Þjónandi forysta

  • Þekkingarsetur, viðburðir
    • Ráðstefnur hér á landi frá 2008
      • Ráðstefna um þjónandi forystu á Bifröst 25. september 2015
      • Ráðstefna á Bifröst 31. október 2014 – Dagskrá
      • Samstaða og árangur – Ráðstefna 14. júní 2013
  • Pistlar
  • Rannsóknir, greinar & bækur
    • Þjónandi forysta í hnotskurn
    • Í atvinnulífinu
    • Líkan Dirk van Dierendonck um þjónandi forystu
    • Íslenskar rannsóknir
  • Fréttabréf
  • Hafa samband
  • English
You are here: Home / Archives for þjónandi forysta

Speglast þjónandi forysta í áherslum stjórnenda árangursríkra fyrirtækja? Ný rannsókn hér á landi.

April 2, 2019 by Sigrún

Nýlega birtist ritrýnda rannsóknargreinin: Áherslur stjórnenda árangursríkra fyrirtækja og hugmyndafræði þjónandi forystu. Höfundar eru Sigurbjörg Hjálmarsdóttir og Sigrún Gunnarsdóttir og byggir greinin á rannsókn Sigurbjargar til MS gráðu við Háskólann á Bifröst undir handleiðslu Sigrúnar.

Fáar rannsóknir eru til um hvort og hvernig áherslur fyrirmyndarfyrirtækja endurspegla þjónandi forystu. Nokkrir erlendir höfundar hafa fjallað um þjónandi forystu hjá fyrirtækjum sem eru á
lista Fortune um árangursrík fyrirtæki og í því sambandi hefur til dæmis Ben Lichtenwalner greint fjölda fyrirtækja á lista Fortune sem hafa hagnýtt þjónandi forystu.

Í hinni nýju íslensku rannsókn voru tekin viðtöl við sjö stjórnendur fyrirtækja sem endurtekið hafa verið á lista VR um fyrirmyndarfyrirtæki hér á landi. Í niðurstöðunum koma fram áherslur stjórnenda þessara fyrirtækja sem settar eru fram í þremur meginþemum:

  1. Stjórnun sem stuðningur og samspil ólíkra hlutverka.
  2. Hagur starfsmanna og jafningjatengsl leiðtoga og starfsmanna.
  3. Framtíðarsýn og virk upplýsingagjöf

Hér eru birt nokkur dæmi um beinar tilvitnanir í orð þátttakenda:

Þema nr. 1: Stjórnun sem stuðningur og samspil ólíkra hlutverka. Undirþema: Þjónustuhlutverk, þjálfun og stuðningur.

Þema nr. 1: Stjórnun sem stuðningur og samspil ólíkra hlutverka. Undirþema: Auðmýkt og jafnvægi leiðtoga.

Þema nr. 3: Framtíðarsýn og virk upplýsingagjöf.

Þegar niðurstöður eru skoðaðar kemur fram mjög áhugaverð samsvörun við hugmyndafræði þjónandi forystu þar sem áhersluþættir í stjórnun viðmælenda eru í takt við megineinkenni hugmyndafræði þjónandi forystu þ.e. 1) Frelsi til athafna og tækifæri til að vaxa í starfi og 2) Jafnvægi alúðar og aga, stefnufestu og sveigjanleika.

Rannsóknin nær til fyrirtækja sem hafa náð sérstökum árangri einkum með hliðsjón af ánægju starfsfólks og niðurstöður styðja fyrri ransóknir um tengsl þjónandi forystu við starfsánægju og árangur skipulagsheilda. Rannsóknin er mikilvægt til þróunarþekkingar um árangursríkar áherslur í stjórnun og forystu og veitir innsýn í mikilvægar hliðar þjónandi forystu.

Greinin er aðgengileg hér: http://www.efnahagsmal.is/article/view/a.2018.15.2.7/pdf



Filed Under: Óflokkað Tagged With: auðmýkt, árangursrík fyrirtæki, þjónandi forysta, Framtíðarsýn, fyrirmyndarfyrirtæki, Hlustun

,,Að finna styrk í vanmætti sínum” Hildur Eir Bolladóttir prestur og rithöfundur talar á ráðstefnunni um þjónandi forystu og brautryðjendur á Bifröst 25. september 2015

August 16, 2015 by Sigrún

Hildur Eir Bolladóttir prestur og rithöfundur talar á ráðstefnunni um þjónandi forystu og brautryðjendur á Bifröst 25. september 2015 undir yfirskriftinni: ,,Að finna styrk í vanmætti sínum”.

