Birna Dröfn Birgisdóttir hlýtur styrk Viðskiptaráðs vegna rannsóknar um sköpun og þjónandi forystu

Birna Dröfn Birgisdóttir, doktorsnemi við Háskólann í Reykjavík, hefur hlotið styrk úr Rannsóknasjóði Viðskiptaráðs Íslands, að upphæð 1,0 milljón króna vegna rannsóknar sinnar um sköpunargleði og þjónandi forystu.  Alls var 6,5 milljónum króna úthlutað til fjögurra ólíkra verkefna. Styrkjunum er ætlað að auka samkeppnishæfni Íslands með því að efla rannsóknir og nýsköpun sem nýtast íslensku menntakerfi og atvinnulífi. Að mati valnefndar falla þau verkefni sem urðu fyrir valinu vel að markmiði sjóðsins auk þess sem gæði umsókna þóttu framúrskarandi (heimild: http://vi.is/malefnastarf/frettir/fyrsta-uthlutun-ur-rannsoknasjodi-vidskiptarads/).

 

 

Birna-2015_09_18_uthlutun_rannsoknastyrkja_full_res

 

 

 

 

 

 

Ljósmynd: http://vi.is/malefnastarf/frettir/fyrsta-uthlutun-ur-rannsoknasjodi-vidskiptarads/

,,Rannsóknasjóður Viðskiptaráðs Íslands er nýr sjóður sem veitir árlega styrki til einstaklinga vegna rannsókna og nýsköpunar tengdum framþróun menntunar og eflingu íslensks atvinnulífs. Valnefnd sjóðsins skipa Eggert Benedikt Guðmundsson, Gísli Hjálmtýsson og Ragnhildur Geirsdóttir.” (heimild: http://vi.is/malefnastarf/frettir/fyrsta-uthlutun-ur-rannsoknasjodi-vidskiptarads/).

Rannsókn Birnu Drafnar fjallar um þætti sem ýtt geta undir sköpunargleði starfsfólks, en sköpunargleði er talin mikilvægur þáttur fyrir samkeppnishæfni fyrirtækja. Markmið rannsóknarverkefnisins er að fylla bil þar sem samband þjónandi forystu, starfsumhverfis og sköpunargleði hefur ekki áður verið rannsakað með þessum hætti. Rannsókn Birnu Drafnar er hluti af samnorrænu rannsóknarverkefni um starfsumhverfi og þjónandi forystu (NOVO multicenter study) sem einnig er unnið í samstarfi við Þekkingarsetur um þjónandi forstu. Leiðbeinendur Birnu Drafnar eru Marina Candi (HR), Sigrún Gunnarsdóttir (HÍ og Bifröst) og Auður Arna Arnardóttir (HR).

Birna Dröfn Birgisdóttir
Birna Dröfn Birgisdóttir