Sigrún

Fjölsótt ráðstefna 14. júní 2013 um menntun, sköpun og samfélag

Ráðstefnan í Listasafni Reykjavíkur þann 14. júní 2013 var fjölsótt og gekk afar vel. Alls tóku þátt í ráðstefnunni um 240 einstaklingar víða að úr samfélaginu og tíu fyrirlesarar kynntu þjónandi forystu í ljósi rannsókna og reynslu um menntun, sköpun og samfélag. Samtal þátttakenda í hádegishléi var líflegt og komu þar fram margar góðar hugmyndir […]

Fjölsótt ráðstefna 14. júní 2013 um menntun, sköpun og samfélag Read More »

Samskiptaboðorð þjónandi leiðtoga

Á ráðstefnunni 14. júní í Listasafni Reykjavíkur vakti Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir okkur til vitundar um samskiptaboðorð þjónandi leiðtoga. Í ráðstefnuriti Þjónandi forystu 2013 er útdráttur erindis Aðalbjargar auk útdrátta allra erinda ráðstefnunnar og ýmis konar fróðleikur um þjónandi forystu. Á vefsvæði samskiptaboðorðanna eru góðar upplýsingar og holl ráð fyrir árangursrík samskipti. Samskiptaboðorð nr. 3 er Hlusta. – Robert K. Greenleaf upphafsmaður

Samskiptaboðorð þjónandi leiðtoga Read More »

Dr. Carolyn Crippen – Seven Pillars of Servant Leadership.

Dr. Carolyn Crippen fjallaði á ráðstefnunni 14. júní 2013 um lykilatriði þjónandi forystu  samkvæmt skilgreiningu Sipe & Frick’s (2009) – Seven Pillars of Servant Leadership. Hér eru glærur sem fylgja fyrirlestri Crippen (ppt). Hér eru sýnishorn af ritverkum Dr. Crippen um þjónandi forystu: grein um kennslu og þjónandi forystu  frá 2010 (pdf), grein um skólastjóra og þjónandi forystu frá 2008

Dr. Carolyn Crippen – Seven Pillars of Servant Leadership. Read More »

Grein Margaret Wheatley: From Hero to Host – Frá hetjudáð til hógværðar

Dr. Margaret Wheatley er gestur þekkingarseturs um þjónandi forystu á ráðstefnunni 14. júní 2013. Dr. Wheatley fjallaði m.a. um mikilvægi þess að stjórnendur og leiðtogar taki að sér hlutverk gestgjafans af hógværð í stað þess að leika hlutverk ofurhetjunnar. Hér  má finna grein Margaret Wheatley: From Hero to Host (pdf) og þar skrifar hún m.a. If

Grein Margaret Wheatley: From Hero to Host – Frá hetjudáð til hógværðar Read More »

Ráðstefnan 14. júní 2013 – Uppselt

Uppselt er á ráðstefnuna um þjónandi forystu 14. júní. Því miður reynist ekki möguleiki að fjölga sætum á ráðstefnunni. Við þökkum kærlega fyrir mjög góðar undirtektir og áhuga á þjónandi forystu. Munum setja fréttir og fróðleik af ráðstefnunni á heimasíðuna að lokinni ráðstefnu. www.thjonandiforysta.is Þar verða einnig upplýsingar um næstu viðburði á vegum Þekkingarseturs um

Ráðstefnan 14. júní 2013 – Uppselt Read More »

Margaret Wheatley

Frá hetjudáð til hógværðar – Einstakt tækifæri á ráðstefnunni 14. júní 2013

Dr. Margaret Wheatley sem er höfundur metsölubóka um stjórnun og forystu er aðalfyrirlesari á ráðstefnunni í Listasafni Reykjavíkur 14. júní nk. Dr. Margaret Wheatley sem er höfundur metsölubóka um stjórnun og forystu með áherslu á hugmyndafræði þjónandi forystu. Bækur hennar hafa verið þýddar á fjölda tungumála og fyrsta bók hennar, Leadership and the New Science, var fyrst

Frá hetjudáð til hógværðar – Einstakt tækifæri á ráðstefnunni 14. júní 2013 Read More »

Þjónandi forysta í heilbrigðisþjónustu. Starfsánægja og gæði þjónustu

Hulda Rafnsdóttir hjúkrunarfræðingur og gæðastjóri á Sjúkrahúsinu á Akureyri fjallar á ráðstefnunni 14. júní nk. um rannsóknir um viðhorf starfsfólks heilbrigðisþjónustu hér á landi til þjónandi forystu meðal stjórnenda. Einnig fjallar Hulda um tengsl þjónandi forystu við starfsánægju, einkenni um kulnun, starfstengda þætti og gæði þjónustu, t.d. á Sjúkrahúsinu á Akureyri: Niðurstöður rannsóknarinnar gefa vísbendingar

Þjónandi forysta í heilbrigðisþjónustu. Starfsánægja og gæði þjónustu Read More »

Þjónandi forysta í skólum á ráðstefnunni 14. júní 2013

Hvernig nýtist þjónandi forysta í skólum? Þóra Hjörleifsdóttir deildarstjóri við Síðuskóla Akureyri lýsir á ráðstefnunni 14. júní nk. hvernig þjónandi forysta kemur fram sem forystustíll skólastjóra á Norðurlandi eystra.  Þóra fjalla um rannsókn sína sem byggir viðhorfum starfsfólks skólanna: Helstu niðurstöður voru að vel má greina þjónandi forystu í stjórnun skólastjóra og koma þættirnir ráðsmennska og ábyrgð

Þjónandi forysta í skólum á ráðstefnunni 14. júní 2013 Read More »

Charlotte Böving

Charlotte Böving: Þjónandi forysta í leikhúsi

Hvernig nýtist þjónandi forystu í leikhúsi? Charlotte Böving leikari og leikstjóri hefur komist að því þjónandi forysta leikstjórans skapar traust og gerir leikurum kleift að vinna saman að sköpun hugmynda og þróun leiksýningar. Um þetta fjallar Charlotte á ráðstefnunni 14. júní nk. Ef leikhúsið á að þróast og fólkið sem vinnur við það á að

Charlotte Böving: Þjónandi forysta í leikhúsi Read More »

Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir

Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir: Samskiptaboðorð þjónandi leiðtoga

Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir er höfundur Samskiptaboðorðanna. Á ráðstefnunni 14. júní nk. fjallar hún um samskiptaboðorð þjónandi leiðtoga og hvernig þau skapa samfélag virðingar, umhyggju og trúnaðar: Hvert sem við förum og hvað sem við gerum er það vegna samskipta sem við náum markmiðum og komumst á áfangastað. Góðan árangur stofnana og uppbyggileg tengsl má rekja

Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir: Samskiptaboðorð þjónandi leiðtoga Read More »