Þjónandi forysta

  • Þekkingarsetur, viðburðir
    • Ráðstefnur hér á landi frá 2008
      • Ráðstefna um þjónandi forystu á Bifröst 25. september 2015
      • Ráðstefna á Bifröst 31. október 2014 – Dagskrá
      • Samstaða og árangur – Ráðstefna 14. júní 2013
  • Pistlar
  • Rannsóknir, greinar & bækur
    • Þjónandi forysta í hnotskurn
    • Í atvinnulífinu
    • Líkan Dirk van Dierendonck um þjónandi forystu
    • Íslenskar rannsóknir
  • Fréttabréf
  • Hafa samband
  • English
You are here: Home / Archives for þjónn verður leiðtogi

Þjónn fólksins

March 6, 2022 by Sigrún

Volodymyr Zelensky forseti Ukraínu hefur stigið fram sem áhrifamikill leiðtogi sem hefur sameinað þjóð sína og uppörvað hana á örlagaríkum tímum innrásar í landið. Zelenskyy hefur ekki síst vakið athygli fyrir að koma fram sem jafningi fólksins og hefur bókstaflega stigið fram sem leiðtogi sem er fremstur meðal jafningja.

Framganga Zelensky á tímum innrásarinnar í Úkraníu sýnir forystu sem mótast af einlægum vilja til þjóna sem og hugrekki og járnvilja til að efla varnir lands og þjóðar.

Þessar áherslur og aðgerðir Zelensky hafa vakið athygli og aðdáun um heim allan og í viðtali á RÚV 6. mars s.l. talaði Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands um Zelensky sem ,,þjóðhetju Úkraínumanna og tákn hugrekkis“ og að Zelensky væri ,,táknmynd þess sem er gott og gilt í þjóðarleiðtoga“.

Þjónn fólksins
Aðdragandi forsetatíðar Zelensky er hlutverk hans sem forseti Úkraínu í sjónvarpsþætti sem bar heitið Þjónn fólksins (Servant of the People). Þessi reynsla leiddi síðar til framboðs hans til forseta undir nafni stjórnmálaflokks sem ber sama heiti og sjónsvarpsþátturinn. Zelensky hlaut 73% atkvæða í forsetakosningunum og nýtur nú sívaxandi trausts meðal þjóðarinnar.


Þjónn sem verður leiðtogi

Leiðtogi sem fléttar saman mýkt þjónsins og staðfestu forystunnar endurspeglar megináherslur hugmyndafræði þjónandi forystu sem snúast um 1) einlægan áhuga á hagsmunum annarra, 2) auðmýkt sem byggir á innra öryggi og 3) stefnu sem sameinar fylgjendur. Í þjónandi forystu er leitast við að skapa jafnvægi mildi og festu; ástríki og aga; frelsis og ábyrgðar.


Adam Grant prófessor við Wharton háskólann og höfundur fjölmargra bóka um stjórnun og forystu er einn þeirra sem hefur fjallað um einstaka forystuhæfileika og hugrekki Zelensky. Grant skrifar um einstaka hæfileika Zelensky að geta fléttað saman mjúka og harða hlið leiðtogans; að geta þjónað fólkinu og að gera barist fyrir fólkið. Grant lýsir forystu Zelensky meðal annars þessum orðum:


Við fylgjum leiðtogum sem berjast fyrir okkur og við færum fórnir fyrir leiðtoga sem þjóna okkur

We follow the leaders who fight for us—and we make sacrifices for the leaders who serve us

Árangur þjónandi forystu kemur fram í rannsóknum og nýlegum dæmum sem sýna að áherslur og aðferðir þjónandi forystu reynast árangursríkar í forystu þjóðarleiðtoga eins og framganga Jacindu Ardern forsætisráðherra Nýja Sjálands sýnir meðal annars. Gagnsemi þjónandi forystu hefur jafnframt komið sérstaklega fram á tímum kreppu, til dæmis í árangri ýmissa leiðtoga á tímum Covid-19.

Áhugi á þjónandi forystu hefur aukist undanfarin ár og rannsóknri sýna að hún getur skilað góðum árangri og eflt vellíðan víða í samfélaginu, meðal annars í heilbrigðisþjónustu og í skólum. Þjónandi forysta getur haft góð áhrif á ferðaþjónustu og styrkt árangur íþróttaþjálfunar. Þá getur hagnýting þjónandi forystu haft góð áhrif á rekstur og árangur flugfélaga og haft góð áhrif á líðan og árangur starfsfólks á almennum markaði.

Mynd: https://www.labour.org.nz/jacindaardern

Filed Under: Auðmýkt, Þjónandi forysta, Ábyrgðarskylda, þjónn verður leiðtogi, einlægur áhugi, Hlustun

Markmið og draumar. Þjónn verður leiðtogi. Ný íslensk þýðing fyrsta rits Greenleaf

July 10, 2018 by Sigrún

Nýverið kom út íslensk þýðing fyrsta rits Robert K. Greenleaf um þjónandi forystu: Þjónn verður leiðtogi.  Ritið var fyrst gefið út árið 1970 og hefur verið þýtt á fjölda tungumála.

