Hugmyndir og tillögur þátttakenda á ráðstefnunni á Bifröst 25. september 2015

Ráðstefnan á Bifröst um þjónandi forystu og brautryðjendur þann 25. september s.l. gekk mjög vel. Alls voru um 180 þátttakendur víða að á ráðstefnunni og nutu fyrirlestranna sem voru fluttir og samstalsins í hópum sem fór fram í hádegishléi.

Margar fróðlegar og áhugaverðar pælingar, hugmyndir og tillögur komu fram þegar rætt var um spurningarnar tvær sem varpað var fram til skoðunar:

  1. Er tími frekjuhundsins liðinn?
  2. Er auðmýkt gagnleg fyrir brautryðjendur?

Hóparnir voru alls 18 og í hverjum hóp voru tveir hópstjórar sem héldu utan um samtalið og tóku saman helstu atriðin sem fram komu í samtalinu. Hópstjórunum eru færðar bestu þakkir fyrir þeirra framlag og fyrir samantekt á því helsta sem fram kom í orðum þáttttakenda.

Samtal er grunnstef í þjónandi forystu og Robert K. Greenleaf, upphafsmaður þjónandi forystu, lagði áherslu á að birtingarmynd þjónandi forystu væri uppbyggilegt samtal og að innleiðing þjónandi forystu færi fram í gegnum samtal. Sjá til dæmis hans The Servant as Leader frá árinu 1970.

Allir punktarnir frá hópunum eru birtir hér á pdf skjali. Meðal þess sem fram kemur í samantektum hópanna er eftirfarandi:

Já, tími frekjuhundsins er liðinn meðal stjórnenda en hann lifir í samfélaginu.

En samfélagið er betur upplýst, þess vegna lýðst þetta ekki lengur.

Frekjuhundur er drottnandi persóna, sjálfhverfur, hefur ekki heildarsýn, veður yfir aðra, vantar virðingu fyrir öðrum.

Óbilandi trú á eigin ágæti – berst fyrir sínu.

Þarf að breyta frekjuhundapólítik.

Það eykur framleiðni að stefna að sama markmiði en það gerir frekjuhundurinn ekki.

cropped-thjonandi-forysta-260x90.jpg

 

 

 

Auðmýkt er nauðsynlegur hluti af nálgun brautryðjanda.

Þegar hann þarf að fá aðra með sér þá er auðmýkt mikilvægur eiginleiki.

Kvekararnir segja – hreykið ykkur ekki af verkum ykkar.

Dæmi sem nýlega hafa verið á sjónarsviðinu:

Auðmýkt landsliðsþjálfarans skein í gegn. Hann er dæmi um að menn geta breyst og vaxi því hann þurfti sjálfur að umbreyta sér og láta af hroka.

Allir punktarnir frá samtalshópunum á ráðstefnunni á Bifröst 2015 eru birtir hér á pdf skjali.

Karlar r

 

Salurr r
Ráðstefna um þjónandi forystu á Bifröst 25. september 2015

Salur r

 

Carolyn r

Kasper r Olof r Robert r Hildur r Haraldur r Einar rKOlfinna r