Þjónandi forysta

  • Þekkingarsetur, viðburðir
    • Ráðstefnur hér á landi frá 2008
      • Ráðstefna um þjónandi forystu á Bifröst 25. september 2015
      • Ráðstefna á Bifröst 31. október 2014 – Dagskrá
      • Samstaða og árangur – Ráðstefna 14. júní 2013
  • Pistlar
  • Rannsóknir, greinar & bækur
    • Þjónandi forysta í hnotskurn
    • Í atvinnulífinu
    • Líkan Dirk van Dierendonck um þjónandi forystu
    • Íslenskar rannsóknir
  • Fréttabréf
  • Hafa samband
  • English
You are here: Home / Archives for Greenleaf Center

Íslenskar rannsóknir og áhugaverðar greinar um þjónandi forystu.

March 8, 2016 by Sigrún

Nokkrar rannsóknir um þjónandi forystu hafa verið framkvæmdar hér á landi og ná til einstaklinga á ýmsum sviðum samfélagsins. Um er að ræða rannsóknir sem nýta ýmsar rannsóknaraðferðir, bæði  spurningalistakannanir og eigindlegar rannsóknir með viðtölum. Nokkrar rannsóknanna hafa verið birtar sem ritrýndar greinar, sjá nánari umfjöllun um rannsóknirnar hér.

Spurningalistakannanir um þjónandi forystu hér á landi eru unnar í samstarfi Þekkingarseturs um þjónandi forystu í samvinnu við Dr. Dirk van Dierendonck við Erasmusháskólann í Hollandi þar sem byggt er á SLS mælitækinu. Umsjón með rannsóknunum hér á landi og rétthafi íslensku útgáfu SLS mælitækisins er Dr. Sigrún Gunnarsdóttir. Rannsóknirnar hér á landi mynda eina heild og eru niðurstöður greindar miðað við einstaka hópa og einnig sem heild. Rannsóknirnar ná til ýmissa sviða samfélagsins, vinnustaða og stofnana.

Nám í þjónandi forystu í samvinnu við Þekkingarsetur um þjónandi forystu er í boði við Háskólann á Bifröst og við Háskólann á Akureyri. Auk þess býður Þekkingarsetrið ýmis námskeið, kynningar og leiðsögn um þjónandi forystu og er áhugasömum bent á að hafa samband með því að senda póst til: sigrun@thjonandiforysta.is.

Haustið 2016 verður haldið hér á landi rannsóknaþing um þjónandi forystu þar sem sérfræðingar víða að í heiminum hittast til skrafs og ráðagerða um rannsóknir á sviðinu. Þingið er einkum ætlað rannsakendum á sviði þjónandi forystu en nokkur sæti verða til sölu fyrir þau sem hafa áhuga á að taka þátt í þinginu án vísindalegs framlags. Nánari upplýsingar um þingið eru hér.

Idea Greenleaf

 

Filed Under: Auðmýkt, Þjónandi forysta, Þjónandi leiðtogi, Ábyrgð, Íslenskar greinar, Íslenskar rannsóknir, Bifröst, Dirk van Dierendonck, einlægur áhugi, Foresight, Framsýni, Framtíðarsýn, Greenleaf Center, Hlustun, Humility, Intrinsic motivation, jafningi, MSc rannsókn, Persuation, Rannsóknir, Robert Greenleaf, Sameiginlegur draumur, Samfélagsleg ábyrgð, Servant leader, Servant leadership, sjálfsþekking, Sköpun, Starfsánægja, Starfsumhverfi, The Servant as Leader, Tilgangur, Traust, vald, Valdar greinar, Vision, Vitund, Yfirsýn

Sjö þættir sem einkenna þjónandi leiðtoga

September 22, 2015 by Sigrún

Þjónandi leiðtogi nýtir margskonar stjórnunarstíla. Sérstaðan þjónandi forysta er sú að hún byggir á siðferðilegum grunni og samfélagslegri ábyrgð og felur í sér viðhorf sem stjórnandinn hefur að leiðarljósi, bæði í starfi sínu og daglegu lífi:

1) Þjónandi forysta er því meira en bara stjórnunarstíll, hún er hugmyndafræði þar sem leiðtoginn nýtir margskonar stjórnunaraðferðir sem samrýmast siðfræðilegum gildum og hugsjóninni um að vera bæði leiðtogi og þjónn með hag heildarinnar að leiðarljósi.

2) Greenleaf benti á að prófsteinn þjónandi forystu væri hvort samstarfsfólk leiðtogans yrðu heilbrigðara, frjálsara, sjálfstæðara, fróðara og líklegra til þess að verða sjálf þjónar.

3) Í þjónandi forystu er áhersla lögð á að gefa starfsfólkinu svigrúm til að hafa áhrif á störf sín, að þroskast sem persónur og koma til móts við þarfir þeirra til að það nái árangri í starfi.

4) Þjónandi forysta felur í sér kröfur til stjórnandans, sértaklega um sjálfsþekkingu og vitund um eigin hugsjón, markmið og ábyrgð.

