Þjónandi forysta

  • Þekkingarsetur, viðburðir
    • Ráðstefnur hér á landi frá 2008
      • Ráðstefna um þjónandi forystu á Bifröst 25. september 2015
      • Ráðstefna á Bifröst 31. október 2014 – Dagskrá
      • Samstaða og árangur – Ráðstefna 14. júní 2013
  • Pistlar
  • Rannsóknir, greinar & bækur
    • Þjónandi forysta í hnotskurn
    • Í atvinnulífinu
    • Líkan Dirk van Dierendonck um þjónandi forystu
    • Íslenskar rannsóknir
  • Fréttabréf
  • Hafa samband
  • English
You are here: Home / Archives for Starfsánægja

Þjónandi forysta sem styður sköpunargleði starfsfólks

March 10, 2016 by Sigrún

Sköpun er mikilvægur liður í þjónandi forystu og æ fleiri rannsóknir renna stoðum undir gildi þjónandi forystu til að efla og glæða sköpunarkraft starfsfólks. Robert Greenleaf upphafsmaður þjónandi forystu lagði sérstaka áherslu á sköpunarkraft leiðtogans og sagði að hlutverk leiðtogans væri að glæða samtal um áhugaverðan draum og skapa þannig með starfsfólkinu sameiginlega draum og hugsjón. Framtíðarsýnin, hugsjónin og draumurinn er síðan drifkraftur starfanna og mikilvægasta næringin fyrir innri starfshvöt, bæði leiðtogans sjálfs og samstarfsfólks hans sem síðan glæðir lögun fólks til að skapa nýjar hugmyndir og nýjar lausnir.

Aðferðir þjónandi forystu og grunngildin sem hún hvílir á eru mikilvægar forsendur þess að starfsfólk upplifir frelsi til að ræða um hugmyndir sínar og að koma þeim á framfæri og í framkvæmd. Samtal sem byggir á gagnkvæmri virðingu og trausti er oft fyrsta skrefið í sköpun nýrra hugmynda. Sköpun hugmynda er ein af grunnþörfum þekkingarstarfsmanna samkvæmt rannsóknum Peter Drucker og minnir á að sköpun er ekki einasta verkefni listamanna og þeirra sem beinlínis hafa tækifæri til að skapa áþreifanlega hluti eða listaverk. Sköpunarkraftur er líka mikilvægur til að þróa hugmyndir í öllum störfum og að skapa nýjar lausnir, smáar eða stórar. Þannig er sköpun mikilvægur liður í starfi einstaklinga sem vinna í þjónustustörfum af ýmsum gerðum og líka þeirra sem vinna t.d. hefðbundin skrifstofustörf.

Sköpun nýrra hugmynda og tækifæri til að koma þeim í framkvæmd getur verið mikilvæg forsenda starfsánægju. Tækifæri til að ræða um nýjar hugmyndir getur verið miklvæg leið til að hjálpa fólki að blómstra í starfi og njóta þekkingar sinnar og krafta. Rannsóknir hérlendis og erlendis varpa ljósi á ýmsar áhugaverðar hliðar á þjónandi forystu og sköpunar og sýna að þjónandi forysta reynist mikilvæg til að efla sköpun og starfsánægju.

Rannsókn Birnu Drafnar Birgisdóttur um sköpunargleði og þjónandi forystu á Landspítala sýnir jákvætt marktækt samband á milli þjónandi forystu stjórnenda sjúkrahússins og sköpunargleði starfsfólks þar sem þetta sambandið er sterkara þegar starfshlutverk hvers starfsmanns er skýrt. Rannsóknin gefur vísbendingar um að þjónandi forysta er árangursrík leið til að efla starfsgetu og starfsánægju starfsfólks á sjúkrahúsi. Sjánari nánari upplýsingar um rannsókn Birnu Drafnar hér.

Rannsókn Steinars Arnar Stefánssonar sýnir að að vægi þjónandi forystu í íslenskum nýsköpunarfyrirtækjum sé talsvert. Þá sýna niðurstöður að mikil marktæk fylgni er á milli  þjónandi forystu og starfsánægju. Niðurstöður gefa til kynna að þjónandi forysta hafi jákvæð áhrif á starfsánægju og ástæða sé til þess að auka vægi hennar hjá íslenskum nýsköpunarfyrirtækjum. Sjá nánari upplýsingar um rannsókn Seinars hér.

