Þjónandi forysta hjá Toyota og Thor Jensen – Erindi Sigrúnar Gunnarsdóttur á Bifröst 31. október 2014

Sigrún Gunnarsdóttir, dósent við Háskólann á Bifröst og Þekkingarsetri um þjónandi forystu mun fjalla um þjónandi forysta hjá Toyota og Thor Jensen á ráðstefnunni á Bifröst 31. október nk. Hún lýsir erindi sínu með þessum orðum:

Þjónandi leiðtogi mætir mikilvægum þörfum annarra og skapar aðstæður þar sem starfsfólk blómstrar. Forysta leiðtogans er þjónusta við jafningja, hugsjón og samfélag. Viðhorf og aðferðir Thor Jensen voru í takt við þjónandi forystu. Hann hafði skýra hugsjón, vinnubrögð hans voru vönduð og skilvirk, hann kappkostaði að aðstæður starfsfólks væru góðar og um grundvöll viðskipta sagði hann: ,,En eins og gefur að skilja, var það ó-beinn hagur fyrir verslunina, að hagur viðskiptamanna stæði með mestum blóma, og að þeir yrðu sem sjálfstæðastir efnalega”. Líklegt má telja að Robert Greenleaf og Thor Jensen hefðu aðhyllst aðferðir straumlínustjórnunar með áherslu á tilgang verkefna, virðingu fyrir einstaklingum, lausnaleit og skilvirkar aðferðir. Straumlínustjórnun á upphaf sitt á fjórða áratug síðustu aldar hjá Toyota verksmiðjunum í Japan. Vinnustaðamenningin er forsenda árangurs straumlínustjórnunar. Vinnustaðamenningu Toyota er lýst sem þjónandi forystu og aðalverkefni stjórnenda Toyota er að vinna fyrir starfsfólkið og efla sjálfstæði og tækifæri hvers og eins til að njóta eigin þekkingar og færni.

Sigrún Gunnarsdóttir
Sigrún Gunnarsdóttir

Auglýsing final