Þjónandi forysta

  • Þekkingarsetur
  • Ráðstefnur hér á landi frá 2008
    • Ráðstefna um þjónandi forystu á Bifröst 25. september 2015
    • Ráðstefna á Bifröst 31. október 2014 – Dagskrá
    • Samstaða og árangur – Ráðstefna 14. júní 2013
  • Rannsóknir, greinar & bækur
    • Þjónandi forysta í hnotskurn
    • Í atvinnulífinu
    • Líkan Dirk van Dierendonck um þjónandi forystu
    • Íslenskar rannsóknir
  • Hafa samband
  • English
You are here: Home / Archives for Sigrún

Aðalfundur fimmtudaginn 25/2 kl. 16:30, netfundur

February 21, 2021 by Sigrún

Minnt er á aðalfund Þekkingarseturs um þjónandi forystu haldinn á vefnum fimmtudaginn 25. febrúar nk. kl. 16:30. 

Samanber aðalfundarboð í fréttabréfi sent 8. febrúar sl.

Á fundinum verða venjuleg aðalfundarstörf.

Fundurinn er opinn öllum áhugasömum sem eru vinsamlega beðnir um að senda skilaboð til thjonandiforysta hja thjonandiforysta.is og slóð á fundinn verður send til baka.

Fréttabréf Þekkingarseturs um þjónandi forystu 8. febrúar 2021

Deila þessu:

  • Tweet
  • Email
  • More
  • Print
  • Share on Tumblr
  • Pocket

Filed Under: Auðmýkt, Óflokkað, Hlustun

Hlaðvarp um þjónandi forystu. ,,Leiðsögumaðurinn sem þjónandi leiðtogi” Viðtal við Ástvald Helga Gylfason

May 19, 2020 by Sigrún

Í fyrsta þættinum í Hlaðvarpi um þjónandi forystu er rætt um þjónandi forystu í starfi leiðsögumannsins. Gestur þáttarins er Ástvaldur Helgi Gylfason leiðsögumaður hjá Arcanum Fjallaleiðsögumönnum. Ástvaldur er líka í meistaranámi í forystu og stjórnun með áherslu á þjónandi forystu við Háskólann á Bifröst.

Ástvaldur fjallar um sýn sína á þjónandi forystu og hvernig hún nýtist í starfi leiðsögumannsins. Niðurstaða Ástvalds er að áhersla leiðsögumannsins er að veita forystu með þjónustu þar sem þörfum viðskiptavinanna er mætt um leið og markmið ferðarinnar eru alveg skýr og ábyrgð og öryggi eru grundvallaratriði.

Hlaðvarp um þjónandi forystu 19. maí 2020. Gestur: Ástvaldur Helgi Gylfason, leiðsögumaður og meistaranemi í þjónandi forystu við Háskólann á Bifröst. Umsjónarkona þáttarins er Sigrún Gunnarsdóttir hjá Þekkingarsetri um þjónandi forystu og prófessor og umsjónarkennari meistaranáms í þjónandi forystu við Háskólann á Bifröst,

Deila þessu:

  • Tweet
  • Email
  • More
  • Print
  • Share on Tumblr
  • Pocket

Filed Under: Auðmýkt, Þriggja þátta líkan, Þriggja þátta líkan Sigrúnar Gunnarsdóttur, Hlustun

Að sýna ákveðna umhyggju og aga í verki. Helgi Hrafn Halldórsson um meistaranámið í þjónandi forystu

May 19, 2020 by Sigrún

Helgi Hrafn Halldórsson er með BSc í tölvunarfræði frá Háskólanum á Akureyri 2006 og byrjaði í meistaranámi í þjónandi forystu haustið 2019. Hann valdi námið til að efla sig sem leiðtoga og finnst þjónandi forysta eiga vel við starfsumhverfi hans sem stjórnandi og ráðgjafi í viðskiptagreind hjá fyrirtækinu Expectus. Vinur hans hafði mælt með náminu á Bifröst og Helga fannst fjarnámið þar vera góður kostur. Þegar Helgi sá að boðið var upp á sérstaka námslínu um þjónandi forystu fannst honum það vera spennandi og skemmtilegt að tengja við hugtakið vegna reynslu sinnar sem stjórnandi og að starfa sem þjónn: ,,Á mínum yngri árum starfaði ég sem þjónn en í dag er ég stjórnandi. Þannig þetta var aldrei spurning” segir Helgi og brosir og finnst skemmtilegt að pæla í hvernig þessi tvö hugtök vinna saman ,,þjónn og leiðtogi”

