Þjónn fólksins

Volodymyr Zelensky forseti Ukraínu hefur stigið fram sem áhrifamikill leiðtogi sem hefur sameinað þjóð sína og uppörvað hana á örlagaríkum tímum innrásar í landið. Zelenskyy hefur ekki síst vakið athygli fyrir að koma fram sem jafningi fólksins og hefur bókstaflega stigið fram sem leiðtogi sem er fremstur meðal jafningja.

Framganga Zelensky á tímum innrásarinnar í Úkraníu sýnir forystu sem mótast af einlægum vilja til þjóna sem og hugrekki og járnvilja til að efla varnir lands og þjóðar.

Þessar áherslur og aðgerðir Zelensky hafa vakið athygli og aðdáun um heim allan og í viðtali á RÚV 6. mars s.l. talaði Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands um Zelensky sem ,,þjóðhetju Úkraínumanna og tákn hugrekkis“ og að Zelensky væri ,,táknmynd þess sem er gott og gilt í þjóðarleiðtoga“.

Þjónn fólksins
Aðdragandi forsetatíðar Zelensky er hlutverk hans sem forseti Úkraínu í sjónvarpsþætti sem bar heitið Þjónn fólksins (Servant of the People). Þessi reynsla leiddi síðar til framboðs hans til forseta undir nafni stjórnmálaflokks sem ber sama heiti og sjónsvarpsþátturinn. Zelensky hlaut 73% atkvæða í forsetakosningunum og nýtur nú sívaxandi trausts meðal þjóðarinnar.


Þjónn sem verður leiðtogi

Leiðtogi sem fléttar saman mýkt þjónsins og staðfestu forystunnar endurspeglar megináherslur hugmyndafræði þjónandi forystu sem snúast um 1) einlægan áhuga á hagsmunum annarra, 2) auðmýkt sem byggir á innra öryggi og 3) stefnu sem sameinar fylgjendur. Í þjónandi forystu er leitast við að skapa jafnvægi mildi og festu; ástríki og aga; frelsis og ábyrgðar.


Adam Grant prófessor við Wharton háskólann og höfundur fjölmargra bóka um stjórnun og forystu er einn þeirra sem hefur fjallað um einstaka forystuhæfileika og hugrekki Zelensky. Grant skrifar um einstaka hæfileika Zelensky að geta fléttað saman mjúka og harða hlið leiðtogans; að geta þjónað fólkinu og að gera barist fyrir fólkið. Grant lýsir forystu Zelensky meðal annars þessum orðum:


Við fylgjum leiðtogum sem berjast fyrir okkur og við færum fórnir fyrir leiðtoga sem þjóna okkur

We follow the leaders who fight for us—and we make sacrifices for the leaders who serve us

Árangur þjónandi forystu kemur fram í rannsóknum og nýlegum dæmum sem sýna að áherslur og aðferðir þjónandi forystu reynast árangursríkar í forystu þjóðarleiðtoga eins og framganga Jacindu Ardern forsætisráðherra Nýja Sjálands sýnir meðal annars. Gagnsemi þjónandi forystu hefur jafnframt komið sérstaklega fram á tímum kreppu, til dæmis í árangri ýmissa leiðtoga á tímum Covid-19.

Áhugi á þjónandi forystu hefur aukist undanfarin ár og rannsóknri sýna að hún getur skilað góðum árangri og eflt vellíðan víða í samfélaginu, meðal annars í heilbrigðisþjónustu og í skólum. Þjónandi forysta getur haft góð áhrif á ferðaþjónustu og styrkt árangur íþróttaþjálfunar. Þá getur hagnýting þjónandi forystu haft góð áhrif á rekstur og árangur flugfélaga og haft góð áhrif á líðan og árangur starfsfólks á almennum markaði.

Mynd: https://www.labour.org.nz/jacindaardern