5) Þjónandi leiðtogi þjálfar með sér hæfni í að hlusta og að vera nálægur starfsfólki um leið og hann eflir með sér sjálfsþekkingu og rýni í eigin viðhorf, þekking og færni.

6) Með þjónandi forystu er teflt saman umhyggju og ábyrgð í starfi, hollustu við hugsjón með skapandi nálgun, stöðugri þekkingarleit og virðingu fyrir framlagi og skoðunum hvers og eins.

7) Í stuttu máli má segja að þjónandi forysta einkennist af 1) einlægum áhuga á hugmyndum og hagsmunum annarra, 2) sjálfsþekkingu leiðtogans og vilja hans til að horfast í augu við styrkleika sína og veikleika og 3) framtíðarsýn leiðtogans þar sem tilgangur, hugsjón og ábyrgð á verkefnum kristallast og birtist meðal annars með einbeittri hlustun, uppbyggilegum samskiptum, jafningjabrag, falsleysi og auðmýkt.

Byggt á: Greenleaf (1970/2008); Prosser (2010) og Sigrún Gunnarsdóttir (2011).

Greenleaf-Improve-Silence

Filed Under: Accountability, Auðmýkt, Þjónandi forysta, Þjónandi leiðtogi, Ábyrgð, Ábyrgðarskylda, Foresight, Framtíðarsýn, Greenleaf Center, Hlustun, Hugmyndafræðin, Hugsjón, Humility, Robert Greenleaf, Servant leader, Servant leadership, Valdar greinar

Valdalíkan eða þjónustulíkan: þjónandi leiðtogi er fremstur meðal jafningja. Hugmyndir Robert Greenleaf um skipulagsheildir

August 11, 2015 by Sigrún

Að safna valdi á fárra hendur eða að skapa völd margra? Robert Greenleaf hélt því fram að það væru tvær leiðir til að stjórna fyrirtækjum, félögum og stofnunum. Um væri að ræða tvö líkön, þ.e. valdalíkan og þjónustulíkan.

Valdalíkanið er hin hefðbundna aðferð þar sem einn trónir eftstur á píramída og þar fyrir neðan eru undirmenn sem taka við fyrirmælum þess sem efst situr. Í valdalíkaninu koma hugmyndirnar frá fáum, fáir bera ábyrgð og fáir taka forystu. Samskiptin fara einna helst eftir formlegum boðleiðum og lítil áhersla á sveigjanleika. Áherlsa er á skammtímamarkmið.

Í þjónustulíkani myndar teymi forystu og leiðtoginn er fremstur meðal jafningja (first among equals). Greenleaf talar um að leiðtoginn sé formaður (foreman). Teymið skapar hugmyndir, deilir valdi, ábyrgð og forystu. Samskiptin eru bæði formleg og óformleg og ýta undir sköpun og nýjar lausnir. Áhersla er á langtímamarkmið. Um leið og valdi er dreift er ljóst hverju sinni hver er fremstur meðal jafningja sem tekur úrslitaákvarðanir þegar mikið liggur við.

Hugmyndum Greenleaf um þjónustulíkanið hefur vaxið fiskur um hrygg og birtast til dæmis í hugmyndum um skipulag sem kennt er við ,,holacracy” þar sem áhersla er á hópa sem eru sjálfstæðir og er falin ábyrgð á verkefnum, skipulagi, stjórnun og forystu. Frægust er tilraun Zappos um innleiðingu þessara hugmyndir. Hugmyndin um holacracy er nátengd hugmyndinni um reinventing organization. Þekktasta dæmið frá Buurtzorg í Hollandi sem hefur náð afburðagóðum árangri í heilbrigðisþjónustu með því að fela starfsfólkinu sjálfstæði, sjálfræði og ábyrgð á verkefnum sínum. Hér á landi hefur til dæmis hugbúnaðarfyrirtækið Kolibri starfað eftir svipuðum hugmyndum og m.a. innleitt aðferðir holacracy sem hafa reynst þeim vel.

Um leið og valdi er deilt og ábyrgð er sameiginleg er verklag skýrt og verkferlar allir ljósir þar sem ábyrgð á hverjum þætti liggur fyrir. Margt bendir til þess að þessar nýju áherslur í skipulagi, hugmyndafræði þjónandi forystu, breytingastjórnun og straumlínustjórnun (lean management) fari sérstaklega vel saman og séu vænlegar aðferðir til árangurs.

Robert Greenleaf setti fyrst fram hugmyndir sínar um þjónandi forystu árið 1970 og lýsti þar hversu árangursrík það væri fyrir fyrirtæki og hópa þegar leiðtoginn er í senn leiðtogi og þjónn, skapaði stöðugt jafnvægi á milli þessara tveggja hlutverka. Síðustu árin hefur áhugi á hugmyndum hans aukist verulega og fjöldi bóka, greina og rannsókna um þjónandi forystu vaxið og sömuleiðis áhuginn á hugmyndafræðinni á vettvangi atvinnulífsins. Hérlendis hefur áhugi á þjónandi forystu aukist jafnt og þétt undanfarin ár. Æ fleiri fyrirtæki, félög og stofnanir sýna hugmyndafræðinni áhuga og vinna að því að hagnýta hana í skipulagi, samskiptum, stjórnun og forystu.

