Þjónandi forysta

  • Þekkingarsetur
  • Ráðstefnur hér á landi frá 2008
    • Ráðstefna um þjónandi forystu á Bifröst 25. september 2015
    • Ráðstefna á Bifröst 31. október 2014 – Dagskrá
    • Samstaða og árangur – Ráðstefna 14. júní 2013
  • Rannsóknir, greinar & bækur
    • Þjónandi forysta í hnotskurn
    • Í atvinnulífinu
    • Líkan Dirk van Dierendonck um þjónandi forystu
    • Íslenskar rannsóknir
  • Hafa samband
  • English
You are here: Home / Archives for Hlustun

Speglast þjónandi forysta í áherslum stjórnenda árangursríkra fyrirtækja? Ný rannsókn hér á landi.

April 2, 2019 by Sigrún

Nýlega birtist ritrýnda rannsóknargreinin: Áherslur stjórnenda árangursríkra fyrirtækja og hugmyndafræði þjónandi forystu. Höfundar eru Sigurbjörg Hjálmarsdóttir og Sigrún Gunnarsdóttir og byggir greinin á rannsókn Sigurbjargar til MS gráðu við Háskólann á Bifröst undir handleiðslu Sigrúnar.

Fáar rannsóknir eru til um hvort og hvernig áherslur fyrirmyndarfyrirtækja endurspegla þjónandi forystu. Nokkrir erlendir höfundar hafa fjallað um þjónandi forystu hjá fyrirtækjum sem eru á
lista Fortune um árangursrík fyrirtæki og í því sambandi hefur til dæmis Ben Lichtenwalner greint fjölda fyrirtækja á lista Fortune sem hafa hagnýtt þjónandi forystu.

Í hinni nýju íslensku rannsókn voru tekin viðtöl við sjö stjórnendur fyrirtækja sem endurtekið hafa verið á lista VR um fyrirmyndarfyrirtæki hér á landi. Í niðurstöðunum koma fram áherslur stjórnenda þessara fyrirtækja sem settar eru fram í þremur meginþemum:

  1. Stjórnun sem stuðningur og samspil ólíkra hlutverka.
  2. Hagur starfsmanna og jafningjatengsl leiðtoga og starfsmanna.
  3. Framtíðarsýn og virk upplýsingagjöf

Hér eru birt nokkur dæmi um beinar tilvitnanir í orð þátttakenda:

Þema nr. 1: Stjórnun sem stuðningur og samspil ólíkra hlutverka. Undirþema: Þjónustuhlutverk, þjálfun og stuðningur.

Þema nr. 1: Stjórnun sem stuðningur og samspil ólíkra hlutverka. Undirþema: Auðmýkt og jafnvægi leiðtoga.

Þema nr. 3: Framtíðarsýn og virk upplýsingagjöf.

Þegar niðurstöður eru skoðaðar kemur fram mjög áhugaverð samsvörun við hugmyndafræði þjónandi forystu þar sem áhersluþættir í stjórnun viðmælenda eru í takt við megineinkenni hugmyndafræði þjónandi forystu þ.e. 1) Frelsi til athafna og tækifæri til að vaxa í starfi og 2) Jafnvægi alúðar og aga, stefnufestu og sveigjanleika.

Rannsóknin nær til fyrirtækja sem hafa náð sérstökum árangri einkum með hliðsjón af ánægju starfsfólks og niðurstöður styðja fyrri ransóknir um tengsl þjónandi forystu við starfsánægju og árangur skipulagsheilda. Rannsóknin er mikilvægt til þróunarþekkingar um árangursríkar áherslur í stjórnun og forystu og veitir innsýn í mikilvægar hliðar þjónandi forystu.

Greinin er aðgengileg hér: http://www.efnahagsmal.is/article/view/a.2018.15.2.7/pdf



Deila þessu:

  • Tweet
  • Email
  • More
  • Print
  • Share on Tumblr
  • Pocket

Filed Under: Óflokkað Tagged With: auðmýkt, árangursrík fyrirtæki, þjónandi forysta, Framtíðarsýn, fyrirmyndarfyrirtæki, Hlustun

Gildi hlustunar í þjónandi forystu. ,,Begin with Listening” – Fyrirlestur Carolyn Crippen á ráðstefnunni á Bifröst 25. september 2015

July 30, 2015 by Sigrún

Dr. Carolyn Crippen verður fyrirlesari á ráðstefnunni á Bifröst 25. september 2015. Hún var hér einnig á ráðstefnu um þjónandi forystu í júní 2013 og voru ráðstefnugestir sérstaklega ánægðir með fyrirlestur hennar og frumlegar aðferðir til að ná til áheyrenda. Carolyn mun flytja tvo fyrirlestra á ráðstefnunni í haust, annars vegar um brautryðjendur og þjónandi forystu og hins vegar um gildi hlustunar í áherslum þjónandi forystu. Hér er ágrip að fyrirlestri Carolyn Crippen um gildi hlustunar í þjónandi forystu:

Begin with Listening

Listening is the key step to being a servant-leader.  Servant-leaders care about their followers and the needs of these followers.  Thus, it is critical that one begins with listening (Greenleaf, 1970). It is a difficult process if done well.  There are a few steps and issues related to positive listening.  First, one must listen to one’s self.  Ponder and reflect upon one’s ideas.  The question:  where are you now provides a frame for daily self-reflection.  Then, what have you learned?  The next step is to ask what you hear when listening to another person.  And last, what did you learn?

One must be in the moment with the other person.  Sergiovanni (1992) says that we honour a person when we give them our undivided attention.  By really listening, we are saying, we value that person.  We are investing in that person and their needs.