Hildur Eir ætlar  að fjalla um hvernig hægt er að finna merkingu og styrk í vanmætti sínum og snúa þannig vörn í sókn. Hildur byggir erindið á eigin reynslu og fjallar um hvernig sú reynsla hefur mótað hana í leik og starfi. Hildur lýsir umfjöllunarefni sínu með þessum orðum:

Forvitni og virk hlustun eru eiginleikar sem ég var studd til að rækta frá upphafi og hafa fram til þessa verið mín bestu bjargráð í lífi og starfi. Það segir sig kannski sjálft að þessir eiginleikar eru mikilvægir í starfi prestsins, sálgætir sem ekki er forvitinn um fólk er ekki líklegur til að spyrja spurninga sem opna á það sem máli skiptir, forvitni, borin uppi af umhyggju er lykillinn að mannssálinni, virk hlustun er glugginn sem hleypir ljósinu í gegn. Allar manneskjur þurfa að finna að lífssaga þeirra skipti máli og að reynsla þeirra, góð og slæm sé ekki merkingarsnauð, að fá eyra til að segja sögu sína gefur henni strax tilgang. Já sumir ganga m.a.s. svo langt að gefa hana út á prenti. En maður reynist ekki bara öðrum vel með því að vera forvitinn hlustandi, maður getur líka reynst sjálfum sér vel með þá eiginleika í farteskinu og að því hef ég komist í stærstu baráttu lífs míns, hingað til.

Hildur Eir er þekkt fyrir frumlega og hispurslausa nálgun sína á viðfangsefni samtímans og mun á ráðstefnunni fjalla um viðhorf sín og reynslu í ljósi hugmyndafræði þjónandi forystu.

Hildur Eir er sannarlega brautryðjandi í umfjöllun um mikilvæg málefni. Hún hefur farið ótroðanar slóðir til að opna umræðu um viðkvæm og oft persónuleg mál og hefur frumkvæði hennar og skörp nálgun orðið öðrum mikil hvatning og dýrmætur lærdómur.

Hugmyndafræði þjónandi forystu hvílir á þremur meginstoðum sem eru 1) einlægur áhugi á hugmyndum og hagmunum annarra, 2) sjálfsþekking og vitund og 3) skörp sýn á hugsjón, tilgang og framtíðarsýn.  Hugmyndir og pælingar Hildar Eirar snerta allar þessar þrjár stoðir þjónandi forystu og verður spennandi að heyra hvernig hún fléttar þetta saman á ráðstefnunni á Bifröst 25. september nk.

Hér er erindi Hildar Eirar í heils sinni á heimasíðu hennar hildureir.is

Hildur Eir Bolladóttir

Hildur Eir Bolladóttir

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ráðstefna um þjónandi forystu á Bifröst 25. september 2015

Skráning

Sjötta ráðstefnan um þjónandi forystu verður haldin á Háskólanum á Bifröst föstudaginn 25. september 2015 kl. 10 – 15:30. Yfirskrift ráðstefnunnar er: Þjónandi forysta og brautryðjendur.

Á ráðstefnunni munu fyrirlesarar og þátttakendur leita svara við spurningunni: ,,Hvernig getur þjónandi forysta verið drifkraftur brautryðjandans?”.

Þátttökugjald kr. 24.900

Dagskrá:

kl. 10 –  Opnun ráðstefnu

  • Dr. Carolyn Crippen, Victoria University, Kanada
  • Haraldur Líndal Pétursson, forstjóri Johan Rönning
  • Kolfinna Jóhannesdóttir, sveitarstjóri Borgarbyggðar
  • Dr. Róbert Jack, heimspekingur

kl. 12 – Hádegishlé og samtal í hópum

  • Dr. Kasper Edwalds, DTU Kaupmannahöfn
  • Hildur Eir Bolladóttir, prestur Akureyri
  • Einar Svansson, lektor Háskólanum á Bifröst
  • Dr. Carolyn Crippen – ,,Begin with Listening”

kl. 15:30 – Lokaorð og ráðstefnuslit

Skráning á ráðstefnuna

Salur

 

thjonandi-forysta-logo

 

Filed Under: Auðmýkt, Þjónandi forysta, Þjónandi leiðtogi, Bifröst, Hildur Eir Bolladóttir, Hlustun, Humility, Ráðstefnur, Valdar greinar Tagged With: þjónandi forysta, Bifröst, ráðstefna

Þrjár persónur Platons og þroski þjónandi leiðtoga. Um erindi Róbert Jack á ráðstefnunni á Bifröst 25. september 2015

July 17, 2015 by Sigrún

Róbert Jack er heimspekingur og mun halda erindi á ráðstefnunni um þjónandi forystu og brautryðjendur á Bifröst föstudaginn 25. september nk.