Á ráðstefnunni á Bifröst 25. september 2015 fjallaði Einar Svansson, lektor við Háskólann á Bifröst um skipulagsheildir í ljósi þjónandi forystu og byggir umfjöllunina meðal annars á reynslu fyrirtækja sem hafa innleitt holacracy og reinventing organizations. Hér er upptaka af erindi Einars:

Byggt á Robert Greenleaf (1972): The Institution as Servant og Kent M Keith (2008): The Case for Servant Leaderhip

Bifrost - stór

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sjötta ráðstefnan um þjónandi forystu á Háskólanum á Bifröst föstudaginn 25. september 2015 kl. 10 – 15:30. Yfirskrift ráðstefnunnar er: Þjónandi forysta og brautryðjendur. Á ráðstefnunni munu fyrirlesarar og þátttakendur leita svara við spurningunni: ,,Hvernig getur þjónandi forysta verið drifkraftur brautryðjandans?”.

Snemmskráning fyrir 15. ágúst 2015: Þáttökugjald kr. 19.900. Skráning frá og með 15. ágúst 2015: Þátttökugjald kr. 24.900

Drucker Servant

 

 

 

 

 

 

 

thjonandi-forysta-logo

 

 

 

 

 

 

Grotta fjara 2

Filed Under: Accountability, Auðmýkt, Þjónandi forysta, Þjónandi leiðtogi, Ábyrgð, einar svansson, Foresight, Framtíðarsýn, Greenleaf Center, Hlustun, holacracy, Hugmyndafræðin, Humility, jafningi, Robert Greenleaf, Servant leader, Valdar greinar

Birna Dröfn Birgisdóttir hlýtur rannsóknarstyrk bandarísku Greenleaf miðstöðvarinnar – Greenleaf Scholar

June 23, 2015 by Sigrún

Birna Dröfn Birgisdóttir, doktorsnemi við Háskólann í Reykjavík hlaut nýlega rannsóknarstyrkGreenleaf Center for Servant Leadership – Greenleaf Scholars. Doktorsrannsókn Birnu Drafnar er um þjónandi forystu og sköpun og byggir á rannsókn sem fram fór á bráðamóttökudeildum Landspítala.

Í frétt á heimasíðu Greenleaf samtakanna um rannsóknarstyrkinn segir: ,,Birna is a PhD student in the business department at Reykjavik University in Iceland. For her doctoral thesis she has been researching frameworks for creativity since 2012. She received her masters’ degree in International Business from Griffith University in Australia and her bachelor degree in Business Administration from Reykjavik University. Birna has also studied human resource management, Neuro linguistic programming (NLP) and executive coaching.”

BirnaD

Birna Dröfn Birgisdóttir

Filed Under: Birna Dröfn Birgisdóttir, Greenleaf Center, Greenleaf Scholar, Rannsóknarstyrkur, Rannsóknir, Sköpun Tagged With: Greenleaf Scholar, Rannsóknarstyrkur, Sköpun

Þjónandi forysta og brautryðjendur. Ráðstefna á Bifröst 25. september 2015

April 22, 2015 by Sigrún

Sjötta ráðstefnan um þjónandi forystu verður haldin á Bifröst föstudaginn 25. september 2015, kl. 10 – 15.

Yfirskrift ráðstefnunnar er: Þjónandi forysta og brautryðjendur. Fyrirlesarar og þátttakendur munu leita svara við spurningunni: ,,Hvernig getur þjónandi forysta verið drifkraftur brautryðjandans”. 

Fyrirlesarar:

Dr. Carolyn Crippen, Associate professor  Victoria University, Kanada.

Dr. Kasper Edwalds, Senior researcher DTU Kaupmannahöfn.

Gunnar Hólmsteinn, rekstrarstjóri Plain Vanilla.

Hildur Eir Bolladóttir, prestur og rithöfundur  Akureyrarkirkja. 

Einar Svansson, lektor Háskólanum á Bifröst.

Kolfinna Jóhannesdóttir, sveitarstjóri Borgarbyggðar.

Róbert Jack, doktor í heimspeki frá Háskóla Íslands.

Haraldur Líndal Pétursson, forstjóri Johan Rönning

Carolyn Crippen Gunnar-Holmsteinn Kasper Edwards

 

 

 

 

 

Hildur-Eir

 

 

 

 

 

kolfinna_johannesdottir_02a

Samstarfsaðilar:

Fyrirtæki, félög og stofnanir sem hafa áhuga á að vera samstarfsaðilar ráðstefnunnar í haust vinsamlega hafi samband við thjonandiforysta@thjonandiforysta. Sjá hér nánari upplýsingar um tilboð til samstarfsaðila.

