Þann 31. október næstkomandi verður ráðstefna um þjónandi forystu í Háskólanum á Bifröst. Ráðstefnan er samstarfsverkefni Þekkingarseturs um þjónandi forystu og Háskólans á Bifröst. Yfirskrift ráðstefnunnar er Þjónandi forysta, samskipti og samfélagsleg ábyrgð. Aðalfyrirlesari er Gary Kent hjá Schneider Corporation í Bandaríkjunum. Ráðstefnan hefst kl. 10 og mun ljúka um kl. 16, nánar verður tilkynnt um dagskrá og tilhögun ráðstefnunnar á næstunni.
Kallað eftir ágripum rannsóknaerinda
Kallað er eftir ágripum erinda til kynningar á rannsóknum um þjónandi forystu á ráðstefnunni 31. október 2014. Ágripin fjalla um rannsóknir sem ná til meginþátta þjónandi forystu miðað við efni ráðstefnunnar um samskipti og samfélagslega ábyrgð sem mikilvægar stoðir þjónandi forystu. Ágripin innihalda lýsingu á fræðilegum bakgrunni rannsóknar, aðferð, niðurstöðum, umræðu og ályktun, alls mest 200 orð. Einnig fylgja upplýsingar um starfsheiti, vinnustað/háskóla höfunda(r) rannsóknarinnar. Ágripin berist ritara vísindanefndar ráðstefnunnar fyrir 15. september 2014 sem svarar til baka fyrir 30. september 2014 um ákvörðun um samþykki til flutnings.Tölvupóstur ritara vísindanefndar er gudjon hjá thjonandiforysta.is.