Á ráðstefnunni um þjónandi forystu á Bifröst 31. október sl. skipuðu þátttakendur sér í hópa í hádegishléi og ræddu saman um hugmyndir sínar og tillögur í tengslum við tvær spurningar, þ.e. 1) um samfélagsleg ábyrgð og hvernig mætti nýta þjónandi forystu til að efla samfélagslega ábyrgð og 2) hvernig getur almenningur hjálpað valdhöfum að vera í góðum tengslum við samfélagið sem þeir þjóna.
Þegar rætt var um fyrri spurninguna um samfélagslega ábyrgð og þjónandi forystu komu fram mörg áhugaverð sjónarmið. Hér er dæmi um niðurstöðu eins hópanna:
,,Nýta má þjónandi forystu til að efla samfélagslega ábyrgð með því að byggja upp samfélagið og hlúa að því með þeim gildum og hugmyndum sem þjónandi forysta grundvallast á. Með eflingu, styrkingu, auðmýkt og trausti ásamt því að mæta þörfum allra á öllum stigum samfélagsins. Hafa gildi og hugmyndafræði þjónandi forystu sem fyrirhyggju, gildin geti verið þau verkfæri til þess að brjóta niður stéttarmúta og kveða burt hroka og hátterni sem elur af sér ójafnræði og valdhneigð, en efla jafningjahugsun og jafningjaatferli.”
Nokkrar tillögur hópanna varðandi fyrri spurninguna er hér á pdf.
Seinni spurningin fjallaði um leiðir almennings til að hjálpa þeim sem eru við stjórnvölinn að vera í betri tengslum við almenning og þar komu einnig fram mörg áhugaverð sjónarmið. Dæmi um niðurstöðu eins hópsins er hér:
- Láta í sér heyra
- Vera þátttakendur í samfélaginu
- Virkja á sér röddina
- Aðferð þjónandi forystu er samtal – raunverulegt samtal
- Samtal er aðferð þjónandi forystu dags daglega en líka til að innleiða hana
- Það eiga að vera skiptar skoðanir
- Verður líka að vera einhver samhljómur
- Vera virkur í samfélaginu
- ,,They is ya”
- Þarf að kynna stjórnmálaflokkana betur, t.d. innan framhaldsskólanna
- Þarf að virkja samfélagslega ábyrgð – hún er svolítið dottin upp fyrir
- Þarf að vera flæði á milli staða innan samfélagsins
Samantekt á hugmyndum og tillögum hópanna varðandi seinni spurninguna er hér á pdf.