Þjónandi forysta

  • Þekkingarsetur
  • Ráðstefnur hér á landi frá 2008
    • Ráðstefna um þjónandi forystu á Bifröst 25. september 2015
    • Ráðstefna á Bifröst 31. október 2014 – Dagskrá
    • Samstaða og árangur – Ráðstefna 14. júní 2013
  • Rannsóknir, greinar & bækur
    • Þjónandi forysta í hnotskurn
    • Í atvinnulífinu
    • Líkan Dirk van Dierendonck um þjónandi forystu
    • Íslenskar rannsóknir
  • Greenleaf Center USA
  • Hafa samband
  • English
You are here: Home / Auðmýkt / Ný námslína til meistaragráðu í þjónandi forystu haustið 2019

Ný námslína til meistaragráðu í þjónandi forystu haustið 2019

February 4, 2019 by Sigrún

Næsta haust verður stigið mikilvægt skref fyrir þjónandi forystu hér á landi með nýrri námslínu til meistaragráðu í þjónandi forystu við Háskólann á Bifröst. Um er að ræða námslínu innan námsbrautarinnar Forysta og stjórnun.

Síðan 2013 hefur þjónandi forysta verið kennd sem hluti af námi í viðskiptafræði á Bifröst, bæði á BS stigi og MS stigi. Námið hefur mælst vel fyrir og ákveðið að halda áfram að þróa kennsluna og bjóða nemendum að sérhæfa sig enn frekar á sviði þjónandi forystu. Eins og í öðrum námslínum innan Forystu og stjórnunar er hægt að ljúka náminu með ritgerð eða án ritgerðar.

Ný námskeið um þjónandi forystu

Hin nýja meistaralína felur í sér þrjú námskeið um þjónandi forystu og lýkur með meistaragráðu í Forystu og stjórnun með áherslu á þjónandi forystu. Námslínan er skipulögð sem sérhæfing innan meistaranáms í Forystu og stjórnun og námskeið á sviði forystu og stjórnunar eru hluti af hinni nýju námslínu

Nemendur sem skrá sig í námslínu til meistaragráðu í þjónandi forystu taka öll grunnnámskeið innan Forystu og stjórnunar auk þriggja námskeiða um þjónandi forystu. Hvert námskeið hefur sérstaka áherslu innan fræðanna um þjónandi forystu og fjallað um hagnýtingu á grunni þekkingar og nýrra rannsókna.

Hvað verður fjallað um í námskeiðunum um þjónandi forystu?

  • Í fyrsta námskeiðinu er fjallað um grunnatriði hugmyndafræðinnar með áherslu á rit Greenleaf og nýjar rannsóknir um þjónandi forystu erlendis og hér á landi. Rýnt er í hugmyndir Greenleaf og fjallað um rannsóknir sem varpa ljósi á árangur þjónandi forystu fyrir líðan starfsfólks og árangur skipulagsheilda.
  • Í námskeið númer tvö er sjónum beint sérstaklega að þjónustuhluta þjónandi forystu og rýnt í rannsóknir sem snúa að hlustun, áhuga á hagsmunum og hugmyndum annarra sem og sjálfsþekkingu og sjálfsstyrk þjónandi leiðtoga. Sérstaklega er fjallað um þætti þjónandi forystu sem tengjast vellíðan og starfsgetu. Þá verður fjallað um núvitund sem árangursríka leið til að styrkja leiðtogafærni og árangur í starfi.
  • Í þriðja námskeiðinu er fjallað um mikilvægar hliðar leiðtogahluta þjónandi forystu, þ.e. framsýni, tilgang, hugsjón og ábyrgðarskyldu. Sjónum er beint að nýjum hugmyndum um skipulag og þjónandi forystu. Ábyrgðarskylda í þjónandi forystu verður rædd sérstaklega og fjallað um leiðir til að efla ábyrðarskyldu með aðferðum þjónandi forystu. Þá verður fjallað um þjónandi forystu í stjórnsýslu hér á landi, bæði innan ráðuneyta og sveitarstjórna.

