Þjónandi forysta

  • Þekkingarsetur, viðburðir
    • Ráðstefnur hér á landi frá 2008
      • Ráðstefna um þjónandi forystu á Bifröst 25. september 2015
      • Ráðstefna á Bifröst 31. október 2014 – Dagskrá
      • Samstaða og árangur – Ráðstefna 14. júní 2013
  • Pistlar
  • Rannsóknir, greinar & bækur
    • Þjónandi forysta í hnotskurn
    • Í atvinnulífinu
    • Líkan Dirk van Dierendonck um þjónandi forystu
    • Íslenskar rannsóknir
  • Fréttabréf
  • Hafa samband
  • English
You are here: Home / Ráðstefna á Bifröst 31. október 2014 – Dagskrá

Ráðstefna á Bifröst 31. október 2014 – Dagskrá

Skráning 2014

Ráðstefnurit Þekkingarseturs um þjónandi forystu:

Ráðstefnurit 2008. Ráðstefna haldin Skálholt í júní 2008, aðalfyrirlesarar voru James Autry og Kent M. Keith

Ráðdstefnurit 2010. Ráðstefna haldin Skálholt í mars 2010, aðalfyrirlesari var Kent M. Keith

Ráðstefnurit 2011. Ráðstefna haldin Skálholt í október  2011, aðalfyrirlesarar voru Dirk van Dierendonck og Kasper Edwalds

Ráðstefna á Bifröst 2014 – Þjónandi forysta: Samskipti og samfélagsleg ábyrgð

Hér er hlekkur á rit ráðstefnunnar 2014.

Fimmta ráðstefnan um þjónandi forystu haldin á Háskólanum á Bifröst 31. október 2014 – Þjónandi forysta: Samskipti og samfélagsleg ábyrgð. Kl. 10 til 16. Aðalfyrirlesari verður Gary Kent, þjónustustjóri hjá verkfræðifyrirtækinu Schneider Corporation í Bandaríkjunum (http://schneidercorp.com/) en fyrirtækið hefur hagnýtt hugmyndafræði þjónandi forystu síðastliðin 25 ár með góðum árangri. Ráðstefnustjóri: Sigurður Ragnarsson,

Dagskrá

Kl. 10 Tónlist og opnun ráðstefnun í Hriflu og þar á eftir eru fyrirlestrar.

Gary Kent, Integrated Services Director at The Schneider Corporation – Anyone could lead perfect people, – if there were any

Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri – Þjónandi forysta: Reynslusaga af Suðurnesjum

Gunnar Svanlaugsson, formaður körfuknattleiksdeild Snæfells Stykkishólmi – Þjónandi forysta í félagsmálum

Kl. 11:55 Stuttar kynningar á nýjum íslenskum rannsóknum um þjónandi forystu hér á landi. Kynningarnar fara fram í tveimur sölum samtímis

Hrifla:

  • Birna Dröfn Birgisdóttir, doktorsnemi við Háskólann í Reykjavík – Mikilvægi þjónandi forystu fyrir sköpunargleði
  • Heiða Björg Ingólfsdóttir, leikskólakennari Hulduheimum Akureyri – Upplifun leiðbeinenda í leikskóla af starfsumhverfi sínu
  • Auður Pálsdóttir, lektor Menntavísindasvið Háskóla Íslands – Þjónandi forysta og sýn ungleiðtoga í æskulýðsstarfi

Vikrafell

  • Hildur Haraldsdóttir, bókhalds- og innheimtufulltrúi Verkmenntaskólans á Akureyri – Viðhorf framhaldsskólakennara til samskipta og samvinnu
  • Alda Margrét Hauksdóttir, yfirlífeindafræðingur KLH / Hjartavernd – Þjónandi forysta og starfsánægja lífeindafræðinga
  • Steingerður Kristjánsdóttir, verkefnastjóri hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkur – Viðhorf stjórnenda hjá ÍTR til stjórnunar og forystu
  • Þóranna Rósa Ólafsdóttir, skólastýra við Varmárskóla Mosfellsbæ – Reynsla skólastjóra af vinnustaðkönnun Reykjavíkurborgar

Kl. 12:50 Hádegis hlé: Hádegisverður og samtal þátttakenda í hópum

Kl. 14:30 Fyrirlestrar á ný í Hriflu

Róbert Guðfinnsson, frumkvöðull og fjárfestir Siglufirði og Arizona –Er það sjálfgefið að hæft fólk vilji vinna með manni?

