Þjónandi forysta

  • Þekkingarsetur, viðburðir
    • Ráðstefnur hér á landi frá 2008
      • Ráðstefna um þjónandi forystu á Bifröst 25. september 2015
      • Ráðstefna á Bifröst 31. október 2014 – Dagskrá
      • Samstaða og árangur – Ráðstefna 14. júní 2013
  • Pistlar
  • Rannsóknir, greinar & bækur
    • Þjónandi forysta í hnotskurn
    • Í atvinnulífinu
    • Líkan Dirk van Dierendonck um þjónandi forystu
    • Íslenskar rannsóknir
  • Fréttabréf
  • Hafa samband
  • English
You are here: Home / Archives for einar svansson

Þjónandi forysta í hnotskurn. Þriggja þátta líkan um þjónandi forystu

March 4, 2016 by Sigrún

Sigrún Gunnarsdóttir hefur sett fram þriggja þátta líka um þjónandi forystu sem byggir á hugmyndum Robert K. Greenleaf. Líkanið var fyrst birt í Tímaritinu Glíman árið 2011. Þættirnir þrír eru einlægur áhugi á hugmyndum og hagsmunum annarra, innri styrkur og framtíðarsýn. Líkan Sigrúnar er byggt á ýmsum ritum Greenleafs, en einkum The Servant as Leader (2008), The Institution as Servant (2009), The Leadership Crisis (1978), Life‘s Choices and Markers (1995a) og Reflections from Experience (1995b). Hér á eftir fer nánari lýsing á þremur þáttum líkansins:

1. Einlægur áhugi á hugmyndum og hagsmunum annarra. Einlægur áhugi á hugmyndum og högum annarra er grunnstef þjónandi forystu. Áhugi forystunnar beinist fyrst og fremst að velferð starfsfólks en ekki eigin valdi eða hagsmunum (Greenleaf 2008; 1978; 1995b). Góð hlustun er skýrasta merkið um einlægan áhuga og vilja til að kynnast hugmyndum annarra og efla hag þeirra. Greenleaf lýsir því svo í fyrsta riti sínu (2008) að fyrstu viðbrögð hjá sönnum þjóni sé að hlusta, hlusta á viðhorf, skoðanir og hugmyndir. Þetta er jafnframt eitt aðaleinkenni þjónandi leiðtoga og oft það mikilvægasta sem þjónandi leiðtogi þjálfar til að ná góðum árangri í störfum sínum. Slík þjálfun felur ekki síst í sér aga, þ.e. að þjálfa sig í að hlusta og meðtaka. Einbeitt hlustun eru fyrstu viðbrögð þjónandi leiðtoga þegar tekist er á við verkefnin (bls. 18).

Alúð og einbeitt hlustun leiðir ekki einungis til þess að leiðtoginn skilur betur hvað um er að vera og áttar sig á þörfum og hugmyndum samstarfsfólks, heldur endurspeglar slík nærvera virðingu fyrir þeim sem talað er við og skapar traust meðal samstarfsfólks. Ein allra besta leiðin til að sýna fólki virðingu og áhuga er að taka eftir því sem það segir og meðtaka hugmyndir þeirra og skoðanir. Að hlusta og meðtaka hugmyndir þarf ekki endilega að fela í sér að vera sammála viðkomandi. Aðalatriðið er að sýna fólki áhuga og virðingu með því að taka eftir og íhuga það sem talað er um og kynnt (Greenleaf 1978, 7–8).

Þjónandi leiðtogi er næmur og laginn við að taka eftir og greina þarfir annarra. Nærveran einkennist af öryggi og innri styrk. Einbeiting og athygli hvílir á vakandi vitund leiðtogans og innri ró. Af þessu leiðir að nærveran og hlustunin hefur margföld áhrif. Auk virðingarinnar sem leiðtoginn sýnir viðmælanda sínum er frelsi viðmælandans viðurkennt. Virðingin og tilfinning fyrir eigin frelsi eflir persónulegan styrk þeirra sem í hlut eiga. Greenleaf telur verkefni hins þjónandi leiðtoga ekki síst vera hið innra. Leiðtoginn þroskar og eflir eigin styrk sem endurspeglast í samskiptum og mótar samtal hans við samstarfsfólk. Innra líf leiðtogans og öryggi í eigin skinni sést í allri framkomu og smitast til samstarfsfólks (Greenleaf 2008, 44).

