Auðmýkt leiðtoga – Rannsókn Hayes og Comer (2010) varpar ljósi á tengsl árangurs og auðmýktar
Í nýrri rannsókn varpa Hayes og Comer (2010) ljósi á gildi hófsamrar framgöngu þjónandi leiðtoga. Höfundar leituðu til fimm framkvæmdastjóra sem hafa náð afburða góðum árangri og hafa staðfest að hógværð og auðmýkt (e: humility) séu grundvallaratriði í forystu þeirra. Leiðtogarnir fimm sögðu sögu sína í því augnamiði að vera öðrum til lærdóms og uppbyggingar. […]