Maður þarf að sýna ákveðna umhyggju og sýna aga í verki

Helgi segir að námið á Bifröst hafi verið áhugavert og nýst vel: ,,Námið hefur nýst mér í leik og starfi. Þjónandi forysta leggur áherslur á einlægan áhuga á öðrum og það getur maður heimfært í næstum hvaða kringumstæður sem er. Ég hef notað margt af mínum lærdómi í hvaða hlutverki sem er, faðir, stjórnandi, eða ráðgjafi. Til að mynda með opnum samskiptum, virkri hlustun og ástríkum aga. Sérstaklega segir Helgi áhugavert að vinna með samspil þjónustu og forystu sem hefur verið líkt við ástríkan aga þar sem teflt er saman mildi og festu, sveigjanleika og ákveðni: ,,Það sem mér hefur fundist skemmtilegast í náminu um þjónandi forystu er samspilið sem myndast með ástríkum aga. Maður þarf að sýna ákveðna umhyggju til fólksins sem maður er í kringum. Hvort heldur sem það er fjölskylda, samstarfsfólk eða viðskiptavinir. Maður þarf að vera þessi opna týpa og stuðla að opnum samskiptum. En að sama skapi standa fastur á sínu og sýna aga í verki sem einstaklingur í forystu og sýna umhyggju fyrir fólkinu sem í kringum mann.”

Það hefur líka verið áhugavert að lesa um árangur þjónandi forystu

Árangur þjónandi forystu hefur líka vakið athygli Helga og hversu vel samspil umhyggju og ábyrgðarskyldu hentar til að mæta þörfum mismunandi hópa sem eru á vinnumarkaði til dæmis þekkingarstarfsmanna og nýrrar kynslóðar: ,,Það hefur líka verið áhugavert að lesa um árangur þjónandi forystu innan þekkingarstarfa og mismunandi kynslóða. Þá sérstaklega þegar kemur að tilgangi, hollustu og vellíðan í starfi innan upplýsingatækni og hjá þúsaldarkynslóðinni. Nokkuð sem væri áhugavert að heimfæra á íslenskar aðstæður og skoða þá í leiðinni samband ábyrgðaskyldu og sjálfstæði við þjónandi forystu.”

Fjarnámið hentar mér alveg fullkomlega

Helgi er fjölskyldumaður og segir að fjarnámið á Bifröst henti mjög vel fyrir þá sem eru í starfi og líka með fjölskyldu: ,,Fjarnámið hentar mér alveg fullkomlega. Sjálfur er ég í fullu starfi og með fjögurra manna fjölskyldu þannig það kom aldrei til greina að setjast á skóla bekk í margar klukkustundir í viku. Það að maður getur sinnt náminu á þeim tíma sem hentar manni er alveg fullkomið.”

Viðtal við Helga Hrafn Halldórsson um meistaranám í þjónandi forystu við Háskólann á Bifröst

Háskólinn á Bifröst býður upp meistaranám í Forystu og stjórnun með áherslu á þjónandi forystu. Námið er tveggja ár nám og getur lokið með MS gráðu sem felur í sér meistararitgerð eða MLM gráðu þar sem tekin eru fleiri námskeið og ekki skrifuð lokaritgerð. Námið er skipulagt í samvinnu við Þekkingarsetur um þjónandi forystu. Umsjónarkennari er Sigrún Gunnarsdóttir, prófessor við skólann. Umsóknarfrestur fyrir næsta skólaár er til 20. maí 2020. Nánari upplýsingar um námið og umsóknir eru hér. 

Deila þessu:

  • Tweet
  • Email
  • More
  • Print
  • Share on Tumblr
  • Pocket

Filed Under: Ástríkur agi, Helgi Hrafn Halldórsson, Hlustun

,, Það er einstakt að geta tengt fræðin strax við vinnuna” Ingibjörg Ósk Erlendsdóttir um meistaranám í þjónandi forystu

May 13, 2020 by Sigrún

Haustið 2019 hóf hópur nemenda meistaranám í þjónandi forystu við Háskólann á Bifröst. Ein í þessum hópi er Ingibjörg Ósk Erlendsdóttir sem hafði haft áhuga á þjónandi forystu í nokkur ár, fannst hugmyndin áhugaverð og lýsir aðdraganda þess að hún fór í námið: ,,Ég heyrði fyrst af þjónandi forystur þegar ég sat fyrirlestur hjá Sigrúnu Gunnarsdóttur árið 2014. Ég man hvað ég heillaðist af fræðunum, svo var það ekki fyr en 2019 sem ég ákvað að láta slag standa og sé ekki eftir því.“ Hér á eftir lýsir Ingibjörg sýn sinni á þjónandi forystu og reynslu sinni af náminu á Bifröst.

Fræði sem eiga svo svakalega vel við þúsaldarkynslóðina

Meistaranámið í þjónandi forystu felur í sér bæði fræðilega nálgun og hagnýta tengingu. Ingibjörg segir ánægjulegt að sjá hve margar rannsóknir sýna fram á árangur fyrirtækja af þjónandi forystu sem hefur mikil áhrif á starfsánægju. ekki síst hjá nýjum kynslóðum ,,í raun hafa allar rannsóknir sýnt fram á aukna starfsánægju”. Þekkingu um þjónandi forystu hefur fleygt hratt fram undanfarin ár en hugmyndin á rætur í gömlum kenningum. Ingibjörg segir tengingu þjónandi forystu við nýjar kynslóðir mjög áhugaverða og að sjá: ,,hve gömul fræðin eru en eiga svo svakalega vel við þúsaldarkynslóðina. Eftir að hafa sökkt mér í fræðin er þjónandi forysta klálega framtíðin.“ .