Ráðstefnan er skipulögð í samvinnu Þekkingarseturs um þjónandi forystu og Háskólans á Bifröst.

Nánari upplýsingar um dagskrá ráðstefnunnar verða kynntar í júlí nk.

Skráning.

Greiðsla fer fram í gegnum örugga greiðslusíðu Valitor (128 bita dulkóðun, sama og í heimabankanum). Innifalið í þátttökugjaldi eru námsgögn, kaffiveitingar og hádegisverður.

Servant Leadership Conference 25th September 2015.

2011-Kasper-Adda

Mynd frá ráðstefnu um þjónandi forystu 2011

 

Filed Under: Þjónandi forysta, Þjónandi leiðtogi, Brautryðjendur, Carolyn Crippen, Greenleaf Center, Gunnar Hólmsteinn, Hildur Eir Bolladóttir, Kasper Edwalds, Pioneer, Ráðstefnur, Servant leader, Servant leadership, Valdar greinar

Mikilvægi þjónandi forystu fyrir sköpunargleði – Erindi Birnu Drafnar Birgisdóttur á ráðstefnunni 31. október 2014

October 3, 2014 by Sigrún

Á ráðstefnunni um þjónandi forystu á Bifröst 31. október nk. mun Birna Dröfn Birgisdóttir fjalla um mikilvægi þjónandi forystu fyrir sköpunargleði. Erindi Birnu Drafnar byggir á rannsókn sem er hluti af doktorsnámi hennar við Háskólann í Reykjavík. Hún lýsir erindinu svo í stuttu máli:

Sköpunargleði hefur verið rannsökuð í yfir 60 ár og er talin mikilvægur þáttur fyrir samkeppnishæfni fyrirtækja. Skilgreining á sköpunargleði er bæði eitthvað nýtt og eitthvað nytsamlegt og rannsakendur lýsa henni sem hugsanamynstri sem hægt er að þjálfa með leiðsögn og æfingu. Ýmsir þættir geta haft áhrif á sköpunargleði og rannsóknir gefa til kynna að trú fólks á sinni eigin sköpun hefur mikil áhrif. Rannsóknir benda einnig til að yfirmenn geta haft mikil áhrif á hvort að starfsmenn nýti sköpunargleði sína í starfi. Þjónandi forysta er talin vera ein besta tegund forystu til að efla sköpunargleði þar sem leiðtoginn einbeitir sér að ná því besta fram hjá samstarfsfólki sínu. Samband sköpunargleði og þjónandi forystu hefur verið lítið rannsakað og er tilgangur rannsóknarinna að kanna þetta samband ásamt því að skoða áhrif annarra þátta í starfsumhverfinu. Þátttakendur voru starfsmenn á sjúkrahúsi (n=126) sem svörðu spurningalista um viðhorf til þjónandi forystu, sköpunargleði og starfsumhverfis. Niðurstöður sýna jákvætt marktækt samband á milli þjónandi forystu og sköpunargleði þar sem sambandið er sterkara þegar starfshlutverk hvers starfsmanns er skýrt. Niðurstöðurnar benda til þess að þjónandi forysta getur verið mikilvæg fyrir sköpunargleði starfsfólks og þar með árangur fyrirtækja og samkeppnishæfni þeirra.  

Birna Dröfn Birgisdóttir

Birna Dröfn Birgisdóttir

Birna Dröfn Birgisdóttir, er doktorsnemi við Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Meðhöfundar og leiðbeinendur eru: Sigrún Gunnarsdóttir, Viðskiptasviði, Háskólans á Bifröst og Marina Candi, Viðskiptadeild, Háskólans í Reykjavík.

Ráðstefna á Bifröst 31. október 2014 á vegum Háskólans á Bifröst og Þekkingarseturs um þjónandi forystu. Þjónandi forysta: Samskipti og samfélagsleg ábyrgð. Ráðstefnan hefst kl. 10 og lýkur kl. 16. Nánari upplýsingar og skráning er á heimasíðu Þjónandi forystu.

 

Filed Under: Bifröst, Greenleaf Center, Ráðstefnur, Robert Greenleaf

Ábyrgðarskylda og siðferðilegt umboð leiðtogans – James W. Sipe og Don M. Frick

July 25, 2014 by Guðjón Ingi Guðjónsson

Nokkrir fræðimenn hafa notað hugtakið ábyrgðarskylda (e. accountability) til að lýsa athyglisverðum eiginleika þjónandi forystu. Í riti James W. Sipe og Don M. Frick um hinar sjö stoðir þjónandi forystu (The Seven Pillars of Servant Leadership, 2009) kemur fram að ein hinna sjö stoða sé siðferðilega traust umboð leiðtogans. Í því felst að leiðtoginn deilir völdum og ábyrgð, tekur ábyrgð og skapar vinnustaðabrag sem einkennist af ábyrgðarskyldu.