Róbert mun fjalla um hugmyndir Platóns í ljósi hugmyndafræði þjónandi forystu og verður sérstaklega áhugavert að hlusta á þessa nýstárlegu nálgun hans á þjónandi forystu. Róbert lýsir nálgun sinni í eftirfarandi orðum:

Þrjár persónur Platons og þroski þjónandi leiðtoga

Því hefur verið haldið fram að stjórnunaraðferðir mótist mjög af persónulegum þroska þeirra einstaklinga sem í hlut eiga, bæði stjórnenda og starfsmanna. Með því að staðsetja grunnhugmyndir þjónandi forystu í þroskamódeli getum við áttað okkur betur á því hvers konar fólk er líklegt til að heillast sérstaklega af þessari nálgun. Við skiljum einnig af hverju sumir eru ekki endilega hrifnir og getum velt fyrir okkur hvað má gera til að fá þá til fylgilags við stefnuna. Þetta eru gagnlegar vangaveltur fyrir brautryðjandann.

Til að skoða þetta verður notast við þroskamódel forngríska heimspekingsins Platons. Þótt það sé ekki nýtt af nálinni er það að mörgu leyti nútímalegt og gefur færi á að skoða þroska í formi þriggja persónugerða sem allir ættu að kannast við. Við getum spurt okkur: Hvaða persóna vil ég vera? Hvaða persónu vil ég hafa sem stjórnanda? Hvernig vinn ég með ólíkum persónum?

Róbert Jack heimspekingur

Róbert Jack heimspekingur

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ráðstefna um þjónandi forystu á Bifröst 25. september 2015

Skráning

Sjötta ráðstefnan um þjónandi forystu verður haldin á Háskólanum á Bifröst föstudaginn 25. september 2015 kl. 10 – 15:30. Yfirskrift ráðstefnunnar er: Þjónandi forysta og brautryðjendur.

Á ráðstefnunni munu fyrirlesarar og þátttakendur leita svara við spurningunni: ,,Hvernig getur þjónandi forysta verið drifkraftur brautryðjandans?”.

Snemmskráning fyrir 15. ágúst 2015: Þáttökugjald kr. 19.900

Skráning frá og með 15. ágúst 2015: Þátttökugjald kr. 24.900

Dagskrá:

kl. 10 –  Opnun ráðstefnu

  • Dr. Carolyn Crippen, Victoria University, Kanada
  • Haraldur Líndal Pétursson, forstjóri Johan Rönning
  • Kolfinna Jóhannesdóttir, sveitarstjóri Borgarbyggðar
  • Dr. Róbert Jack, heimspekingur

kl. 12 – Hádegishlé og samtal í hópum

  • Dr. Kasper Edwalds, DTU Kaupmannahöfn
  • Hildur Eir Bolladóttir, prestur Akureyri
  • Einar Svansson, lektor Háskólanum á Bifröst
  • Dr. Carolyn Crippen – ,,Begin with Listening”

kl. 15:30 – Lokaorð og ráðstefnuslit

Skráning á ráðstefnuna

Salur

thjonandi-forysta-logo

 

 

Filed Under: Þjónandi forysta, Bifröst, Brautryðjendur, Platón, Ráðstefnur, Róbert Jack, Servant leader, Servant leadership, Valdar greinar Tagged With: þjónandi forysta, Bifröst, platón

Þrjár persónur Platons og þroski þjónandi leiðtoga. Um erindi Róbert Jack á ráðstefnunni á Bifröst 25. september 2015

July 17, 2015 by Sigrún

Þrjár persónur Platons og þroski þjónandi leiðtoga

eftir Róbert Jack

Því hefur verið haldið fram að stjórnunaraðferðir mótist mjög af persónulegum þroska þeirra einstaklinga sem í hlut eiga, bæði stjórnenda og starfsmanna. Með því að staðsetja grunnhugmyndir þjónandi forystu í þroskamódeli getum við áttað okkur betur á því hvers konar fólk er líklegt til að heillast sérstaklega af þessari nálgun. Við skiljum einnig af hverju sumir eru ekki endilega hrifnir og getum velt fyrir okkur hvað má gera til að fá þá til fylgilags við stefnuna. Þetta eru gagnlegar vangaveltur fyrir brautryðjandann.

