og hvaða aðferðarfræði fyrirtækið beitir í því að laða það besta fram í hverjum innan hópsins.

Það verður sérstaklega áhugavert að kynnast hugmyndum Haraldar og sjá hvernig viðhorf hans og reynslan hjá Johan Rönning endurspeglast í hugmyndafræði þjónandi forystu sem einkennist á einlægum áhuga á hugmyndum og hagsmunum annarra, stöðugri þekkingarleit og sjálfsþekkingu og síðast en ekki síst hugsjón og skarpri framtíðarsýn.

Johan Rönnig var valið fyrirtæki ársins 2014 í hópi stórra fyrirtækja þriðja árið í röð samkvæmt könnun VR. Johan Rönning var stofnað árið 1933 hefur 5 ár í röð verið valið fyrirmyndarfyrirtæki VR ásamt því að hljóta nafnbótina fyrirtæki ársins 2012, 2013 og 2014. Johan Rönning hlaut einnig jafnlaunavottun VR árið 2013, eitt af fyrstu fyrirtækjum í landinu til að hljóta slíka viðurkenningu.

Ráðstefna á Bifröst föstudaginn 25. september 2015 kl. 10 – 15:30.

Skráning á ráðstefnuna.

Haraldur Líndal Pétursson
Haraldur Líndal Pétursson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ráðstefna um þjónandi forystu á Bifröst 25. september 2015

Skráning

Sjötta ráðstefnan um þjónandi forystu verður haldin á Háskólanum á Bifröst föstudaginn 25. september 2015 kl. 10 – 15:30. Yfirskrift ráðstefnunnar er: Þjónandi forysta og brautryðjendur.

Á ráðstefnunni munu fyrirlesarar og þátttakendur leita svara við spurningunni: ,,Hvernig getur þjónandi forysta verið drifkraftur brautryðjandans?”.

Snemmskráning fyrir 15. ágúst 2015: Þáttökugjald kr. 19.900

Skráning frá og með 15. ágúst 2015: Þátttökugjald kr. 24.900

Dagskrá:

kl. 10 –  Opnun ráðstefnu

kl. 12 – Hádegishlé og samtal í hópum

kl. 15:30 – Lokaorð og ráðstefnuslit

Skráning á ráðstefnuna

Hotel Bif

thjonandi-forysta-logo