Charlotte Böving

Charlotte Böving: Þjónandi forysta í leikhúsi

Hvernig nýtist þjónandi forystu í leikhúsi? Charlotte Böving leikari og leikstjóri hefur komist að því þjónandi forysta leikstjórans skapar traust og gerir leikurum kleift að vinna saman að sköpun hugmynda og þróun leiksýningar. Um þetta fjallar Charlotte á ráðstefnunni 14. júní nk.

  • Ef leikhúsið á að þróast og fólkið sem vinnur við það á að þroskast þarf það tækifæri til að takast á við áskoranir. Charlotter vann rannsókn til meistaraprófs við Háskólann í Kaupmannahöfn árið 2007 þar sem hún rannsakaði aðferðafræði devised leikhúss, lærdómsfyrirtæki (e. learning organization) og fræði kerfisbundinnar hugsunar (e. appreciative inquiry), stjórnunarstefnur sem allar kalla á sköpunargáfu og getu einstaklingins til að leysa verkefni sín og læra um leið. Charlotte kannaði hvaða eiginleika stjórnandi þarf til að leiða hóp í gegnum vinnuferli devised leikhúss sem mjög oft er frekar kaótískt. Niðurstöðurnar sýndu að fimm lykilatriði eru mikilvæg til að ná árangri: skipulag, traust, innsæi, að segja satt og skýr markmið.

Charlotte

 

Charlotte Bøving lauk námi frá leiklistarskólanum í Árósum 1992 og hefur leikið á leiksviði, í sjónvarpi, útvarpi og kvikmyndum í Danmörku og unnið þar til ýmissa verðlauna. Hún hefur búið og starfað á Íslandi með hléum frá árinu 2000. Charlotte fjallar um þjónandi forystu í leikhúsi á ráðstefnunni í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu, 14. júní nk.

Ráðstefna 14. júní nk. um nýjar leiðir til að ná árangri með samstöðu og trausti.

Þjónandi forysta – menntun, sköpun og samfélag í Listsafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu 14. júní 2013. Þátttökugjald er kr. 20.000. Skráning og nánari upplýsingar eru hér.

Dagskra-Med-Fyrirlesurum-Nytt-Nytt