Kolfinna Jóhannesdóttir, sveitarstjóri í Borgarbyggð er meðal fyrirlesara á ráðstefnunni á Bifröst 25. september 2015. Erindið sitt kallar hún: ,,Þjónandi forysta í stjórnun sveitarfélags” og lýsir inntaki þess með eftirfarandi orðum:
Í erindi mínu mun ég fjalla um gildi þjónandi forystu í stjórnun sveitarfélags. Mikilvægi þess að hlusta og bera umhyggju fyrir hagsmunum og velferð annarra framar eigin völdum. Þá mun ég fjalla um samspil þess að bera virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum án þess að missa sjónar á heildarmyndinni og framtíðarsýn fyrir samfélagið í heild. Ég mun fjalla um mikilvægi jafnvægislistarinnar í starfi mínu þar sem þarf að sýna umhyggju og sveigjanleika en jafnframt aga og reglufestu. Þá mun ég fjalla um mikilvægi þess fyrir leiðtoga að hafa skýra framtíðarsýn fyrir samfélagið sem heild og taka dæmi úr starfi mínu sem sveitarstjóri í Borgarbyggð.
Það verður áhugavert að hlýða á Kolfinnu lýsa viðhorfum sínum og innsýn í þjónandi forystu í ljósi viðfangsefna sveitarstjórans. Þar á meðal um framtíðarsýnina sem Robert K. Greenleaf leit á sem einn af allra mikilvægustu þáttunum í þjónandi forystu og bendir á að forskot leiðtogans felist ekki síst í því að hafa tilfinningu fyrir hinu ókomna, greina hvers má vænta, hafa forgöngu um hlutina og leiða fólk áfram. Sjá nánar í grein hér.
Ráðstefna um þjónandi forystu á Bifröst 25. september 2015
Yfirskrift ráðstefnunnar er: Þjónandi forysta og brautryðjendur.
Á ráðstefnunni munu fyrirlesarar og þátttakendur leita svara við spurningunni: ,,Hvernig getur þjónandi forysta verið drifkraftur brautryðjandans?”. Varpað verður t.d. ljósi á hvernig hógværð og auðmýkt leiðtogans eflir starfsgetu og starfsánægju starfsmannanna og að margt bendi til þess ,,að tími frekjuhundsins er líklega liðinn”.
Dagskrá:
kl. 10 – Opnun ráðstefnu
- Dr. Carolyn Crippen, Victoria University, Kanada
- Haraldur Líndal Pétursson, forstjóri Johan Rönning
- Kolfinna Jóhannesdóttir, sveitarstjóri Borgarbyggðar
- Dr. Róbert Jack, heimspekingur
kl. 12 – Hádegishlé og samtal í hópum
- Dr. Kasper Edwalds, DTU Kaupmannahöfn
- Hildur Eir Bolladóttir, prestur Akureyri
- Einar Svansson, lektor Háskólanum á Bifröst
- Dr. Carolyn Crippen – ,,Begin with Listening”
kl. 15:30 – Lokaorð og ráðstefnuslit
Ráðstefnustjórar: Margrét Jónsdóttir Njarðvík og Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir.
Ráðstefnugjald kr. 24.900. Innifalið í þátttökugjaldi eru námsgögn, kaffiveitingar og hádegisverður.
Nemendagjald: kr. 12.500. Sérkjör fyrir nemendur. Alls til sölu 50 nemendamiðar, fyrstir koma fyrstir fá. ATH. Nemendur vinsamlega skrái í athugasemdadálkinn upplýsingar um nám og háskóla. Hér er hlekkur á sérkjör nemenda.
Samferða á ráðstefnuna?
Hér er slóð á facebookhóp fyrir þá sem vilja semja um að verða samferða á ráðstefnuna.