Þjónandi forysta

  • Þekkingarsetur, viðburðir
    • Ráðstefnur hér á landi frá 2008
      • Ráðstefna um þjónandi forystu á Bifröst 25. september 2015
      • Ráðstefna á Bifröst 31. október 2014 – Dagskrá
      • Samstaða og árangur – Ráðstefna 14. júní 2013
  • Pistlar
  • Rannsóknir, greinar & bækur
    • Þjónandi forysta í hnotskurn
    • Í atvinnulífinu
    • Líkan Dirk van Dierendonck um þjónandi forystu
    • Íslenskar rannsóknir
  • Fréttabréf
  • Hafa samband
  • English
You are here: Home / Archives for Víðir Reynisson

Almannaþjónar og almannaleiðtogar

March 22, 2020 by Sigrún

Það er mikil gæfa fyrir samfélagið allt að njóta góðs af styrk og öryggi þjónandi leiðtoga á vettvangi almannavarna og lýðheilsu. Hver sem horfir á og hlustar sannfærist um öryggi þriggja manna almannavarnateymisins hér á landi sem daglega birtist á sjónvarpsskjám landsmanna. Ef rýnt er í áherslur þeirra, aðferðir og ásetning blasa við einkenni þjónandi leiðtoga (e. servant leadership).

Þjónandi leiðtogi hefur einlægan áhuga á hagsmunum annarra og leitar jafnframt hugmynda annarra til að þróa farsælar hugmyndir og til að læra í gegnum viðhorf, reynslu og sjónarmið annarra. Þessir kostir þjónandi leiðtoga eru augljósir hjá þriggja manna teyminu, þau hlusta af alúð á spurningar fréttamanna, útskýra yfirvegað flóknar og viðkvæmar staðreyndir. Þau haga orðum sínum um íbúa landsins af varfærni og ekki síður þegar þau tala um börnin, eldri borgara, sjúklinga, gesti okkar hér á landi, erlenda leiðtoga og um hvern þann sem um er rætt. Orð þeirra, líkamsmál og öll samskiptin þeirra á milli eru uppörfandi fyrir þá sem hlusta og umfram allt skapa þau traust.

Þjónandi leiðtogi ræktar sjálfsöryggi með vitund og sjálfsþekkingu og þetta sjálfsöryggi birtist með auðmýkt, yfirvegun og öryggi í framkomu. Af því sem sjá má og heyra virðist hvert og eitt þeirra þriggja í teyminu hafa lagt sérstaka alúð við þetta höfuðeinkenni góðra leiðtoga. Yfirvegun þeirra og vilji til að taka á móti spurningum og gagnrýni endurspeglar á mjög skýran hátt hve vel þau hvíla í eigin skinni sem gerir þeim kleift að tala og koma fram af auðmýkt. Auðmýktin endurspeglast í öllu fasi, líkamsmáli og beitingu raddarinnar sem sannfærir áhorfandann um öryggi og festu leiðtoganna.

Að sjá til framtíðar er þriðja megineinkenni þjónandi leiðtoga og tengist skýrri sýn á tilgang og samfélagslega ábyrgð. Að sjá til framtíðar snýst um að þekkja fortíð, gera sér grein fyrir nútíð og að nýta þá þekkingu til að spá fyrir um framtíðina. Þjónandi leiðtogi hefur hæfileika til að greina upplýsingar og mynstur sem hjálpar honum að sjá til framtíðar og skapar honum forskot til forystu. Þennan hæfileika leiðtoganna þriggja njótum við sannarlega góðs af hér á landi og dáumst að dugnaði og þrautseigju þeirra við að leita, greina og miðla nýjum upplýsingum og að nýta þær til að setja fram leiðbeiningar með hag heildarinnar og sjálfsfélagslega ábyrgð að leiðarljósi. Tilgangur leiðtoganna er augljós og birtist í áherslum þeirra á öryggi, heilsu og hamingju íbúanna sem enn frekar eflir traust og von.

Mildi og festa. Þjónandi leiðtogar hafa sérstaka hæfileika til að mæta mikilvægum þörfum annarra með því að vera þjónar fyrst og taka síðan ákvörðun um að vera leiðtogar. Þjónandi leiðtogar hafa hæfileika og færni til að skapa jafnvægi þjónustu og forystu með mildi og festu og aga sem mætti kalla ástríkan aga. Þjónandi leiðtogar mæta þörfum annarra af hlýju um leið og hver og einn er kallaður til ábyrgðar þar sem hagsmunir heildarinnar eru leiðarljósið og ábyrgarskylda og frelsi hvers og eins eru grundvallaratriði.

Byggt á grein um þriggja þátta líkan um þjónandi forystu, sjá Sigrún Gunnarsdóttir og Birna Gerður Jónsdóttir (2013)

Leiðtogar almannavarna og lýðheilsu. Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller. Mynd: mbl.is

Filed Under: Accountability, Alma Möller, Almannavarnir, Auðmýkt, Þórólfur Guðnason, Þjónandi leiðtog, Þriggja þátta líkan Sigrúnar Gunnarsdóttur, Ábyrgðarskylda, Ástríkur agi, einlægur áhugi, Foresight, Framsýni, Framtíðarsýn, gagnrýni, Hlustun, Humility, Víðir Reynisson

Fylgstu með okkur

  • Facebook
  • Twitter
  • YouTube

Þjónandi forysta í hnotskurn

Í stuttu máli má lýsa þjónandi forystu sem samspili þriggja meginstoða sem allar eru innbyrðis tengdar og mynda eina heild:

1) Fyrsta stoðin er einlægur áhugi á hugmyndum og hagsmunum annarra sem birtist með einbeittri hlustun og aðgerðum sem efla aðra og aðstoða þá til að blómstra og að njóta sín.

2) Önnur stoðin er vitun og sjálfsþekking sem birtist í sjálfsöryggi, auðmýkt og hugrekki.

3) Þriðja stoðin er framsýni og skörp sýn á hugsjón sem birtist með sýn á tilgang og ábyrgðarskyldu.

Segja má að fyrstu tvær stoðirnar myndi þjónustuhluta þjónandi foyrstu og þriðja stoðin myndar forystuhlutann. Sjá nánari lýsingu hér.

Líkanið sem hér er lýst byggir á hugmyndum Robert K. Greenleaf sem upphafsmaður þjónandi forystu og birti fyrsta rit sitt um hugmyndina árið 1970 og segir þar m.a.: ,,Þjónandi leiðtogi er í fyrsta lagi þjónn. […] Það byrjar með eðlislægri tilfinningu um að vilja þjóna, að þjóna fyrst. Síðar leiðir meðvituð ákvörðun viðkomandi til forystu. Slíkur einstaklingur er ólíkur þeim sem er fyrst leiðtogi, líklega vegna takmarkaðrar löngunar til valda og efnislegra gæða. (Greenleaf, 1970/2008, 15). Sjá nánar hér.

Copyright © 2023 · News Pro Theme on Genesis Framework · WordPress · Log in

 

Loading Comments...