Þjónandi forysta

  • Þekkingarsetur, viðburðir
    • Ráðstefnur hér á landi frá 2008
      • Ráðstefna um þjónandi forystu á Bifröst 25. september 2015
      • Ráðstefna á Bifröst 31. október 2014 – Dagskrá
      • Samstaða og árangur – Ráðstefna 14. júní 2013
  • Pistlar
  • Rannsóknir, greinar & bækur
    • Þjónandi forysta í hnotskurn
    • Í atvinnulífinu
    • Líkan Dirk van Dierendonck um þjónandi forystu
    • Íslenskar rannsóknir
  • Fréttabréf
  • Hafa samband
  • English
You are here: Home / Archives for ráðstefna

,,Að finna styrk í vanmætti sínum” Hildur Eir Bolladóttir prestur og rithöfundur talar á ráðstefnunni um þjónandi forystu og brautryðjendur á Bifröst 25. september 2015

August 16, 2015 by Sigrún

Hildur Eir Bolladóttir prestur og rithöfundur talar á ráðstefnunni um þjónandi forystu og brautryðjendur á Bifröst 25. september 2015 undir yfirskriftinni: ,,Að finna styrk í vanmætti sínum”.

Hildur Eir ætlar  að fjalla um hvernig hægt er að finna merkingu og styrk í vanmætti sínum og snúa þannig vörn í sókn. Hildur byggir erindið á eigin reynslu og fjallar um hvernig sú reynsla hefur mótað hana í leik og starfi. Hildur lýsir umfjöllunarefni sínu með þessum orðum:

Forvitni og virk hlustun eru eiginleikar sem ég var studd til að rækta frá upphafi og hafa fram til þessa verið mín bestu bjargráð í lífi og starfi. Það segir sig kannski sjálft að þessir eiginleikar eru mikilvægir í starfi prestsins, sálgætir sem ekki er forvitinn um fólk er ekki líklegur til að spyrja spurninga sem opna á það sem máli skiptir, forvitni, borin uppi af umhyggju er lykillinn að mannssálinni, virk hlustun er glugginn sem hleypir ljósinu í gegn. Allar manneskjur þurfa að finna að lífssaga þeirra skipti máli og að reynsla þeirra, góð og slæm sé ekki merkingarsnauð, að fá eyra til að segja sögu sína gefur henni strax tilgang. Já sumir ganga m.a.s. svo langt að gefa hana út á prenti. En maður reynist ekki bara öðrum vel með því að vera forvitinn hlustandi, maður getur líka reynst sjálfum sér vel með þá eiginleika í farteskinu og að því hef ég komist í stærstu baráttu lífs míns, hingað til.

Hildur Eir er þekkt fyrir frumlega og hispurslausa nálgun sína á viðfangsefni samtímans og mun á ráðstefnunni fjalla um viðhorf sín og reynslu í ljósi hugmyndafræði þjónandi forystu.

Hildur Eir er sannarlega brautryðjandi í umfjöllun um mikilvæg málefni. Hún hefur farið ótroðanar slóðir til að opna umræðu um viðkvæm og oft persónuleg mál og hefur frumkvæði hennar og skörp nálgun orðið öðrum mikil hvatning og dýrmætur lærdómur.

Hugmyndafræði þjónandi forystu hvílir á þremur meginstoðum sem eru 1) einlægur áhugi á hugmyndum og hagmunum annarra, 2) sjálfsþekking og vitund og 3) skörp sýn á hugsjón, tilgang og framtíðarsýn.  Hugmyndir og pælingar Hildar Eirar snerta allar þessar þrjár stoðir þjónandi forystu og verður spennandi að heyra hvernig hún fléttar þetta saman á ráðstefnunni á Bifröst 25. september nk.

Hér er erindi Hildar Eirar í heils sinni á heimasíðu hennar hildureir.is

Hildur Eir Bolladóttir

Hildur Eir Bolladóttir

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ráðstefna um þjónandi forystu á Bifröst 25. september 2015

Skráning

Sjötta ráðstefnan um þjónandi forystu verður haldin á Háskólanum á Bifröst föstudaginn 25. september 2015 kl. 10 – 15:30. Yfirskrift ráðstefnunnar er: Þjónandi forysta og brautryðjendur.

Á ráðstefnunni munu fyrirlesarar og þátttakendur leita svara við spurningunni: ,,Hvernig getur þjónandi forysta verið drifkraftur brautryðjandans?”.