Einlægur áhugi hugmyndum og hagsmunum annarra ásamt sjálfsvitund hans og skýrri sýn á tilgang starfanna gerir þjónandi leiðtoga kleift að glæða áhuga starfsfólks á að skapa hugmyndir sem geta leitt til árangurs og starfsánægju. Auðmýkt leiðtogans gerir honum líka kleift að njóta framlags annarra og styrkja þannig trú starfsfólksins á eigin getu og efla þannig sköpunarkraftinn í starfsmannahópnum.

Himinn skopun thjonandi

 

Filed Under: Auðmýkt, Þjónandi forysta, Þjónandi leiðtogi, Íslenskar greinar, Íslenskar rannsóknir, Birna Dröfn Birgisdóttir, einlægur áhugi, Framsýni, Framtíðarsýn, Hlustun, Hugmyndafræðin, Hugsjón, Humility, innri starfshvöt, Intrinsic motivation, MSc rannsókn, Oversight, Rannsóknir, Responsibility, Robert Greenleaf, Sameiginlegur draumur, samtal, Servant leader, Servant leadership, sjálfsþekking, Sköpun, Sköpunargleði, Starfsánægja, Starfsumhverfi, The Servant as Leader, Tilgangur, Valdar greinar

Íslenskar rannsóknir og áhugaverðar greinar um þjónandi forystu.

March 8, 2016 by Sigrún

Nokkrar rannsóknir um þjónandi forystu hafa verið framkvæmdar hér á landi og ná til einstaklinga á ýmsum sviðum samfélagsins. Um er að ræða rannsóknir sem nýta ýmsar rannsóknaraðferðir, bæði  spurningalistakannanir og eigindlegar rannsóknir með viðtölum. Nokkrar rannsóknanna hafa verið birtar sem ritrýndar greinar, sjá nánari umfjöllun um rannsóknirnar hér.

Spurningalistakannanir um þjónandi forystu hér á landi eru unnar í samstarfi Þekkingarseturs um þjónandi forystu í samvinnu við Dr. Dirk van Dierendonck við Erasmusháskólann í Hollandi þar sem byggt er á SLS mælitækinu. Umsjón með rannsóknunum hér á landi og rétthafi íslensku útgáfu SLS mælitækisins er Dr. Sigrún Gunnarsdóttir. Rannsóknirnar hér á landi mynda eina heild og eru niðurstöður greindar miðað við einstaka hópa og einnig sem heild. Rannsóknirnar ná til ýmissa sviða samfélagsins, vinnustaða og stofnana.

Nám í þjónandi forystu í samvinnu við Þekkingarsetur um þjónandi forystu er í boði við Háskólann á Bifröst og við Háskólann á Akureyri. Auk þess býður Þekkingarsetrið ýmis námskeið, kynningar og leiðsögn um þjónandi forystu og er áhugasömum bent á að hafa samband með því að senda póst til: sigrun@thjonandiforysta.is.

Haustið 2016 verður haldið hér á landi rannsóknaþing um þjónandi forystu þar sem sérfræðingar víða að í heiminum hittast til skrafs og ráðagerða um rannsóknir á sviðinu. Þingið er einkum ætlað rannsakendum á sviði þjónandi forystu en nokkur sæti verða til sölu fyrir þau sem hafa áhuga á að taka þátt í þinginu án vísindalegs framlags. Nánari upplýsingar um þingið eru hér.

Idea Greenleaf

 

Filed Under: Auðmýkt, Þjónandi forysta, Þjónandi leiðtogi, Ábyrgð, Íslenskar greinar, Íslenskar rannsóknir, Bifröst, Dirk van Dierendonck, einlægur áhugi, Foresight, Framsýni, Framtíðarsýn, Greenleaf Center, Hlustun, Humility, Intrinsic motivation, jafningi, MSc rannsókn, Persuation, Rannsóknir, Robert Greenleaf, Sameiginlegur draumur, Samfélagsleg ábyrgð, Servant leader, Servant leadership, sjálfsþekking, Sköpun, Starfsánægja, Starfsumhverfi, The Servant as Leader, Tilgangur, Traust, vald, Valdar greinar, Vision, Vitund, Yfirsýn

Steinar Örn Stefánsson: MS rannsókn um þjónandi forystu í nýsköpunarfyrirtækjum

February 15, 2016 by Sigrún

Nýlega lauk Steinar Örn Stefánsson meistararitgerð sinni frá Háskólanum á Bifröst. Ritgerðin ber heitið: Þjónandi forysta og starfsánægja í nýsköpunarfyrirtækjum. Tilgangur rannsóknarinnar var að leggja mat á vægi þjónandi forystu innan íslenskra nýsköpunarfyrirtækja og kanna hversu ánægðir starfsmenn þeirra væru í starfi. Einnig var rannsakað hvort tengsl væru annars vegar á milli þjónandi forystu og starfsánægju og hins vegar á milli þjónandi forystu og bakgrunns starfsmanna.