Kennsla í þjónandi forystu við Háskólann á Bifröst hefur undanfarin ár verið skipulögð og framkvæmd í samvinnu við Þekkingarsetur um þjónandi forystu og svo verður einnig um hina nýju námslínu. Þessi nýi áfangi er miklvægt framlag til þjónandi forystu hér á landi og felur í sér tækifæri til að þróa enn frekar þekkingu og hagnýtingu þjónandi forystu hér á landi.

Kynningarfundur

Kynning á hinni nýju námslínu verður þriðjudaginn 12. febrúar nk. að Suðurlandsbraut 22, 2. hæð, húsnæði Háskólans á Bifröst. Fundurinn hefst kl. 17:30 með stuttu kynningarerindi um þjónandi forystu og síðan tekur við kynning á nýju námslínunni. Sjá nánar um viðburðinn hér (facebook).

Deila þessu:

  • Tweet
  • Email
  • More
  • Print
  • Share on Tumblr
  • Pocket

Related

Filed Under: Auðmýkt, Þjónandi forysta, Bifröst, Hlustun Tagged With: Bifröst

Þjónandi forysta í hnotskurn

Í stuttu máli má lýsa þjónandi forystu sem samspili þriggja meginstoða sem allar eru innbyrðis tengdar og mynda eina heild:

1) Fyrsta stoðin er einlægur áhugi á hugmyndum og hagsmunum annarra sem birtist með einbeittri hlustun og aðgerðum sem efla aðra og aðstoða þá til að blómstra og að njóta sín.

2) Önnur stoðin er vitun og sjálfsþekking sem birtist í sjálfsöryggi, auðmýkt og hugrekki.

3) Þriðja stoðin er framsýni og skörp sýn á hugsjón sem birtist með sýn á tilgang og ábyrgðarskyldu.

Segja má að fyrstu tvær stoðirnar myndi þjónustuhluta þjónandi foyrstu og þriðja stoðin myndar forystuhlutann. Sjá nánari lýsingu hér.

Líkanið sem hér er lýst byggir á hugmyndum Robert K. Greenleaf sem upphafsmaður þjónandi forystu og birti fyrsta rit sitt um hugmyndina árið 1970 og segir þar m.a.: ,,Þjónandi leiðtogi er í fyrsta lagi þjónn. […] Það byrjar með eðlislægri tilfinningu um að vilja þjóna, að þjóna fyrst. Síðar leiðir meðvituð ákvörðun viðkomandi til forystu. Slíkur einstaklingur er ólíkur þeim sem er fyrst leiðtogi, líklega vegna takmarkaðrar löngunar til valda og efnislegra gæða. (Greenleaf, 1970/2008, 15). Sjá nánar hér.

Facebook

Þjónandi forysta

Rannsóknir um þjónandi forystu

Viðhorf starfsfólks í velferðarþjónustu til starfsumhverfis, forystu og stjórnunar

Viðhorf starfsfólks í velferðarþjónustu til starfsumhverfis, forystu og stjórnunar

Eydís Ósk Sigurðardóttir hefur lokið rannsókn til MS gráðu við Háskólann á … [Lestu meira...]

  • Þjónandi forysta og starfsumhverfi starfsmanna í stjórnsýslu sveitarfélaga
  • Menningarhæfni, barneignarþjónusta og þjónandi forysta – Birna Gerður Jónsdóttir
  • Sjö þættir sem einkenna þjónandi leiðtoga

⇒ Fleiri greinar um rannsóknir

Fylgstu með okkur

  • Facebook
  • Twitter
  • YouTube

Copyright © 2019 · News Pro Theme on Genesis Framework · WordPress · Log in

loading Cancel
Post was not sent - check your email addresses!
Email check failed, please try again
Sorry, your blog cannot share posts by email.