Þjónandi leiðtogi: Þræll eða þrælgóður leiðtogi? – Erindi Sigurðar Ragnarssonar á Bifröst 31. október

Sigurður Ragnarsson, sviðsstjóri viðskiptasviðs Háskólans á Bifröst mun beina sjónum að forystuþættinum hjá þjónandi leiðtoga í erindi sínu á ráðstefnunni um þjónandi forystu á Bifröst 31. október nk. Sigurður nefnir erindið Þjónandi leiðtogi: Þræll eða þrælgóður leiðtogi?  Í stuttu máli er erindinu lýst svo:

Þjónandi forysta er samsett úr tveimur þáttum, þ.e. að þjóna og leiða. Hvað þýðir það? Hefur þátturinn að leiða minna vægi en það að þjóna? Hvað ef þáttinn að leiða vantar? Í þessu erindi er sérstaklega fjallað um þá hlið að leiða. Í því samhengi verður fjallað um undirbúning og uppbyggingu á nýju meistaranámi á Bifröst sem heitir ,,Forysta og stjórnun”. Að auki verður rætt um hvernig námið tengist stefnu skólans, meðal annars með tilliti til samfélagsábyrgðar og markmiða námsins, sem er að undirbúa fólk til forystustarfa í samfélagi okkar.

SigR
Sigurður Ragnarsson

Ráðstefna um þjónandi forystu á Bifröst 31. október 2014. Skráning á heimasíðu Þekkingarseturs um þjónandi forystu.

Final A5 Auglýsing