Þjónandi forysta

  • Þekkingarsetur, viðburðir
    • Ráðstefnur hér á landi frá 2008
      • Ráðstefna um þjónandi forystu á Bifröst 25. september 2015
      • Ráðstefna á Bifröst 31. október 2014 – Dagskrá
      • Samstaða og árangur – Ráðstefna 14. júní 2013
  • Pistlar
  • Rannsóknir, greinar & bækur
    • Þjónandi forysta í hnotskurn
    • Í atvinnulífinu
    • Líkan Dirk van Dierendonck um þjónandi forystu
    • Íslenskar rannsóknir
  • Fréttabréf
  • Hafa samband
  • English
You are here: Home / Archives for vald

Íslenskar rannsóknir og áhugaverðar greinar um þjónandi forystu.

March 8, 2016 by Sigrún

Nokkrar rannsóknir um þjónandi forystu hafa verið framkvæmdar hér á landi og ná til einstaklinga á ýmsum sviðum samfélagsins. Um er að ræða rannsóknir sem nýta ýmsar rannsóknaraðferðir, bæði  spurningalistakannanir og eigindlegar rannsóknir með viðtölum. Nokkrar rannsóknanna hafa verið birtar sem ritrýndar greinar, sjá nánari umfjöllun um rannsóknirnar hér.

Spurningalistakannanir um þjónandi forystu hér á landi eru unnar í samstarfi Þekkingarseturs um þjónandi forystu í samvinnu við Dr. Dirk van Dierendonck við Erasmusháskólann í Hollandi þar sem byggt er á SLS mælitækinu. Umsjón með rannsóknunum hér á landi og rétthafi íslensku útgáfu SLS mælitækisins er Dr. Sigrún Gunnarsdóttir. Rannsóknirnar hér á landi mynda eina heild og eru niðurstöður greindar miðað við einstaka hópa og einnig sem heild. Rannsóknirnar ná til ýmissa sviða samfélagsins, vinnustaða og stofnana.

Nám í þjónandi forystu í samvinnu við Þekkingarsetur um þjónandi forystu er í boði við Háskólann á Bifröst og við Háskólann á Akureyri. Auk þess býður Þekkingarsetrið ýmis námskeið, kynningar og leiðsögn um þjónandi forystu og er áhugasömum bent á að hafa samband með því að senda póst til: sigrun@thjonandiforysta.is.

Haustið 2016 verður haldið hér á landi rannsóknaþing um þjónandi forystu þar sem sérfræðingar víða að í heiminum hittast til skrafs og ráðagerða um rannsóknir á sviðinu. Þingið er einkum ætlað rannsakendum á sviði þjónandi forystu en nokkur sæti verða til sölu fyrir þau sem hafa áhuga á að taka þátt í þinginu án vísindalegs framlags. Nánari upplýsingar um þingið eru hér.

Idea Greenleaf

 

Filed Under: Auðmýkt, Þjónandi forysta, Þjónandi leiðtogi, Ábyrgð, Íslenskar greinar, Íslenskar rannsóknir, Bifröst, Dirk van Dierendonck, einlægur áhugi, Foresight, Framsýni, Framtíðarsýn, Greenleaf Center, Hlustun, Humility, Intrinsic motivation, jafningi, MSc rannsókn, Persuation, Rannsóknir, Robert Greenleaf, Sameiginlegur draumur, Samfélagsleg ábyrgð, Servant leader, Servant leadership, sjálfsþekking, Sköpun, Starfsánægja, Starfsumhverfi, The Servant as Leader, Tilgangur, Traust, vald, Valdar greinar, Vision, Vitund, Yfirsýn

Skipulag og þjónandi forysta. Erindi Einars Svanssonar á ráðstefnuninni á Bifröst 25. september 2015

September 8, 2015 by Sigrún

Einar Svansson, lektor við Háskólann á Bifröst mun fjalla um Skipulag og þjónandi forysta á ráðstefnuninni á Bifröst 25. september 2015. Einar hefur langa reynslu af rannsóknum og kennslu um skipulag fyrirtækja, stofnana og félaga og mun nú tengja fræðin og hagnýta reynslu við þjónandi forystu. Einar lýsir inntaki erindis síns með þessum orðum:

