Auðmýkt leiðtoga – Rannsókn Hayes og Comer (2010) varpar ljósi á tengsl árangurs og auðmýktar

Í nýrri rannsókn varpa Hayes og Comer (2010) ljósi á gildi hófsamrar framgöngu þjónandi leiðtoga. Höfundar leituðu til fimm framkvæmdastjóra sem hafa náð afburða góðum árangri og hafa staðfest að hógværð og auðmýkt (e: humility) séu grundvallaratriði í forystu þeirra. Leiðtogarnir fimm sögðu sögu sína í því augnamiði að vera öðrum til lærdóms og uppbyggingar. Niðurstaða rannsóknarinnar er að auðmýkt leiðtogans er nauðsynleg til að mynda traust og til að hvetja samstarfsfólk til dáða. Raunveruleg og sönn auðmýkt styrkir sjálfstraust leiðtogans og starfsánægju. Ein af niðurstöðum rannsóknarinnar er að auðmýkt leiðtogans hefur jákvæð áhrif á starfsanda, samstarfsfólk, viðskiptavini og leiðtogann sjálfan. Þar að auki sýndu fyrirtæki meiri hagnað.

Byggt á grein Sigrúnar Gunnarsdóttur og Birnu Gerðar Jónsdóttur: http://www.irpa.is/article/view/1215

Hér eru upplýsingar um bókina: http://www.startwithhumility.com/

Start-Humilty

Hér er slóð á áhugaverða grein um auðmýkt og leiðtoga: http://letsgrowleaders.com/2013/03/19/humility_and_leadership/