Þátttökugjald kr. 24.900

Dagskrá:

kl. 10 –  Opnun ráðstefnu

  • Dr. Carolyn Crippen, Victoria University, Kanada
  • Haraldur Líndal Pétursson, forstjóri Johan Rönning
  • Kolfinna Jóhannesdóttir, sveitarstjóri Borgarbyggðar
  • Dr. Róbert Jack, heimspekingur

kl. 12 – Hádegishlé og samtal í hópum

  • Dr. Kasper Edwalds, DTU Kaupmannahöfn
  • Hildur Eir Bolladóttir, prestur Akureyri
  • Einar Svansson, lektor Háskólanum á Bifröst
  • Dr. Carolyn Crippen – ,,Begin with Listening”

kl. 15:30 – Lokaorð og ráðstefnuslit

Skráning á ráðstefnuna

Salur

 

thjonandi-forysta-logo

 

Filed Under: Auðmýkt, Þjónandi forysta, Þjónandi leiðtogi, Bifröst, Hildur Eir Bolladóttir, Hlustun, Humility, Ráðstefnur, Valdar greinar Tagged With: þjónandi forysta, Bifröst, ráðstefna

Þrjár persónur Platons og þroski þjónandi leiðtoga. Um erindi Róbert Jack á ráðstefnunni á Bifröst 25. september 2015

July 17, 2015 by Sigrún

Þrjár persónur Platons og þroski þjónandi leiðtoga

eftir Róbert Jack

Því hefur verið haldið fram að stjórnunaraðferðir mótist mjög af persónulegum þroska þeirra einstaklinga sem í hlut eiga, bæði stjórnenda og starfsmanna. Með því að staðsetja grunnhugmyndir þjónandi forystu í þroskamódeli getum við áttað okkur betur á því hvers konar fólk er líklegt til að heillast sérstaklega af þessari nálgun. Við skiljum einnig af hverju sumir eru ekki endilega hrifnir og getum velt fyrir okkur hvað má gera til að fá þá til fylgilags við stefnuna. Þetta eru gagnlegar vangaveltur fyrir brautryðjandann.

Til að skoða þetta verður notast við þroskamódel forngríska heimspekingsins Platons. Þótt það sé ekki nýtt af nálinni er það að mörgu leyti nútímalegt og gefur færi á að skoða þroska í formi þriggja persónugerða sem allir ættu að kannast við. Við getum spurt okkur: Hvaða persóna vil ég vera? Hvaða persónu vil ég hafa sem stjórnanda? Hvernig vinn ég með ólíkum persónum?

Róbert Jack er heimspekingur mun halda erindi á ráðstefnunni um þjónandi forystu og brautryðjendur á Bifröst föstudaginn 25. september 2015.

Skráning á ráðstefnuna og nánari upplýsingar hér á heimasíðu þjónandi forystu.

Robert-nytt

Róbert Jack heimspekingur

Filed Under: Þjónandi forysta, Brautryðjendur, Heimspeki, Pioneer, Platón, Ráðstefnur, Valdar greinar Tagged With: þjónandi forysta, ráðstefna, Ráðstefna á Bifröst 25. september 2015

„Sannfæring“ sem samskiptaaðferð

August 22, 2014 by Guðjón Ingi Guðjónsson

Samskipti á vinnustað voru Robert Greenleaf hugleikin. Greenleaf hafði ímugust á hvers kyns þvingun eða blekkingum. Leiðtoginn skyldi vera heiðarlegur og einlægur og gæta þess að byggja ekki orðræðu sína og framkomu á stöðu sinni sem yfirmaður.

Greenleaf dró þó ekkert úr mikilvægi þess að leiðtoginn kæmi sínu til leiðar. Áhrif væru það sem gerði manneskju að leiðtoga og áhrifalaus getur réttnefndur leiðtogi því ekki verið. Greenleaf lagði hins vegar megináherslu á aðferðir leiðtogans við að koma sínu til leiðar.

Þá samskiptaaðferð sem Greenleaf mælti með kallaði hann „sannfæringu“ (e. persuasion). Ekki er þó átt við sannfæringarkraft einræðisherrans eða leiðtoga í sértrúarsöfnuði. Greenleaf lýsti sannfæringu sem heiðarlegu samtali á jafningjagrundvelli þar sem hvor um sig hvetti hinn til að fallast á skoðun sína. Sannfæringin gengur því í báðar áttir – leiðtoginn reynir vissulega að sannfæra viðmælanda sinn en er um leið reiðubúinn að láta sannfærast.