Þetta er mildi og festa, fín lína, en gríðarlega mikilvægt að ná listinni við að flétta þetta tvennt saman til að uppskera

Þegar Ingibjörg er beðin um að lýsa þjónandi forysta með sínum orðum segir hún: ,,þjónandi forysta snýst mikið um hlustun og áhuga, hvaða starfsmenn vilja ekki að þeim sé sýndur áhugi? En líka um hugrekki og ábyrgðina sem þjónandi leiðtogar verða að vera meðvitaðir um. Þetta er mildi og festa, fín lína, en gríðarlega mikilvægt að ná listinni við að flétta þetta tvennt saman til að uppskera.


Námið hefur gert mig víðsýnni, auðmýkri en jafnframt hugrakkari.“

Ingibjörg segir námið áhugavert, vera mjög hagnýtt og nýtast í starfi og líka fyrir hana sjálfa sem einstakling og verkefnin í náminu feli í sér að rýna bæði fræðin og sjálfa sig: ,,Það er einstakt að vera í þessu námi og jafnframt í vinnu og geta tengt fræðin strax við vinnuna, yfirfærslan verður svo sterk. Þjónandi forysta er virkilega spennandi fræði sem eru í raun einföld en list að fara með. Ég hef líka öðlast betri þekkingu á sjálfri mér, ég held meira að segja að ég sé orðin betri manneskja, móðir, maki og vinur. Að iðka ígrundun er svo gagnlegt, verða betri í dag en í gær. Læra af reynslunni, bregðast öðru vísi við erfiðum aðstæðum. Námið hefur gert mig víðsýnni, auðmýkri en jafnframt hugrakkari.“

Ingibjörg Ósk Erlendsdóttir starfsmaður hjá Icelandair og meistaranemi í þjónandi forystu við Háskólann á Bifröst

Meistaranám í Forystu og stjórnun með áherslu á þjónandi forystu.

Háskólinn á Bifröst býður upp meistaranám í Forystu og stjórnun með áherslu á þjónandi forystu. Námið er tveggja ár nám og getur lokið með MS gráðu sem felur í sér meistararitgerð eða MLM gráðu þar sem tekin eru fleiri námskeið og ekki skrifuð lokaritgerð. Námið er skipulagt í samvinnu við Þekkingarsetur um þjónandi forystu. Umsjónarkennari er Sigrún Gunnarsdóttir, prófessor við skólann. Umsóknarfrestur fyrir næsta skólaár er til 20. maí 2020. Nánari upplýsingar um námið og umsóknir eru hér. 

Deila þessu:

  • Tweet
  • Email
  • More
  • Print
  • Share on Tumblr
  • Pocket

Filed Under: Auðmýkt, Þjónandi forysta, Þjónandi leiðtogi, Þjónn verður leiðtogi, Hlustun, Meistaranám, Ný meistaranámslína, Starfsánægja

,,Áhugaverð fræði sem hafa mikla tengingu við nútímann“ –Meistaranámið í þjónandi forystu

May 11, 2020 by Sigrún

Síðastliðið haust varð að veruleika langþráður draumur um þjónandi forystu um sérhæft meistaranám í þjónandi forystu við Háskólann á Bifröst í samvinnu við Þekkingarsetur um þjónandi foyrstu. Þjónandi forysta hefur verið kennd við skólann frá árinu 2013 og nú þegar fyrsti hópurinn er að ljúka fyrri hluta námsins er fróðlegt að heyra af reynslu nemenda.

Ég var fljótur að ákveða þá að vilja vera partur af þessum hópi.

Bragi Jónsson er í fyrsta hópnum sem hóf nám síðastliðið haust. Bragi er rekstrarstjóri Leigumarkaðar BYKO og hefur starfað hjá því fyrirtæki í 17 ár bæði samhliða námi og í fullu starfi á ýmsum sviðum fyrirtækisins. ,,Ástæða þess að ég skráði mig í nám á Bifröst er sú að ég vildi styrkja mig í mínu hlutverki sem stjórnandi og leist vel á geta stundað námið í fjarnámi samhliða vinnu. Í fyrstu skráði ég enga áherslu en las um þessa nýju áherslulínu sem í boði var og ætlaði að ákveða mig um leið og ég vissi meira um hvað þetta væri. Á nýnemadeginum hittist hópurinn sem var að hefja nám með áherslu á þjónandi forystu og ég var fljótur að ákveða þá að vilja vera partur af þessum hópi. Námið hefur ekki valdið vonbrigðum, þvert á móti hefur þetta verið einstaklega skemmtilegt og gagnlegt nám og ég hlakka til að takast á við síðari hluta námsins.

