Þjónandi forysta

  • Þekkingarsetur
  • Ráðstefnur hér á landi frá 2008
    • Ráðstefna um þjónandi forystu á Bifröst 25. september 2015
    • Ráðstefna á Bifröst 31. október 2014 – Dagskrá
    • Samstaða og árangur – Ráðstefna 14. júní 2013
  • Rannsóknir, greinar & bækur
    • Þjónandi forysta í hnotskurn
    • Í atvinnulífinu
    • Líkan Dirk van Dierendonck um þjónandi forystu
    • Íslenskar rannsóknir
  • Greenleaf Center USA
  • Hafa samband
  • English
You are here: Home / Þjónandi leiðtogi / Fimm leiðir þjónandi leiðtoga að ná árgangri í gegnum samtal og skiptar skoðanir

Fimm leiðir þjónandi leiðtoga að ná árgangri í gegnum samtal og skiptar skoðanir

December 6, 2016 by Sigrún

Í þjónandi forystu er samtal aðalatriði og ekki síst samtal þar sem skipts er á skoðunum og tekist á um hugmyndir. Robert K. Greenleaf lagði áherslu á að hlutverk leiðtogans væri að skapa hugmyndir og að aðstoða aðra við að skapa hugmyndir. Þjónandi leiðtogi leggur rækt við gagnrýna hugsun og mótar aðstæður fyrir samtal um mismunandi sjónarhorn og mismunandi hugmyndir. Þessar áherslur leiðtogans birtast til dæmis í eftirfarandi aðferðum og áherslum:

1) Sannfæring sem vingjarnleg samtalsaðferð

Greenleaf benti á að sannfæringarkraftur væri mikilvægasta leiðin til að hafa áhrif. Sannfæring sem samskiptaaðferð felur ekki í sér að allir skuli alltaf vera sammála og að átök komi aldrei upp. Sannfæring snýst um að viðmælendur virða frelsi hvers annars, eru vingjarnlegir í samskiptum og nýta samtalstækni sem byggir á rökræðu, virðingu og sanngirni.

2) Að takast á án þess að móðgast

Það getur verið erfitt að takast á um ólík sjónarmið án þess að reiðast eða móðgast og án þess að ganga of nærri viðmælendum sínum. En í því felast einmitt vönduð samskipti, að sýna virðingu og líta á ólíkar skoðanir sem tækifæri til að læra frekar en árás á sínar eigin skoðanir. Athyglisvert dæmi er að finna hjá bandaríska lággjaldaflugfélaginu Southwest Airlines sem lengi hefur verið horft til sem dæmi um þjónandi forystu í framkvæmd. Meðal slagorða í starfsmannastefnu félagsins er „Traust og átök!“ (e. Trust and conflict!) sem undirstrikar að þrátt fyrir hinar vingjarnlegu samtalsaðferðir sannfæringar má fólk vera ósammála og er beinlínis hvatt til að vera ósammála innan skynsamlegra marka. Samskiptin skuli m.ö.o. vera svo vönduð og traustið milli fólks svo mikið að það geti tekist á og talað frjálslega fyrir ólíkum sjónarmiðum án þess að af því hljótist vandamál.

3) Að sammælast um að vera ósammála

Með frjálslegum og upplýsandi „átökum“ koma fleiri sjónarmið upp á yfirborðið og gagnlegar athugasemdir koma frekar fram áður en mistök eru gerð. Þetta ákall eftir vönduðum samskiptum þar sem fólk getur sammælst um að vera ósammála og beinlínis fagnað því skiptir ekki síst máli fyrir samband yfirmanns og undirmanns.

4) Samskipti og ábyrgð jafnt upp og niður eftir hinu formlega stigveldi

Í þjónandi forystu er gert ráð fyrir að samskipti og ábyrgð gangi jafnt í báðar áttir upp og niður eftir hinu formlega stigveldi. Árangur þjónandi forystu byggir á því að hver og einn átti sig á eigin ábyrgðarskyldu og varpi ljósi á nýjar hugmyndir og nýjar leiðir til að takast á við verkefnin samkvæmt sameiginlegum markmiðum og framtíðarsýn. Ábyrgð hvers og eins birtist í því að taka af skarið við að kynna nýjar hugmyndir með vingjarnlegri samskiptaaðferð.