Í ritinu fjallar Greenleaf um meginþætti hugmyndar sinnar um þjónandi forystu meðal annars um hlutverk leiðtogans að setja markmið sem vísar til þess að hafa skýran tilgang og að skapa stóran draum:

Orðið „markmið“ er hér notað í þeirri sérstöku merkingu að vísa til hins alltumlykjandi tilgangs, hins stóra draums, draumsýnarinnar, hinnar endanlegu fullkomnunar sem maður nálgast en nær aldrei í raun. Þetta er eitthvað sem eins og sakir standa er utan seilingar, eitthvað til að leitast við að ná, til að færast í áttina að eða verða. Þetta er þannig sett fram að það gefur ímyndunaraflinu lausan tauminn og skorar á fólk að vinna að einhverju sem það veit ekki enn hvernig það á fyllilega að framkvæma, einhverju sem það getur verið stolt af á meðan það færist í áttina að því.

Sérhvert afrek hefst á markmiði, en ekki bara einhverju markmiði og það er ekki bara einhver sem setur það fram. Sá sem setur markmiðið fram þarf að vekja traust, sérstaklega ef um er að ræða mikla áhættu eða draumkennt markmið, því að þeir sem fylgja eru beðnir að sættast á áhættuna með leiðtoganum. Leiðtogi vekur ekki traust nema maður hafi trú á gildum hans og hæfni (þar á meðal dómgreind) og nema hann hafi nærandi anda (enþeos*) sem mun styðja þróttmikla eftirsókn eftir markmiði.

Fátt gerist án draums. Og til að eitthvað stórt geti gerst, þarf stór draumur að vera til staðar. Á bak við sérhvert mikið afrek er einhver sem dreymir stóra drauma. Til að gera drauminn að veruleika þarf mun meira en þann sem dreymir en draumurinn þarf fyrst að vera til staðar.

Robert K. Greenleaf (2018): Þjónn verður leiðtogi, bls. 28

*Forngríska orðið enþeos merkir að vera uppfullur af guðlegum anda.

Þjónn verður leiðtogi (þýð. Róbert Jack) er til sölu í bókaverslunum og í vefverslun Iðnú.

Filed Under: Accountability, Auðmýkt, Þjónn verður leiðtogi, þjónn verður leiðtogi, Bók, Hlustun, Humility, Iðnú, Listening

Þjónn verður leiðtogi – Íslensk þýðing á fyrsta riti Robert K Greenleaf: The Servant as Leader

April 6, 2018 by Sigrún

Langþráðum áfanga er nú náð þegar fyrsta rit Robert K. Greenleaf um þjónandi forystu ,,The Servant as Leader” hefur verið gefið út í íslenskri þýðingu.

Bókin er gefin út af Þekkingarsetri um þjónandi forystu í samvinnu við Iðnú og samkvæmt samningi við Greenleaf Center for Servant Leadership.

Róbert Jack þýddi ritið og Sigrún Gunnarsdóttir er ábyrgðarmaður íslensku útgáfunnar.

Bókin er nú til sölu í vefverslun Iðnú og von bráðar í bókaverslunum um land allt.

 

Filed Under: Accountability, Auðmýkt, Þjónandi forysta, Þjónandi leiðtogi, Þjónn verður leiðtogi, Ábyrgð, Ábyrgðarskylda, Íslensk þýðing, þjónn verður leiðtogi, Bók, Fyrsta bók Greenleaf, Hlustun, Listening, Robert Greenleaf, Servant as leader

Fylgstu með okkur

  • Facebook
  • Twitter
  • YouTube

Þjónandi forysta í hnotskurn

Í stuttu máli má lýsa þjónandi forystu sem samspili þriggja meginstoða sem allar eru innbyrðis tengdar og mynda eina heild:

1) Fyrsta stoðin er einlægur áhugi á hugmyndum og hagsmunum annarra sem birtist með einbeittri hlustun og aðgerðum sem efla aðra og aðstoða þá til að blómstra og að njóta sín.

2) Önnur stoðin er vitun og sjálfsþekking sem birtist í sjálfsöryggi, auðmýkt og hugrekki.

3) Þriðja stoðin er framsýni og skörp sýn á hugsjón sem birtist með sýn á tilgang og ábyrgðarskyldu.

Segja má að fyrstu tvær stoðirnar myndi þjónustuhluta þjónandi foyrstu og þriðja stoðin myndar forystuhlutann. Sjá nánari lýsingu hér.

Líkanið sem hér er lýst byggir á hugmyndum Robert K. Greenleaf sem upphafsmaður þjónandi forystu og birti fyrsta rit sitt um hugmyndina árið 1970 og segir þar m.a.: ,,Þjónandi leiðtogi er í fyrsta lagi þjónn. […] Það byrjar með eðlislægri tilfinningu um að vilja þjóna, að þjóna fyrst. Síðar leiðir meðvituð ákvörðun viðkomandi til forystu. Slíkur einstaklingur er ólíkur þeim sem er fyrst leiðtogi, líklega vegna takmarkaðrar löngunar til valda og efnislegra gæða. (Greenleaf, 1970/2008, 15). Sjá nánar hér.

Copyright © 2023 · News Pro Theme on Genesis Framework · WordPress · Log in

 

Loading Comments...