Haustið 2019 hóf hópur nemenda meistaranám í þjónandi forystu við Háskólann á Bifröst. Ein í þessum hópi er Ingibjörg Ósk Erlendsdóttir sem hafði haft áhuga á þjónandi forystu í nokkur ár, fannst hugmyndin áhugaverð og lýsir aðdraganda þess að hún fór í námið: ,,Ég heyrði fyrst af þjónandi forystur þegar ég sat fyrirlestur hjá Sigrúnu Gunnarsdóttur árið 2014. Ég man hvað ég heillaðist af fræðunum, svo var það ekki fyr en 2019 sem ég ákvað að láta slag standa og sé ekki eftir því.“ Hér á eftir lýsir Ingibjörg sýn sinni á þjónandi forystu og reynslu sinni af náminu á Bifröst.
Fræði sem eiga svo svakalega vel við þúsaldarkynslóðina
Meistaranámið í þjónandi forystu felur í sér bæði fræðilega nálgun og hagnýta tengingu. Ingibjörg segir ánægjulegt að sjá hve margar rannsóknir sýna fram á árangur fyrirtækja af þjónandi forystu sem hefur mikil áhrif á starfsánægju. ekki síst hjá nýjum kynslóðum ,,í raun hafa allar rannsóknir sýnt fram á aukna starfsánægju”. Þekkingu um þjónandi forystu hefur fleygt hratt fram undanfarin ár en hugmyndin á rætur í gömlum kenningum. Ingibjörg segir tengingu þjónandi forystu við nýjar kynslóðir mjög áhugaverða og að sjá: ,,hve gömul fræðin eru en eiga svo svakalega vel við þúsaldarkynslóðina. Eftir að hafa sökkt mér í fræðin er þjónandi forysta klálega framtíðin.“ .
Þetta er mildi og festa, fín lína, en gríðarlega mikilvægt að ná listinni við að flétta þetta tvennt saman til að uppskera
Þegar Ingibjörg er beðin um að lýsa þjónandi forysta með sínum orðum segir hún: ,,þjónandi forysta snýst mikið um hlustun og áhuga, hvaða starfsmenn vilja ekki að þeim sé sýndur áhugi? En líka um hugrekki og ábyrgðina sem þjónandi leiðtogar verða að vera meðvitaðir um. Þetta er mildi og festa, fín lína, en gríðarlega mikilvægt að ná listinni við að flétta þetta tvennt saman til að uppskera.
Námið hefur gert mig víðsýnni, auðmýkri en jafnframt hugrakkari.“
Ingibjörg segir námið áhugavert, vera mjög hagnýtt og nýtast í starfi og líka fyrir hana sjálfa sem einstakling og verkefnin í náminu feli í sér að rýna bæði fræðin og sjálfa sig: ,,Það er einstakt að vera í þessu námi og jafnframt í vinnu og geta tengt fræðin strax við vinnuna, yfirfærslan verður svo sterk. Þjónandi forysta er virkilega spennandi fræði sem eru í raun einföld en list að fara með. Ég hef líka öðlast betri þekkingu á sjálfri mér, ég held meira að segja að ég sé orðin betri manneskja, móðir, maki og vinur. Að iðka ígrundun er svo gagnlegt, verða betri í dag en í gær. Læra af reynslunni, bregðast öðru vísi við erfiðum aðstæðum. Námið hefur gert mig víðsýnni, auðmýkri en jafnframt hugrakkari.“
Meistaranám í Forystu og stjórnun með áherslu á þjónandi forystu.
Háskólinn á Bifröst býður upp meistaranám í Forystu og stjórnun með áherslu á þjónandi forystu. Námið er tveggja ár nám og getur lokið með MS gráðu sem felur í sér meistararitgerð eða MLM gráðu þar sem tekin eru fleiri námskeið og ekki skrifuð lokaritgerð. Námið er skipulagt í samvinnu við Þekkingarsetur um þjónandi forystu. Umsjónarkennari er Sigrún Gunnarsdóttir, prófessor við skólann. Umsóknarfrestur fyrir næsta skólaár er til 20. maí 2020. Nánari upplýsingar um námið og umsóknir eru hér.