It is critical to remember that unless what you have to say in a dialogue or conversation adds to the conversation in a positive way, then one should remain silent.  Greenleaf would say:  be silent, be still.  

Our session will discuss the relevance of listening as a servant-leader and provide suggestions for your improvements as active and reflective listeners.

Ráðstefna um þjónandi forystu á Bifröst 25. september 2015

Skráning

thjonandi-forysta-logo

 

 

 

 

 

 

Sjötta ráðstefnan um þjónandi forystu verður haldin á Háskólanum á Bifröst föstudaginn 25. september 2015 kl. 10 – 15:30. Yfirskrift ráðstefnunnar er: Þjónandi forysta og brautryðjendur.

Á ráðstefnunni munu fyrirlesarar og þátttakendur leita svara við spurningunni: ,,Hvernig getur þjónandi forysta verið drifkraftur brautryðjandans?”.

Þátttökugjald kr. 24.900

Skráning

Bifrost JJ

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Dagskrá:

kl. 10 –  Opnun ráðstefnu

  • Dr. Carolyn Crippen, Victoria University, Kanada
  • Haraldur Líndal Pétursson, forstjóri Johan Rönning
  • Kolfinna Jóhannesdóttir, sveitarstjóri Borgarbyggðar
  • Dr. Róbert Jack, heimspekingur

kl. 12 – Hádegishlé og samtal í hópum

  • Dr. Kasper Edwalds, DTU Kaupmannahöfn
  • Hildur Eir Bolladóttir, prestur Akureyri
  • Einar Svansson, lektor Háskólanum á Bifröst
  • Dr. Carolyn Crippen – ,,Begin with Listening”

kl. 15:30 – Lokaorð og ráðstefnuslit

Skráning á ráðstefnuna

Carolyn Crippen er sérfræðingur á sviði þjónandi forystu og mjög skemmtilegur fyrirlesari. Hún er dósent við University of Victoria í Kanada og rannsóknir hennar fjalla meðal annars um þjónandi leiðtoga meðal frumkvöðla í Kanada. Nýlega birti hún t.d. rannsókn um þjónandi forystu í íþróttum. Hér eru nokkrar greinar Carolyn Crippen um þjónandi forystu:

1) Grein Carolyn Crippen um íþróttir og þjónandi forystu (á pdf formi).

2) Grein Carolyn Crippen um skólastjóra og þjónandi forystu (á pdf formi).

3) Doktorsritgerð Carolyn Crippen um brautryðjendur og þjónandi forystu (á pdf formi).

Dr. Carolyn Crippen, Associate Professor of Leadership Studies, Research Fellow, Centre for Youth and Society
Dept. of Educational Psychology & Leadership Studies, Faculty of Education – University of Victoria – Victoria, British Columbia. Heimasíða Carolyn Crippen við University of Victoria Canada

Carolyn Crippen

Deila þessu:

  • Tweet
  • Email
  • More
  • Print
  • Share on Tumblr
  • Pocket

Filed Under: Þjónandi forysta, Þjónandi leiðtogi, Bifröst, Carolyn Crippen, Hlustun, Listening, Ráðstefnur, Robert Greenleaf, Servant leader, Servant leadership, Valdar greinar Tagged With: Brifröst 2015, Hlustun, Listening

Þjónandi forysta í hnotskurn

Í stuttu máli má lýsa þjónandi forystu sem samspili þriggja meginstoða sem allar eru innbyrðis tengdar og mynda eina heild:

1) Fyrsta stoðin er einlægur áhugi á hugmyndum og hagsmunum annarra sem birtist með einbeittri hlustun og aðgerðum sem efla aðra og aðstoða þá til að blómstra og að njóta sín.

2) Önnur stoðin er vitun og sjálfsþekking sem birtist í sjálfsöryggi, auðmýkt og hugrekki.

3) Þriðja stoðin er framsýni og skörp sýn á hugsjón sem birtist með sýn á tilgang og ábyrgðarskyldu.

Segja má að fyrstu tvær stoðirnar myndi þjónustuhluta þjónandi foyrstu og þriðja stoðin myndar forystuhlutann. Sjá nánari lýsingu hér.

Líkanið sem hér er lýst byggir á hugmyndum Robert K. Greenleaf sem upphafsmaður þjónandi forystu og birti fyrsta rit sitt um hugmyndina árið 1970 og segir þar m.a.: ,,Þjónandi leiðtogi er í fyrsta lagi þjónn. […] Það byrjar með eðlislægri tilfinningu um að vilja þjóna, að þjóna fyrst. Síðar leiðir meðvituð ákvörðun viðkomandi til forystu. Slíkur einstaklingur er ólíkur þeim sem er fyrst leiðtogi, líklega vegna takmarkaðrar löngunar til valda og efnislegra gæða. (Greenleaf, 1970/2008, 15). Sjá nánar hér.

Facebook

Þjónandi forysta

Rannsóknir um þjónandi forystu

Viðhorf starfsfólks í velferðarþjónustu til starfsumhverfis, forystu og stjórnunar

Eydís Ósk Sigurðardóttir hefur lokið rannsókn til MS gráðu við Háskólann á … [Lestu meira...]

  • Þjónandi forysta og starfsumhverfi starfsmanna í stjórnsýslu sveitarfélaga
  • Menningarhæfni, barneignarþjónusta og þjónandi forysta – Birna Gerður Jónsdóttir
  • Sjö þættir sem einkenna þjónandi leiðtoga

⇒ Fleiri greinar um rannsóknir

Fylgstu með okkur

  • Facebook
  • Twitter
  • YouTube

Copyright © 2021 · News Pro Theme on Genesis Framework · WordPress · Log in

loading Cancel
Post was not sent - check your email addresses!
Email check failed, please try again
Sorry, your blog cannot share posts by email.