Sigurður Ragnarsson, sviðsstjóri viðskiptasviðs Háskólans á Bifröst – Þjónandi leiðtogi: Þræll eða þrælgóður leiðtogi?

Sigrún Gunnarsdóttir, Háskólanum á Bifröst og Þekkingarsetur um þjónandi forystu – Þjónandi forysta hjá Toyota og Thor Jensen

Óttarr Proppé, alþingismaður – Er rúm fyrir ást og umhyggju í stjórnmálum og opinberri umræðu?

Vilhjálmur Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst – Bifrestingar: Heimsborgarar og sveitamenn

Kl. 16:00  Ráðstefnulok

Þátttökugjald er kr. 16.500. Þau sem vilja staðfestingu vegna endurgreiðslu frá stéttarfélagi sendi skilaboð til jon hja saltverk.is

Skráning á ráðstefnuna

Sérkjör fyrir nemendur: 12.500 kr. ATH. Vinsamlega skráið í athugasemdadálkinn upplýsingar um nám og háskóla.

Greiðslan fer fram í gegnum örugga greiðslusíðu Valitor (128 bita dulkóðun, sama og í heimabankanum).

Einnig er velkomið að greiða í gegnum netbanka: 331 26 4804, kt. 480411-2260 og senda um leið tilkynningu til jon (hjá) saltverk.is sem getur sent til baka staðfestingu á greiðslu. Fyrir sérstakar fyrirspurnir vinsamlega sendið skilaboð til jon (hjá) saltverk.is.

Áhugasömum er bent á Facebook-síðuna “Samferða á þjónandi forystu ráðstefnuna á Bifröst 31. október“.

Styrktaraðilar ráðstefnunnar 2014 eru Ölgerðin og Íslenska Gámafélagið.

OES logo jpg

 

islenska_gamafelagid_logo

English

Conference on Servant Leadership, Bifröst University,  31. October 2014. Keynote speaker: Gary Kent,  Schneider Corporation í Bandaríkjunum http://schneidercorp.com/.

Hashtag: #ServantBifrost

Fuglarnir (Þjónandi forysta branding)

Þjónandi forysta branding

Share this:

  • Facebook
  • Twitter
  • Email
  • More
  • Print
  • LinkedIn
  • Pinterest
  • Tumblr
  • Reddit
  • Pocket

Fylgstu með okkur

  • Facebook
  • Twitter
  • YouTube

Þjónandi forysta í hnotskurn

Í stuttu máli má lýsa þjónandi forystu sem samspili þriggja meginstoða sem allar eru innbyrðis tengdar og mynda eina heild:

1) Fyrsta stoðin er einlægur áhugi á hugmyndum og hagsmunum annarra sem birtist með einbeittri hlustun og aðgerðum sem efla aðra og aðstoða þá til að blómstra og að njóta sín.

2) Önnur stoðin er vitun og sjálfsþekking sem birtist í sjálfsöryggi, auðmýkt og hugrekki.

3) Þriðja stoðin er framsýni og skörp sýn á hugsjón sem birtist með sýn á tilgang og ábyrgðarskyldu.

Segja má að fyrstu tvær stoðirnar myndi þjónustuhluta þjónandi foyrstu og þriðja stoðin myndar forystuhlutann. Sjá nánari lýsingu hér.

Líkanið sem hér er lýst byggir á hugmyndum Robert K. Greenleaf sem upphafsmaður þjónandi forystu og birti fyrsta rit sitt um hugmyndina árið 1970 og segir þar m.a.: ,,Þjónandi leiðtogi er í fyrsta lagi þjónn. […] Það byrjar með eðlislægri tilfinningu um að vilja þjóna, að þjóna fyrst. Síðar leiðir meðvituð ákvörðun viðkomandi til forystu. Slíkur einstaklingur er ólíkur þeim sem er fyrst leiðtogi, líklega vegna takmarkaðrar löngunar til valda og efnislegra gæða. (Greenleaf, 1970/2008, 15). Sjá nánar hér.

Copyright © 2023 · News Pro Theme on Genesis Framework · WordPress · Log in

 

Loading Comments...