Í ritgerðinni segir um aðferðir og niðurstöður rannsóknarinnar: ,,Spurningakönnun var lögð fyrir starfsmenn fjölbreyttra nýsköpunarfyrirtækja og alls svöruðu 107 manns. Mat var lagt á þjónandi forysta var með mælitækinu Servant Leadership Survey sem byggist á 30 atriða spurningalista og mælir einnig undirþætti þjónandi forystu. Niðurstöður benda til þess að vægi þjónandi forystu í íslenskum nýsköpunarfyrirtækjum sé talsvert eða 4,3 á kvarða frá einum og upp í sex. Starfsánægja var einnig mikil en rúmleg 80% þátttakenda voru ánægðir eða mjög ánægðir í starfi. Þá sýna niðurstöður einnig að mikil marktæk fylgni er á milli heildarmælingar þjónandi forystu og starfsánægju auk þess sem marktæk fylgni er milli sjö af átta undirþáttum þjónanadi forystu og starfsánægju. Niðurstöður gefa til kynna að þjónandi forysta hafi jákvæð áhrif á starfsánægju og ástæða sé til þess að auka vægi hennar hjá íslenskum nýsköpunarfyrirtækjum.”

Hér er ritgerð Steinars á pdf formi

Leiðbeinandi ritgerðarinnar var Sigrún Gunnarsdóttir og prófdómari við meistaravörn Steinars var Róbert Jack.

Steinari eru færðar innilegar hamingjuóskir í tilefni áfangans.

 

thjonandi-forysta-logo

 

Filed Under: Þjónandi forysta, Þjónandi leiðtogi, einlægur áhugi, Hlustun, MSc rannsókn, Rannsóknir, Róbert Jack, Starfsánægja

Auðmýkt til árangurs – hinn hljóðláti eiginleiki farsællar forystu

March 14, 2014 by Sigrún

Auðmýkt leiðtogans er meðal lykilþátta þjónandi forystu (Dennis og Bocarnea, 2005; Wong og Davey, 2007; van Dierendonck og Nuijten, 2011). Óvíst er að margir setji auðmýkt í samhengi við áhrifaríka forystu enda hefur hugtakið margþætta merkingu og kallar því ekki alltaf upp í hugann aðdáunarverða eiginleika. Þannig merkir lýsingarorðið auðmjúkur „hlýðinn“ eða „eftirlátur“ skv. orðabók Máls & menningar en síðara orðið útskýrir sama bók með orðunum „tilhliðrunarsamur“, „undanlátssamur“ og „auðsveipur“. Varla stæði sá leiðtogi undir nafni sem helst byggði á þessum eiginleikum. Hugtakið auðmjúkur er reynda líka skýrt með orðinu „lítillátur“ sem skiljanlegra er að sett sé í samhengi við forystu og þá sérstaklega þjónandi forystu, en lítillátur er þannig útskýrt í orðabókinni: „Hrokalaus, vingjarnlegur við þá sem lægra eru settir.“

Athyglisvert er að skoða uppruna samsvarandi orðs í ensku – humility. Orðið kemur gegnum miðaldafrönsku úr latínu, humilitas. Að vísu hefur latneska orðið eingöngu neikvæða merkingu en það er leitt af orðinu humus sem merkir einfaldlega „jörð“ eða „jarðvegur“. Það er þessi uppruni sem Merwyn A. Hayes og Michael D. Comer leggja til grundvallar í riti sínu um auðmýkt (Hayes og Comer, 2011). Auðmýkt felst þannig í því að hafa vera nálægt jörðinni, nálægt fólki, nálægt því sem raunverulega skiptir máli – hafa báða fætur á jörðinni. Rit Comers og Hayes um auðmýkt byggir á ýmsum rannsóknum þeirra og annarra, en ekki síst á viðtölum við valda leiðtoga sem hafa náð miklum árangri, m.a. með auðmýkt sinni. Samkvæmt Comer og Hayes eru hæfustu leiðtogarnir þeir sem eru „nálægt jörðinni“, hlusta á kúnnann og þekkja skoðanir og viðhorf starfsfólksins. Þeir telja að efasemdir um auðmýkt sem kost í fari leiðtoga stafi af því að auðmýkt sé sett í samhengi við skort á sjálfsfremd (e. self-assertiveness), en áherslan ætti hins vegar að vera á skort á sjálfshóli. Auðmýkt snúist ekki um að láta ekki að sér kveða, heldur að hvernig maður lætur að sér kveða. Hinn auðmjúki leiðtogi leggi áherslu á afrek hópsins, frekar en sín eigin afrek. Auðmjúkir leiðtogar byggi upp traust og hegðun þeirra leiði til þess að fólk vilji fylgja þeim að málum.