Greenleaf mælti sérstaklega með því að varpa fram sjónarmiðum og spurningum og láta viðmælandanum eftir að svara þeim fyrir sig. Þá getur verið auðvelt að freistast til að segja alltaf eigin skoðun og rökin fyrir henni og krefja viðmælandann um afstöðu til hennar. Aðferð Greenleafs var þó mun fremur að leggja til sjónarmið, jafnvel fleiri en eitt og treysta viðmælandanum til að komast að skynsamlegri niðurstöðu eða niðurstöðu sem virkaði fyrir hann í þeim aðstæðum sem hann var í.

Frá ráðstefnuninni um þjónandi forystu í júní 2013

Frá ráðstefnuninni um þjónandi forystu í júní 2013

Filed Under: Hugmyndafræðin Tagged With: ráðstefna

Ráðstefna 14. október 2011 Þjónandi forysta

June 27, 2011 by Sigrún

Ráðstefna í Skálholti föstudaginn 14. október 2011 kl. 11 – 16

Servant Leadership. Conference at Skalholt 14 October 2011

Aðalfyrirlesarar (Key-note speakers):

Dirk van DierendonckDr. Dirk van Dierendonck, Associate Professor of Organizational Behavior, Rotterdam School of Management, Erasmus University, Rotterdam

Kasper EdwardsDr. Kasper Edwards, Senior Researcher  of Management Engineering Work, Technology and Organisation, Technical University of Denmark (DTU)

Dagskrá:

11:00 Ráðstefna sett – Dr. Kristinn Ólason

11:10 Dr. Dirk van Dierendonck
Servant Leadership, a state-of-the-art overview

12:10 Dr. Björn Zoëga, forstjóri Landspítala
Landspítali og þjónandi forysta

12:30 Aðalheiður Héðinsdóttir, forstjóri Kaffitárs
Sá uppsker mest, sem þjónar best

12:50 Samtal í hópum og hádegisverður í Skálholtsskóla

14:20 Dr. Kasper Edwards
Servant leadership, psychosocial work environment and performance

15:20 Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir, skólameistari FB
Hvernig nýtist hugmyndafræði þjónandi forystu í skólastarfi?

15:40 Dr. Sigrún Gunnarsdóttir, lektor HÍ
Vigdís Magnúsdóttir – Fyrirmynd þjónandi forystu

16:00 Ráðstefnuslit

Fundarstjóri: Gunnbjörg Óladóttir

 

Vinsamlega skráið þátttöku á vef Skálholts (on-line registration)

Ráðstefnan er tileinkuð minningu Vigdísar Magnúsdóttur sem hefði orðið áttræð á árinu. Hún var hjúkrunarforstjóri og forstjóri Landspítala um árabil og var mikilvæg fyrirmynd þjónandi forystu hér á landi.

Filed Under: Ráðstefnur Tagged With: ráðstefna

Ráðstefna 20. júní 2008

March 8, 2009 by Sigrún

Dagskráin.

Filed Under: Ráðstefnur Tagged With: ráðstefna

Fylgstu með okkur

  • Facebook
  • Twitter
  • YouTube

Þjónandi forysta í hnotskurn

Í stuttu máli má lýsa þjónandi forystu sem samspili þriggja meginstoða sem allar eru innbyrðis tengdar og mynda eina heild:

1) Fyrsta stoðin er einlægur áhugi á hugmyndum og hagsmunum annarra sem birtist með einbeittri hlustun og aðgerðum sem efla aðra og aðstoða þá til að blómstra og að njóta sín.

2) Önnur stoðin er vitun og sjálfsþekking sem birtist í sjálfsöryggi, auðmýkt og hugrekki.

3) Þriðja stoðin er framsýni og skörp sýn á hugsjón sem birtist með sýn á tilgang og ábyrgðarskyldu.

Segja má að fyrstu tvær stoðirnar myndi þjónustuhluta þjónandi foyrstu og þriðja stoðin myndar forystuhlutann. Sjá nánari lýsingu hér.

Líkanið sem hér er lýst byggir á hugmyndum Robert K. Greenleaf sem upphafsmaður þjónandi forystu og birti fyrsta rit sitt um hugmyndina árið 1970 og segir þar m.a.: ,,Þjónandi leiðtogi er í fyrsta lagi þjónn. […] Það byrjar með eðlislægri tilfinningu um að vilja þjóna, að þjóna fyrst. Síðar leiðir meðvituð ákvörðun viðkomandi til forystu. Slíkur einstaklingur er ólíkur þeim sem er fyrst leiðtogi, líklega vegna takmarkaðrar löngunar til valda og efnislegra gæða. (Greenleaf, 1970/2008, 15). Sjá nánar hér.

Copyright © 2023 · News Pro Theme on Genesis Framework · WordPress · Log in

 

Loading Comments...