Rannsóknir

Auðmýkt leiðtoga – Rannsókn Hayes og Comer (2010) varpar ljósi á tengsl árangurs og auðmýktar

Í nýrri rannsókn varpa Hayes og Comer (2010) ljósi á gildi hófsamrar framgöngu þjónandi leiðtoga. Höfundar leituðu til fimm framkvæmdastjóra sem hafa náð afburða góðum árangri og hafa staðfest að hógværð og auðmýkt (e: humility) séu grundvallaratriði í forystu þeirra. Leiðtogarnir fimm sögðu sögu sína í því augnamiði að vera öðrum til lærdóms og uppbyggingar. …

Auðmýkt leiðtoga – Rannsókn Hayes og Comer (2010) varpar ljósi á tengsl árangurs og auðmýktar Read More »

Ný eigindleg rannsókn um þjónandi forystu – Viðhorf framhaldsskólakennara

Nýlega lauk Hrafnhildur Haraldsdóttir eigindlegri rannsókn til meistaragráðu við Háskólann á Akureyri: Viðhorf framhaldsskólakennara til samskipta og samvinnu við nemendur og starfsfólk. ,,Manneskja sem lætur sig aðra manneskju varða”. Í útdrætti rannsóknarinnar segir m.a. ,,Niðurstöður þessarar rannsóknar eru þær að áherslur framhaldsskólakennara við Verkmenntaskólann á Akureyri einkennast af velvild til nemenda og samstarfsfólks þeirra. Samvinna, agi, árangur …

Ný eigindleg rannsókn um þjónandi forystu – Viðhorf framhaldsskólakennara Read More »

Þjónandi forysta í tímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla, desember 2013

Í nýjasta tölublaði tímaritsins Stjórnmál og stjórnsýsla (desember 2013) er birt grein um þjónandi forystu sem heitir: ,,Þjónandi foysta og rannsóknir hér á landi”. Í greininni er fjallað um hugmyndafræði þjónandi forystu og rýnt í þjónandi forystu hér á landi. Í lokaorðum greinarinnar segir: ,,Þjónandi forysta hefur sannað gildi sitt sem árangursrík hugmyndafræði og grundvöllur …

Þjónandi forysta í tímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla, desember 2013 Read More »

Þjónandi forysta og vellíðan í vinnu

Í ársriti Virk 2013 er birt grein um þjónandi forystu og vellíðan starfsfólks. Í greininni segir m.a. ,,Vellíðan starfsfólks og starfsgeta er háð samspili margra þátta, utan og innan vinnustaðarins. Hlutverk og ábyrgð starfsmanna og stjórnenda er samofin og mikilvægt að báðir aðilar hafi þekkingu og innsýn í leiðir til að styrkja og efla hið …

Þjónandi forysta og vellíðan í vinnu Read More »

Stutt námskeið fyrir meistara- og doktorsnema 7. og. 9. ágúst 2013

Í byrjun ágúst verður haldið stutt námskeið um hugmyndafræði þjónandi forystu og um rannsóknir hér á og landi og í öðrum löndum. Efnið höfðar sérstaklega til meistara- og doktorsnema. Námskeiðið er í tveimur hlutum: miðvikudag 7. ágúst kl. 10 -12 og föstudag 9. ágúst kl. 11 -13. Kennari er Dr. Sigrún Gunnarsdóttir. Áhugasamir sem vilja nánari upplýsingar um …

Stutt námskeið fyrir meistara- og doktorsnema 7. og. 9. ágúst 2013 Read More »

Birtingarmynd þjónandi forystu í starfi presta. MS rannsókn í Viðskiptafræðideild HÍ 2013

Sigurgísli Melberg Pálsson lauk nýlega rannsókn sinni um þjónandi forystu innan þjóðkirkjunnar. Ritgerð Sigurgísla Birtingarmynd þjónandi forystu í starfi presta er meistaraprófsritgerð í stjórnun og stefnumótun við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands í júní 2013. Í ritgerðinni segir: ,,Helstu niðurstöður eru þær að birtingarmynd þjónandi forystu í starfi prestsins þykir nokkuð skýr og virðist grundvöllur í öllu starfi …

Birtingarmynd þjónandi forystu í starfi presta. MS rannsókn í Viðskiptafræðideild HÍ 2013 Read More »

Þjónandi forysta eflir virkni starfsfólks í vinnu

Hér á landi hafa verið gerðir allmargar rannsóknir á vægi þjónandi forystu á ýmsum vinnustöðum, félögum og stofnunum (alls um 2000 þátttakendur). Rannsóknarsamstarf við Erasmus háskólann í Hollandi hófst árið 2007 og niðurstöður hér á landi eru bornar saman við sambærilegar rannsóknir í Hollandi og víðar. Í stuttu máli má segja að vægi þjónandi forystu …

Þjónandi forysta eflir virkni starfsfólks í vinnu Read More »

Vor 2012. Rannsókn um þjónandi forystu á hjúkrunarsviðum Sjúkrahússins á Akureyri

Hulda Rafnsdóttir hjúkrunarfræðingur á FSA  lauk nýlega rannsókn sinni til MS prófs í heilbrigðisvísindum með áherslu á stjórnun í heilbrigðisþjónustu við Heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri. Rannsóknin ber heitið: Þjónandi forysta á hjúkrunarsviðum FSA.  Starfsánægja, starfstengdir þættir og gæði þjónustu. Leiðbeinendur voru  Dr. Sigrún Gunnarsdóttir og Dr. Ragnheiður Harpa Arnardóttir. Rannsóknin er liður í rannsóknarsamstarfi Þekkingarseturs um þjónandi forystu og Dr. …

Vor 2012. Rannsókn um þjónandi forystu á hjúkrunarsviðum Sjúkrahússins á Akureyri Read More »

Ný rannsókn: Þjónandi forysta og líðan sjúkraliða í starfi, 2012

Nýlega varði Þóra Ákadóttir, starfsmannastjóri FSA, meistararitgerð sína við Norræna heilbrigðisháskólann í Gautaborg. Ritgerðin fjallar um rannsókn á þjónandi forystu og líðan sjúkraliða í starfi og var gerð í samvinnu við Sjúkraliðafélag Íslands með þátttöku 588 meðlima félagsins sem starfa á hinum ýmsum sviðum heilbrigðisþjónustunnar. Rannsóknin er hluti af rannsóknarsamstarfi Þekkingarseturs um þjónandi forystu og …

Ný rannsókn: Þjónandi forysta og líðan sjúkraliða í starfi, 2012 Read More »

Þjónandi forysta í upplýsingatæknifyrirtækjum og í Háskóla Íslands. Tvær MS ritgerðir 2012

Tvær nýjar MS rannsóknir frá Viðskiptadeild Háskóla Íslands um þjónandi forystu. Sólveig Reynisdóttir hefur lokið MS ritgerð í mannauðsstjórnun: Áhrif stjórnunarhátta á líðan þjónustustarfsmanna í upplýsingatæknifyrirtækjum. Rannsókn á þjónandi forystu. Guðjón Ingi Guðjónsson hefur lokið MS ritgerð í stjórnun og stefnumótun: Þjónandi forysta og starfsánægja á fræðasviðum Háskóla Íslands Rannsóknir Sólveigar og Guðjóns Inga eru liður …

Þjónandi forysta í upplýsingatæknifyrirtækjum og í Háskóla Íslands. Tvær MS ritgerðir 2012 Read More »