Róbert Guðfinnsson og þjónandi forysta

Róbert Guðfinnsson, frumkvöðull og fjárfestir, Siglufirði og Arizona var einn þeirra sem hélt erindi á ráðstefnunni um þjónandi forystu á Bifröst  31. október sl. Róbert fjallaði um áherslur sínar í stjórnun og forystu, lagði áherslu á gildifjölbreytileikans og hæfileika hvers og eins og sagði m.a.

,,Eitt það mikilvægasta er að setja sig vel inn í viðfangsefni samstarfsmanna og sýna verkefni þeirra áhuga. Að skilja ekki fólkið þitt eftir eitt með vandamálin heldur vera til stuðnings í lausninni. Að hafa innsýn í perónulegar aðstæður nánustu samstarfsmanna og veita stuðning á erfiðum tímum er fín lína sem oft er erfitt að fylgja.”

Róbert veitti þátttakendum ráðstefnunnar innsýn í fjölbreytt viðfangsefni sín hérlendis og erlendis og varpaði ljósi á gildi samfélagslegrar ábyrgðar og mátt þjónandi forystu við eflingu viðskipta og uppbyggingu samfélaga. 

Róbert Guðfinnsson var valinn maður ársins 2014 hjá Frjálsri verslun.

Myndir frá ráðstefnunni um þjónandi forystu á Bifröst 31. október 2014. Róbert Guðfinnsson segir frá verkefnum sínum á Siglufirði og hugmyndum sínum um samskipti, stjórnun og forystu.

Robert2

 

RobertG-1