Þjónandi forysta

  • Þekkingarsetur, viðburðir
    • Ráðstefnur hér á landi frá 2008
      • Ráðstefna um þjónandi forystu á Bifröst 25. september 2015
      • Ráðstefna á Bifröst 31. október 2014 – Dagskrá
      • Samstaða og árangur – Ráðstefna 14. júní 2013
  • Pistlar
  • Rannsóknir, greinar & bækur
    • Þjónandi forysta í hnotskurn
    • Í atvinnulífinu
    • Líkan Dirk van Dierendonck um þjónandi forystu
    • Íslenskar rannsóknir
  • Fréttabréf
  • Hafa samband
  • English
You are here: Home / Archives for Hildur Eir Bolladóttir

,,Að finna styrk í vanmætti sínum” Hildur Eir Bolladóttir prestur og rithöfundur talar á ráðstefnunni um þjónandi forystu og brautryðjendur á Bifröst 25. september 2015

August 16, 2015 by Sigrún

Hildur Eir Bolladóttir prestur og rithöfundur talar á ráðstefnunni um þjónandi forystu og brautryðjendur á Bifröst 25. september 2015 undir yfirskriftinni: ,,Að finna styrk í vanmætti sínum”.

Hildur Eir ætlar  að fjalla um hvernig hægt er að finna merkingu og styrk í vanmætti sínum og snúa þannig vörn í sókn. Hildur byggir erindið á eigin reynslu og fjallar um hvernig sú reynsla hefur mótað hana í leik og starfi. Hildur lýsir umfjöllunarefni sínu með þessum orðum:

Forvitni og virk hlustun eru eiginleikar sem ég var studd til að rækta frá upphafi og hafa fram til þessa verið mín bestu bjargráð í lífi og starfi. Það segir sig kannski sjálft að þessir eiginleikar eru mikilvægir í starfi prestsins, sálgætir sem ekki er forvitinn um fólk er ekki líklegur til að spyrja spurninga sem opna á það sem máli skiptir, forvitni, borin uppi af umhyggju er lykillinn að mannssálinni, virk hlustun er glugginn sem hleypir ljósinu í gegn. Allar manneskjur þurfa að finna að lífssaga þeirra skipti máli og að reynsla þeirra, góð og slæm sé ekki merkingarsnauð, að fá eyra til að segja sögu sína gefur henni strax tilgang. Já sumir ganga m.a.s. svo langt að gefa hana út á prenti. En maður reynist ekki bara öðrum vel með því að vera forvitinn hlustandi, maður getur líka reynst sjálfum sér vel með þá eiginleika í farteskinu og að því hef ég komist í stærstu baráttu lífs míns, hingað til.

Hildur Eir er þekkt fyrir frumlega og hispurslausa nálgun sína á viðfangsefni samtímans og mun á ráðstefnunni fjalla um viðhorf sín og reynslu í ljósi hugmyndafræði þjónandi forystu.

Hildur Eir er sannarlega brautryðjandi í umfjöllun um mikilvæg málefni. Hún hefur farið ótroðanar slóðir til að opna umræðu um viðkvæm og oft persónuleg mál og hefur frumkvæði hennar og skörp nálgun orðið öðrum mikil hvatning og dýrmætur lærdómur.

Hugmyndafræði þjónandi forystu hvílir á þremur meginstoðum sem eru 1) einlægur áhugi á hugmyndum og hagmunum annarra, 2) sjálfsþekking og vitund og 3) skörp sýn á hugsjón, tilgang og framtíðarsýn.  Hugmyndir og pælingar Hildar Eirar snerta allar þessar þrjár stoðir þjónandi forystu og verður spennandi að heyra hvernig hún fléttar þetta saman á ráðstefnunni á Bifröst 25. september nk.

Hér er erindi Hildar Eirar í heils sinni á heimasíðu hennar hildureir.is

Hildur Eir Bolladóttir

Hildur Eir Bolladóttir

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ráðstefna um þjónandi forystu á Bifröst 25. september 2015

Skráning

Sjötta ráðstefnan um þjónandi forystu verður haldin á Háskólanum á Bifröst föstudaginn 25. september 2015 kl. 10 – 15:30. Yfirskrift ráðstefnunnar er: Þjónandi forysta og brautryðjendur.

Á ráðstefnunni munu fyrirlesarar og þátttakendur leita svara við spurningunni: ,,Hvernig getur þjónandi forysta verið drifkraftur brautryðjandans?”.