Vinnuhelgar eru frábærar og skapast oft mjög skemmtilegar umræður

Bragi hefur verið ánægður með námið, nemendahópurinn er mjög samheldinn og nemendur koma úr ólíkum áttum með mismunandi reynslu og þekkingu. Bragi segir námsefnið áhugavert og fyrirkomulagið gott. ,,Verkefnin sem lögð eru fyrir eru áhugaverð og reyna bæði á þekkingu nemenda á fræðunum og einnig er sífellt verið að reyna á nemendur við að tengja við raunveruleikann og er jafnvægið mjög gott. Sigrún Gunnarsdóttir stýrir náminu með miklum eldmóð og áhuga og smitar mjög auðveldlega út frá sér áhuga sínum á viðfangsefninu. Vinnuhelgar eru frábærar þar sem hópurinn hittist og skapast oft mjög skemmtilegar umræður um námsefnið og tengt er við málefni líðandi stundar, einnig koma skemmtilegir gestafyrirlesarar eins og t.d. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari sem var með frábært erindi í febrúar síðastliðinn.“

Skapa þessa sameiginlegu framtíðarsýn þar sem einhver heillandi tilgangur sameinar liðsheildina í að ná settu marki

Bragi segir að fyrir hann sem stjórnanda sé margt mjög áhugavert í náminu um þjónandi forystu. ,,Fyrir mig sem stjórnanda er það sérstaklega gaman að fá að prufa mig áfram með ýmsar áherslur fræðanna í mínu starfi og sjá hvað virkar og hvað þarf að hugsa betur. Þessi skýra sýn á starfsfólkið framar öllu og þessi skylda leiðtogans að sjá til framtíðar og skapa þessa sameiginlegu framtíðarsýn þar sem einhver heillandi tilgangur sameinar liðsheildina í að ná settu marki.

Með því að hlusta er maður að sýna fólki virðingu og því finnst það skipta máli.

Með náminu á Bifröst hefur Bragi fengið enn betri skilning á því hve góð samskipi skapa mikinn árangur og orku. ,,Krafturinn sem felst í því að hlusta á fólk, það að gefa fólki 100% athygli án þess að leyfa einhverju að trufla það er svo rosalega kraftmikið og maður finnur hvað fólk kann að meta það þegar maður hlustar. Það þarf ekki alltaf að vera samþykkur því sem fólk er að segja við mann en með því að hlusta er maður að sýna fólki virðingu og því finnst það skipta máli.

Kafað er djúpt í fræðin og á sama tíma er sífellt verið að tengja við raunveruleikann og þess gætt að finna hagnýtinguna í bland við fræðin

Bragi segir að meistarnámið í þjónandi forystu sé áhugavert og gagnlegt fyrir daglegt líf bæði í vinnunni og heima. Það sé ánægjulegt að kafa ofan í rannsóknir sem sýna að með auknum áherslum þjónandi forystu í stjórnun fylgir meiri starfsánægja og bætt rekstrarafkoma. ,,Umfram allt eru þetta áhugaverð fræði sem hafa mikla tengingu við nútímann. Í náminu felst að til viðbótar við hefðbundna skylduáfanga eru teknir þrír áfangar í þjónandi forystu þar sem kafað er djúpt í fræðin og á sama tíma er sífellt verið að tengja við raunveruleikann og þess gætt að finna hagnýtinguna í bland við fræðin. Þjónandi forysta er heildstæð nálgun á stjórnun sem tvinnar saman á skemmtilegan hátt hin ólíku orð þjónn og forysta. Byggt er á þriggja þátta líkani Sigrúnar Gunnarsdóttur á hugmyndum Robert K. Greenleaf þar sem þjónustuhlutinn snýr að sjálfsþekkingu og einlægum áhuga á öðrum annars vegar, síðan er forystuhlutinn sem snýr að framtíðarsýninni og tilgangnum hins vegar.

Mun vonandi rannsaka eitthvað áhugavert viðfangsefni með tengingu við íslenskt atvinnulíf

Um þessar mundir er Bragi að hefja undirbúning seinni hluta námsins og undirbýr að skrifa meistararitgerð: ,,Sjálfur hafði ég hugsað að taka frekar MLM gráðu (semsagt að skrifa ekki ritgerð) en ég ákvað núna á vormánuðum þegar síðasti áfanginn um þjónandi forystu var búinn að það væri synd að fá ekki að stúdera þessi fræði áfram og hef því ákveðið að skrifa ritgerð. Ég horfi því björtum augum til næsta vetrar þar sem ég mun vonandi rannsaka eitthvað áhugavert viðfangsefni tengt þjónandi forystu með tengingu við íslenskt atvinnulífi.”

