Fjórða ráðstefnan um þjónandi forystu hér á landi verður haldin í Reykjavík 14. júní 2013 þar sem fjallað verður um gildi þjónandi forystu fyrir samfélag, menntun og sköpun.
Aðalfyrirlesarar verða Dr. Margaret Wheatley og Dr. Carolyn Crippen sem báðar eru viðurkenndir fræðimenn og fyrirlesarar á sviðinu.
Auk þess munu íslenskir fyrirlesarar fjalla um þjónandi forystu í ljósi eigin starfsumhverfis og rannsókna um þjónandi forystu hér á landi.
Sérstök áhersla er á samtal þátttakenda.
Nánari upplýsingar hér í febrúar 2013.