Ný rannsókn um þjónandi forystu í grunnskólum á Norðurlandi. MEd ritgerð 2011

Þóra Hjörleifsdóttir hefur lokið rannsókn sinni til meistaraprófs um þjónandi forystu í grunnskólum á Norðurlandi.

Rannsókn Þóru er liður í rannsóknarsamstarfi Þekkingarseturs um þjónandi forystu hér landi í samvinnu við Dirk van Dierendonck við Erasmusháskólann í Hollandi. Þóra lauk MEd prófi frá Háskólanum á Akureyri undir leiðsögn Trausta Þorsteinssonar og Sigrúnar Gunnarsdóttur.

Rannsóknin leiðir í ljós að þjónandi forysta einkennir almennt stjórnun og forystu skólastjóra í grunnskólum á Norðurlandi að mati starfsfólks skólanna. Jafnframt kom í ljós að sterk einkenni þjónandi forystu í framgöngu og samskiptum skólastjóra tengist starfsánægju meðal starfsfólks í skólum þeirra.

Ritgerðin er aðgengileg á skemman.is