Þjónandi leiðtogi þjónar öðrum fremur en að þjóna sjálfum sér og eigin hagsmunum. Þjónandi forysta er hugmyndafræði samskipta, stjórnunar og forystu þar sem áhugi á öðrum er framar áherslum á eigin afrek og hagsmuni.
Áhugi þjónandi leiðtoga endurspeglast í forgangsröðun og kemur oft mjög vel fram í orðalagi og áherslum. Í hnotskurn má segja að þjónandi forysta:
- Snúist um hugarfar og færni þar sem áhugi á öðrum er grundvallaratriði.
- Einkennist af samspili stefnufestu og færni til að mæta þörfum annarra.
- Byggir á framtíðarsýn og skýrum tilgangi starfa.
- Laðar fram ábyrgðarskyldu allra.
- Byggir á ígrundun og sjálfsþekkingu leiðtogans.
- Skapar jafnvægi aga og umhyggju; öryggis og auðmýktar.
- Er ólík öðrum aðferðum forystu og stjórnunar þar sem athygli beinist fyrst að starfsfólkinu.
- Færni í hlustun er hornsteinn samskipta.
- Leggur grunn að árangri fyrir starfsfólk, skjólstæðinga, teymi og skipulagsheildina alla.
- Grundvallast á því að þjónn verður leiðtogi í öllum störfum.
Aron Einar Gunnarsson fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta ber greinilega mörg einkenni þjónandi leiðtoga. Áherslur Arons Einars í takt við þjónandi forystu komu skýrt fram í orðum hans eftir leik liðsins við Króatíu 26.6.2018:
,,Þetta er ekki allt spurning um mig. Ég er gífurlega stoltur af strákunum”
Mynd: KSÍ