Þjónandi forysta

  • Þekkingarsetur, viðburðir
    • Ráðstefnur hér á landi frá 2008
      • Ráðstefna um þjónandi forystu á Bifröst 25. september 2015
      • Ráðstefna á Bifröst 31. október 2014 – Dagskrá
      • Samstaða og árangur – Ráðstefna 14. júní 2013
  • Pistlar
  • Rannsóknir, greinar & bækur
    • Þjónandi forysta í hnotskurn
    • Í atvinnulífinu
    • Líkan Dirk van Dierendonck um þjónandi forystu
    • Íslenskar rannsóknir
  • Fréttabréf
  • Hafa samband
  • English
You are here: Home / Bifröst / Mikilvægi þjónandi forystu fyrir sköpunargleði – Erindi Birnu Drafnar Birgisdóttur á ráðstefnunni 31. október 2014

Mikilvægi þjónandi forystu fyrir sköpunargleði – Erindi Birnu Drafnar Birgisdóttur á ráðstefnunni 31. október 2014

October 3, 2014 by Sigrún

Á ráðstefnunni um þjónandi forystu á Bifröst 31. október nk. mun Birna Dröfn Birgisdóttir fjalla um mikilvægi þjónandi forystu fyrir sköpunargleði. Erindi Birnu Drafnar byggir á rannsókn sem er hluti af doktorsnámi hennar við Háskólann í Reykjavík. Hún lýsir erindinu svo í stuttu máli:

Sköpunargleði hefur verið rannsökuð í yfir 60 ár og er talin mikilvægur þáttur fyrir samkeppnishæfni fyrirtækja. Skilgreining á sköpunargleði er bæði eitthvað nýtt og eitthvað nytsamlegt og rannsakendur lýsa henni sem hugsanamynstri sem hægt er að þjálfa með leiðsögn og æfingu. Ýmsir þættir geta haft áhrif á sköpunargleði og rannsóknir gefa til kynna að trú fólks á sinni eigin sköpun hefur mikil áhrif. Rannsóknir benda einnig til að yfirmenn geta haft mikil áhrif á hvort að starfsmenn nýti sköpunargleði sína í starfi. Þjónandi forysta er talin vera ein besta tegund forystu til að efla sköpunargleði þar sem leiðtoginn einbeitir sér að ná því besta fram hjá samstarfsfólki sínu. Samband sköpunargleði og þjónandi forystu hefur verið lítið rannsakað og er tilgangur rannsóknarinna að kanna þetta samband ásamt því að skoða áhrif annarra þátta í starfsumhverfinu. Þátttakendur voru starfsmenn á sjúkrahúsi (n=126) sem svörðu spurningalista um viðhorf til þjónandi forystu, sköpunargleði og starfsumhverfis. Niðurstöður sýna jákvætt marktækt samband á milli þjónandi forystu og sköpunargleði þar sem sambandið er sterkara þegar starfshlutverk hvers starfsmanns er skýrt. Niðurstöðurnar benda til þess að þjónandi forysta getur verið mikilvæg fyrir sköpunargleði starfsfólks og þar með árangur fyrirtækja og samkeppnishæfni þeirra.  

Birna Dröfn Birgisdóttir

Birna Dröfn Birgisdóttir

Birna Dröfn Birgisdóttir, er doktorsnemi við Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Meðhöfundar og leiðbeinendur eru: Sigrún Gunnarsdóttir, Viðskiptasviði, Háskólans á Bifröst og Marina Candi, Viðskiptadeild, Háskólans í Reykjavík.

Ráðstefna á Bifröst 31. október 2014 á vegum Háskólans á Bifröst og Þekkingarseturs um þjónandi forystu. Þjónandi forysta: Samskipti og samfélagsleg ábyrgð. Ráðstefnan hefst kl. 10 og lýkur kl. 16. Nánari upplýsingar og skráning er á heimasíðu Þjónandi forystu.

 

Share this:

  • Facebook
  • Twitter
  • Email
  • More
  • Print
  • LinkedIn
  • Pinterest
  • Tumblr
  • Reddit
  • Pocket

Related

Filed Under: Bifröst, Greenleaf Center, Ráðstefnur, Robert Greenleaf

Fylgstu með okkur

  • Facebook
  • Twitter
  • YouTube

Þjónandi forysta í hnotskurn

Í stuttu máli má lýsa þjónandi forystu sem samspili þriggja meginstoða sem allar eru innbyrðis tengdar og mynda eina heild:

1) Fyrsta stoðin er einlægur áhugi á hugmyndum og hagsmunum annarra sem birtist með einbeittri hlustun og aðgerðum sem efla aðra og aðstoða þá til að blómstra og að njóta sín.

2) Önnur stoðin er vitun og sjálfsþekking sem birtist í sjálfsöryggi, auðmýkt og hugrekki.

3) Þriðja stoðin er framsýni og skörp sýn á hugsjón sem birtist með sýn á tilgang og ábyrgðarskyldu.

Segja má að fyrstu tvær stoðirnar myndi þjónustuhluta þjónandi foyrstu og þriðja stoðin myndar forystuhlutann. Sjá nánari lýsingu hér.

Líkanið sem hér er lýst byggir á hugmyndum Robert K. Greenleaf sem upphafsmaður þjónandi forystu og birti fyrsta rit sitt um hugmyndina árið 1970 og segir þar m.a.: ,,Þjónandi leiðtogi er í fyrsta lagi þjónn. […] Það byrjar með eðlislægri tilfinningu um að vilja þjóna, að þjóna fyrst. Síðar leiðir meðvituð ákvörðun viðkomandi til forystu. Slíkur einstaklingur er ólíkur þeim sem er fyrst leiðtogi, líklega vegna takmarkaðrar löngunar til valda og efnislegra gæða. (Greenleaf, 1970/2008, 15). Sjá nánar hér.

Copyright © 2023 · News Pro Theme on Genesis Framework · WordPress · Log in

 

Loading Comments...