Viðtal við Braga Jónsson um meistaranámið í þjónandi forystu

Meistaranám við Háskólann á Bifröst

Háskólinn á Bifröst býður upp á fjölbreytt nám á ýmsum sviðum og þar á meðal er hægt að taka meistarapróf í forystu og stjórnun. Mögulegt er að velja að taka MS gráðu sem skiptist í 2/3 námskeið og svo 1/3 ritgerð og einnig er boðið upp á MLM gráðu sem er þá alfarið námskeið og engin ritgerð. Haustið 2019 var í fyrsta skipti boðið upp á að taka þessa meistaragráðu með áherslu á þjónandi forystu. Námið er skipulagt í samvinnu við Þekkingarsetur um þjónandi forystu. Umsjónarkennari er Sigrún Gunnarsdóttir, prófessor við skólann. Umsóknarfrestur fyrir næsta skólaár er til 20. maí 2020. Nánari upplýsingar um námið og umsóknir eru hér.

Deila þessu:

  • Tweet
  • Email
  • More
  • Print
  • Share on Tumblr
  • Pocket

Filed Under: Framsýni, Framtíðarsýn, Háskólinn á Bifröst, Hlustun, Meistaranám Tagged With: Bragi Jónsson

MS og MLM í forystu og stjórnun með áherslu á þjónandi forystu

April 19, 2020 by Sigrún

MS og MLM í forystu og stjórnun með áherslu á þjónandi forystu er í boði við Viðskiptadeild Háskólans á Bifröst.

Námið felur í sér þrjú sérhæfð námskeið í þjónandi forystu auk fjölda annarra námskeiða um forystu og stjórnun.

Nánari upplýsingar um námið eru hér á heimasíðu Háskólans á Bifröst.

Möguleiki er að ljúka náminu með MS gráðu sem felur í sér lokaritgerð (MS ritgerð) eða MLM gráðu án lokaritgerðar.

Umsjónarkennari námslínunnar er Dr. Sigrún Gunnarsdóttir, formaður Þekkingarseturs um þjónandi forystu.

Opið fyrir umsóknir til 20. maí nk.

Deila þessu:

  • Tweet
  • Email
  • More
  • Print
  • Share on Tumblr
  • Pocket

Filed Under: Auðmýkt, Ábyrgðarskylda, Háskólinn á Bifröst, Hlustun, Ný meistaranámslína

Almannaþjónar og almannaleiðtogar

March 22, 2020 by Sigrún

Það er mikil gæfa fyrir samfélagið allt að njóta góðs af styrk og öryggi þjónandi leiðtoga á vettvangi almannavarna og lýðheilsu. Hver sem horfir á og hlustar sannfærist um öryggi þriggja manna almannavarnateymisins hér á landi sem daglega birtist á sjónvarpsskjám landsmanna. Ef rýnt er í áherslur þeirra, aðferðir og ásetning blasa við einkenni þjónandi leiðtoga (e. servant leadership).

Þjónandi leiðtogi hefur einlægan áhuga á hagsmunum annarra og leitar jafnframt hugmynda annarra til að þróa farsælar hugmyndir og til að læra í gegnum viðhorf, reynslu og sjónarmið annarra. Þessir kostir þjónandi leiðtoga eru augljósir hjá þriggja manna teyminu, þau hlusta af alúð á spurningar fréttamanna, útskýra yfirvegað flóknar og viðkvæmar staðreyndir. Þau haga orðum sínum um íbúa landsins af varfærni og ekki síður þegar þau tala um börnin, eldri borgara, sjúklinga, gesti okkar hér á landi, erlenda leiðtoga og um hvern þann sem um er rætt. Orð þeirra, líkamsmál og öll samskiptin þeirra á milli eru uppörfandi fyrir þá sem hlusta og umfram allt skapa þau traust.

Þjónandi leiðtogi ræktar sjálfsöryggi með vitund og sjálfsþekkingu og þetta sjálfsöryggi birtist með auðmýkt, yfirvegun og öryggi í framkomu. Af því sem sjá má og heyra virðist hvert og eitt þeirra þriggja í teyminu hafa lagt sérstaka alúð við þetta höfuðeinkenni góðra leiðtoga. Yfirvegun þeirra og vilji til að taka á móti spurningum og gagnrýni endurspeglar á mjög skýran hátt hve vel þau hvíla í eigin skinni sem gerir þeim kleift að tala og koma fram af auðmýkt. Auðmýktin endurspeglast í öllu fasi, líkamsmáli og beitingu raddarinnar sem sannfærir áhorfandann um öryggi og festu leiðtoganna.

Að sjá til framtíðar er þriðja megineinkenni þjónandi leiðtoga og tengist skýrri sýn á tilgang og samfélagslega ábyrgð. Að sjá til framtíðar snýst um að þekkja fortíð, gera sér grein fyrir nútíð og að nýta þá þekkingu til að spá fyrir um framtíðina. Þjónandi leiðtogi hefur hæfileika til að greina upplýsingar og mynstur sem hjálpar honum að sjá til framtíðar og skapar honum forskot til forystu. Þennan hæfileika leiðtoganna þriggja njótum við sannarlega góðs af hér á landi og dáumst að dugnaði og þrautseigju þeirra við að leita, greina og miðla nýjum upplýsingum og að nýta þær til að setja fram leiðbeiningar með hag heildarinnar og sjálfsfélagslega ábyrgð að leiðarljósi. Tilgangur leiðtoganna er augljós og birtist í áherslum þeirra á öryggi, heilsu og hamingju íbúanna sem enn frekar eflir traust og von.

