Þjónandi forysta

  • Þekkingarsetur, viðburðir
    • Ráðstefnur hér á landi frá 2008
      • Ráðstefna um þjónandi forystu á Bifröst 25. september 2015
      • Ráðstefna á Bifröst 31. október 2014 – Dagskrá
      • Samstaða og árangur – Ráðstefna 14. júní 2013
  • Pistlar
  • Rannsóknir, greinar & bækur
    • Þjónandi forysta í hnotskurn
    • Í atvinnulífinu
    • Líkan Dirk van Dierendonck um þjónandi forystu
    • Íslenskar rannsóknir
  • Fréttabréf
  • Hafa samband
  • English
You are here: Home / Þjónandi forysta / Þrjár meginstoðir þjónandi forystu samkvæmt hugmyndum Robert Greenleaf

Þrjár meginstoðir þjónandi forystu samkvæmt hugmyndum Robert Greenleaf

July 25, 2015 by Sigrún

Þrjár meginstoðir þjónandi forystu

Þjónandi forysta byggir á grunngildum lýðræðissamfélags og er dýrmætur grunnur að árangursríku skipulagi, stjórnun og samskiptum á vinnustöðum og félögum. Þjónandi leiðtogar kunna jafnvægislist umhyggju, aga, sveigjanleika og reglufestu. Hugmyndum Robert K. Greenleaf um þjónandi forystu má lýsa á grunni þriggja meginstoða sem eru innbyrðis tengdar og móta viðhorf, aðferðir og lífshætti þjónandi leiðtoga.

  1. Einlægur áhugi á hugmyndum og hag annarra. Þjónandi forysta felur í sér umhyggju fyrir hagsmunum og velferð annarra framar eigin völdum og vegsauka. Sannur áhugi birtist í hlustun sem skapar traust og er mikilvægt skref til að mæta þörfum annarra. Virðing fyrir hugmyndum og skoðunum annarra þarf ekki að fela í sér samþykki en endurspeglar viðurkenningu á sjálfstæði, frelsi og sköpunarkrafti viðmælandans. 
  1. Vitund og einbeittur ásetningur til sjálfsþekkingar. Þjónandi leiðtogi leitast við að efla sjálfsþekkingu sína og færni í gefandi og markvissum samskiptum. Vitund um áhrif eigin orða og athafna eykur sjálfsþekkingu sem er nátengd sjálfsöryggi. Sjálfsöryggi er forsenda auðmýktar og hógværðar. Með hógværri framgöngu gefur leiðtoginn öðrum svigrúm og tækifæri og opnar þannig farveg hugmynda og sköpunar.
  1. Skýr mynd af framtíðarsýn, hugsjón og tilgangi starfa. Vitund um hugsjón og tilgang starfa er drifkraftur þjónandi leiðtoga. Þekking á fortíð, vitund um nútíð og skýr sýn á framtíð gefur leiðtoganum forskot sem er um leið forsenda þess að hann geti tekið forystu og borið ábyrgð á verkefnum sínum. Þjónandi leiðtogi leitast við að sjá heildarmynd og nálgast einstaklinga, verkefni og samfélög sem eina heild. Heildræn nálgun er undirstaða samfélagslegrar ábyrgðar og aga sem einkennir þjónandi forystu og eykur um leið möguleika til að sjá tækifærin hverju sinni.

Góðir leiðtogar kveikja með fólki löngun til góðra verka. Þeir mynda tengsl og taka þátt í samtali um tilgang starfa og um framtíðina sem skapar aga. Alls staðar er þörf fyrir góða leiðtoga, hvort sem þeir eru ráðnir til þess sérstaklega eða ekki. Þjónandi leiðtogi skapar lífsgæði og árangur fyrir sjálfan sig og aðra. Þess vegna er mikilvægt að finna leiðir til að sameina krafta okkar til að þjóna og veita hvort öðru forystu með ábyrgð, umhyggju, staðfestu og hógværð.

 

Byggt á: Sigrún Gunnarsdóttir. (2011). Þjónandi forysta – fyrri hluti. Glíman, 8, 245-262. 

Servant leadership – Key elements – Robert Greenleaf

 

Vatn Gras

 

 

 

Share this:

  • Facebook
  • Twitter
  • Email
  • More
  • Print
  • LinkedIn
  • Pinterest
  • Tumblr
  • Reddit
  • Pocket

Related

Filed Under: Þjónandi forysta, Þjónandi leiðtogi, einlægur áhugi, Framtíðarsýn, Robert Greenleaf, Servant leadership, sjálfsþekking, Valdar greinar Tagged With: Þrjár stoðir þjónandi forystu, Robert Greenleaf

Fylgstu með okkur

  • Facebook
  • Twitter
  • YouTube

Þjónandi forysta í hnotskurn

Í stuttu máli má lýsa þjónandi forystu sem samspili þriggja meginstoða sem allar eru innbyrðis tengdar og mynda eina heild:

1) Fyrsta stoðin er einlægur áhugi á hugmyndum og hagsmunum annarra sem birtist með einbeittri hlustun og aðgerðum sem efla aðra og aðstoða þá til að blómstra og að njóta sín.

2) Önnur stoðin er vitun og sjálfsþekking sem birtist í sjálfsöryggi, auðmýkt og hugrekki.

3) Þriðja stoðin er framsýni og skörp sýn á hugsjón sem birtist með sýn á tilgang og ábyrgðarskyldu.

Segja má að fyrstu tvær stoðirnar myndi þjónustuhluta þjónandi foyrstu og þriðja stoðin myndar forystuhlutann. Sjá nánari lýsingu hér.

Líkanið sem hér er lýst byggir á hugmyndum Robert K. Greenleaf sem upphafsmaður þjónandi forystu og birti fyrsta rit sitt um hugmyndina árið 1970 og segir þar m.a.: ,,Þjónandi leiðtogi er í fyrsta lagi þjónn. […] Það byrjar með eðlislægri tilfinningu um að vilja þjóna, að þjóna fyrst. Síðar leiðir meðvituð ákvörðun viðkomandi til forystu. Slíkur einstaklingur er ólíkur þeim sem er fyrst leiðtogi, líklega vegna takmarkaðrar löngunar til valda og efnislegra gæða. (Greenleaf, 1970/2008, 15). Sjá nánar hér.

Copyright © 2022 · News Pro Theme on Genesis Framework · WordPress · Log in

 

Loading Comments...
 

    loading Cancel
    Post was not sent - check your email addresses!
    Email check failed, please try again
    Sorry, your blog cannot share posts by email.