Til að skoða þetta verður notast við þroskamódel forngríska heimspekingsins Platons. Þótt það sé ekki nýtt af nálinni er það að mörgu leyti nútímalegt og gefur færi á að skoða þroska í formi þriggja persónugerða sem allir ættu að kannast við. Við getum spurt okkur: Hvaða persóna vil ég vera? Hvaða persónu vil ég hafa sem stjórnanda? Hvernig vinn ég með ólíkum persónum?

Róbert Jack er heimspekingur mun halda erindi á ráðstefnunni um þjónandi forystu og brautryðjendur á Bifröst föstudaginn 25. september 2015.

Skráning á ráðstefnuna og nánari upplýsingar hér á heimasíðu þjónandi forystu.

Robert-nytt

Róbert Jack heimspekingur

Filed Under: Þjónandi forysta, Brautryðjendur, Heimspeki, Pioneer, Platón, Ráðstefnur, Valdar greinar Tagged With: þjónandi forysta, ráðstefna, Ráðstefna á Bifröst 25. september 2015

Framtíðarsýn þjónandi leiðtoga

June 7, 2015 by Sigrún

Eitt af aðaleinkennum þjónandi leiðtoga er skörp sýn á hugsjón og framtíðina og Greenleaf (1970) bendir á að hæfileiki til að sjá fram á veginn skapi raunverulegt forskot leiðtogans til forystu. Framtíðarsýn er forystuhluti þjónandi forystu.

1) Gildismat og tilgangur. Framtíðarsýn þjónandi leiðtoga felur í sér gildismat sem byggir á innri löngun til að láta gott af sér leiða, að sjá fram á veginn og að leggja sitt af mörkum til að skapa bjarta framtíð fyrir einstaklinga, fyrirtæki, félög eða samfélag.

2) Framtíðarsýnin tengist eiginlægum áhuga á þörfum annarra og einbeittum áhuga á ná markmiðum starfsins og þar með tilgangi verkefnanna. Framtíðarsýn leiðtogans snýst einnig um ábyrgðina sem hann ber og má skoða í ljósi samfélagslegrar ábyrgðar.

3) Samfélagsleg ábyrgð. Gildi framtíðarsýnar í þjónandi forystu varpar þannig ljósi á siðferðilega og samfélagslega ábyrgð og undirstrikar að í þjónandi forystu eru lögð áhersla á langtímamarkmið ekki síður en skammatímamarkmið (Greenleaf, 1972).

4) Framtíðarsýn og tilfinning fyrir tilgangi skerpist með næmri vitund og góðu innsæi. Verkefni leiðtogans er að miðla framtíðarsýninni til samferðafólks og virkja það til skapandi hugsunar til að skerpa hina sameiginlegu sýn og hinn sameiginlega draum.

5) Sameiginlegur draumur og von. Greenleaf (1978) benti á að framtíðarsýn og sameiginlegur draumur sameini fólk og sé mikilvæg til að safna fólki saman um sameiginlega von.

6) Hlutverk leiðtogans er að glæða samtal um tilgang verkefnanna og að hvetja samstarfsfólk sitt til að skapa fleiri hugmyndir og fleiri drauma og gefa þannig öllum tækifæri til að verða leiðtogar framtíðarsýnar, hugsjóna og drauma. Þjónandi leiðtogi eflir gagnrýna og uppbyggilega umræðu, hvetur fólk til að skiptast á skoðunum, ræða ágreining og stilla saman strengi um sameiginlega sýn á verkefni, tilgang og framtíð.

7) Innri starfshvöt. Áherslur Greenleaf á framtíðarsýn (1970; 1978) tengjast kenningu Fredrick Herzberg um innri starfshvöt (1987) sem byggir á því að starfsfólk vaxi og dafni með því að njóta eigin hæfileika og að hafa vitund um tilgang starfa sinna. Innri starfshvöt er drifkraftur hins góða starfs og um leið árangurs.

