Er það sjálfgefið að hæft fólk vilji vinna með manni?​ – Erindi Róberts Guðfinnssonar á Bifröst 31. október 2014

Róbert Guðfinnsson, frumkvöðull og fjárfestir, mun á ráðstefnunni um þjónandi forystu á Bifröst 31. október nk. meðal annars fjalla um mikilvægi þess að stjórnandinn sýni verkefnum starfsfólks áhuga og sé starfsfólkinu til stuðnings. Erindið ber yfirskriftina ,,Er það sjálfgefið að hæft fólk vilji vinna með manni?​” og Róbert lýsir því á þessa leið:

Eftir þrjátíu ár í stjórnunarstöðum veltir maður fyrir sér þeim breytingum sem orðið hafa á eigin stjórnunarstíl. Hvað er það sem mótar mann og hvernig höndlar maður betur menntaða næstráðendur?  Er það sjálfgefið að hæft fólk vilji vinna með manni?  Eitt það mikilvægasta er að setja sig vel inn í viðfangsefni samstarfsmanna og sýna verkefni þeirra áhuga er nokkuð sem ég hef tamið mér sem stjórnandi. Að skilja ekki fólkið þitt eftir eitt með vandamálin heldur vera til stuðnings í lausninni. Oft flókið ferli sem takmarkar yfirferð og reynir á samskipti.  Að hafa innsýn í perónulegar aðstæður nánustu samstarfsmanna og veita stuðning á erfiðum tímum er fín lína sem oft er erfitt að fylgja.

Róbert Guðfinnsson er frumkvöðull og fjárfestir á Siglufirði og í Arizona.

Ráðstefna um þjónandi forystu á Bifröst 31. október 2014. Ráðstefnan byrjar kl. 10 og lýkur kll 16. Nánari upplýsinga og skráning hér á heimasíðu Þekkingarseturs um þjónandi forystu. 

Róbert Guðfinnsson
Róbert Guðfinnsson