2. Sjálfsþekking, vitun og innri styrkur. Sjálfsþekking er einn af grunnþáttum þjónandi forystu. Hún snýst um vitund um eigin styrkleika og veikleika, markmið og hugsjónir og áhrif eigin orða og athafna (Greenleaf 1978). Verkefni leiðtogans er að efla innri styrkleika með þekkingarleit og ígrundun. Góður undirbúningur og ígrundun eru lykill að árangri þjónandi forystu. Til þess að geta sinnt verkefnum sínum er mikilvægt fyrir leiðtogann að draga sig í hlé og styrkja þannig möguleikana til ígrundunar. Forysta og ákvarðanir byggjast ekki aðeins á rökvísi og staðreyndum, heldur þarf leiðtoginn að efla eigin vitund og innsæi með ígrundun og sjálfsþekkingu (Greenleaf 2008, 28–30).

Greenleaf bendir á hversu langan tíma það tók fyrir hann sjálfan að þróa hugmyndirnar um þjónandi forystu. Þó að þekking og margskonar upplýsingar hafi leitt hann áfram á þeirri braut, var það ekki síður innsæi og vitund sem gerði honum kleift að sjá hugmyndina í samhengi og leyndardóminn um að leiðitoginn væri í raun þjónn (Greenleaf 2008, 14). Á svipaðan hátt þroskast og eflist hinn þjónandi leiðtogi. Hugmyndir annarra og stöðug þekkingarleit leiðtogans eru mikilvægur grunnur, en sjálfsvitund og ígrundun er jafnframt nauðsynleg. Með samspili allra þessara þátta getur þjónandi leiðtogi skilið og greint fortíð og nútíð og eflt færni sína til að sjá til framtíðar.

Þjónandi leiðtogi nær árangri með því að nota og flétta saman rökvísi og innsæi, skipulag og sköpun, sjálfstæði einstaklinga og samstöðu hópsins (Greenleaf 2008, 14). Á þessum nótum teflir Greenleaf fram ólíkum þáttum sem allir eru mikilvægar stoðir þjónandi forystu. Að sama skapi bendir hann á að um leið og ígrundun er forsenda árangurs er samtal leiðtogans við aðra jafnnauðsynlegt. Leiðtoginn skapar hugmyndir og hvetur aðra til hins sama. Hann kynnir hugmyndir sínar og hvetur aðra til að fylgja þeim. Hann tekur við gagnrýni og öðrum sjónarmiðum og er fær um og hefur styrk til að taka áhættuna sem fylgir nýjum hugmyndum (Greenleaf 2008, 17). Innri styrkur og vitund um eigin markmið og hugsjón eru lykill að árangri einstaklinga og fyrirtækja (Greenleaf 1978; 2008).

3. Hugsjón, framtíðarsýn og ábyrgð. Greenleaf álítur hugsjón, tilgang og markmið hafa sérstaka og djúpa merkingu í starfi fyrirtækja og stofnana. Hugsjón og hugmyndir sameina fólk, gefa starfi þess merkingu, glæða von og móta framtíðarsýn. Hugsjón og tilgangur er leiðarljós þjónandi leiðtoga. Leiðtoginn er þjónn sameiginlegra hugmynda starfsfólks og hann er líka þjónn hugsjónarinnar. Hlutverk leiðtogans er að hafa yfirsýn, skapa samtal um tilgang starfa og að sjá til framtíðar (Greenleaf 1978, 7–8; 2008, 25).

Hin sameiginlega hugsjón, tilgangur og markmið koma fram í daglegu samtali á vinnustaðnum. Í samtalinu slípast hugmyndir og samkomulag næst. Greenleaf bendir á að sameiginlegar hugmyndir eru ekki alltaf formlegar, ekki endilega skrifaðar niður á blað eða hengdar upp á vegg. Hugmyndir og samkomulag verða til í skapandi samtali sem þjónandi leiðtogi eflir og styður. Hann teflir saman ólíkum sjónarmiðum, glæðir gagnrýna hugsun og endurskoðun. Starfsfólkið er hvatt til að skoða og endurskoða og nota síðan sannfæringarkraft til að ná samkomulagi og skapa sameiginlegan draum (Greenleaf 1978, 6–8).