8) Framtíðarsýn snýst um vitund um kjarna málsins, hugsjón og tilgang starfanna sem er uppspretta starfsgleði. Herzberg benti á að innri starfshvöt verður til vegna starfsins sjálfs og löngunar til að vaxa og þroskast, vera virt/ur, bera ábyrgð, hafa áhrif og ná árangri. Hér sést samhljómurinn við grunnstef þjónandi forystu um einlægan áhuga á þörfum og hagsmunum annarra (Greenleaf, 2008). Herzberg (1987) sýndi fram á að innri starfshvöt væri mikilvægasti þátturinn til að skapa starfsgleði og styrktist með þekkingu, frelsi, góðum samskiptum og stuðningi stjórnenda. Hér má aftur sjá tengslin við þjónandi forystu þar sem sjálfsþekking  og vitundum um tilgang starfsins og hugsjón eru lykilþættir.

Foresight – Vision – Values – Intrinsic motivation – Robert Greenleaf

Regnbogi-2

 

Filed Under: Þjónandi leiðtogi, Foresight, Framtíðarsýn, Hugsjón, innri starfshvöt, Intrinsic motivation, Listening, Oversight, Responsibility, Robert Greenleaf, Sameiginlegur draumur, Servant leader, Servant leadership, Tilgangur, Valdar greinar, Vision, Vitund, Von, Yfirsýn Tagged With: þjónandi forysta, Forystuhluti þjónandi forystu, Framtíðarsýn, Gildismat, Greenleaf, Hugsjón, Innri starfshvöt, Sameiginlegur draumur, Servant leadereship

Ábyrgðarskylda í þjónandi forystu: Sameiginleg forysta og sameiginleg ábyrgðarskylda

April 10, 2015 by Sigrún

Sumir fræðimenn hafa litið svo á að ábyrgðarskylda (e. accountability) sé meðal megineinkenna þjónandi forystu (Sipe og frick, 2009; van Dierendonck og Nuijten, 2011). Í mjög athyglisverðri grein eftir Ann McGee-Cooper og Duane Trammell (2009) útskýra þau hvað ábyrgðarskylda merkir og hver vegna hún er svo mikilvæg fyrir þjónandi forystu. Segja má að ábyrgðarskylda sé það sem geri þjónandi forystu að því sem hún er.

1. Ábyrgðarskylda allra starfsmanna. MacGee-Cooper og Trammell leggja áherslu á að ábyrgðarskylda þjónandi forystu gangi í báðar áttir, setji bæði yfirmanni og undirmanni mörk og að hvor um sig beri ábyrgð gagnvart hinum. Hornsteinar þessarar hugmyndar eru 1) sameiginleg forysta, 2) sameiginleg sýn og 3) uppbyggileg afstaða til breytinga.

2. Hugmyndin er að sérhver starfsmaður bæði veiti og þiggi forystu. Hver og einn tekur fulla ábyrgð á því sem hann þekkir best, hæfileikum sínum og sjónarmiðum. Um leið ber sá hinn sami fulla virðingu fyrir hæfileikum og sjónarmiðum hinna og hefur þau hugföst. Þar sem einstaklingar aftur á móti keppa sín í milli um hver hefur rétt fyrir sér og hver ræður ferðinni, verður samanlögð andleg geta hópsins minni en andleg geta þess lakasta í hópnum. Hinir „skarpari“ koma síður að gagni þegar þeir keppa við hver annan í valdabaráttunni en aðrir láta lítið fyrir sér fara vegna áhættunnar sem felst í að viðra skoðun sína.

3. Upplýsingar. Í upplýsingum felast áhrif og valdabaráttan birtist í því að fólk situr á upplýsingum í stað þess að deila þeim með hópnum til að auðga og bæta starfið. Þar sem hins vegar fólk kann að tala saman, hver og einn tekur ábyrgð á sínu en tekur jafnframt tillit til framlags hinna, verður samanlögð andleg geta hópsins meiri en andleg geta þess skarpasta í hópnum.

4. Traust. Til þess að sameiginleg forysta gangi upp er mjög mikilvægt að gagnkvæmt traust sé til staðar. Aldrei má líta svo á að ein persóna, hópur eða eining sé mikilvægari en önnur. Aðstæður geta breyst og sérhver einstaklingur getur hvenær sem er þurft að taka forystu á því sviði sem hann þekkir best til. Um leið þarf hver og einn að vera þjónn allra hinna, slípa samstarfið og veita stuðning á þeim sviðum þar sem aðrir þekkja betur til og eru í forystu.

