Rannsóknir

Auðmýkt leiðtoga – Rannsókn Hayes og Comer (2010) varpar ljósi á tengsl árangurs og auðmýktar

Í nýrri rannsókn varpa Hayes og Comer (2010) ljósi á gildi hófsamrar framgöngu þjónandi leiðtoga. Höfundar leituðu til fimm framkvæmdastjóra sem hafa náð afburða góðum árangri og hafa staðfest að hógværð og auðmýkt (e: humility) séu grundvallaratriði í forystu þeirra. Leiðtogarnir fimm sögðu sögu sína í því augnamiði að vera öðrum til lærdóms og uppbyggingar. […]

Auðmýkt leiðtoga – Rannsókn Hayes og Comer (2010) varpar ljósi á tengsl árangurs og auðmýktar Read More »

Ný eigindleg rannsókn um þjónandi forystu – Viðhorf framhaldsskólakennara

Nýlega lauk Hrafnhildur Haraldsdóttir eigindlegri rannsókn til meistaragráðu við Háskólann á Akureyri: Viðhorf framhaldsskólakennara til samskipta og samvinnu við nemendur og starfsfólk. ,,Manneskja sem lætur sig aðra manneskju varða”. Í útdrætti rannsóknarinnar segir m.a. ,,Niðurstöður þessarar rannsóknar eru þær að áherslur framhaldsskólakennara við Verkmenntaskólann á Akureyri einkennast af velvild til nemenda og samstarfsfólks þeirra. Samvinna, agi, árangur

Ný eigindleg rannsókn um þjónandi forystu – Viðhorf framhaldsskólakennara Read More »

Þjónandi forysta í tímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla, desember 2013

Í nýjasta tölublaði tímaritsins Stjórnmál og stjórnsýsla (desember 2013) er birt grein um þjónandi forystu sem heitir: ,,Þjónandi foysta og rannsóknir hér á landi”. Í greininni er fjallað um hugmyndafræði þjónandi forystu og rýnt í þjónandi forystu hér á landi. Í lokaorðum greinarinnar segir: ,,Þjónandi forysta hefur sannað gildi sitt sem árangursrík hugmyndafræði og grundvöllur

Þjónandi forysta í tímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla, desember 2013 Read More »

Stutt námskeið fyrir meistara- og doktorsnema 7. og. 9. ágúst 2013

Í byrjun ágúst verður haldið stutt námskeið um hugmyndafræði þjónandi forystu og um rannsóknir hér á og landi og í öðrum löndum. Efnið höfðar sérstaklega til meistara- og doktorsnema. Námskeiðið er í tveimur hlutum: miðvikudag 7. ágúst kl. 10 -12 og föstudag 9. ágúst kl. 11 -13. Kennari er Dr. Sigrún Gunnarsdóttir. Áhugasamir sem vilja nánari upplýsingar um

Stutt námskeið fyrir meistara- og doktorsnema 7. og. 9. ágúst 2013 Read More »

Birtingarmynd þjónandi forystu í starfi presta. MS rannsókn í Viðskiptafræðideild HÍ 2013

Sigurgísli Melberg Pálsson lauk nýlega rannsókn sinni um þjónandi forystu innan þjóðkirkjunnar. Ritgerð Sigurgísla Birtingarmynd þjónandi forystu í starfi presta er meistaraprófsritgerð í stjórnun og stefnumótun við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands í júní 2013. Í ritgerðinni segir: ,,Helstu niðurstöður eru þær að birtingarmynd þjónandi forystu í starfi prestsins þykir nokkuð skýr og virðist grundvöllur í öllu starfi

Birtingarmynd þjónandi forystu í starfi presta. MS rannsókn í Viðskiptafræðideild HÍ 2013 Read More »

Þjónandi forysta eflir virkni starfsfólks í vinnu

Hér á landi hafa verið gerðir allmargar rannsóknir á vægi þjónandi forystu á ýmsum vinnustöðum, félögum og stofnunum (alls um 2000 þátttakendur). Rannsóknarsamstarf við Erasmus háskólann í Hollandi hófst árið 2007 og niðurstöður hér á landi eru bornar saman við sambærilegar rannsóknir í Hollandi og víðar. Í stuttu máli má segja að vægi þjónandi forystu

Þjónandi forysta eflir virkni starfsfólks í vinnu Read More »

Vor 2012. Rannsókn um þjónandi forystu á hjúkrunarsviðum Sjúkrahússins á Akureyri

Hulda Rafnsdóttir hjúkrunarfræðingur á FSA  lauk nýlega rannsókn sinni til MS prófs í heilbrigðisvísindum með áherslu á stjórnun í heilbrigðisþjónustu við Heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri. Rannsóknin ber heitið: Þjónandi forysta á hjúkrunarsviðum FSA.  Starfsánægja, starfstengdir þættir og gæði þjónustu. Leiðbeinendur voru  Dr. Sigrún Gunnarsdóttir og Dr. Ragnheiður Harpa Arnardóttir. Rannsóknin er liður í rannsóknarsamstarfi Þekkingarseturs um þjónandi forystu og Dr.

Vor 2012. Rannsókn um þjónandi forystu á hjúkrunarsviðum Sjúkrahússins á Akureyri Read More »

Ný rannsókn: Þjónandi forysta og líðan sjúkraliða í starfi, 2012

Nýlega varði Þóra Ákadóttir, starfsmannastjóri FSA, meistararitgerð sína við Norræna heilbrigðisháskólann í Gautaborg. Ritgerðin fjallar um rannsókn á þjónandi forystu og líðan sjúkraliða í starfi og var gerð í samvinnu við Sjúkraliðafélag Íslands með þátttöku 588 meðlima félagsins sem starfa á hinum ýmsum sviðum heilbrigðisþjónustunnar. Rannsóknin er hluti af rannsóknarsamstarfi Þekkingarseturs um þjónandi forystu og

Ný rannsókn: Þjónandi forysta og líðan sjúkraliða í starfi, 2012 Read More »

Þjónandi forysta í upplýsingatæknifyrirtækjum og í Háskóla Íslands. Tvær MS ritgerðir 2012

Tvær nýjar MS rannsóknir frá Viðskiptadeild Háskóla Íslands um þjónandi forystu. Sólveig Reynisdóttir hefur lokið MS ritgerð í mannauðsstjórnun: Áhrif stjórnunarhátta á líðan þjónustustarfsmanna í upplýsingatæknifyrirtækjum. Rannsókn á þjónandi forystu. Guðjón Ingi Guðjónsson hefur lokið MS ritgerð í stjórnun og stefnumótun: Þjónandi forysta og starfsánægja á fræðasviðum Háskóla Íslands Rannsóknir Sólveigar og Guðjóns Inga eru liður

Þjónandi forysta í upplýsingatæknifyrirtækjum og í Háskóla Íslands. Tvær MS ritgerðir 2012 Read More »