Þjónandi forysta

  • Þekkingarsetur, viðburðir
    • Ráðstefnur hér á landi frá 2008
      • Ráðstefna um þjónandi forystu á Bifröst 25. september 2015
      • Ráðstefna á Bifröst 31. október 2014 – Dagskrá
      • Samstaða og árangur – Ráðstefna 14. júní 2013
  • Pistlar
  • Rannsóknir, greinar & bækur
    • Þjónandi forysta í hnotskurn
    • Í atvinnulífinu
    • Líkan Dirk van Dierendonck um þjónandi forystu
    • Íslenskar rannsóknir
  • Fréttabréf
  • Hafa samband
  • English
You are here: Home / Don Frick / Málþing með Don M. Frick 12. nóvember 2019

Málþing með Don M. Frick 12. nóvember 2019

October 5, 2019 by Sigrún

Hlustun, erfiðar ákvarðanir og þjónandi forysta – Málþing um þjónandi forystu með Don M. Frick verður haldið 12. nóvember nk. í samvinnu Þekkingarseturs um þjónandi forystu, Viðskiptadeildar Háskólans á Bifröst og Viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands. Skráning á málþingið er hér. Slóð á streymi er hér. Málþingið er haldið í Skriðu, kennslusal Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð, Reykjavík og er öllum opið. Dr. Don M. Frick er þekktur fræðimaður á sviði þjónandi forystu og hefur meðal annars skrifað ævisögu Robert K. Greenleaf og er annar tveggja höfunda bókarinnar Seven Pillars for Servant Leadership. Don kemur hingað til lands sem gestakennari í nýrri MS línu um þjónandi forystu við Háskólann á Bifröst. Auk Don munu þau Dr. Sigrún Gunnarsdóttir, Sigurður Ragnarsson og Margrét Halldórsdóttir fjalla um áhugaverðar hliðar þjónandi forystu, bæði hér á landi og í bandarískum fyrirtækjum sem hafa nýtt þjónandi forystu í fjölda ára. Málþingið er öllum opið og skráning fer fram hér. Dagskrá málþingsins: 13:30   Setning 13:35   ,,Getur þjónandi forysta verið til gagns hér á landi?” Dr. Sigrún Gunnarsdóttir, Þekkingarsetri um þjónandi forystu, dósent Viðskiptadeild Háskólanum á Bifröst og Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands 14:00 ,,Hvernig nýtist þjónandi forysta stjórnendum og starfsfólki fyrirtækja við að taka erfiðar ákvarðanir?” Sigurður Ragnarsson,  deildarforseti  Viðskiptadeildar, Háskólanum á Bifröst og doktorsnemi við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. 14:30 ,,Ég heyri svo vel …“ Margrét Halldórsdóttir, Sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs, Ísafjarðarbæ og meistaranemi í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands. 15:00   Kaffihlé 15:30 “Why I Believe in Servant Leadership: A Conversation with Robert Greenleaf’s Biographer” Dr. Don M. Frick. 16:30   Málþingslok Fundarstjóri: Dr. Erla Sólveig Kristjánsdóttir, dósent, Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Skráning á málþingið er hér. Sjá einnig upplýsingar um viðburðinn á facebook.
Dr. Don M. Frick     Don Frick has made servant leadership his career since the day in 1986 when he first read Robert K. Greenleaf’s essay The Servant as Leader. Since then, he has written Greenleaf’s authorized biography—Robert K. Greenleaf: A Life of Servant Leadership—plus a book titled Implementing Servant Leadership: Stories from the Field, and co-authored the popular book Seven Pillars of Servant Leadership: The Wisdom of Leading by Serving, which his publisher says has gained in sales every month since it was published in 2011. He is currently completing the manuscript for a book of quotes drawn from Robert Greenleaf’s 54 published essays and the Greenleaf archives. In addition to his servant leadership writing, consulting, and teaching, Don pursued earlier careers as a writer, producer, and performer for television and radio, grant evaluator for nonprofit foundations, museum of art educator, corporate trainer, university teacher and administrator, and entrepreneur. Through the years, his mother complained that she did not know what to say to her friends when they asked what her son did for a living. Don spent his first nine years living at Last Chance, Colorado, population 19 if you counted the two dogs, one cat, and a pet skunk. His time there on America’s high plains taught him the value of solitude and reflection, both important skills for servant leadership. Don holds an undergraduate degree in communications, a Master of Divinity, and a PhD in Organizational and Leadership Studies. He serves as an Adjunct Professor in the Master of Arts servant leadership program at Viterbo University in Wisconsin. He lives in Noblesville, Indiana, a suburb of Indianapolis. Skráning á málþingið er hér.

Share this:

  • Facebook
  • Twitter
  • Email
  • More
  • Print
  • LinkedIn
  • Pinterest
  • Tumblr
  • Reddit
  • Pocket

Related

Filed Under: Don Frick, Erfiðar ákvarðanir, Háskóli Íslands, Háskólinn á Bifröst

Fylgstu með okkur

  • Facebook
  • Twitter
  • YouTube

Þjónandi forysta í hnotskurn

Í stuttu máli má lýsa þjónandi forystu sem samspili þriggja meginstoða sem allar eru innbyrðis tengdar og mynda eina heild:

1) Fyrsta stoðin er einlægur áhugi á hugmyndum og hagsmunum annarra sem birtist með einbeittri hlustun og aðgerðum sem efla aðra og aðstoða þá til að blómstra og að njóta sín.

2) Önnur stoðin er vitun og sjálfsþekking sem birtist í sjálfsöryggi, auðmýkt og hugrekki.

3) Þriðja stoðin er framsýni og skörp sýn á hugsjón sem birtist með sýn á tilgang og ábyrgðarskyldu.

Segja má að fyrstu tvær stoðirnar myndi þjónustuhluta þjónandi foyrstu og þriðja stoðin myndar forystuhlutann. Sjá nánari lýsingu hér.

Líkanið sem hér er lýst byggir á hugmyndum Robert K. Greenleaf sem upphafsmaður þjónandi forystu og birti fyrsta rit sitt um hugmyndina árið 1970 og segir þar m.a.: ,,Þjónandi leiðtogi er í fyrsta lagi þjónn. […] Það byrjar með eðlislægri tilfinningu um að vilja þjóna, að þjóna fyrst. Síðar leiðir meðvituð ákvörðun viðkomandi til forystu. Slíkur einstaklingur er ólíkur þeim sem er fyrst leiðtogi, líklega vegna takmarkaðrar löngunar til valda og efnislegra gæða. (Greenleaf, 1970/2008, 15). Sjá nánar hér.

Copyright © 2022 · News Pro Theme on Genesis Framework · WordPress · Log in

 

Loading Comments...
 

    loading Cancel
    Post was not sent - check your email addresses!
    Email check failed, please try again
    Sorry, your blog cannot share posts by email.