5. Sameiginleg sýn: Skuldbinding við málstað sem veitir innblástur styrkir mann bæði andlega og líkamlega. Hins vegar er mikilvægt að hin sameiginlega sýn sé grundvölluð á því að hver og einn þátttakandi hafi sýna eigin persónulegu sýn áður en hann gengst við hinni sameiginlegu sýn. Hætt er við því að þátttakendur sem ekki hafa hafa skilgreint sína eigin persónulegu sýn og skortir skýra sjálfsmynd og tilgang, verði ósjálfstæðir þiggjendur, og að hópurinn, með sína sannfærandi sameiginlegu sýn, taki forystuna fyrir þá. Þegar hver og einn hefur skýra persónulega sýn og hefur mátað hana farsællega við hinn sameiginlega tilgang, verður sú samblöndun mikilsverður hvati og orkulind.

6. Uppbyggileg afstaða til breytinga: Flest fögnum við innihaldsríkum áskorunum, ekki síst ef þær eru í samræmi við aukna getu og hæfni og ef við njótum stuðnings hjá góðu samstarfsfólki. Það er mun erfiðara að skila árangri án hjálpar og það getur reynst dýrkeypt að uppgötva takmörk sín of seint.

7. Tækifæri til að breytast og vaxa. Ef við göngum markvisst til samstarfs við fólk sem er ólíkt okkur, hefur aðra styrkleika og veikleika en við sjálf, fáum við ómetanleg tækifæri til að breytast og vaxa. Í dag er svo komið að sá sem breytist ekki dregst aftur úr sem bæði er erfitt og skaðlegt. Ef við, sem leiðtogar, veitum fólkinu sem við þjónum, ekki stöðug tækifæri til að vaxa og breytast, völdum við því skaða. Með því bregðumst við trausti þeirra sem við veitum forystu – þeim sem við þjónum.

Texti: Guðjón Ingi Guðjónsson

Ann McGee-Cooper og Robert K. Greenleaf

Mynd: Ann McGee-Cooper og Robert K. Greenleaf sem unnu saman um árabil.

Heimild: Ann McGee-Cooper og Duane Trammell (2009): Accountability as Covenant: The Taproot of Servant Leadership.

Ann McGee-Cooper, Ed.D, og Duane Trammell, M.Ed., hafa rekið saman ráðgjafarfyrirtæki í þrjá áratugi (Ann McGee-Cooper & Associates – AMCA) og sérhæfa sig í þjónandi forystu. Sjá www.amca.com.
IMG_8444Mynd frá ráðstefnun um þjónandi forystu í Listasafni Reykjavíkur 14. júní 2013

Filed Under: Accountability, Þjónandi forysta, Þjónandi leiðtogi, Ábyrgð, Ábyrgðarskylda, Robert Greenleaf, Servant leadership Tagged With: accountability, ábyrgðarskylda, þjónandi forysta, sameiginleg sýn, servant leadership, shared vision

Fylgstu með okkur

  • Facebook
  • Twitter
  • YouTube

Þjónandi forysta í hnotskurn

Í stuttu máli má lýsa þjónandi forystu sem samspili þriggja meginstoða sem allar eru innbyrðis tengdar og mynda eina heild:

1) Fyrsta stoðin er einlægur áhugi á hugmyndum og hagsmunum annarra sem birtist með einbeittri hlustun og aðgerðum sem efla aðra og aðstoða þá til að blómstra og að njóta sín.

2) Önnur stoðin er vitun og sjálfsþekking sem birtist í sjálfsöryggi, auðmýkt og hugrekki.

3) Þriðja stoðin er framsýni og skörp sýn á hugsjón sem birtist með sýn á tilgang og ábyrgðarskyldu.

Segja má að fyrstu tvær stoðirnar myndi þjónustuhluta þjónandi foyrstu og þriðja stoðin myndar forystuhlutann. Sjá nánari lýsingu hér.

Líkanið sem hér er lýst byggir á hugmyndum Robert K. Greenleaf sem upphafsmaður þjónandi forystu og birti fyrsta rit sitt um hugmyndina árið 1970 og segir þar m.a.: ,,Þjónandi leiðtogi er í fyrsta lagi þjónn. […] Það byrjar með eðlislægri tilfinningu um að vilja þjóna, að þjóna fyrst. Síðar leiðir meðvituð ákvörðun viðkomandi til forystu. Slíkur einstaklingur er ólíkur þeim sem er fyrst leiðtogi, líklega vegna takmarkaðrar löngunar til valda og efnislegra gæða. (Greenleaf, 1970/2008, 15). Sjá nánar hér.

Copyright © 2023 · News Pro Theme on Genesis Framework · WordPress · Log in

 

Loading Comments...