MS og MLM í forystu og stjórnun með áherslu á þjónandi forystu er í boði við Viðskiptadeild Háskólans á Bifröst.
Námið felur í sér þrjú sérhæfð námskeið í þjónandi forystu auk fjölda annarra námskeiða um forystu og stjórnun.
Nánari upplýsingar um námið eru hér á heimasíðu Háskólans á Bifröst.
Möguleiki er að ljúka náminu með MS gráðu sem felur í sér lokaritgerð (MS ritgerð) eða MLM gráðu án lokaritgerðar.
Umsjónarkennari námslínunnar er Dr. Sigrún Gunnarsdóttir, formaður Þekkingarseturs um þjónandi forystu.