5) Að kalla eftir og að þiggja gagnrýni með virðingu og trausti

Í þjónandi forystu kalla leiðtogar starfsfólk til ábyrgðar, gagnrýna samstarfsmenn sína á uppbyggilegan hátt og kalla jafnframt eftir og þiggja gagnrýni samstarfsfólksins. Dæmigert innlegg hins þjónandi leiðtoga til að kalla eftir og að þiggja gagnrýni gæti þannig verið:

  • Hvað er ég að gera sem hjálpar þér að ná árangri?
  • Hvað ætti ég að gera sem gæti hjálpað þér að ná árangri?
  • Er ég að skipta mér of mikið af? Að hvaða leyti?
  • Hvað er ég að gera sem þú myndir vilja sjá um?
  • Í hvaða tilvikum tek ég upplýsingum illa?

Samkvæmt þjónandi forystu á formleg staða einstaklinganna á vinnustaðnum ekki að hafa áhrif á samskiptin. Þau einkennast af virðingu og trausti og þess vegna getur fólk sem betur fer verið ósammála. Bæði yfirmaður og undirmaður getur haft frumkvæði að ábyrgðarskyldu og geta t.d. byrjað setningarnar á „Hjálpaðu mér að skilja …“ eða „Eigum við að spekúlera saman í því af hverju …“

greenleaf-listen

Heimildir:

Robert K. Greenleaf (1970): The Servant as Leader. Sjá: https://www.greenleaf.org/

Ann McGee-Cooper og Duane Trammell (2009): Accountability as Covenant: The Taproot of Servant Leadership (pdf). Sjá: http://amca.com/.

Guðjón Ingi Guðjónsson tók efnið saman.

Deila þessu:

  • Tweet
  • Email
  • More
  • Print
  • Share on Tumblr
  • Pocket

Related

Filed Under: Þjónandi forysta, Þjónandi leiðtogi, Ábyrgð, ágreiningur, átök, gagnrýni, Hlustun, skiptar skoðanir

Þjónandi forysta í hnotskurn

Í stuttu máli má lýsa þjónandi forystu sem samspili þriggja meginstoða sem allar eru innbyrðis tengdar og mynda eina heild:

1) Fyrsta stoðin er einlægur áhugi á hugmyndum og hagsmunum annarra sem birtist með einbeittri hlustun og aðgerðum sem efla aðra og aðstoða þá til að blómstra og að njóta sín.

2) Önnur stoðin er vitun og sjálfsþekking sem birtist í sjálfsöryggi, auðmýkt og hugrekki.

3) Þriðja stoðin er framsýni og skörp sýn á hugsjón sem birtist með sýn á tilgang og ábyrgðarskyldu.

Segja má að fyrstu tvær stoðirnar myndi þjónustuhluta þjónandi foyrstu og þriðja stoðin myndar forystuhlutann. Sjá nánari lýsingu hér.

Líkanið sem hér er lýst byggir á hugmyndum Robert K. Greenleaf sem upphafsmaður þjónandi forystu og birti fyrsta rit sitt um hugmyndina árið 1970 og segir þar m.a.: ,,Þjónandi leiðtogi er í fyrsta lagi þjónn. […] Það byrjar með eðlislægri tilfinningu um að vilja þjóna, að þjóna fyrst. Síðar leiðir meðvituð ákvörðun viðkomandi til forystu. Slíkur einstaklingur er ólíkur þeim sem er fyrst leiðtogi, líklega vegna takmarkaðrar löngunar til valda og efnislegra gæða. (Greenleaf, 1970/2008, 15). Sjá nánar hér.

Facebook

Þjónandi forysta

Rannsóknir um þjónandi forystu

Viðhorf starfsfólks í velferðarþjónustu til starfsumhverfis, forystu og stjórnunar

Viðhorf starfsfólks í velferðarþjónustu til starfsumhverfis, forystu og stjórnunar

Eydís Ósk Sigurðardóttir hefur lokið rannsókn til MS gráðu við Háskólann á … [Lestu meira...]

  • Þjónandi forysta og starfsumhverfi starfsmanna í stjórnsýslu sveitarfélaga
  • Menningarhæfni, barneignarþjónusta og þjónandi forysta – Birna Gerður Jónsdóttir
  • Sjö þættir sem einkenna þjónandi leiðtoga

⇒ Fleiri greinar um rannsóknir

Fylgstu með okkur

  • Facebook
  • Twitter
  • YouTube

Copyright © 2018 · News Pro Theme on Genesis Framework · WordPress · Log in

loading Cancel
Post was not sent - check your email addresses!
Email check failed, please try again
Sorry, your blog cannot share posts by email.