Þjónandi forysta í tímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla, desember 2013

Í nýjasta tölublaði tímaritsins Stjórnmál og stjórnsýsla (desember 2013) er birt grein um þjónandi forystu sem heitir: ,,Þjónandi foysta og rannsóknir hér á landi”. Í greininni er fjallað um hugmyndafræði þjónandi forystu og rýnt í þjónandi forystu hér á landi.

Í lokaorðum greinarinnar segir: ,,Þjónandi forysta hefur sannað gildi sitt sem árangursrík hugmyndafræði og grundvöllur uppbyggilegra samskipta og forystu sem tryggja góðan árangur fyrirtækja, félaga og stofnana. Hér á landi eru mörg dæmi um þjónandi forystu en margt bendir þó til að efla þurfi siðferði, traust og fagmennsku. Þjónandi forysta er dýrmætt tækifæri í slíkri uppbyggingu. Nýjar erlendar og innlendar rannsóknir renna styrkum stoðum undir gildi þjónandi forystu og staðfesta upphaflegar hugmyndir Robert K. Greenleaf (2008; 2009). … Þjónandi forysta er hugmyndafræði sem svarar kalli samtímans um virka þátttöku starfsfólks sem gerir því kleift að njóta eigin hæfileika og tækifæra til heilla fyrir skjólstæðinga, viðskiptavini og eigin velferð. Í ljósi þess sem hér hefur verið lýst má með nokkurri vissu halda því fram að þjónandi forysta sem byggir á hugsjón, hugrekki og hófsemd sé dýrmætt tækifæri til uppbyggingar í íslensku samfélagi. Þjónandi forysta getur tryggt velferð og hag þegnanna og skapað samfélag sem stendur traustum fótum lýðræðis og réttlætis. Ef til vill skapa hófsemd og auðmýkt lykilinn að farsæld íslensku þjóðarinnar.”

Greinina má nálgast á vef Tímarits um stjórnmál og stjórnsýslu og hér er greinin á pdf formi.

Höfundar greinarinnar eru Sigrún Gunnarsdóttir, dósent og Birna Gerður Jónsdóttir, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur MS.

Mynd-Thjonandi-TimaritStjorns-des-2013

Mynd af Servant Timarit Stjornsys-Des-2013