Mildi og festa. Þjónandi leiðtogar hafa sérstaka hæfileika til að mæta mikilvægum þörfum annarra með því að vera þjónar fyrst og taka síðan ákvörðun um að vera leiðtogar. Þjónandi leiðtogar hafa hæfileika og færni til að skapa jafnvægi þjónustu og forystu með mildi og festu og aga sem mætti kalla ástríkan aga. Þjónandi leiðtogar mæta þörfum annarra af hlýju um leið og hver og einn er kallaður til ábyrgðar þar sem hagsmunir heildarinnar eru leiðarljósið og ábyrgarskylda og frelsi hvers og eins eru grundvallaratriði.

Byggt á grein um þriggja þátta líkan um þjónandi forystu, sjá Sigrún Gunnarsdóttir og Birna Gerður Jónsdóttir (2013)

Leiðtogar almannavarna og lýðheilsu. Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller. Mynd: mbl.is

Deila þessu:

  • Tweet
  • Email
  • More
  • Print
  • Share on Tumblr
  • Pocket

Filed Under: Accountability, Alma Möller, Almannavarnir, Auðmýkt, Þórólfur Guðnason, Þjónandi leiðtog, Þriggja þátta líkan Sigrúnar Gunnarsdóttur, Ábyrgðarskylda, Ástríkur agi, einlægur áhugi, Foresight, Framsýni, Framtíðarsýn, gagnrýni, Hlustun, Humility, Víðir Reynisson

Þjónandi forysta: Að styðja aðra til að blómstra og að ná árangri.

January 25, 2020 by Sigrún

Þjónandi forysta snýst um valdeflingu og birtist í því að við:

1) höfum einlægan áhuga á öðrum

2) leggjum okkur fram við að læra og efla sjálfsþekkingu og sjálfsöryggi og

3) höfum skýra sýn á tilgang og stefnuna framundan.

Árangurinn er metinn í ljósi þess hversu vel tekst að styðja aðra til að blómstra, verða sjálfstæðir, frjálsir og að ná árangri. Lykilhugtakið er vöxtur sem verður til í samspili þjónustu og forystu og mikilvægasta aðferð þjónandi forystu er að mæta mikilvægum þörfum með einbeittri hlustun sem skapar traust, tilfinningu fyrir frelsi og vellíðan. Hlustun felur í sér valdeflingu.

Þrjár víddir valdeflingar

Valdefling er samofin mörgum þáttum í starfi og birtist með því að viðkomandi upplifir sig hafa rödd og áhrif á eigin aðstæður. Líta má á þrjá víddir valdeflingar í þessu sambandi, þ.e. valdefling sem tengist:

1) persónulegum þáttum

2) skipulagi og umhverfi og

3) aðstæðum í samfélaginu.

Mikilvægasta aðferðin til valdeflingar er stuðningur, aðgangur að upplýsingum, uppbyggileg samskipti og viðurkenning á frelsi og hæfileikum viðkomandi. Valdefling og tilfinning fyrir að hafa rödd tengist þrautseigju, vellíðan, lífsgæðum og góðri heilsu. Valdefling felst í trú á eigin getu, færni í lausnaleit, þjálfun í að nota eigin rödd og færni til að nýta tækifæri til að læra og vaxa.

Mildi og festa

Auðmýkt er mikilvægt verkfæri til að skapa valdeflingu og leiðtogi nýtir auðmýkt til að beina athygli að öðrum og tækifærum þeirra til að vaxa og blómstra. Þjónandi leiðtogar eru þekktir fyrir að vera mildir á manninn en um leið að gefa engan afslátt af ábyrgðarskyldu hvers og eins. Þjónandi leiðtogar flétta saman þjónustu og forystu, umhyggju og aga, stefnufestu og sveigjanleika. Grundvallaratriðið er að efla samstarfsfólkið og hvetja til góðra verka þar sem leiðtoginn er fremstur meðal jafningja. Rannsóknir sýna að með þjónandi forystu eru minni líkur á einkennum kulnunar og meiri líkur á starfsánægju og tengslin eru sterkust við valdeflingu í gegnum áherslur og aðferðir næsta yfirmanns.

Hlutverk næsta yfirmanns og ábyrgð starfsmanna

Valdefling er samspil persónulegra þátta og þátta í starfsumhverfinu. Ábyrgð hvers og eins starfsmanns er að nýta tækifæri til að hafa áhrif á eigin aðstæður. Hlutverk samstarfsfólks og einkum næsta yfirmanns er að veita starfsfólki stuðning í þessum efnum. Þjónandi forysta byggir á gagnkvæmum stuðningi og sameiginlegri ábyrgðarskyldu þar sem hver og einn hefur tækifæri til að taka af skarið, að veita forystu. Áherslur þjónandi forystu tengjast vellíðan starfsmanna og fela í sér valdeflingu til hagsbóta fyrir skjólstæðinga og starfsmenn sjálfa. Reynslan sýnir að árangursríkasta aðferðin til að innleiða þjónandi forystu á vinnustöðum er rýni í fræðin og samtal um hagnýtinguna á hverjum stað.