Skipulag verður fyrst skoðað stuttlega í sögulegu samhengi, hefðbundnar kenningar um ábyrgð og vald sem byggjast á framleiðsluiðnaði allt frá Iðnbyltingu til bandarískra stórfyrirtækja á 20. öldinni. Vald var staðsett efst í bröttum pýramída og æðstu stjórnendur nánast einráðir og gáfu fyrirskipanir að ofan. Því næst verða reifaðar birtingarmyndir skipulags sem komið hafa fram á síðustu áratugum, allt frá Morgan til Mintzberg. Sérstök áhersla verður síðan á fyrirtæki sem komu fram með nýjungar í átt til aukinnar valddreifingar og teymisvinnu. Reifuð sagan af Jan Carlsson forstjóra SAS frá 1981-1994 sem snéri pýramídanum á hvolf; talað um Ricardo Semler og tilraunir hans með iðnaðarlýðræði í brasilíska fyrirtækinu Semco 1988-2004. Í lokin verður fjallað um ný fyrirtæki sem byggja á starfsmannalýðræði og heildarstjórnun (e. holocracy) annarsvegar bandaríska fyrirtækið Zappos og hið íslenska Kolibri. INNFORM, ný rannsókn á skipulagi 280 stærstu íslensku fyrirtækjanna verður kynnt stuttlega og tengd umræðu um sögulega þróun og raundæmi. Hugleiðingar í lokin verða með áherslu á þjónandi forystu og staðsetningu og gildi hennar varðandi nútímalegt skipulag.

Hér er stutt grein um þjónandi forystu og nýjar hugmyndir um skipulag.

Upptaka á erindi Einars Svanssonar á ráðstefnunni á Bifröst 25. september 2015:

Ráðstefna um þjónandi forystu á Bifröst 25. september 2015

Skráning

Sjötta ráðstefnan um þjónandi forystu verður haldin á Háskólanum á Bifröst föstudaginn 25. september 2015 kl. 10 – 15:30. Yfirskrift ráðstefnunnar er: Þjónandi forysta og brautryðjendur.

Á ráðstefnunni munu fyrirlesarar og þátttakendur leita svara við spurningunni: ,,Hvernig getur þjónandi forysta verið drifkraftur brautryðjandans?”.

Bifrost JJ

Ráðstefna um þjónandi forystu á Bifröst 25. september 2015

Skráning

Filed Under: Þjónandi forysta, Þjónandi leiðtogi, Bifröst, Brautryðjendur, einar svansson, Fyrirlestrar, holacracy, kolibri, Pioneer, Ráðstefnur, skipulag, vald, Valdar greinar, zappos

Fylgstu með okkur

  • Facebook
  • Twitter
  • YouTube

Þjónandi forysta í hnotskurn

Í stuttu máli má lýsa þjónandi forystu sem samspili þriggja meginstoða sem allar eru innbyrðis tengdar og mynda eina heild:

1) Fyrsta stoðin er einlægur áhugi á hugmyndum og hagsmunum annarra sem birtist með einbeittri hlustun og aðgerðum sem efla aðra og aðstoða þá til að blómstra og að njóta sín.

2) Önnur stoðin er vitun og sjálfsþekking sem birtist í sjálfsöryggi, auðmýkt og hugrekki.

3) Þriðja stoðin er framsýni og skörp sýn á hugsjón sem birtist með sýn á tilgang og ábyrgðarskyldu.

Segja má að fyrstu tvær stoðirnar myndi þjónustuhluta þjónandi foyrstu og þriðja stoðin myndar forystuhlutann. Sjá nánari lýsingu hér.

Líkanið sem hér er lýst byggir á hugmyndum Robert K. Greenleaf sem upphafsmaður þjónandi forystu og birti fyrsta rit sitt um hugmyndina árið 1970 og segir þar m.a.: ,,Þjónandi leiðtogi er í fyrsta lagi þjónn. […] Það byrjar með eðlislægri tilfinningu um að vilja þjóna, að þjóna fyrst. Síðar leiðir meðvituð ákvörðun viðkomandi til forystu. Slíkur einstaklingur er ólíkur þeim sem er fyrst leiðtogi, líklega vegna takmarkaðrar löngunar til valda og efnislegra gæða. (Greenleaf, 1970/2008, 15). Sjá nánar hér.

Copyright © 2023 · News Pro Theme on Genesis Framework · WordPress · Log in

 

Loading Comments...