Hvað er auðmýkt?

Samkvæmt Comer og Hayes felst auðmýkt í því þremur þáttum:

  • Að vera manneskjulegur (e. humanness)
  • Að vera berskjölduð/berskjaldaður (e. vulnerability)
  • Getan til að sjá eigin afrek í réttu ljósi.

Hinn manneskjulegi leiðtogi skilur að heimurinn snýst ekki um hann, jafnvel þótt hann sé forstjóri í fyrirtæki. Hann sér sjálfan sig í réttu samhengi. Hann skilur að hugmyndir annarra eru mikilvægar og gefur nýjum skoðunum því gaum, jafnvel þótt þær séu ólíkar skoðunum hans sjálfs. Hinn manneskjulegi leiðtogi hefur skilning á áhyggjum starfsmanna, t.d. þegar breytingar eiga sér stað, og vill að starfsmenn taki þátt í að vinna að breytingum. Comer og Hayes setja þennan eiginleika í samhengi við falsleysi (authenticity), því hinn manneskjulegi leiðtogi kemur til dyranna eins og hann er klæddur og lætur sama yfir sig ganga og aðra.

Hinn berskjaldaði leiðtogi skilur að hann er „verk í mótun“, að það sé mögulegt að hann læri sitthvað fleira en hann þegar kann. Hann áttar sig á að hann geti ekki allt, hafi ekki svör við öllu og vill þess vegna heyra í samstarfsfólki sínu þegar þarf að taka ákvarðanir. Annar eiginleiki hins berskjaldaða leiðtoga felst í því hvernig hann tekst á við mistök sín. Hann hvorki afneitar þeim né dvelur við þau. Þess í stað viðurkennir hann mistökin, dregur af þeim lærdóm og heldur svo áfram í rétta átt, tekur ábyrgð á því sem honum ber.

Hæfileikinn til að sjá afrek sín í réttu ljósi felst í því að sjá sjálfan sig í sama ljósi og aðra og meta sjálfan sig á réttan hátt. Hinn auðmjúki leiðtogi afneitar ekki reynslu sinni og afrekum, enda er gagnlegt að byggja á reynslu sinni og geta rætt hana við samstarfsmenn. Hins vegar getur hinn auðmjúki leiðtogi rætt reynslu sína og afrek án sjálfshóls.

Hvað er auðmýkt ekki?

Auðmýktinni til varnar tína Comer og Hayes einnig til hvað auðmýkt er ekki:

  • Auðmýkt er ekki veiklyndi og auðmýkt er ekki skortur á sjálfstrausti eða sjálfsáliti. Auðmýkt og sjálfstraust eru ekki andstæður. Sjálfsöruggum leiðtogum líður vel í eigin skinni vegna auðmýktar sinnar. Þeir þurfa ekki að sanna sig með því að berja sér á brjóst eða láta bera á ágæti sínu. Hinir auðmjúku eru nógu sjálfsöruggir til að geta viðurkennt mistök og lært af þeim án þess að dvelja við þau, frekar en að kenna öðrum um. Hinir auðmjúku eru nógu sjálfsöruggir til að láta öðrum eftir að njóta heiðursins af vel unnum verkum og þurfa ekki að raða um sig jábræðrum. Hinn auðmjúki leiðtogi er m.ö.o. auðmjúkur vegna þess að hann býr yfir sjálfstrausti.
  • Auðmýkt er ekki að láta ekki til sín taka eða í sér heyra. Auðmjúkir leiðtogar láta til sín taka, en gera það á viðeigandi hátt. Auðmjúkur leiðtogi þegir ekki öllum stundum en hugar vel að því hvort, hvenær og hvernig hann talar.
  • Auðmýkt er ekki metnaðarleysi því auðmjúkir leiðtogar hafa metnað fyrir því starfi sem þeir veita forystu.

Hvernig hagar auðmjúkur leiðtogi sér?