Valdefling er smitandi

Tækifæri til að hafa áhrif felur í sér frelsi og frelsi fylgir ábyrgð. Það er ábyrgð hvers og eins að nýta frelsi og tækifærin sem þar eru til áhrifa. Það er líka ábyrgð hvers og eins að vera öðrum til stuðnings, lyfta öðrum og hjálpa öðrum að hafa rödd. Einstaklingur sem hefur trú á eigin getu er líklegri til að nýta tækifæri til áhrifa og líklegri til að gefa öðrum tækifæri til áhrifa. Valdefling er nefnilega smitandi. Með því að veita öðrum athygli og stuðning verða til nýjar hugmyndir og nýjar lausnir fyrir sjálf okkur og aðra. Þannig skapast valdefling einstaklinga og hópa.

Byggt á grein höfundar í 100 ára afmælisriti Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, 2019

Deila þessu:

  • Tweet
  • Email
  • More
  • Print
  • Share on Tumblr
  • Pocket

Filed Under: Accountability, Auðmýkt, Þjónandi leiðtogi, Þriggja þátta líkan, Þriggja þátta líkan Sigrúnar Gunnarsdóttur, Ábyrgðarskylda, Ástríkur agi, Íslenskar greinar, Hlustun

Málþing með Don M. Frick 12. nóvember 2019

October 5, 2019 by Sigrún

Hlustun, erfiðar ákvarðanir og þjónandi forysta – Málþing um þjónandi forystu með Don M. Frick verður haldið 12. nóvember nk. í samvinnu Þekkingarseturs um þjónandi forystu, Viðskiptadeildar Háskólans á Bifröst og Viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands. Skráning á málþingið er hér. Slóð á streymi er hér. Málþingið er haldið í Skriðu, kennslusal Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð, Reykjavík og er öllum opið. Dr. Don M. Frick er þekktur fræðimaður á sviði þjónandi forystu og hefur meðal annars skrifað ævisögu Robert K. Greenleaf og er annar tveggja höfunda bókarinnar Seven Pillars for Servant Leadership. Don kemur hingað til lands sem gestakennari í nýrri MS línu um þjónandi forystu við Háskólann á Bifröst. Auk Don munu þau Dr. Sigrún Gunnarsdóttir, Sigurður Ragnarsson og Margrét Halldórsdóttir fjalla um áhugaverðar hliðar þjónandi forystu, bæði hér á landi og í bandarískum fyrirtækjum sem hafa nýtt þjónandi forystu í fjölda ára. Málþingið er öllum opið og skráning fer fram hér. Dagskrá málþingsins: 13:30   Setning 13:35   ,,Getur þjónandi forysta verið til gagns hér á landi?” Dr. Sigrún Gunnarsdóttir, Þekkingarsetri um þjónandi forystu, dósent Viðskiptadeild Háskólanum á Bifröst og Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands 14:00 ,,Hvernig nýtist þjónandi forysta stjórnendum og starfsfólki fyrirtækja við að taka erfiðar ákvarðanir?” Sigurður Ragnarsson,  deildarforseti  Viðskiptadeildar, Háskólanum á Bifröst og doktorsnemi við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. 14:30 ,,Ég heyri svo vel …“ Margrét Halldórsdóttir, Sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs, Ísafjarðarbæ og meistaranemi í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands. 15:00   Kaffihlé 15:30 “Why I Believe in Servant Leadership: A Conversation with Robert Greenleaf’s Biographer” Dr. Don M. Frick. 16:30   Málþingslok Fundarstjóri: Dr. Erla Sólveig Kristjánsdóttir, dósent, Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Skráning á málþingið er hér. Sjá einnig upplýsingar um viðburðinn á facebook.
Dr. Don M. Frick     Don Frick has made servant leadership his career since the day in 1986 when he first read Robert K. Greenleaf’s essay The Servant as Leader. Since then, he has written Greenleaf’s authorized biography—Robert K. Greenleaf: A Life of Servant Leadership—plus a book titled Implementing Servant Leadership: Stories from the Field, and co-authored the popular book Seven Pillars of Servant Leadership: The Wisdom of Leading by Serving, which his publisher says has gained in sales every month since it was published in 2011. He is currently completing the manuscript for a book of quotes drawn from Robert Greenleaf’s 54 published essays and the Greenleaf archives. In addition to his servant leadership writing, consulting, and teaching, Don pursued earlier careers as a writer, producer, and performer for television and radio, grant evaluator for nonprofit foundations, museum of art educator, corporate trainer, university teacher and administrator, and entrepreneur. Through the years, his mother complained that she did not know what to say to her friends when they asked what her son did for a living. Don spent his first nine years living at Last Chance, Colorado, population 19 if you counted the two dogs, one cat, and a pet skunk. His time there on America’s high plains taught him the value of solitude and reflection, both important skills for servant leadership. Don holds an undergraduate degree in communications, a Master of Divinity, and a PhD in Organizational and Leadership Studies. He serves as an Adjunct Professor in the Master of Arts servant leadership program at Viterbo University in Wisconsin. He lives in Noblesville, Indiana, a suburb of Indianapolis. Skráning á málþingið er hér.

