Þrjár persónur Platons og þroski þjónandi leiðtoga. Um erindi Róbert Jack á ráðstefnunni á Bifröst 25. september 2015

Þrjár persónur Platons og þroski þjónandi leiðtoga

eftir Róbert Jack

Því hefur verið haldið fram að stjórnunaraðferðir mótist mjög af persónulegum þroska þeirra einstaklinga sem í hlut eiga, bæði stjórnenda og starfsmanna. Með því að staðsetja grunnhugmyndir þjónandi forystu í þroskamódeli getum við áttað okkur betur á því hvers konar fólk er líklegt til að heillast sérstaklega af þessari nálgun. Við skiljum einnig af hverju sumir eru ekki endilega hrifnir og getum velt fyrir okkur hvað má gera til að fá þá til fylgilags við stefnuna. Þetta eru gagnlegar vangaveltur fyrir brautryðjandann.

Til að skoða þetta verður notast við þroskamódel forngríska heimspekingsins Platons. Þótt það sé ekki nýtt af nálinni er það að mörgu leyti nútímalegt og gefur færi á að skoða þroska í formi þriggja persónugerða sem allir ættu að kannast við. Við getum spurt okkur: Hvaða persóna vil ég vera? Hvaða persónu vil ég hafa sem stjórnanda? Hvernig vinn ég með ólíkum persónum?

Róbert Jack er heimspekingur mun halda erindi á ráðstefnunni um þjónandi forystu og brautryðjendur á Bifröst föstudaginn 25. september 2015.

Skráning á ráðstefnuna og nánari upplýsingar hér á heimasíðu þjónandi forystu.

Robert-nytt
Róbert Jack heimspekingur