Hvað þarf að gera til þess að vinnustaðabragur einkennist af ábyrgðarskyldu?
Eins og Sipe og Frick benda á er þjónandi forysta ferðalag fyrir hina leitandi en ekki leiðbeiningabæklingur fyrir þá sem vilja láta segja sér fyrir verkum. Þeir telja þó til nokkur grunnatriði og dæmi sem hinn þjónandi leiðtogi getur byggt á í viðleitni sinni til að skapa vinnustaðabrag þar sem ábyrgðarskylda er rík.
Vinnustaðurinn þarf fyrst af öllu að setja sér siðferðilegar grunnreglur áður en almennar reglur um t.d. tilhögun verka eru settar. Því næst þarf að móta stefnu á hinum ýmsu sviðum sem byggir á grunnreglunum og kemur þeim til framkvæmda. Samkvæmt Sipe og Frick felst þarf fyrirtækið enn fremur að vera lærdómsfyrirtæki til þess að ábyrgðarskylda sé áberandi einkenni á starfseminni. Til dæmis má gæta þess að allir hafi aðgang að viðeigandi og nauðsynlegri þekkingu, ekki bara þeirri sem skilar beinlínis árangri heldur einnig þekkingu sem styður við gagnkvæma virðingu og siðferðileg gildi.

Sem dæmi má nefna TDIndustries, sem framleiðir hita- og loftræstibúnað og afgreiðir slíkan búnað þar sem hann hefur verið settur upp, en fyrirtækið hefur ástundað þjónandi forystu um árabil og naut áður ráðgjafar sjálfs Roberts Greenleaf. Stjórnendur hjá TDIndustries, sem á höfuðstöðvar í Texas, tóku ákvörðun um að starfsfólk fengi ókeypis spænskukennslu. Að vísu liðkaði það fyrir viðskiptum við spænskumælandi viðskiptavini en að sögn áhrifamanna innan fyrirtækisins var ákvörðunin ekki síst tekin vegna þess að hún þótti „rétt breytni“ og í samræmi við gildi fyrirtækisins. Ákvörðun um ókeypis spænskunámskeið var leið til að sýna spænskumælandi viðskiptavinum virðingu, sýna þeim að fyrirtækið væri tilbúið að leggja eitthvað á sig til að mæta þeim á heimavelli.

Auk siðferðisreglnanna, stefnunnar og lærdómsins telja Sipe og Frick að vinnustaðabragur sem einkennist af ábyrgðarskyldu þurfi líka að eiga sínar sögur, dæmi- og reynslusögur úr sögu fyrirtækisins sem endurspegla grunngildin og hægt er að byggja á inn í framtíðina. Einnig þurfi hver vinnustaður að fá sinn fögnuð. Robert Greenleaf, upphafsmaður þjónandi forystu á okkar tímum, var innhverfur persónuleiki en þrátt fyrir það lagði hann þónokkuð á sig til að fagna fólki, árangri og hátíðum þar sem hann vann. Ýmist sá hann um það sjálfur á óformlegan hátt eða fékk einhvern tilkippilegan starfsmann til að skipuleggja veislur, t.d. í tilefni stórhátíða. Flugfélagið Southwest Airlines er meðal þekktra þjónandi forystu fyrirtækja en það hefur skipulagt viðburði undir merkjum kærleiksgildisins („Luv“) sem er mikilvægur þáttur í starfsmannastefnu félagsins. Árlega heldur félagið fögnuð kenndan við „Hetjur hjartans“ en Southwest Airlines heldur hjartatákninu mjög mikið á lofti. Í þessum árlegu hátíðahöldum eru ýmsar óþekktar hversdagshetjur úr hinum og þessum kimum og krókum starfseminnar mærðar.

Til þess að skapa brag þar sem ábyrgðarskylda ríkir, þarf siðferðileg grunngildi sem verða undirstaða allrar starfseminnar, sögur sem styðja grunngildin og stefnu sem endurspeglar þau, vilja og sífelld tækifæri til að læra … og gleði.

Heimild: James W. Sipe og Don M. Frick: Seven Pillars of Servant Leadership: Practicing the Wisdom of Leading by Serving. Paulist Press, 2009.

James W. Sipe er sálfræðingur og ráðgjafi á sviði forystu og stjórnunar. Don M. Frick er doktor í forystu- og skipulagsfræðum og starfar m.a. við ráðgjöf á því sviði. Frick vann við Greenleaf-stofnunina í Bandaríkjunum í fimm ár og skrifaði m.a. ævisögu Roberts Greenleaf.