Deila þessu:

  • Tweet
  • Email
  • More
  • Print
  • Share on Tumblr
  • Pocket

Filed Under: Don Frick, Erfiðar ákvarðanir, Háskóli Íslands, Háskólinn á Bifröst

Meistaranámið í forystu og stjórnun með áherslu á þjónandi forystu er hafið.

August 23, 2019 by Sigrún

Meistaranámið í forystu og stjórnun með áherslu á þjónandi forystu við Háskólann á Bifröst hófst í dag þegar nemendur hittust á kynningardegi á Bifröst. Námið er mikilvægur áfangi þjónandi forystu hér á landi og felur í sér margs konar áhugaverð tækifæri fyrir nemendur og framþróun þjónandi forystu hér á landi.

Framundan er tveggja ára nám þar sem nemendur vinna með ýmsar hliðar forystu og stjórnunar og öðlast sérþekkingu á þjónandi forystu. Námið er einkum byggt á fjarkennslu og vinnuhelgum þar sem rætt er um námsefnið og áhugaverð viðfangsefni. Meðal gesta á vinnuhelgi í vetur er Dr. Don Frick sem er rithöfundur og sérfræðingur í þjónandi forystu og hefur meðal annars ritað ævisögu Robert K. Greenleaf, upphafsmanns þjónandi forystu.

Myndin var tekin á Bifröst í dag og sýnir nemendur nýju námslínunnar, Sigrúnu Gunnarsdóttur umsjónarkennara og Sigurð Ragnarsson forseta viðskiptafræðideildar.

Deila þessu:

  • Tweet
  • Email
  • More
  • Print
  • Share on Tumblr
  • Pocket

Filed Under: Bifröst Tagged With: Meistaranám

  • 1
  • 2
  • 3
  • …
  • 17
  • Next Page »

Þjónandi forysta í hnotskurn

Í stuttu máli má lýsa þjónandi forystu sem samspili þriggja meginstoða sem allar eru innbyrðis tengdar og mynda eina heild:

1) Fyrsta stoðin er einlægur áhugi á hugmyndum og hagsmunum annarra sem birtist með einbeittri hlustun og aðgerðum sem efla aðra og aðstoða þá til að blómstra og að njóta sín.

2) Önnur stoðin er vitun og sjálfsþekking sem birtist í sjálfsöryggi, auðmýkt og hugrekki.

3) Þriðja stoðin er framsýni og skörp sýn á hugsjón sem birtist með sýn á tilgang og ábyrgðarskyldu.

Segja má að fyrstu tvær stoðirnar myndi þjónustuhluta þjónandi foyrstu og þriðja stoðin myndar forystuhlutann. Sjá nánari lýsingu hér.

Líkanið sem hér er lýst byggir á hugmyndum Robert K. Greenleaf sem upphafsmaður þjónandi forystu og birti fyrsta rit sitt um hugmyndina árið 1970 og segir þar m.a.: ,,Þjónandi leiðtogi er í fyrsta lagi þjónn. […] Það byrjar með eðlislægri tilfinningu um að vilja þjóna, að þjóna fyrst. Síðar leiðir meðvituð ákvörðun viðkomandi til forystu. Slíkur einstaklingur er ólíkur þeim sem er fyrst leiðtogi, líklega vegna takmarkaðrar löngunar til valda og efnislegra gæða. (Greenleaf, 1970/2008, 15). Sjá nánar hér.

Facebook

Þjónandi forysta

Rannsóknir um þjónandi forystu

Viðhorf starfsfólks í velferðarþjónustu til starfsumhverfis, forystu og stjórnunar

Eydís Ósk Sigurðardóttir hefur lokið rannsókn til MS gráðu við Háskólann á … [Lestu meira...]

  • Þjónandi forysta og starfsumhverfi starfsmanna í stjórnsýslu sveitarfélaga
  • Menningarhæfni, barneignarþjónusta og þjónandi forysta – Birna Gerður Jónsdóttir
  • Sjö þættir sem einkenna þjónandi leiðtoga

⇒ Fleiri greinar um rannsóknir

Fylgstu með okkur

  • Facebook
  • Twitter
  • YouTube

Copyright © 2021 · News Pro Theme on Genesis Framework · WordPress · Log in

loading Cancel
Post was not sent - check your email addresses!
Email check failed, please try again
Sorry, your blog cannot share posts by email.