Skylda leiðtogans og alls starfsfólks í þjónandi forystu er að vera opinn fyrir tækifærum og möguleikum. Hlutverk hvers og eins er að sjá hvað viðkomandi getur gert til að láta hinn sameiginlega draum rætast. Slíkt hugarfar eflir starfsfólkið og glæðir tilfinningu þess fyrir gildi starfanna (Greenleaf 1978). Innsæi og næmi eykur líkurnar á því að hafa yfirsýn, koma auga á tækifærin og sjá samhengi hlutanna og sjá til framtíðar (Greenleaf 1978). Greenleaf bendir á að forskot leiðtogans felist ekki síst í því að hafa tilfinningu fyrir hinu ókomna, greina hvers má vænta, hafa forgöngu um hlutina og leiða fólk áfram. Hugsjónin er grundvöllurinn og hinn þjónandi leiðtogi nýtir eigið innsæi og yfirsýn til að skerpa framsýn og sannfærir samstarfsfólk um að fylkjast að settu marki.

Greenleaf lítur á það sem alvarlegan brest ef leiðtoginn er ekki fær um að sjá til framtíðar. Hlutverk hans er að hafa sterka tilfinningu fyrir því sem fram fer hverju sinni, hver staðan er í nútíð, og um leið að vera fær um að horfa fram á veginn, segja til um hvað sé líklegast að framtíðin beri í skauti sér. Að sjá til framtíðar er þýðingarmikið hlutverk leiðtogans. Að mati Greenleafs verður til siðferðileg brotalöm ef leiðtoginn er ekki fær um þetta tvennt, þ.e.a.s. að vera í senn tengdur við nútíð og framtíð og hafa þar með forskotið sem skapar forystuna (Greenleaf 2008, 26–27).

Byggt á grein Sigrúnar Gunnarsdóttur (2011). Þjónandi forysta. Gliman (8), bls. 248 -251. Greinin er hér á pdf. og Sigrúnar Gunnarsdóttur og Birnu Gerðar Jónsdóttur 2013.

Þriggja þátta líkan um þjónandi forystu (e. servant leadership)

Likan-SigrunarG-Thjonandi-Forysta-Skv-Robert-Greenleaf

Filed Under: Accountability, Auðmýkt, Þjónandi forysta, Þjónandi leiðtog, Þjónandi leiðtogi, Ábyrgð, einar svansson, Foresight, Framsýni, Framtíðarsýn, Hlustun, Hugmyndafræðin, Hugsjón, Humility, innri starfshvöt, Intrinsic motivation, jafningi, Listening, Robert Greenleaf, Sameiginlegur draumur, Samfélagsleg ábyrgð, samtal, Servant leader, Servant leadership, sjálfsþekking, Valdar greinar

Skipulag og þjónandi forysta. Erindi Einars Svanssonar á ráðstefnuninni á Bifröst 25. september 2015

September 8, 2015 by Sigrún

Einar Svansson, lektor við Háskólann á Bifröst mun fjalla um Skipulag og þjónandi forysta á ráðstefnuninni á Bifröst 25. september 2015. Einar hefur langa reynslu af rannsóknum og kennslu um skipulag fyrirtækja, stofnana og félaga og mun nú tengja fræðin og hagnýta reynslu við þjónandi forystu. Einar lýsir inntaki erindis síns með þessum orðum:

Skipulag verður fyrst skoðað stuttlega í sögulegu samhengi, hefðbundnar kenningar um ábyrgð og vald sem byggjast á framleiðsluiðnaði allt frá Iðnbyltingu til bandarískra stórfyrirtækja á 20. öldinni. Vald var staðsett efst í bröttum pýramída og æðstu stjórnendur nánast einráðir og gáfu fyrirskipanir að ofan. Því næst verða reifaðar birtingarmyndir skipulags sem komið hafa fram á síðustu áratugum, allt frá Morgan til Mintzberg. Sérstök áhersla verður síðan á fyrirtæki sem komu fram með nýjungar í átt til aukinnar valddreifingar og teymisvinnu. Reifuð sagan af Jan Carlsson forstjóra SAS frá 1981-1994 sem snéri pýramídanum á hvolf; talað um Ricardo Semler og tilraunir hans með iðnaðarlýðræði í brasilíska fyrirtækinu Semco 1988-2004. Í lokin verður fjallað um ný fyrirtæki sem byggja á starfsmannalýðræði og heildarstjórnun (e. holocracy) annarsvegar bandaríska fyrirtækið Zappos og hið íslenska Kolibri. INNFORM, ný rannsókn á skipulagi 280 stærstu íslensku fyrirtækjanna verður kynnt stuttlega og tengd umræðu um sögulega þróun og raundæmi. Hugleiðingar í lokin verða með áherslu á þjónandi forystu og staðsetningu og gildi hennar varðandi nútímalegt skipulag.

