Nýlega varði Þóra Ákadóttir, starfsmannastjóri FSA, meistararitgerð sína við Norræna heilbrigðisháskólann í Gautaborg. Ritgerðin fjallar um rannsókn á þjónandi forystu og líðan sjúkraliða í starfi og var gerð í samvinnu við Sjúkraliðafélag Íslands með þátttöku 588 meðlima félagsins sem starfa á hinum ýmsum sviðum heilbrigðisþjónustunnar. Rannsóknin er hluti af rannsóknarsamstarfi Þekkingarseturs um þjónandi forystu og Dr. Dirk van Dierendonck við Erasmus háskólann í Hollandi.
Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að þjónandi forysta næsta yfirmanns sjúkraliða hefur jákvæð áhrif á líðan sjúkraliða í starfi. Niðurstöðurnar sýna að sjúkraliðar eru ánægðir í starfi þrátt fyrir álag í starfi og einkenni um líkamleg einkenni frá hálsi, öxlum og baki. Niðurstöðurnar gefa vísbendingar um að þjónandi forysta næsta yfirmanns, einkum stuðningur og eflandi samskipti, getur verndað heilsu sjúkraliða og t.d. dæmis dregið úr einkennum kulunar. Leiðbeinandi Þóru var Dr. Sigrún Gunnarsdóttir, lektor við Háskóla Íslands. Ritgerðin Þóru er hér á pdf formi.