Nýlega birtist ritrýnda rannsóknargreinin: Áherslur stjórnenda árangursríkra fyrirtækja og hugmyndafræði þjónandi forystu. Höfundar eru Sigurbjörg Hjálmarsdóttir og Sigrún Gunnarsdóttir og byggir greinin á rannsókn Sigurbjargar til MS gráðu við Háskólann á Bifröst undir handleiðslu Sigrúnar.
Fáar rannsóknir eru til um hvort og hvernig áherslur fyrirmyndarfyrirtækja endurspegla þjónandi forystu. Nokkrir erlendir höfundar hafa fjallað um þjónandi forystu hjá fyrirtækjum sem eru á
lista Fortune um árangursrík fyrirtæki og í því sambandi hefur til dæmis Ben Lichtenwalner greint fjölda fyrirtækja á lista Fortune sem hafa hagnýtt þjónandi forystu.
Í hinni nýju íslensku rannsókn voru tekin viðtöl við sjö stjórnendur fyrirtækja sem endurtekið hafa verið á lista VR um fyrirmyndarfyrirtæki hér á landi. Í niðurstöðunum koma fram áherslur stjórnenda þessara fyrirtækja sem settar eru fram í þremur meginþemum:
- Stjórnun sem stuðningur og samspil ólíkra hlutverka.
- Hagur starfsmanna og jafningjatengsl leiðtoga og starfsmanna.
- Framtíðarsýn og virk upplýsingagjöf
Hér eru birt nokkur dæmi um beinar tilvitnanir í orð þátttakenda:
Þema nr. 1: Stjórnun sem stuðningur og samspil ólíkra hlutverka. Undirþema: Þjónustuhlutverk, þjálfun og stuðningur.
Þema nr. 1: Stjórnun sem stuðningur og samspil ólíkra hlutverka. Undirþema: Auðmýkt og jafnvægi leiðtoga.
Þema nr. 3: Framtíðarsýn og virk upplýsingagjöf.
Þegar niðurstöður eru skoðaðar kemur fram mjög áhugaverð samsvörun við hugmyndafræði þjónandi forystu þar sem áhersluþættir í stjórnun viðmælenda eru í takt við megineinkenni hugmyndafræði þjónandi forystu þ.e. 1) Frelsi til athafna og tækifæri til að vaxa í starfi og 2) Jafnvægi alúðar og aga, stefnufestu og sveigjanleika.
Rannsóknin nær til fyrirtækja sem hafa náð sérstökum árangri einkum með hliðsjón af ánægju starfsfólks og niðurstöður styðja fyrri ransóknir um tengsl þjónandi forystu við starfsánægju og árangur skipulagsheilda. Rannsóknin er mikilvægt til þróunarþekkingar um árangursríkar áherslur í stjórnun og forystu og veitir innsýn í mikilvægar hliðar þjónandi forystu.
Greinin er aðgengileg hér: http://www.efnahagsmal.is/article/view/a.2018.15.2.7/pdf