Þátttökugjald kr. 24.900

Dagskrá:

kl. 10 –  Opnun ráðstefnu

  • Dr. Carolyn Crippen, Victoria University, Kanada
  • Haraldur Líndal Pétursson, forstjóri Johan Rönning
  • Kolfinna Jóhannesdóttir, sveitarstjóri Borgarbyggðar
  • Dr. Róbert Jack, heimspekingur

kl. 12 – Hádegishlé og samtal í hópum

  • Dr. Kasper Edwalds, DTU Kaupmannahöfn
  • Hildur Eir Bolladóttir, prestur Akureyri
  • Einar Svansson, lektor Háskólanum á Bifröst
  • Dr. Carolyn Crippen – ,,Begin with Listening”

kl. 15:30 – Lokaorð og ráðstefnuslit

Skráning á ráðstefnuna

Salur

 

thjonandi-forysta-logo

 

Filed Under: Auðmýkt, Þjónandi forysta, Þjónandi leiðtogi, Bifröst, Hildur Eir Bolladóttir, Hlustun, Humility, Ráðstefnur, Valdar greinar Tagged With: þjónandi forysta, Bifröst, ráðstefna

Þjónandi forysta og brautryðjendur. Ráðstefna á Bifröst 25. september 2015

April 22, 2015 by Sigrún

Sjötta ráðstefnan um þjónandi forystu verður haldin á Bifröst föstudaginn 25. september 2015, kl. 10 – 15.

Yfirskrift ráðstefnunnar er: Þjónandi forysta og brautryðjendur. Fyrirlesarar og þátttakendur munu leita svara við spurningunni: ,,Hvernig getur þjónandi forysta verið drifkraftur brautryðjandans”. 

Fyrirlesarar:

Dr. Carolyn Crippen, Associate professor  Victoria University, Kanada.

Dr. Kasper Edwalds, Senior researcher DTU Kaupmannahöfn.

Gunnar Hólmsteinn, rekstrarstjóri Plain Vanilla.

Hildur Eir Bolladóttir, prestur og rithöfundur  Akureyrarkirkja. 

Einar Svansson, lektor Háskólanum á Bifröst.

Kolfinna Jóhannesdóttir, sveitarstjóri Borgarbyggðar.

Róbert Jack, doktor í heimspeki frá Háskóla Íslands.

Haraldur Líndal Pétursson, forstjóri Johan Rönning

Carolyn Crippen Gunnar-Holmsteinn Kasper Edwards

 

 

 

 

 

Hildur-Eir

 

 

 

 

 

kolfinna_johannesdottir_02a

Samstarfsaðilar:

Fyrirtæki, félög og stofnanir sem hafa áhuga á að vera samstarfsaðilar ráðstefnunnar í haust vinsamlega hafi samband við thjonandiforysta@thjonandiforysta. Sjá hér nánari upplýsingar um tilboð til samstarfsaðila.

Ráðstefnan er skipulögð í samvinnu Þekkingarseturs um þjónandi forystu og Háskólans á Bifröst.

Nánari upplýsingar um dagskrá ráðstefnunnar verða kynntar í júlí nk.

Skráning.

Greiðsla fer fram í gegnum örugga greiðslusíðu Valitor (128 bita dulkóðun, sama og í heimabankanum). Innifalið í þátttökugjaldi eru námsgögn, kaffiveitingar og hádegisverður.

Servant Leadership Conference 25th September 2015.

2011-Kasper-Adda

Mynd frá ráðstefnu um þjónandi forystu 2011

 

Filed Under: Þjónandi forysta, Þjónandi leiðtogi, Brautryðjendur, Carolyn Crippen, Greenleaf Center, Gunnar Hólmsteinn, Hildur Eir Bolladóttir, Kasper Edwalds, Pioneer, Ráðstefnur, Servant leader, Servant leadership, Valdar greinar

Fylgstu með okkur

  • Facebook
  • Twitter
  • YouTube

Þjónandi forysta í hnotskurn

Í stuttu máli má lýsa þjónandi forystu sem samspili þriggja meginstoða sem allar eru innbyrðis tengdar og mynda eina heild:

1) Fyrsta stoðin er einlægur áhugi á hugmyndum og hagsmunum annarra sem birtist með einbeittri hlustun og aðgerðum sem efla aðra og aðstoða þá til að blómstra og að njóta sín.

2) Önnur stoðin er vitun og sjálfsþekking sem birtist í sjálfsöryggi, auðmýkt og hugrekki.

3) Þriðja stoðin er framsýni og skörp sýn á hugsjón sem birtist með sýn á tilgang og ábyrgðarskyldu.

Segja má að fyrstu tvær stoðirnar myndi þjónustuhluta þjónandi foyrstu og þriðja stoðin myndar forystuhlutann. Sjá nánari lýsingu hér.

Líkanið sem hér er lýst byggir á hugmyndum Robert K. Greenleaf sem upphafsmaður þjónandi forystu og birti fyrsta rit sitt um hugmyndina árið 1970 og segir þar m.a.: ,,Þjónandi leiðtogi er í fyrsta lagi þjónn. […] Það byrjar með eðlislægri tilfinningu um að vilja þjóna, að þjóna fyrst. Síðar leiðir meðvituð ákvörðun viðkomandi til forystu. Slíkur einstaklingur er ólíkur þeim sem er fyrst leiðtogi, líklega vegna takmarkaðrar löngunar til valda og efnislegra gæða. (Greenleaf, 1970/2008, 15). Sjá nánar hér.

Copyright © 2023 · News Pro Theme on Genesis Framework · WordPress · Log in

 

Loading Comments...