Gary Kent hjá Schneider Corporation er aðalfyrirlesari ráðstefnunnar um þjónandi forystu 31. október nk. Ráðstefnan hefst með erindi hans sem ber yfirskritina: ,,Anyone could lead perfect people, – if there were any”.
Auk Gary munu einstaklingar úr atvinnulífinu segja frá reynslu sinni af þjónandi forystu:
- Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri Reykjavík
- Róbert Guðfinnsson, frumkvöðull og fjárfestir, Siglufirði og Arizona
- Gunnar Svanlaugsson, form. kkd. Snæfells, Stykkishólmi
- Vilhjálmur Egilsson, rektor, Háskólanum á Bifröst
- Sigurður Ragnarsson, sviðsstjóri viðskiptasviðs, Háskólanum á Bifröst
- Sigrún Gunnarsdóttir, dósent, Háskólanum á Bifröst
- Óttarr Proppé, alþingismaður og tónlistarmaður, Reykjavík
Einnig verður sagt frá nýjum rannsóknum um þjónandi forystu hér á landi og höfundar rannsóknanna sem munu flytja þau erindi eru:
- Alda Margrét Hauksdóttir, yfirlífeindafræðingur KLH / Hjartavernd, Reykjavík
- Auður Pálsdóttir, aðjúnkt, Háskóla Íslands, Reykjavík
- Birna Dröfn Birgisdóttir, doktorsnemi við Háskólann í Reykjavík
- Heiða Björg Ingólfsdóttir, leikskólakennari, Akureyri
- Hildur Haraldsdóttir, bókhalds- og innheimtufulltrúi Verkmenntaskólans á Akureyri
- Steingerður Kristjánsdóttir, verkefnisstjóri á skóla- og frístundasviði hjá Reykjavíkurborg
- Þóranna Rósa Ólafsdóttir, skólastjóri Varmárskóla, Mosfellsbæ
Háskólinn á Bifröst og Þekkingarsetur um þjónandi forystu halda ráðstefnuna sem fer fram á Bifröst föstudaginn 31. október 2014. kl. 10 – 16. Aðalfyrirlesari er Gary Kent, þjónustustjóri hjá Schneider Corporation sem hefur nýtt þjónandi forystu í skipulagi og stjórnun fyrirtækisins undanfarin 25 ár. Erindi hans hefur yfirskriftina: ,,Anyone could lead perfect people, – if there were any”.