Bifrestingar: Heimsborgarar og sveitamenn – Erindi Vilhjálms Egilssonar á Bifröst 31. október 2014

Vilhjálmur Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst mun fjalla um þjónandi forystu sem eina af stoðum í stjórnunarnámi á Bifröst og í starfsháttum skólans. Erindið nefndir hann Bifrestingar: Heimsborgarar og sveitamenn og lýsir því með þessum orðum:

Háskólinn á Bifröst menntar fólk til að vera framsæknir, víðsýnir og umburðarlyndir heimsborgarar en á sama tíma ábyrgir, traustir og gegnheilir sveitamenn sem rækta með sér vináttu og vilja til samvinnu, fólk sem þekkir muninn á metnaði og græðgi. Grunngildi skólans eru frumkvæði, samvinna og ábyrgð. Þjónandi forysta er því eðlilega ein af stoðunum í stjórnunarnámi á Bifröst og eins í starfsháttum skólans. Háskólinn á Bifröst meðhöndlar nemendur sína sem einstaklinga en ekki kennitölur. Kennarar og aðrir starfsmenn skólans eru í skapandi liði sem sífellt þarf að innleiða og tileinka sér nýjungar í námsframboði og kennsluháttum. Það “skeður ekkert fyrir okkur” í Háskólanum á Bifröst. Við þurfum að sækja allt og  vinnum fyrir öllu sem við fáum. Árangur í rekstri Háskólans á Bifröst byggir á því að hafa metnaðarfulla og skýra sýn á framtíðina, raunsæja og ábyrga áætlun, trú á verkefnið og getu og aðlögunarhæfni til að framkvæma það.Ég ætla m.a. að segja frá því hvernig Háskólinn á Bifröst er að mennta fólk til að vera framsæknir, víðsýnir og umburðarlyndir heimsborgarar en á sama tíma ábyrgir, traustir og gegnheilir sveitamenn sem rækta með sér vináttu og vilja til samvinnu, fólk sem þekkir muninn á metnaði og græðgi.Ég ætla m.a. að segja frá því hvernig Háskólinn á Bifröst er að mennta fólk til að vera framsæknir, víðsýnir og umburðarlyndir heimsborgarar en á sama tíma ábyrgir, traustir og gegnheilir sveitamenn sem rækta með sér vináttu og vilja til samvinnu, fólk sem þekkir muninn á metnaði og græðgi.

Viljhálmur

Ráðstefna Þekkingarseturs um þjónandi forystu og Háskólans á Bifröst 31. október 2014. Skráning og nánari upplýsingar á heimasíðu þjónandi forystu.

Auglýsing final