Comer og Hayes telja til ellefu hegðunareinkenni auðmýktar, einkenni sem tjá auðmýkt og eru þess valdandi að aðrir telja viðkomandi auðmjúka(n). Hinn auðmjúki leiðtogi:

  • viðurkennir mistök og vanþekkingu
  • ástundar góð samskipti á öllum þrepum fyrirtækis
  • temur sér gagnsæ vinnubrögð
  • sýnir samkennd
  • hefur húmor fyrir sjálfum sér
  • er heiðarlegur
  • er ekki í vörn
  • er tiltæk(ur), auðvelt að nálgast hann
  • ástundar virka hlustun
  • hvetur til þátttöku
  • virðir framlag annarra, bæði á formlegan og óformlegan hátt

Hvaða gagn er af auðmýkt?

Ástæða þess að auðmjúkir leiðtogar ná árangri er sú að þeir njóta virðingar og trausts og fólk fylgir þeim að málum sem það treystir. Traust er helsta ástæða þess að fólk leggur meira á sig en að jöfnu er ætlast til (e. discretionary effort). Auðmýkt er ekki það eina sem skiptir máli í fyrir forystu. Fleira kemur til, svo sem framtíðarsýn, starfshæfni, hugrekki, samskiptatækni o.fl. en auðmýkt er mikilvæg vegna þess að hún vekur traust sem er farsælli forystu nauðsynlegt.

Hvers vegna njóta auðmjúkir leiðtogar trausts?

Auðmjúkir leiðtogar hafa einlægan áhuga á öðru fólki og spyrja samstarfsmenn því frekar um skoðanir þeirra og hagi. Þeir gefa með hegðun sinni skýrt til kynna að þeim standi ekki á sama um annað fólk. Auðmýkt getur af sér sanngirni og hjálpar leiðtoganum að sjá málin út frá sjónarhorni þeirra sem eru þeim ólíkir. Með sanngirni sýnir leiðtoginn að hann sér hlutina ekki aðeins út frá sínu sjónarhorni. Þegar leiðtogi setur hag annarra framar sínum líður starfsfólki betur, finnur að hag þeirra sé gætt, finnur að því er treyst og að því sé sýnd virðing. Allt þetta er hvatning til að gefa af sér og leggja sig fram af öllum mætti, að vanda sig og vinna saman. Árangurinn sem af því hlýst eykur traust á leiðtoganum.

  • “Humility is not thinking less of yourself, it’s thinking of yourself less.” – C.S. Lewis.
  • „Eating words has never given me indigestion“ – Winston Churchill.

Höfundur greinar: Guðjón Ingi Guðjónsson

Start-Humilty

Audmykt.jpg

 

Filed Under: Auðmýkt, Þjónandi forysta, Þjónandi leiðtogi, Ábyrgð, Ábyrgðarskylda, einlægur áhugi, Hugmyndafræðin, Humility, Listening, Starfsánægja, Valdar greinar, Vision, Vitund

Fylgstu með okkur

  • Facebook
  • Twitter
  • YouTube

Þjónandi forysta í hnotskurn

Í stuttu máli má lýsa þjónandi forystu sem samspili þriggja meginstoða sem allar eru innbyrðis tengdar og mynda eina heild:

1) Fyrsta stoðin er einlægur áhugi á hugmyndum og hagsmunum annarra sem birtist með einbeittri hlustun og aðgerðum sem efla aðra og aðstoða þá til að blómstra og að njóta sín.

2) Önnur stoðin er vitun og sjálfsþekking sem birtist í sjálfsöryggi, auðmýkt og hugrekki.

3) Þriðja stoðin er framsýni og skörp sýn á hugsjón sem birtist með sýn á tilgang og ábyrgðarskyldu.

Segja má að fyrstu tvær stoðirnar myndi þjónustuhluta þjónandi foyrstu og þriðja stoðin myndar forystuhlutann. Sjá nánari lýsingu hér.

Líkanið sem hér er lýst byggir á hugmyndum Robert K. Greenleaf sem upphafsmaður þjónandi forystu og birti fyrsta rit sitt um hugmyndina árið 1970 og segir þar m.a.: ,,Þjónandi leiðtogi er í fyrsta lagi þjónn. […] Það byrjar með eðlislægri tilfinningu um að vilja þjóna, að þjóna fyrst. Síðar leiðir meðvituð ákvörðun viðkomandi til forystu. Slíkur einstaklingur er ólíkur þeim sem er fyrst leiðtogi, líklega vegna takmarkaðrar löngunar til valda og efnislegra gæða. (Greenleaf, 1970/2008, 15). Sjá nánar hér.

Copyright © 2023 · News Pro Theme on Genesis Framework · WordPress · Log in

 

Loading Comments...