Hér er stutt grein um þjónandi forystu og nýjar hugmyndir um skipulag.

Upptaka á erindi Einars Svanssonar á ráðstefnunni á Bifröst 25. september 2015:

Ráðstefna um þjónandi forystu á Bifröst 25. september 2015

Skráning

Sjötta ráðstefnan um þjónandi forystu verður haldin á Háskólanum á Bifröst föstudaginn 25. september 2015 kl. 10 – 15:30. Yfirskrift ráðstefnunnar er: Þjónandi forysta og brautryðjendur.

Á ráðstefnunni munu fyrirlesarar og þátttakendur leita svara við spurningunni: ,,Hvernig getur þjónandi forysta verið drifkraftur brautryðjandans?”.

Bifrost JJ

Ráðstefna um þjónandi forystu á Bifröst 25. september 2015

Skráning

Filed Under: Þjónandi forysta, Þjónandi leiðtogi, Bifröst, Brautryðjendur, einar svansson, Fyrirlestrar, holacracy, kolibri, Pioneer, Ráðstefnur, skipulag, vald, Valdar greinar, zappos

Valdalíkan eða þjónustulíkan: þjónandi leiðtogi er fremstur meðal jafningja. Hugmyndir Robert Greenleaf um skipulagsheildir

August 11, 2015 by Sigrún

Að safna valdi á fárra hendur eða að skapa völd margra? Robert Greenleaf hélt því fram að það væru tvær leiðir til að stjórna fyrirtækjum, félögum og stofnunum. Um væri að ræða tvö líkön, þ.e. valdalíkan og þjónustulíkan.

Valdalíkanið er hin hefðbundna aðferð þar sem einn trónir eftstur á píramída og þar fyrir neðan eru undirmenn sem taka við fyrirmælum þess sem efst situr. Í valdalíkaninu koma hugmyndirnar frá fáum, fáir bera ábyrgð og fáir taka forystu. Samskiptin fara einna helst eftir formlegum boðleiðum og lítil áhersla á sveigjanleika. Áherlsa er á skammtímamarkmið.

Í þjónustulíkani myndar teymi forystu og leiðtoginn er fremstur meðal jafningja (first among equals). Greenleaf talar um að leiðtoginn sé formaður (foreman). Teymið skapar hugmyndir, deilir valdi, ábyrgð og forystu. Samskiptin eru bæði formleg og óformleg og ýta undir sköpun og nýjar lausnir. Áhersla er á langtímamarkmið. Um leið og valdi er dreift er ljóst hverju sinni hver er fremstur meðal jafningja sem tekur úrslitaákvarðanir þegar mikið liggur við.

Hugmyndum Greenleaf um þjónustulíkanið hefur vaxið fiskur um hrygg og birtast til dæmis í hugmyndum um skipulag sem kennt er við ,,holacracy” þar sem áhersla er á hópa sem eru sjálfstæðir og er falin ábyrgð á verkefnum, skipulagi, stjórnun og forystu. Frægust er tilraun Zappos um innleiðingu þessara hugmyndir. Hugmyndin um holacracy er nátengd hugmyndinni um reinventing organization. Þekktasta dæmið frá Buurtzorg í Hollandi sem hefur náð afburðagóðum árangri í heilbrigðisþjónustu með því að fela starfsfólkinu sjálfstæði, sjálfræði og ábyrgð á verkefnum sínum. Hér á landi hefur til dæmis hugbúnaðarfyrirtækið Kolibri starfað eftir svipuðum hugmyndum og m.a. innleitt aðferðir holacracy sem hafa reynst þeim vel.

Um leið og valdi er deilt og ábyrgð er sameiginleg er verklag skýrt og verkferlar allir ljósir þar sem ábyrgð á hverjum þætti liggur fyrir. Margt bendir til þess að þessar nýju áherslur í skipulagi, hugmyndafræði þjónandi forystu, breytingastjórnun og straumlínustjórnun (lean management) fari sérstaklega vel saman og séu vænlegar aðferðir til árangurs.