seven_pillars_of_servant_leadership

Filed Under: Greenleaf Center, Hugmyndafræðin, Robert Greenleaf

Tíu einkenni þjónandi leiðtoga samkvæmt Larry Spears

July 22, 2014 by Guðjón Ingi Guðjónsson

Robert K. Greenleaf skrifaði grundvallarrit sitt um þjónandi forystu, The Servant as Leader, árið 1970. Næstum þrír áratugir liðu þar til fyrstu tilraunir voru gerðar til að greina meginþætti hugmyndafræðinnar um þjónandi forystu eða lýsa helstu hegðunareinkennum þjónandi leiðtoga. Nú eru hugtakalistar og líkön um þjónandi forystu komin vel á annan tug og í því ljósi er áhugavert að líta til fyrstu tilraunarinnar til að kerfisbinda þjónandi forystu. Heiðurinn af henni á Larry C. Spears, sem var forstöðumaður Greenleaf-setursins (The Robert K. Greenleaf Center for Servant Leadership) á árunum 1990-2007 en stofnaði árið 2008 eigið setur, Larry C. Spears Center for Servant Leadership og hefur verið forstöðumaður þess upp frá því. Árið 1998 gaf Greenleaf-setrið út bókina The Power of Servant Leadership í ritstjórn Spears en hún hefur að geyma átta ritgerðir eftir Robert Greenleaf. Í inngangi bókarinnar lýsir Spears þeim tíu einkennum þjónandi leiðtoga sem hann telur mikilvægasta og byggir niðurstöðuna á vandlegum lestri ritgerða Greenleafs.

1. Hlustun. Hinn þjónandi leiðtogi hlustar af athygli á það sem sagt er (og það sem ekki er sagt!). Hlustun nær líka til þess að átta sig á sinni eigin innri rödd og hverju eigin líkami, hugur og sál vilja koma til skila. Hlustun er algjörlega nauðsynleg til þess að verða þjónandi leiðtogi og vaxa sem slíkur.

2. Hluttekning. Hinn þjónandi leiðtogi leitast við að skilja aðra og sýna meðlíðan. Hann hafnar ekki fólki þótt hann hann neiti að samþykkja hegðun þess eða frammistöðu. Þjónandi leiðtogi trúir á hið góða í fólki. Þjónandi leiðtogar ná mestum árangri nái þeir leikni í að hlusta af hluttekningu.

3. Græðing. Einn helsti styrkleiki þjónandi forystu er möguleikinn á að græða eigið sjálf og samband sitt og samskipti við aðra. Hinn þjónandi leiðtogi græðir andleg sár, t.d. bugaðan anda og sárindi, bæði eigin sár og annarra. Algengt er að fólk beri slík sár og leiðtogar eru í þeirri stöðu að þeir hafa tækifæri til að láta að sér kveða að þessu leyti. Græðing styrkir fólk og bætir.

4. Vitund. Vitund felst í að átta sig almennt á umhverfinu, en þó ekki síst sjálfri/sjálfum sér. Vitund eykur skilning á valdi, gildum og siðferði. Með aukinni vitund áttar leiðtoginn sig betur á heildarsamhenginu, athygli hans eykst og næmni fyrir umhverfinu.

5. Sannfæring. Leiðtoginn reiðir sig ekki á stöðuvald sitt, heldur kemur hann sínu fyrst og fremst til leiðar með „sannfæringu“. Hann reynir að sannfæra aðra um afstöðu sína frekar en að þvinga fram hlýðni. Í þessu atriði opinberast einna best munurinn á þjónandi forystu og hinum hefðbundna valdboðshugsunarhætti. Þjónandi leiðtogi er leikinn í að finna samhljóm innan starfshóps.

6. Hugmyndaafl. Þjónandi leiðtogar rækta hæfileikann til að dreyma stóra drauma. Hæfileikinn til að nálgast vandamál og viðfangsefni með hugmyndaaflinu felur í sér að hugsa lengra en raunveruleiki hversdagsins nær, hugsa til lengri tíma og á breiðari grunni.

7. Framsýni. Framsýnin er náskyld hugmyndaaflinu, en er hæfileikinn til að sjá fyrir líklega framvindu atburða og aðstæðna. Framsýni er erfitt að skilgreina en þekkist þegar hún er til staðar. Framsýni byggir á reynslu af liðnum atburðum, þeim veruleika sem blasir við og mati á líklegum afleiðingum ákvörðunar á framtíðina. Framsýni byggir einnig á innsæi okkar.

8. Ráðsmennska. Ráðsmennska felur í sér verkefni „ráðsmannsins“, að gæta einhvers fyrir einhvern annan, þ.e. gæta fyrirtækis eða stofnunar fyrir samfélagið. Stjórnendur, stjórn og starfsfólk stofnunar hafa öll mikilvægu hlutverki að gegna við að annast stofnunina með hagsmuni samfélagsins að leiðarljósi. Í ráðsmennsku felst skuldbinding við að þjóna þörfum annarra og að beita hreinskilni og sannfæringu frekar en stjórnun.

