Þjónandi forysta og vellíðan í vinnu

Í ársriti Virk 2013 er birt grein um þjónandi forystu og vellíðan starfsfólks.

Í greininni segir m.a. ,,Vellíðan starfsfólks og starfsgeta er háð samspili margra þátta, utan og innan vinnustaðarins. Hlutverk og ábyrgð starfsmanna og stjórnenda er samofin og mikilvægt að báðir aðilar hafi þekkingu og innsýn í leiðir til að styrkja og efla hið góða á vinnustöðum. Þjónandi forysta er hugmyndafræði uppbyggilegra og ábyrgra samskipta sem varpar nýju ljósi á tækifæri til að virkja krafta og hugmyndir til að efla lífsgæði í vinnu og til að tryggja árangur starfanna. … Margt bendir til þess að viðhorf og aðferðir þjónandi forystu eigi ríkt erindi hér á landi til að tryggja betri árangur fyrirtækja og stofnana. Rannsóknarskýrsla Alþingis (2010) gefur sterkar vísbendingar um að siðferði, trausti og fagmennsku sé ábótavant á vinnustöðum hér á landi. Siðferðilegur styrkur þjónandi leiðtoga, einlægur áhugi á haga annarra og skýr framtíðarsýn getur reynst vel til að styrkja vinnuvernd hér á landi. Þjónandi leiðtogar njóta trausts, þeir safna ekki valdi, hafa ekki áhyggjur af valdabaráttu eða mannvirðingum en beina athygli og orku að mikilvægum verkefnum sem styðja starfsgetu og ánægju starfsfólks. Markmiðið er hagur heildarinnar og þjónusta leiðtoganna birtist í viðmóti, framkomu og aðferðum sem allt byggir fyrst og fremst á lífssýn og gildismati.”

Greinin hér á pfd formi.

Höfundur greinarinnar er Dr. Sigrún Gunnarsdóttir, dósent við Háskóla Íslands.

Vatn-Hella-Dropar