Robert Greenleaf setti fyrst fram hugmyndir sínar um þjónandi forystu árið 1970 og lýsti þar hversu árangursrík það væri fyrir fyrirtæki og hópa þegar leiðtoginn er í senn leiðtogi og þjónn, skapaði stöðugt jafnvægi á milli þessara tveggja hlutverka. Síðustu árin hefur áhugi á hugmyndum hans aukist verulega og fjöldi bóka, greina og rannsókna um þjónandi forystu vaxið og sömuleiðis áhuginn á hugmyndafræðinni á vettvangi atvinnulífsins. Hérlendis hefur áhugi á þjónandi forystu aukist jafnt og þétt undanfarin ár. Æ fleiri fyrirtæki, félög og stofnanir sýna hugmyndafræðinni áhuga og vinna að því að hagnýta hana í skipulagi, samskiptum, stjórnun og forystu.

Á ráðstefnunni á Bifröst 25. september 2015 fjallaði Einar Svansson, lektor við Háskólann á Bifröst um skipulagsheildir í ljósi þjónandi forystu og byggir umfjöllunina meðal annars á reynslu fyrirtækja sem hafa innleitt holacracy og reinventing organizations. Hér er upptaka af erindi Einars:

Byggt á Robert Greenleaf (1972): The Institution as Servant og Kent M Keith (2008): The Case for Servant Leaderhip

Bifrost - stór

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sjötta ráðstefnan um þjónandi forystu á Háskólanum á Bifröst föstudaginn 25. september 2015 kl. 10 – 15:30. Yfirskrift ráðstefnunnar er: Þjónandi forysta og brautryðjendur. Á ráðstefnunni munu fyrirlesarar og þátttakendur leita svara við spurningunni: ,,Hvernig getur þjónandi forysta verið drifkraftur brautryðjandans?”.

Snemmskráning fyrir 15. ágúst 2015: Þáttökugjald kr. 19.900. Skráning frá og með 15. ágúst 2015: Þátttökugjald kr. 24.900

Drucker Servant

 

 

 

 

 

 

 

thjonandi-forysta-logo

 

 

 

 

 

 

Grotta fjara 2

Filed Under: Accountability, Auðmýkt, Þjónandi forysta, Þjónandi leiðtogi, Ábyrgð, einar svansson, Foresight, Framtíðarsýn, Greenleaf Center, Hlustun, holacracy, Hugmyndafræðin, Humility, jafningi, Robert Greenleaf, Servant leader, Valdar greinar

Fylgstu með okkur

  • Facebook
  • Twitter
  • YouTube

Þjónandi forysta í hnotskurn

Í stuttu máli má lýsa þjónandi forystu sem samspili þriggja meginstoða sem allar eru innbyrðis tengdar og mynda eina heild:

1) Fyrsta stoðin er einlægur áhugi á hugmyndum og hagsmunum annarra sem birtist með einbeittri hlustun og aðgerðum sem efla aðra og aðstoða þá til að blómstra og að njóta sín.

2) Önnur stoðin er vitun og sjálfsþekking sem birtist í sjálfsöryggi, auðmýkt og hugrekki.

3) Þriðja stoðin er framsýni og skörp sýn á hugsjón sem birtist með sýn á tilgang og ábyrgðarskyldu.

Segja má að fyrstu tvær stoðirnar myndi þjónustuhluta þjónandi foyrstu og þriðja stoðin myndar forystuhlutann. Sjá nánari lýsingu hér.

Líkanið sem hér er lýst byggir á hugmyndum Robert K. Greenleaf sem upphafsmaður þjónandi forystu og birti fyrsta rit sitt um hugmyndina árið 1970 og segir þar m.a.: ,,Þjónandi leiðtogi er í fyrsta lagi þjónn. […] Það byrjar með eðlislægri tilfinningu um að vilja þjóna, að þjóna fyrst. Síðar leiðir meðvituð ákvörðun viðkomandi til forystu. Slíkur einstaklingur er ólíkur þeim sem er fyrst leiðtogi, líklega vegna takmarkaðrar löngunar til valda og efnislegra gæða. (Greenleaf, 1970/2008, 15). Sjá nánar hér.

Copyright © 2023 · News Pro Theme on Genesis Framework · WordPress · Log in

 

Loading Comments...