9. Ræktarsemi við framfarir fólks. Þjónandi leiðtogar trúa því að fólk hafi gildi í sjálfu sér sem sé óháð framlagi þess sem starfsfólk. Þjónandi leiðtogar leggja því rækt við framfarir og þroska hvers einstaklings í þeim hópi sem hann veitir forystu. Þjónandi leiðtogi áttar sig á þeirri miklu ábyrgð sem hann ber á að beita öllum ráðum til að styðja einstaklingsþroska samstarfsmanna og framfarir þeirra í starfi. Í þessu getur m.a. falist að sjá til þess að til reiðu sé fjármagn til starfsmenntunar, að sýna áhuga á hugmyndum og tillögum allra, hvetja til þátttöku starfsmanna í ákvörðunum og veita þeim sem sagt hefur verið upp störfum virka aðstoð í atvinnuleit.

10. Samfélagsmyndun. Þjónandi leiðtogi vill bæta upp það sem tapaðist þegar stórar stofnanir tóku við staðbundnum samfélögum sem mótandi afl í tilveru fólks. Hann reynir því að finna leiðir til að mynda raunverulegt samfélag meðal samstarfsfólks.

Spears tók fram að listinn væri ekki tæmandi yfir meginþætti þjónandi forystu en þjónaði hins vegar því hlutverki að koma inntaki hugmyndafræðinnar til skila til þeirra sem eru reiðubúnir að takast á við þá áskorun sem í henni felst.

Larry and PSL, 504KB

Larry Spears / http://www.spearscenter.org

Heimildir: 

The Power of Servant Leadership. Safn ritgerða eftir Robert Greenleaf. Ritstj. Larry C. Spears.

Larry C. Spears (2010): „Character and Servant Leadership: Ten Characteristics of Effective, Caring Leaders.“ The Journal of Virtues & Leadership, 1. árg., bls. 25-30. School of Global Leadership & Entrepreneurship, Regent-háskóla, Virginíu. http://www.regent.edu/acad/global/publications/jvl/vol1_iss1/Spears_Final.pdf

The Spears Center for Servant-Leadership: „Larry C. Spears, President & CEO“, http://www.spearscenter.org/about-larry.

Filed Under: Greenleaf Center, Hugmyndafræðin, Rannsóknir, Robert Greenleaf

Fann Robert K. Greenleaf upp þjónandi forystu? – Greenleaf Iceland

May 19, 2014 by Guðjón Ingi Guðjónsson

Þótt Robert K. Greenleaf hafi verið fyrstur til að nota hugtakið ,,Þjónand forysta” (e. Servant Leadership) var hann ekki beinlínis fyrstur til að fjalla um þá forystuhætti sem hugtakið lýsir. Sjálfur leit hann ekki svo á að hann hefði ,,fundið upp” þjónandi forystu. Þjónandi leiðtogar hafa alltaf verið til og Greenleaf vísaði margoft í fyrirmyndir úr bókmenntum og mannkynssögunni langt aftur í aldir. Má þar nefna biblíusögur, 18. aldar kvekarann John Woolman og 19. aldar stjórnmálamanninn og fjölfræðinginn Frederik Grundtvig. Bent hefur verið á líkindi við heimspeki- og stjórnmálafræðihugsun aftur úr miðöldum og fornöld, þar á meðal rit hins kínverska Lao-Tzu frá 6. öld f.Kr., indverska fræðimanninn Chanakya frá 4. öld f. Kr. og trúarrit á borð við Kóraninn.

En Robert K. Greenleaf skapaði ekki aðeins hugtakið “þjónandi forysta”. Skrif hans um forystu og samfélagsmálefni undir formerkjum þjónandi forystu voru það brautryðjandastarf sem skapaði þjónandi forystu sess sem hugmyndafræði og valmöguleika í forystufræðum og gerði komandi kynslóðum fært að ræða saman um fyrirbærið, rannsaka það og tileinka sér. Greenleaf er því rétt nefndur upphafsmaður þjónandi forystu sem hugmyndafræði og samfélagshreyfingar. Ekki er þó síður mikilvæg miðstöðin sem Greenleaf stofnaði árið 1964 utan um hugmyndir sínar í forystu- og samfélagsfræðum, sem upphaflega hét The Center for Applied Ethics en síðar The Greenleaf Center for Servant Leadership. Greenleaf-setrið hefur aðsetur í Westfield í Indiana-ríki og heldur enn í dag úti þróttmikilli starfsemi á sviði útgáfu og ráðgjafar, útvegar framsögumenn og heldur námskeið og ráðstefnur. Greenleaf-setrið á fjórar systur-stofnanir í Bretlandi, Hollandi, Singapúr og á Íslandi.

Undirbúningur að stofnun Greenleaf-setursins á Íslandi byrjaði árið 2006. Félagsskapur áhugafólks um þjónandi forystu var í sambandi við Greenleaf-miðstöðina vestra frá því ári og hefur miðstöðin verið innan handar við skipulag ráðstefna, málþinga og annarra viðburða auk samráðs um rannsóknir. Í júní 2008 sótti félagsskapurinn loks um samstarfssamning við Greenleaf-miðstöðina. Á þeim tíma var Greenleaf-miðstöðin að endurskoða samstarf sitt við systurstofnanir í öðrum löndum og vildi svo til að Greenleaf-setrið á Íslandi varð fyrsta samstarfsstofnun Greenleaf-miðstöðvarinnar samkvæmt nýju fyrirkomulagi. Miðstöðin samþykkti samstarf við félagsskapinn árið 2009 og var samstarfssamningur undirritaður með Kent M. Keith, þáverandi forstöðumanni Greenleaf-miðstöðvarinnar við hátíðlega athöfn í Skálholtskirkju á ráðstefnu félagsins í mars 2010.

Greenleaf-setrið á Íslandi (Greenleaf Iceland) hefur nú átt í farsælu samstarfi við Greenleaf-miðstöðina í Westfield í átta ár og verið í fjölþjóðlegri fjölskyldu Greenleaf-stofnana frá árinu 2009. Greenleaf-setrið á Íslandi sinnir kynningu á þjónandi forystu og rannsóknum á hugmyndafræðinni og áhrifum hennar og er stoltur þátttakandi í þeirri starfsemi sem Robert K. Greenleaf kom á laggirnar og byggir á arfleifð hans.

Hér eru nokkrar myndir frá starfi Þekkingarseturs um þjónandi forystu, Greenleaf Center Iceland.






Ráðstefnugestir 2013







 

Filed Under: Greenleaf Center

Sumar 2012. Kent M. Keith nýr framkvæmdastjóri Greenleaf Center for Servant Leadership Asia, Singapore.

July 21, 2012 by Sigrún

Dr. Kent M. Keith hefur lokið störfum við Greenleaf Center for Servant Leadership í Bandaríkjunum og tekur við starfi framkvæmdastjóra (CEO) Greenleaf Center for Servant Leadership Asia sem er staðsett í Singapore.

Kent er dyggur bakhjarl Þekkingarseturs um þjónandi forystu hér á landi (Greenleaf Center Iceland) sem er ein af fjórum miðstöðvum um þjónandi forystu sem starfa samkvæmt samningi og undir merkjum Greenleaf Center for Servant Leadership. Á heimasíðu samtakanna í Bandaríkjunum má lesa nánar um alþjóðlegt starf Greenleaf Center for Servant Leadership.

Kent M. Keith hélt erindi á fyrstu ráðstefnunni hér á landi um þjónandi forystu þann 20. júní 2008 og var erindi hans sérstaklega áhugavert og eftirminnilegt (ráðstefnuritið má nálgast hér).

Í mars 2010 kom Kent aftur hingað til lands og stýrði þá  mjög fræðandi námsstefnu um þjónandi forystu og við það tilefni var undirritaður samningur um starf Þekkingarsetursins hér á landi (rit um námsstefnuna má nálgast hér).

Að lokinni námsstefnunni flutti Kent erindi í hátíðasal Háskóla Íslands. Var hvert sæti hátíðarsalarins skipað einstaklingum hvaðanæva úr samfélaginu og mæltist erindi Kent einkar vel fyrir.

Þekkingarsetur um þjónandi forystu hér á landi óskar Kent M Keith og fjölskyldu hans velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi með ósk um áframhaldandi gott og gefandi samstarf.

Filed Under: Greenleaf Center

  • 1
  • 2
  • Next Page »

Fylgstu með okkur

  • Facebook
  • Twitter
  • YouTube

Þjónandi forysta í hnotskurn

Í stuttu máli má lýsa þjónandi forystu sem samspili þriggja meginstoða sem allar eru innbyrðis tengdar og mynda eina heild:

1) Fyrsta stoðin er einlægur áhugi á hugmyndum og hagsmunum annarra sem birtist með einbeittri hlustun og aðgerðum sem efla aðra og aðstoða þá til að blómstra og að njóta sín.

2) Önnur stoðin er vitun og sjálfsþekking sem birtist í sjálfsöryggi, auðmýkt og hugrekki.

3) Þriðja stoðin er framsýni og skörp sýn á hugsjón sem birtist með sýn á tilgang og ábyrgðarskyldu.

Segja má að fyrstu tvær stoðirnar myndi þjónustuhluta þjónandi foyrstu og þriðja stoðin myndar forystuhlutann. Sjá nánari lýsingu hér.

Líkanið sem hér er lýst byggir á hugmyndum Robert K. Greenleaf sem upphafsmaður þjónandi forystu og birti fyrsta rit sitt um hugmyndina árið 1970 og segir þar m.a.: ,,Þjónandi leiðtogi er í fyrsta lagi þjónn. […] Það byrjar með eðlislægri tilfinningu um að vilja þjóna, að þjóna fyrst. Síðar leiðir meðvituð ákvörðun viðkomandi til forystu. Slíkur einstaklingur er ólíkur þeim sem er fyrst leiðtogi, líklega vegna takmarkaðrar löngunar til valda og efnislegra gæða. (Greenleaf, 1970/2008, 15). Sjá nánar hér.

Copyright © 2023 · News Pro Theme on Genesis Framework · WordPress · Log in

 

Loading Comments...